Dagblaðið - 03.04.1979, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979.
15
Tvær dömur, fulltrúar tveggja
kynslóða, mætast fyrir framan þriðju,
Dömuna, verzlun sem ber það nafn og
leggur konum á öllum aldri til þann
fatnað sem gefur þeim nafnið dama,
því eins og einhvers staðar segir þá
skapa fötin manninn.
DB-mynd Hörður.
I
Innlend
imyndsjá
Pétur Jónsson RE strandaði fyrir skömmu við Seyðisfjörð, eins og DB greindi
frá. Strandferðaskipið Esja dró loðnubátinn af strandstað skömmu siðar.
DB-mynd Jón Guðmundsson.
Ékki virðist trúin i að verðbólgan vé að minnka vera mikil, að minnsta kosti
aetlar pilturínn að borða siaa seðla sjalfur, en lita ekki verðbólguna éta þi upp
smiu og smitt. DB-mynd Hörður.
Leysingakaflinn um daginn var nógu langur til að framkalla fyrsta ..vorboðann",
— nefnilega djúpar og hvassbrýndar holur í malbikið viða um götur. Venjulega
bregða bæjar- og borgarstarfsmenn skjótt við og laga slikt eftir föngum, en eftir
að fór að frjósa aftur er slíkt tilgangslaust og því ástæða til að vara ökumenn við,
þar sem bílar geta skemmzt talsvert sé ekið ógætilega í þessar holur.
DB-mynd R.Th.
Bjartar vonir manna um daginn í þá veruna að vorið væri i nánd með hlákunni þi
eru að engu orðnar með norðanáttinni undanfarið. Víða um land hefur mikið
skafið undanfarna daga, en hin sterka norðanátt er huggun harmi gegn, þvi snjó
festir lítt á vegum í blæstrinum. Þessi mynd er tekin á Suðurlandsveginum,
skammt fyrir neðan Lögberg. DB-mynd Hörður.
Ekki vitum við hvort veriö er að tilkynna lögreglunni um einhvern stóratburð
þarna en hitt vitum við að hefði dregið til stórtíðinda þama fyrir utan þá var hann
Haraldur Kornelíusson gullsmiður og badmintonkappi i lykilaðstöðu til að gefa
allar upplýsingar um þann atburð, þar sem hann stendur við gluggann og fylgist
með iðandi mannlifinu á götunni fyrir neðan. DB-mynd Hörður.