Dagblaðið - 03.04.1979, Page 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979.
2
Oryggi Akraborgar er tryggt
— reynslan er ólygnust
Friðrik Þorvaldsson skrifar:
Mér brá í brún er ég sá frétt með
stóru letri þvert yfir forsíðu Dag-
blaðsins um það, að Akraborgin
teldist ekki haffær og hefði vegna
bilunar hrakizt undan veðri, svo að
hún var aðeins 100 m frá strandi.
Þessi frétt vakti mikla athygli og
ótrú, a.m.k. hafa margir spurt um
álit mitt. Ég hefi bent á það, að
sjóhæfni skipsins sé vafalaust hin
sama og þegai það kom í hina fyrstu
ferð, enda væri reynslan ólygnust. Þá
vil ég fullyrða, að ásakanir i garð út-
gerðarstjórnar eru ómaklegar en hafa
þó þann tilgang, að væru þær sann-
ar, sem ekki er, myndi öllu borgið ef
úr væri bætt að þessu leyti.
Tvö akkeri
En málið er ekki svona einfalt. Ég
man, að þegar Akraborg eldri missti
eitt sinn annað akkerið var þess
krafizt samstundis, sem vonlegt var,
að nýtt yrði sett í staðinn. Þar sem
akkeri var ekki til i landinu þurfti að'
panta það og munaði minnstu, að
þetta lipra og aflsterka skip yrði ss'iK
haffærisskírteini fyrir að hafa aðeiru,
eitt akkeri um stundarsakir.
Frá þessu sjónarmiði hefir Akra-
borgin verið ósjófær þegar hún var
keypt og er það enn. Við venjulegt
veðurfar fer vel um farþega í skipinu,
en í veðraham bregður út af því. En
við því er séð. Hjálpar þar til að
sjóleiðin er örstutt, góð veðurþjón-
usta og afburða skipstjórnarmenn
vita hvað skipið þolir, svo ekki er lagt
úr höfn nema í einsýnu. Reynslan
hefir þannig tryggt fyllsta öryggi.
Fá ár eftir
Þótt segja megi, að vel sé fyrir öllu
séð hér og nú hvað Akraborg snertir
þá eiga allir dagar sér kvöld. Hún
eldist og slitnar og á aðeins fá ár eftir.
Samgöngur eru ekki happa- og
glappamál. Þær þurfa yfirsýn. Hf.
Skallagrímur ól sig upp við hið forna
spakmæli. ,,Allt með gætni ger ávalt
grant um endann hugsa skalt.”
Fyrstu 19 árin gat félagið starfað án
ríkisstyrks og átti stundum drjúgan
afgang. Þá hófst merkur kafli í
samgöngusögu landsins með hinum
svonefndu Hraðferðum Rvk/Akur-
eyri um Borgarnes. Slíkar ferðir
komust á til og frá Ólafsvík, Stykkis-
hólmi, Búðardal, Hólmavík, Kinnar-
stöðum, Blönduósi og innanhéraðs.
Ég álit það tómlæti að láta skeika
að sköpuðu. Hvar á að gripa upp
milljarða til að starfrækja viðhlitandi
ferjukerfi Akran / Rvk ásamt for-
svarandi aðstöðu í höfnum? Sams
konar spurning er tiltæk ef setja á
ferjur á Hvalfjörð og nothæfar
bryggjur beggja vegna með nauðsyn-
legum mannafla þar nótt og dag,
samhliða því að gera hraðbraut inn
fyrir fjarðarbotn.
Brú yfir
Hvalfjörð
Með sterkum rökum hefir verið
sýnt fram á það, að ódýrast og
beinast liggi við að brúa Hvalfjörð,
t.d. um Laufagrunn eða út af Hval-
eyrinni. Þetta er raunar þáttur í
nútíma vegagerð, en um slika fram-
kvæmd hefir verið ógæfuhljótt.
Brúin gæti verið fullgerð nú ef ráða-
menn hefðu þekkt vitjunartímann.
En þeir áttu ekki innangengt í sína
öld og virtust sjá fjandann sjálfan
uppmálaðan á hverju skýi.
Ef brúin væri komin nú mætti gera
sér í hugarlund brennslusparnaðtnn.
Það hefir margur orðið doktor fyrir
minna en að reikna það út.
Ferja er bílastæði, sem sjálf getur
eytt i brennslukostnaði jafnmiklu og
hún sparar þeim bílum, sem hún
rogast með. Nú kostar far
Akran/Rvk. 1800 kr. og 900 kr. fyrir
bíl. Á Reykjanesbraut er fargjaldið
200 til Straumsvíkur, sem að vísu er
snertispöl styttra.
Fjárhagsleg
blóðtaka
Ég vil ekki vera beizkyrtur, en ég
spyr þó. Eru ráðamenn Reykjavíkur
og þingmenn svefngenglar. Það er
þeim að kenna en ekki mér ef þeir
skynja ekki hvílik fjárhagsleg
blóðtaka ferðalög norður um frá
Rvk eru. Vegna rangrar stefnu í
samgöngumálum er það algerlega
óþarft. Það er einnig þeirra gáleysi ef
þeir rumska ekki við þá staðreynd, að
af bílaflutningi Akraborgar hafa R-
bílar náð allt að 63%. En nú dregur
að þáttaskilum í þessum
samgöngumálum. / .
Lengst af ævi minnar var kapp-
kostað að hafa eitthvað til að lifa
fyrir. Nú fer mikið sýsl í það að
hnotabítast um að hafa eitthvað til að
lifa af og snýst þá stríðið eðlilega um
fleiraen kaloríur.
Klamrit og myndir
— og áhrif þeirra á börnin okkar
Fokreið 3ja barna móðir hringdi:
Ég á þrjú börn á aldrinum 6—12
ára og er bókstaflega að missa taum-
haldið á uppeldinu og að gefast upp
vegna þess að á boðstólum i þessu
blessaða þjóðfélagi okkar eru sorprit
sem mín böm eins og önnur komast í,
sérstaklega þau eldri.
Hvaða skoðanir haldið þið að
börnin fái á konunum er þau sjá
myndir af þeim í alls kyns ljótum
stellingum í þessum blöðum? Þau
hlæja og flissa yfir þeim og það er
sama hvað ég reyni að gera. Ég
útskýri fyrir þeim að konan sé nú
bara einu sinni svona sköpuð. En það
er ekki nema eðlilegt að þeim detti
ekkert annað en ógeðslegt í hug i
sambandi við konur þegar svona
myndir eru hafðar fyrir þeim. Hvað
er verra en að gera konuna,
móðurina, hlægilega í augum barn-
anna? Þetta er ekki hægt lengur. Eitt-
hvað verður að gera til þess að stöðva
þennan ósóma. Eða hvernig eiga
blessuð börnin að geta borið virðingu
fyrir móðurinni og hlutverki hennar
þegar siík blöð eru alls staðar á glám-
bekk?
Mikið úrval af klimritum er ó
boðstólum hér og ekki öllum til
ónægju og yndisauka.
Raddir
lesenda
Heimilis-
iæknir
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heimil-
islæknir svarar" í síma
27022, ki. 13-15 alla
virka daga.