Dagblaðið - 03.04.1979, Page 7

Dagblaðið - 03.04.1979, Page 7
Eitt og hálft kílógramm af heróíni var gert upptækt á Kastrupflugvelli við Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. Fannst það i fórum tveggja ungra ítalskra manna, sem voru handteknir á flugvellinum og síðar úrskurðaðir í allt að sextíu daga gæzluvarðhald. Heróínið sem fannst er sagt af beztu tegund og talið virði fimmtán milljóna danskra króna á svörtum markaði í Danmörku. Er það jafnvirði um það bil eins milljarðs íslenzkra króna. Báðir mennirnir hafa neitað sök sinni en annar þeirra hefur þó viður- Erlendar fréttir kennt ólöglegan flutning á fíkni- efnum og skartgripum. Svo virðist sem upp um heróí i- smyglið hafi komizt við vanabundna leit í farangri farþega, sem voru að koma frá Thailandi til Kastrup. Leitað var hjá nokkrum farþegum og á botni handtösku annars ítalans fannst hið ólöglega efni. Sá segist hafa tekið að sér að flytja einhverja tösku frá Thailandi til Kaupmanna- hafnar. Hafi honum verið lofað jafn- virði rúmlega þriggja milljóna íslenzkra króna fyrir og hafi slegið til þar sem hann var atvinnu- og peningalaus. ítalinn, sem var gripinn á Kastrupflugvelli skýrði svo frá að hann hafi skipt á tösku við mann einn í Thailandi. Lét hann af hendi tösku, sem hann fékk afhenta í Milanó þar sem hann hóf ferð sína. Átti hann síðan að millilenda í Kaupmanna- höfn en halda síðan áfram til Ítalíu aftur. Uganda: Idi Amin hressítali Idi Amin er nú kominn til Jinja iðnaðarbæjar i austurhluta Uganda. Er hann þar í fylgd með hermönnum sínum og aðstoðarmönnum frá Líbýu. Segist hann hvergi banginn og ætla að sigra innrásarliðið fráTansaníu. íran: Bardagar milli stjórnarhers og Turkomana Miklir bardagar hafa brotizt út í Gonbad Kavus borg í íran nærri landa- mærum Sovétríkjanna. Er þetta aðeins tæpum sólarhring eftir að tilkynnt hafði verið um að vopnahlé hefði komizt á milli hermanna Khomeinis trúarleiðtoga og manna af Turkoman ættflokki. Nú virðist bæði vélbyssum og handsprengjum vera beitt í bar- dögum þessara aðila. Skæruliða- flutningaskip tekið ísraelsmenn segjast hafa tekið flutningaskip skráð i Kýpur á Miðjaðarhafi. lnnanborðs hafi verið félagar í pa!e:;i’nskum skæruliðahópi, sem hafi verið á leið til skemmdarverka í ísrael. Danmörk: Úrvals heróín fyrír einn milljarö króna —tveir ítalir gripnir á Kastrup með eitt og háif t kflógramm af efninu á botni handtðsku DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979. £3»' Hinn ftalinn, sem handtekinn var á flugvellinum, var ekki með neitt af ólöglegum efnum í fórum sínum. Segjast Ítalirnir heldur ekkert þekkja hvor til annars. Hinn fyrrnefndi segist aðeins hafa skipzt á nokkrum orðum við hinn og þá eingöngu vegna þess að þar voru landar á ferð. Sá síðarnefndi er sagður vera heróín- sjúklingur, sem viljað hafi nota sér tækifærið og kaupa ódýrt heróín í Thailandi fyrst ferðin þangað bauðst á ódýran hátt. Danska lögreglan telur að hans hlutverk í málinu hafi verið að hafa eftirlit með hinum ítalanum. Þessi pakki með 1,5 kílógrammi af heróíni hefði fært eigendum sinum jafnvirði eins milljarös islenzkra króna ef tekizt hefði að selja hann á svörtum markaði i Danmörku. Varð ástfangin af myndar- lega Suðurríkjamanninum —sagt fráköf lum úr endurminningum Margrétar Trudeau fyrrum eiginkonu f orsætisráðherra Kanada Margrét Trudeau reyndi að rista sig á hol með eldhúshníf fyrir fimm árum eftir að eiginmaður hennar Pierre Trudeau forsætisráðherra Kanada hafði komizt að því að hún hafði fellt hug til bandarisks manns, að því er segir í The Toronto Star, kanadisku dagblaði. Er þar vitnað i óútgefnar endurminningar forsætisráðherra- frúarinnar fyrrverandi. en knflar úr þeim munu birtast í blöðum víðs- vegar um heiminn í þessari viku. Ekki eru sögð nánari deili á Banda- ríkjamanninum en hann sagður áhrifamikill og myndarlegur Suður- ríkjamaður. Á Margrét, sem nú stendur á þrítugu, að hafa kynnzt honum á tenniskeppni í New York árið 1974 en þá virtist hjónaband hennar og hins kanadlska forsætis- ráðherra vera í bezta standi. Tilraun Margrétar til að stinga sig með eldhúshnífnum á að hafa verið gerð, er hún kom til Ottawa frá New York og eiginmaðurinn hafði komizt að ævintýrinu með hinum myndar- lega Suðurríkjamanni. Samkvæmt ráðleggingu sálfræðings fór Margrét Trudeau til Bandarikjanna til fundar við hinn nýja vin sinn til þess að vinna bug á ást sinni til hans. Ekki fór það að öllu leyti eins og áætlað var en ekki eru frekari skýringar gefnar á niðurstöðu ferðarinnar i greininni í The Toronto Star. í greininni segir frá að Margrét hafi hitt Trudeau á Tahiti árið 1967. Þá hafi hún verið mjög ung og rómantísk og henni hafi þá fundizt Pierre mjög gamall. Hann er nú 59 ára að aldri og í miðju kafi að undir- búa kosningabaráttu i Kanada en þar á að kjósa hinn 22. maí næstkom- andi. í ereinirini er vitnað í frásögn Margieiar þar sem hún segir frá Maroi t' dvöl 0,>ni þar sem hún hafi neytt vmissa fíkniefna þar á meðal ofskynjunarlyfsins LSD. í Marokkó hafi hún í fyrsta skipti brotizt undan hinum sterku og ströngu uppeldisaðferðum foreldra sinna. Þó hafi hún að líkindum aldrei hagað sér ver en venjuleg amerísk stúlka á hennar reki. í Marokko hafi hún i fyista skipii lært að umgangast karlmenn sem jafn- ingja og tekizt að lifa með þeim á þann hátt sem henni hafði ekki verið auðið áður vegna strangs og siðavands uppeldis. INNHVERF IHUGUN TRANSCENDENTAL MEDITATION Almennur kynnlngarfyrirlestur verður í kvöld kl. 20.30 að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhús- inu). Innhverf íhugun er andleg tækni, auðlærð og auðstunduð. Hún losar um djúpstæða streitu ogspennu ogstyrkir hugsunina. Þetta staðfesta vísindarannsóknir. —Allir velkomnir. ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ J)

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.