Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 1

Dagblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 1
frjálst, úháð dagblað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTII l.-AÐALSÍMI 27022. hvati að morðinu —Sambýfískona hins myrta úrskurðuð í30 daga varðhald Þráinn H. Kristjánsson, 36 ára gamall verkámaður til heimilis að Hverfisgötu 34, í Reykjavík hefur játað að hafa banað Svavari Sigurðs- syni strætisvagnabílstjóra með eldhúshníf í íbúð Svavars í sama húsi. Var Þráinn í gær úrskurðaður i 60 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn á tímabilinu. Sambýliskona Svavars, Lóa Valdimarsdóttir, 59 ára gömul, var úrskurðuð í allt að 30 daga gæzluvarðhald. Kafðist rannsóknar- lögreglan gæzluvarðhaldsúrskurðar yfir Lóu þar sem frásögn hennar ber ekki saman við frásögn hinna er í íbúðinni voru þá er verknaðurinn var framinn. Er hugsanlegt talið, að hún eigi á einhvern hátt aðild að málinu beint eða óbeint, en með öllu ósannað. Svo hagar til að Hverfisgötu 34, að tvær íbúðir eru í rishæð hússins. Hafði Svavar hina stærri á leigu og þar bjó einnig sambýliskona hans. Minni íbúð á hæðinni hafði Þráinn H. Kristjánsson á leigu. Bað og salerni fyrir íbúðirnar er sameiginlegt og því samgangur meiri milli fólks en almennt gerist þó íbúðir séu á sömu hæð. Er talið hugsanlegt að einhverr- ar skýringar sé að leita í þessu. Salernið er inni i þeirri ibúð er Svavar leigði og þurfa því íbúar minni íbúðarinnar að hafa aðgang að henni. Ennþá liggur ekkert fyrir um orsök hins hryllilega verknaðar, en fyrstu tilgátur manna eru að af- brýðisemi spili þar inn í. Á sunnudaginn, er ódæðið var unnið, var gleðskapur í íbúð Svavars. Voru þar auk hans og Lóu sambýlis- konu hans Þráinn H. Kristjánsson og 45 ára gömul kona sem var gestur Þráins og mun hafa verið það tíðum. Skörp orðaskipti munu hafa farið fram en þeir Svavar og Þráinn síðan gengið afsíðis. Svavar kom ekki aftur. Það var svo ekki fyrr en um það bil 5 tímum síðar að lögreglan var til kvödd. í millitíðinni hafði Þráinn haft samband, og það tvívegis, viðat- vinnuveitanda sinn og skýrt honum frá hvað skeð hafði. Var það at- vinnuveitandinn sem í lögregluna hringdi. Eins og fram kom í blaðinu í gær var lík Svavars afar illa leikið. Voru skurðir og stungur víða á kviði og á hálsi. Má fullvíst telja að Svavar hafi látizt þegar við þessar stungur og ristur. í gær voru skipaðir réttargæzlu- menn þeirra tveggja er í varðhald voru úrskurðaðir. Páll Amór Pálsson er réttargæzlumaður Lóu, en örn Clausen réttargæzlumaður Þráins H. Kristjánssonar. -ASt. Svavar Sígurösson, bifreiðastjórí, var á 57. aldursári. Hann var áður kvæntur og átti uppkomin börn. Rektors- kjör í dag — viðtöl við Sigur- jón Björnsson og Guðmund Magnússon bls. 8 Nærri sjö milljarða króna halli a rikissjoði — sjá bls. 5 Rannsókn á Aðal- verktökum — samrýmist ekki stjórnarskránni segja sjálfstæð- is-ogfram- sóknarmenn — sjá bls. 5 • Að þegja og éta skötu- fótinn — sjá kjallaragrein Péturs Péturs- sonará bls. 10-11 Gæti sigltmeð lOmannaáhöfn - sjá bls. 9 5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 - 79. TBL. 'Lítið er ungs manns gaman. Ennþa eitt olíu- félagið á islenzkt fyrirtæki hefur aö undan- förnu leitað fyrir sér um kaup á olíu i Mið-Austurlöndum, meðal annars í íian, Dagblaðið hefur áreiðanlegar upplýsingar um þessa umleitun og einnig hitt, aö útflutningsaðilar I að minnsta kosti tveim oliurikjum hafa svarað fyrirspurnum jákvætt Hafa þeir ekki talið neitt ti! lyrirstöðu slikum viöskiptum af sinni háltu. Hið íslenzka fyriuæki iiefur einnig leitaö eftir þvi að fá hreinsaöa þá hrá- oliu-, sem þarna kynni að verða keypt. Olíuhreinsunarstöðvar meðal annars í Portúgal og í Hollandi, hafa látið í ljós áhuga sinn á því að taka að sér hreinsun á hráolíu, sem kynni að verða keypt. Verðið á þeirri oliuj sem spurt hefur veriö um, yrði algert samnings- atriði, sem ekki yrði bundið þvi verð- lagi, sem myndast í Rotterdam, að öðru leyti en því, sem það stæði i sambandi við verðákvörðun OPEC- Islandi? ríkjanna. Þannig væri hugsanlegt að nýta þann sveigjanleika, sem mis- munandi verð einstakra oliuríkja gefur kost á. Athugun sú, sem gerð hefur verið, miðast við litla samninga, jafnvel á islenzkan mælikvarða, og þá einnig til skamms tíma. Til greina kemur að semja um verð á hverjum farmi olíu, sem keyptur yrði. Réðist þá verðiö nánast af dagverði útflutnings á jarðoliu eða hráolíu á hverjum tíma. Ennþá hefur ekki verið kannað, hvort til greina kæmi að semja við hin islenzku olíufélög um dreifingu með afgreiðslukerfi þeirra hér á landi. Enda er áðurgreind athugun enn á algeru byrjunarstigi. Af þeirri ástæðu er ekki unn' tð “reina frá þvi, hvaða aðilai íslenzT r hafa þreifað fyrir sér um hugsanlcg oliu- kaup og olluinnflutning fyrir íslenzk- an neytendamarkað. -BS. Varð ástfangin af myndarlega Suðurríkja- manninum DB-mynd Magnús Hjörleifsson. V — sjá bls. 7 in hugsanlegur Afbtýðisemi tal-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.