Dagblaðið - 03.04.1979, Síða 4

Dagblaðið - 03.04.1979, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. DB á ne ytendamarkaði 130 króna verðmunur Neytendasíðunni berast sífellt á- bendingar um hina ýmsu verðlagn- ingu sömu vörutegunda og er málið oft anzi furðulegt þegar grannt er skoðað. Þannig var okkur bent á mismun- andi verð á blómlaukum. Við fórum á stúfana og litum inn í nokkrar blómabúðir og könnuðum málið. Jú, mikið rétt, það er verðmismun- ur á blómlaukum og hann tölu- verður. Við völdum af handahófi begóníu- lauka og spurðumst fyrir um hvað þeir kostuðu. í Alaska við Miklatorg kostaði laukurinn 460 kr. stk. og í Alaska í Breiðholti kostar hann 450 kr. Hins vegar kostar hann 330 krónur í Blómavali, í BlómahöUinni i Kópa- vogi, í blómabúðinni Dögg og víðar. Viö fengum þá skýringu á þessum verðmismun að þeir hjá Alaska hefðu fengið sína lauka senda hingað til lands frá HoUandi með flugi og flutn- ingskostnaður væri svona mikUl. Sömu begóniulaukarnir: A og C frá Alaska-verzlununum tveimur og B frá Blómavali. * „GEFÐU MG FRAM í BÚÐINNI, B.K.” Benedikt Kristjánsson, kjötiðnaöar- maöur hjá Einari Guðfinnssyni hf., Bolungarvík, skrifar: Vegna skrifa BK frá Bolungarvík í blaðinu 24. marz sl. vil ég leyfa mér að koma með athugasemdir við þessi skrif fyrrnefnds aðila. BK þessi segir að vöruverð sé mun dýrara hér en í Reykjavík. Það kann vel að vera að svo sé á vissum vöru- tegundum. Verð á kjötvörum sem Seðillinn fyrir marzmánuð Nú er kominn nýr mánuður, eins og flestum ætti að vera orðið ljóst, og þá er að drífa inn upplýsingaseðlana! Þátttaka lesenda Dagblaðsins í því að senda inn seðlana er ánægjulega mikil eins og fram hefur komið og í síðasta mánuði bárust seðlar frá 30 stöðum víðast hvar af landinu. Það er skemmtilegt og gagnlegt fyrir fólk að geta borið sig saman við aðra í sambandi við það hvað miklir peningar fara í mat og hreinlætis- vörur í hverjum mánuði. Eins er skemmtilegt að bera saman tölur frá hinum ýmsu stöðum. En sem sagt, hér er fyrsti seðillinn fyrir marzmánuð sem þið skuluð fylla út og senda til okkar, merkt Dagblaðið á neytendamarkaði, Síðu- múla 12, Reykjavík. Og ekki sakar að fá frá ykkur nokkrar línur um málið! Nýjasta tækm'í pípuhgningum fíotostock hentar bæði fyrir ný/agnir og viðhald Fyrir hús, skip, gróðurhús og allar aðrar pípulagnir auðvelt f flutningum, aðeins 16 kg. I handtösku. Iðnnotendur Rotostock er meðal annars, notaði pipulagningaiðnaði: Hitadreifingu og loftræstingu + raflugningar + viðhaldi og viðgerðum + skipaiðnaði + vatnsveitum og vatnsveituvirkjun- um + jarðvinnsiu + byggingariðnaði + úðun + kælikerfum + iðnaði og o.s.jrv. SÚLUSKÁLINN ARNBERGI í!ll. 800 SELFOSS — P.O. BOX 60 SlMAR 1685 - 1888 Byggung Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hamraborg 1, 3. hæð fimmtudaginn 5. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga stjórnar um framhaldsaðalfund. 3. önnur mál. Stjómin. seldar eru í verzlun Einars Guðfinns- sonar hf. í Bolungarvík er ekki hærra en í Reykjavík. Þær kjötvörur sem eru á boðstól- um í áðurnefndri verzlun eru allar unnar í eigin kjötvinnslu og því eng- inn flutningskostnaður lagður á þá vöru. BK kvartar yfir litlu úrvali kjöt- vara hér, segir að aðeins sé til álegg í loftþéttum umbúðum. Þetta er alls ekki rétt. Við sem vinnum við fram- leiðslu á kjötvörum hér leggjum ávallt metnað okkar í að hafa kjötúr- val sem fjölbreytilegast og höfum aldrei fengið orð um annað en að það væri gott. Við höfum margsinnis fengið orð fyrir gott úrval kjötteg- unda og kjötborðið sé ávallt snyrti- legt og gott, enda koma ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar mjög oft hingað í verzlunarerindum. Við leggjum okkur ávallt fram við að veita sem bezta þjónustu í sam- bandi við kjötúrval og reynum að gera öllum til hæfis. Ef einhver viðskiptavinur vill fá eitthvað sérhannað eða sérrétt þá erum við ávallt reiðubúnir að gera allt sem við getum til þess að full- nægja óskum viðkomandi. Gaman þætti mér að þessi BK gæfi sig fram í verzluninni svo ég fái tæki- færi á að gera honum eða henni til hæfis. Raddir neytenda Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlegast sendið okkur þennan svarseðil. Á þann hátt verðið þér virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Kostnaður í marzmánuði 1979 Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. w i m tv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.