Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 5
[
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
5
HEIMILiSLÆKNIR SVARAR
HÆTTA AF RISTLI
Kona hringdi og spurði:
Ef manneskja fær ristil, er þá
einhver hætta á að hún láti lífið ef
ristillinn fer allan hringinn? Og ef svo
er, hvers vegna?
Svar:
„Ristill” herpes zoster) er vírus-
sýking, orsökuð af sömu veiru og
veldur hlaupabölu. Því líta bólurnar
mjög svipað út og meðgöngutími og
tímalengd kvillanna eru oftast ekki
verulega frábrugðnir, þó getur ristill
varað í 4—6 vikur (hlaupabóla
sjaldnast meira en 2 vikur). Meðferð
ristils beinist eingöngu að verkjum
þeim sem langoftast fylgja, ekki eru
til lyf til að drepa veiruna. Ristillinn
er hættulaus öllum, nema þeim, sem
eru á ónæmisbælandi lyfum (t.d. við
krabbameinum ýmiss konar). Engu
máli skiptir þótt ristillinn fari allan
hringinn, að slíkt valdi fjörtjóni er úr
lausuloftigripið.
ÁFENGISNEYZLA ÞUNGAÐRA KVENNA
Helga spyr:
Er það rétt
konur megi ekki drekka neitt áfengi
að barnshafandi og ef svo er, hvers vegna?
Sýrubindandi lyf
Svar:
Nei, það er ekki rétt. Rannsóknir
hafa sýnt fram á ýmis óæskileg áhrif
á fóstur kvenna, sem að staðaldri
neyta verulegs áfengismagns og sem
myndu á íslenzkan mælikvarða
teljast alkóhólistar. Eitt glas af og til
er ekki skaðlegra ófrískum konum og
ófæddum bömum þeirra en öðru
fólki.
Skrifið:
Heimilislœknir
svarar
Dagblaðið
Síðumúla 12
Reylgavik
eða hringið:
Raddir lesenda
Sími 27022
Kl. 13—15 virka
daga.
Lesandi spyr:
1. Hafa sýruminnkandi lyf sem mikið
er tekið af í langan tíma, t.d. tagamet
og gelusil einhverjar aukaverkanir og
hverjar þá?
2. Hvaða áhrif hafa lyfin duspatalin
og primperan og við hverju eru þau
gefin?
3. Getur eitthvert þessara lyfja valdið
eða aukið bjúgmyndun og þá hvert
þeirra?
Svar:
1. GELUSIL og önnur sýrubindandi
lyf hafa ekki aukaverkanir sem máli
skipta þótt tekin séu lengi.
TAGAMET er af allt öðru
sauðahúsi, bindur ekki sýru, heldur
kemur i veg fyrir eða minnkar
myndun hennar. Þetta lyf er enn nýtt
af nálinni og því ekki nóg vitað um
aukaverkanir við langtímanotkun.
Þess vegna er ekki ráðlegt að taka
það lengur en í 6—8 vikur í senn.
Aukaverkanir sem vitað er um em
helzt niðurgangur, svimi og útbrot,
en ekkert af þessu er algengt né'
verulega til ama.
2. Þessi lyf eru aðallega gefin við
kviðverkjum ýmiss konar, sem oft
eru nefndir „ristilkrampar”, „ristil-
bólgur” o. fl. nöfnum, sem reyndar
aðeins lýsa vanþekkingu okkar á
þessu fyrirbæri. Sumum finnst þetta
eitthvað gagna, fleiri munu þó telja
þessi lyf gagnslítil eða gagnslaus í
þessum tilvikum.
PRIMPERAN er auk þess gagn-
legt við ógleði og flýtir einnig
tæmingu magans niður í garnir en
slík hröðun getur verið hjálpleg sé um
að ræða sár í sjálfum maganum.
3. Ekki svo mér sé kunnugt.
GRÍSAVEIZLA
Einn eggjastokkur
— ogfólínsýruskortur
Kona hringdi og vildi leggja fyrir
heimilislækninn eftirfarandi
spurningar:
1. Við hverju er lyfið T. FOLICAE
NO. C. gefið?
2. Hvaða áhrif hefur það á konu ef
annar eggjastokkurinn og annar
eggjaleiðarinn eru fjarlægðir.
Svar:
1. Fólínsýruskortur veldur ákveðinni
tegund blóðleysis, sem oft lýsir sér
með bólginni tungu, niðurgangi og
megrun. Ófrískum konum,
vannærðu fólki (t.d. alkóhólistum)
og fólki með suma garnasjúkdóma er
hættast við þessum skorti. Fólínsýra
finnst þó í flestum fæðutegundum,
en eyðileggst við suðu, reykingu og
steikingu. Mest fæst úr t.d. nýju
grænmeti, lifur og bjór. Þannig er
mjög sjaldan ástæða til töku fólín-
sýrutaflna sé venjulegrar, ferskrar
fæðu neytt.
2. Þau eiga engin að vera (en að vísu
ganga hlutirnir ekki alltaf eins og þeir
eiga að gera). Einn heilbrigður eggja-
stokkur framleiðir nóg hormón til að
halda kynhvöt og starfsemi kynfæra
óbreyttri. Einnig framleiðir hann næg
egg til að frjósemi haldist, svo fremi
sem aðliggjandi eggjaleiðari er
heilbrigður, þannig að eggin eigi
greiða leið inn í legið.
Þurrkur í hálsi
Kristín Jónsdóttir spyr:
Ég er oft með svo mikinn þurrk í
hálsi á kvöldin og á nóttunni. Einu
töflurnar sem ég tek eru við bjúg.
Mig langar til að spyrja hvort þetta
geti stafað af notkun þeirra. Þetta er
mjög ónotaleg tilfinning og kemur
oft eins og köfnunartilfinning.
Svar:
Dálítið fer svarið eftir tegund
taflnanna. Þó held ég að svarið geti
vel verið játandi, lyfið er jú gefið til
að losa vökva úr líkamanum og gæti
því valdið þurrki þar sem sízt skyldi.
Ræddu þetta við lækninn þihn,
e.t.v. þarf að minnka lyfja-
skammtinn, ellegar skipta um
tegund.
.. .
SUNNUHATID
HÓTEL SAGA - SÚLNASAL
Sunnudagskvöld 8. apríl
Húsið opnað kl. 19.00,
hressing við barinn,
ókeypis happdrættismiðar afhentir
SPÁNSKUR VEIZLUMATUR: GRÍSA-
STEIKUR OG KJÚKLINGAR MEÐ
ÖLLU TILHEYRANDI. SANGRIA.
VERÐ AÐEINS KR. 3.500.
VEGLEG GJÖF
AHar konur sem eru matargestir fá giæsiiega gjöf frá Fegurðarsamkeppni íslands
og Ferðaskrifstofunni SUNNU. Gjöfin er glas af hinu ekta franska ilmvatni
FARBERGE (spray) Cavale-Baby. Gjöf þessi er gefin í samvinnu við hinn franska
ilmvatnsframleiðanda. Búðarverð þessarar gjafar á íslandi er kr. 2.600.
SKEMMTIATRIÐI:
Halli og Laddi með nýjan sprenghlægilegan gamanþátt.
FERÐAKYNNING - LITKVIKMYNDIR
Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastöðum Sunnu, á Kanaríeyjum,
Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og innig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL,
sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi ferðamöguleikum sem
bjóðast á þessu ári, BROTTFARARDÖGUM OG VERÐIFERÐA.
GLÆSILEGT FERÐABINGÓ
Vinningar 3 sólarlandaferðir með Sunnu eftir frjálsu vali.
TÍZKUSÝNING
Fegurðardrottningar íslands 1978—77 ásamt stúlk-
um frá Karon sýna það nýjasta í kvenfatatízkunni.
FEGURÐARSAMKEPPNI
ÍSLANDS
Kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur 1979 úr
hópi þeirra stúlkna sem hafa tekið þátt í keppninni í
vetur.
DANSTILKL. 1.00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkon-
unni Þuríði Sigurðardóttur leikur og syngur fyrir
dansi.
ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI
Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00 fá ókeypis
happdrættismiða, en vinningur er Kanaríeyjaferð
Missið ekki af glæsilegustu grísaveizlu ársins á gjafverði, ókeypis Kanaríeyjaferð í dýr-
tiðinni fyrir þann heppna. Pantið borð tímanlega hjá ySrþjóni í síma 20221 frá kl.
16.00 daglega.
SUBTMAV'