Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. íþróttir Iþróttir Iþró 161 I Iþróttir Iþróttir „Þetta jaðrar við sjálfsmorð” — segir Hákon Bjamason, en leikdagar hafa verið settir á íBikarnum „Þetta Jaðrar við sjálfsmorð,” sagðf Hákon Bjarnason, formaður hand- knattleiksdelldar ÍR i viðtaU við DB eftir að leikdögum hafa verið raðað niður i undanúrslitum Bikarins. Þá voru leikdagarnir settir i endaðan aprU. Viklngur og Valur eiga að leika 25. aprii, ÍR og FH 27. april og úrslitin fara siðan fram 29. aprU. Þá er nú það — HSÍ hefur teklzt að koma Bikarnum niður á plan meðalmennskunnar aftur eftir að vonarglæta vaknaði á siðasta ári þegar Bikarkeppni HSÍ i fyrsta sinn lukkaðist vel — og gaf vonlr um betri tið. „Bæði ÍR og Víkingur vildu Ijúka Bikarnum af sem fyrst. Að lelkið yrði í undanúrslitum nú um helgina, og úrslitaleikurinn siðan helzt á laugar- dag. En því varð ekki við komlð — hvorki Valur né FH vildu leika fyrr en kemur fram á sumar. FH-ingar báru við að þrir leikmanna þeirra færu nú i 'sólina á Spáni. Eftir þelm yrði að bíða,” sagði Hákon enufremur. Lánleysi HSÍ siðustu misserin hefui verið alveg með eindæmum. Hvei skyssan rekið aðra og nú er svo komlð að Islandsmót i handknattleik hefui fallið i skuggann af körfunni. Hvei hefðl trúað því fyrir örfáum árum. Að sjálfsögðu eru ástæðurnar margar og auðvitað Uggja þær ekki allar hjá HSÍ — en þar er yflrstjómin. Þvi miður, hún er i molum. Það hefur verið yfirlýst stefna HSÍ að Ijúka Blkarnum af áður en islandsmótinu lyld, og i vetur var það markmið sett að Ijúka Bikarnum i byrjun april. En þess i stað eru leikirnir settir fram á sumar. Það e greinilegt, að séu for- ráðamenn annarra sérsambanda orðnir þreyttir þá leita þeir bara ráða hjá HSÍ — um hvernig drepa eigi iþróttagrein. H Halls. Blikarnir íþriðja sæti Nú má telja næsta vist að Blikarnlr i Kópavogi hafi tryggt sér þriðja sætið i 3. deild karla I islandsmótinu i hand- knattlelk — þó með aðeins 14 stig. Sigurvegararnir Týrarar i Vestmanna- eyjum eru með 25 stig og eiga leik til góða og Mosfellingar i öðru sætinu með 20 stig og einnig leik til góða, en liklegt er að bæði liðin slgri og bæti við tveim stigum hvort. Það er þvi greini- legt, að skörp sldl hafa verið i þessari deild i vetur. Baráttan um þriðja sætið i deildinni reyndist ekki eins tvisýn og okkur taldist til f síðustu viku. Þá hafði nefni- lega verið leikinn einn leikur í Ityrrþey þar sem Afturelding sigraði Gróttu með 20 mörkum gegn 18. Grótta var því ekki lengur með i þessum slag! Á laugardaglnn áttust svo við bin tvö Uðin, sem kepptu að 3. sætinu, og þar sigraði Breiðablik ÍA með 21 marki gegn 20 í þokkalega leiknum leik. ‘ Skagamenn eiga að visu leik eftir, en við hina ósigruðu Týrara og það úti i Eyjum, svo að tæplega ná þeir Bllkun- um. 1 fyrra urðu Blikarnir i öðru sæti i deildinni með 21 stig, en þá sigruðu Þórarar í Eyjum með 23 stig. Týrarar urðu þá i 3. sætinu með 19 stig og Mosfellingar fjórðu með 14 stig ásamt Skagamönnum. Það er þvi nokkuð sami liðahópurinn, sem nú dellir öriög- um að sinni. Villa slæddist inn í töfluna yfir 3. deildina i siðustu viku, þar sem seinni leikur Dalvíkur og Aftureldlngar var talinn um garð genginn, sem er rangt og lelðrétt hér. Eftir beztu fáanlegum heimildum eru nú eftir þrir leikir i þessari deild, leikur Týs og ÍA og leikir Dalvikur vlð Aftureldingu og Njarðvfk. Afturelding á svo eftir tvo leiki við Stjörnuna um sæti i 2. deild. Staðan ernúþessi: Týr 13 12 1 0 285-223 25 Aftureldlng 13 9 2 2 231-217 20 Breiðablik 14 6 2 6 289—294 14 Akranes 13 6 0 7 263—247 12 Grótta 14 6 0 8 289-294 12 Keflavik 14 4 2 8 277-299 10 Njarðvik 13 3 1 9 253-275 7 Dalvík 12 2 2 8 246—284 6 -herb. DB-mynd Bjarnleifur. ,Við verðum meistarar' — sagði Hilmar Björnsson þjálfari Vals eftir sigur Valsmanna á Fram, 23-18. Uppgjör risa Vals og Víkings „Ég er mjög bjartsýnn á viðureign okkar við Vfking á miðvikudag. Við verðum meistarar. Nú höfum við náð okkur upp úr þeirri lægð, sem við höfum verið i en Vikingar hins vegar ekki,” sagði Hilmar Björnsson, þjálfari meistara Vals eftir nokkuð öruggan sigur Valsmanna gegn Fram i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik í gærkvöld, 23—18. Það veröur því hreinn úrslitaleikur risa Vals og Vikings — bæði lið hafa hlotið 23 stig og upp- gjör þeirra verður á miðvikudag. Þá fæst loks úr þvi skorið hverjir eru beztir — Valur eða Víkingur. Hilmar Björnsson talaði um, að Valsliðið hefði verið í lægð en nú náð sér upp úr því. Þessi lægð hefur kostað tvö stig til ÍR og það fór um margan Valsmanninn í HöUinni í gærkvöld í fyrri hálfleik. Valsmenn léku jafnvel verr en gegn ÍR á dögunum lengst af í fyrri hálfleik. Sóknin einhæf, bitlaus. Vömin ekki með á nótunum og ef ekki hefði notið við Ólafs Benediktssonar þá hefðu Fram getaö náð 4—5 marka forustu. Fram komst raunar í þriggja marka forustu, 8—5 og leikur Vals í rúst en Valsmenn náðu sér á strik og jöfnuðu 9—9 og komust í 11 — 10 fyrir leikhlé. En þeir léku illa, Valsmenn og gæfa þeirra að andstæðingurinn var Fram, sennilega slakasta liðið í 1. deild i dag. ístöðuh'tið, með einhæfan sóknarleik og slaka vörn. Enda var öU mótstaða Fram brotin á bak aftur í upphafi fyrri hálfleiks þegar Valsmenn loks fóru að leika, sæmUega — ekkert meira. Staðan breyttist þá í 16—11, vömin fór að ganga upp hjá Val, og sóknarleikur- inn liðkaöist. En Valsmenn geta leikiö betur, svo miklu betur. Þess þurfti ein- faldlega ekki tU og öruggur sigur var staðreynd — 23—18. Stóri leikurinn er því á miðvikudag — gegn Víking. Það verður áreiðanlega hörkuleikur og næsta víst að ValsUðið þá verður ekkert svipað og gegn Fram I gærkvöld. Þá verður barizt, af hörku bæði i vöm og sókn og undanfarin ár hafa Valsmenn sannað að þegar mest mæðir á liðinu þá er það sterkast. Það er því aðeins djarfur maður er fyrir- fram spáir Val — eða Víking meistara- tign á miðvikudag. Annars hefur maður tekið eftir því í á miðvikudag síðustu leikjum, að bæði Valsmenn og VUringar hafa átt í erfiðleikum með að ná upp baráttu, stemmingu í liðunum. Ef til vill er það taugaspenna en þó lík- legra að leikmenn nái ekki upp nægum baráttuhug, því þessi tvö lið hafa verið að leika gegn meira og minna æfinga- lausum liðum. Það hefur verið næsta víst, að úrslit hafa verið ráðin fyrirfram — mótstaðan ekki næg, eða beinlínis áhugaleysi. Slíkt er ástandið í hand- knattleiknum í dag — og svo þegar Valsmenn mættu leikdjörfum, sókn- djörfum ÍR-ingum er hvergi gáfu eftir þá skyndilega stóð vart steinn yfir steini. Valsmenn höfðu fram að þeim, leik unnið 11 leiki í röð — oft án lítillar mótstöðu. Slíkt leiðir aðeins af sér værukærð og mótstaðan setti Valsmenn úr jafnvægi. Auðvitað eru fleiri skýringar á ósigri Vals þá, en ekki laust við að einmitt þama Uggi ein af ástæðunum. Sigurvissa fyrirfram — sem siðan breyttist í vonleysi þegar á móti blés. Mörk Vals í gærkvöld skoruðu — Jón Pétur 6, Jón Karlsson 4, 2 víti, Þorbjörn Guðmundsson, Þorbjörn Jensson, Steindór Gunnarsson og Stefán Gunnarsson 3 mörk hver. Gísli Arnar 1 mark. Hjá Fram skoruðu þeir Björn Eirtksson, Atli HUmarsson og Theódór Guðfinnsson 4 mörk hver, Gústaf Bjömsson 3, Viðar Birgisson 2, Pétur Jóhannsson 1 mark. Þeir Jón Hermannsson og Árni Tómasson dæmdu viðureign Vals og Fram. HHalls. Staðan i 1. deild íslandsmótsins eftir sigur Vals ernú: Vikingur 13 11 1 1 317—251 23 Valur 13 11 1 1 247—206 23 FH 14 6 1 7 289—286 13 Haukar 14 5 3 6 297—308 13 Fram 14 5 1 8 274—312 11 ÍR 14 4 2 8 263—280 10 HK 14 3 3 8 236—278 9 Fylkir 14 2 4 8 250—271 8 Aðeins einn leikur eftir — toppupp- gjör risa Vals og Vikings. — Undanfama daga hefur Víðir Sigurðsson verið hér á DB í starfskynningu. Iýkur stúdentsprófi frá MA nú i vor. Víðir er lesendum DB þó ekki með öliu ókunnur. Hann hefur skrifað um knattspyrnuna á Austfjörðum, i DB. Hann mun i sumar leika með Leikni, Fáskrúðsfirði. DB-mynd Hörður. ísland c ásamt ogleikirþessaraþji vermirneðstasæ Evrópukeppni landsliða er nú í fullum gangi og ísland leikur í sumar landsleiki i EM við sUfurUð Hollands frá HM í Argentinu, hér i Reykjavik. Það verður hápunturínn á leikjum íslenzka landsliðsins. En auk þess leikur Ísland i Reykjavík við Sviss- lendinga og A-Þjóðverja í EM fyrir utan vináttulandsleikinn við V- Þjóðverja. Þá leikur ísland tvo leiki i , EM, við Sviss í Bem og Pólverja. ísland vermir nú neðsta sæti 4. riðils ásamt Sviss og leikirnir gegn Sviss verða að því leyti mikilvægir að með sigri í þeim gæti ísland þokað sér af botninum. En það verða erfiðir leikir. Hins vegar styrkist íslenzka landsliðið ár frá ári — atvinnumönnum fjölgar og það kemur áreiðanlega til góða í hin- um erfiðu leikjum í EM. Knatt- spymuunnendur em þegar farnir að hugsa til þess að sjá þá leika saman í framlínunni, þá Pétur Pétursson og Amór Guðjohnsen — báðir hafa slegið i gegn með félögum sínum. Ásgeir Sigurvinsson á miðjunni og Jóhannes Eðvaldsson i vörninni. í markinu ætti Þorsteinn Bjarnason að standa fyrir sínu, hann hefur þegar getið sér gott orð í Belgíu fyrir góða markvörzlu. En það eru ekki bara þessir leikmenn, sem koma til með að verða í sviðsljósinu ef að líkum lætur. Janus Guðlaugsson er þekktur sem ákaflega traustur leikmaður, og Árni Sveinsson í bakvarðarstöðunni. Þá ætti Marteinn Geirsson að ná aftur sæti sínu við hlið Jóhannesar Eðvaldssonar, en síðast- liðið sumar lék Marteinn Geirsson ekk- ert með íslenzka landsliðinu. Karl Þórðarson verður ■ væntanlega í íslenzka landsliðinu. Þá er víst að Vals- menn setja svip sinn á íslenzka liðið — þeir Ingi Bjöm Albertsson, Hörður Hilmarsson, Guðmundur Þorbjöms- son, Atli Eðvaldsson og Ólafur Danivaldsson verða allir í eða nálægt því að komast í íslenzka liðið. Gísli Torfason frá Keflavík einnig og eins Fjölgun — tvö lið Í2. deild, Mikil gróska hefur verið undanfarin ár í knattspymulífinu á Austurlandi. Sl. sumar áttu Austfirðingar tvö lið í 2. deild. og stóðu þau sig bæði með sóma og er nú svo komið að draumurinn um 1. deildarknattspyrnu á Austurlandi gæti rætzt á næstkomandi árum. Þróttur Neskaupstað og Austri Eskifirði hlutu bæði 18 stig úr 18 leikjum í 2. deild sl. sumar og voru því aðeins 3 stigum frá 1. deildarsæti. Nokkuð hefur þó verið um manna- breytingar hjá þessum félögum í vetur. Sérstaklega hefur Austri farið illa út úr þeim því ekki hafa þeir aðeins misst aðkomumenn þá sem léku með þeim sl. sumar, heldur hafa tveir heimamenn gengið í önnur félög; Halldór Árnason sem leikur með Víkingi í sumar og Bjarni Kristjánsson sem gengið hefur til liðs við Þór á Akureyri. Sigurbjörn Marinósson íþróttakennari hefur tekið við liðinu til bráðabirgða og líkur eru á að hann verði ráðinn þjálfari. Greini- legt er að nk. sumar verður erfitt fyrir Austramenn 1 hinni hörðu baráttu 2. deildar. Þróttur Neskaupstað hefur misst þrjá leikmenn, þá Njál Eiðsson sem mun leika með KA í 1. deild, Helga Benediktsson sem verður í Noregi í sumar og Guðmund Ingvason sem gengið hefur 1 Stjörnuna á nýjan leik. Sigurbergur Sigsteinsson hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar og mun hann jafnframt leika með liðinu. Með hon- . um kemur austur annar Framleik- maður, Erlendur Davíösson. Þá hafa nokkrir heimamenn á Neskaupstað sem ekki léku með sl. sumar tekið fram skóna á nýjan leik. Takist Þrótturum að fylla í þau skörð sem þremenning- arnir skilja eftir sig er ekki að efa að þeir verða með í baráttunni um 1. deildarsæti en þá verða þeir líka að

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.