Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979.
h
43. skoðanakönnun Dagblaðsins: Teljið þér, að afgreiðslutími verzlana ætti að vera
frjáls eða óbreyttur f rá þvf, sem nú er?
Meirihluti vill frjálsræðið
Meirihlutinn vill, aö afgreiðslutími
verzlana verði gefinn frjáls. Þetta
sýnir skoðanakönnun, sem Dag-
blaðið hefurgert.
í könnuninni var fólk spurt, hvort
það vildi, að afgreiðslutíminn væri
frjáls eða óbreyttur. Fimmtíu af sjö
af hverjum hundrað sögðust vilja
hafa hann frjálsan en þrjátíu og
fjórir af hundraði vildu hafa hann
óbreyttan. Níu af hverjum hundrað
voru óákveðnir í afstöðu til
spurningarinnar.
MikUl meirihluti fólks á Reykja-
víkursvæðinu vildi frjálsan af-
greiðslutíma. Af 150, sem voru
spurðir á því svæði, kváðust 94 vilja
hafa hann frjálsan en 45 óbreyttan.
Ellefu voru óákveðnir.
Úti á landsbyggðinni var meiri-
hlutinn mun minni en þó greinilegur.
Af 150, sem vóru spurðir þar, mæltu
77 með frjálsræðinu, 57 vUdu óbreytt
ástand og 16 voru óákveðnir.
Svipað hjá konum
og körlum
Hlutföllin voru mjög svipuð hjá
kþnum og körlum. Þó hlaut frjáls-
ræðið einna minnst fylgi meðal
karla á landsbyggðinni.
Þetta mál hefur verið talsvert rætt.
Einkum mun það hafa verið umtals-
efni hjá almennum borgurum. Flestir
munu kannast við helztu rökin með
og móti. Niðurstöður könnunarinnar
eru ótvíræðar. Þótt alltaf geti
skakkað litið eitt í slíkum könnunum,
er meirihlutinn nægilega ljós í
þessum niðurstöðum. Þetta á auð-
vitað einkum við um Reykjavíkur-
svæðið, þar sem frjáls afgreiðslu eða
,,opnunar”-tími hefur vinninginn í
hlutfallinu2:l. -HH.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar urðu þessar:
Frjáls afgreiðslutími 171 eða 57%
Óbreytt kerfi 102eða34%
Óákveðnir 27 eða 9%
Efaðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu,
verða niðurstöðumar þessar:
Frjáls afgreiðslutími 62,6%
óbreytt kerfi 37,4%
Smurbrauðstofqn
BJORNINN
Njáisgötu 49 - Simi 15105
Keyptu
EMCOSTAR SUPER
Strax
Sparadu kr.40.000;
Hjólsagarblaö
með hli'f
Bandsög,
einnig fáanlegtr
slfpiborði
Bandsagarboröiö
erstillanlegt
íallt að 45°
Séltilbod gildir frá^til *'/¥
EMCOSTAR SUPER - KRAFTMIKIL SAMBYGGB TRÉSMÍÐAVÉL
Dalshrauni 5 - Hafnarfiröi - Sími 53332
„ÓSKIR NEYTENDA
NÚ GREINILEGAR”
segir Markús Óm Antonsson borgarfull-
trúi um niðurstöður könnunarinnar
„Þeir, sem hafa verið andvigir
frjálsum afgreiðslutíma, hafa
haldið því fram, að ekki sé þörf fyrir
þjónustu af þessu tagi,” sagði
Markús örn Antonsson borgarfull-
trúi (S), sem er einn þeirra, er hafa
barizt fyrir auknu frelsi í
þessum efnum.
„Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar sýna, að það eru greinilegar
óskir neytenda, að opnunartíminn
verði gerður rýmri en nú er og þjón-
ustan aukin,” sagði Markús örn.
„Ég hef aldrei verið í vafa um
óskir neytenda í þessum efnum, þótt
sagt hafi verið, að þær lægju ekki
ljóst fyrir.
Óskimar hafa skýrt komið fram í
því, að ýmsar verzlanir í nágranna-
sveitarfélögum Reykjavíkur hafa
verið opnar á kvöldin.
Niðurstöðumar em góð vísbending
fyrir borgarfulltrúa, sem eiga að fara
að fjalla um þessi mál í sérstakri
nefnd, og einnig borgarstjórn í heild,
sem málið kemur fyrir innan tíðar.
Ég tel mikilsvert, að þessi könnun
hefur farið fram og skýrt komið á
daginn, að neytendur óska eftir
þessari útvíkkun.” -HH.
Je/ða ekki imgtmn að
aukakostnaðinum”
— segir Gunnar Snorrason, form. Kaupmannasamtakanna, um niður-
stöður skoðanakönnunarinnar
,,í sjálfu sér koma mér þessar
niðurstöður ekki á óvart,” sagði
Gunnar Snorrason, formaður Kaup-
mannasamtakanna, um skoðana-
könnuna. ,,En ég tel, að 57 prósenta
hópurinn hafi ekki leitt hugann að
þeim aukakostnaði, sem þetta hefði í
för með sér.
Fólk vill kannski komast í búðir
á, segja mætti afbrigðilegum tíma.
En það verður að gera sér ljóst, að
umframþjónusta frá því sem nú er
hefur aukinn rekstrat kostnað í för
með sér og viðskiptavinirnir borga
hann. Ég lít svo á, að frjálsræðið og
lögmál samkeppninnar mundi valda,
að menn vildu ekki vera eftirbátar
nágrannans og mundu hafa verzl-
anirnir mikið opnar, sem veldur
hærri kostnaði.
Nauðsynlegt er að hafa einhvem
ramma, en breyta mætti eitthvað í
frjálsræðisátt eða hafa á annan veg
en nú er. í nágrannalöndum okkar
eru ákveðnar reglur 1 flestum tilfeU-
um, að vísu misjafnar. öll endur-
skoðun er nauðsynleg, og núverandi
reglur hér eru orðnar átta ára
gamlar.
Ég tel, að nauðsynlegt sé að
samræma lokunartíma og sölulista í
sjoppunum á öllu Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Athuga þarf, hvort ekki
ætti að setja löggjöf, sem gUti fyrir
allt landið, þótt leyfð yrði sérstök
aukaopnun verzlana vegna túrista
svo sem á Norðurlandi,” sagði
Gunnar Snorrason.
-HH.
„Vil ekki þurfa að
verzla f Mosfellssveit”
„Afgreiðslutíminn áað vera frjáls.
Ég vil ekki þurfa aö verzla í
MosfeUssveit,” sagði karl í Reykja-
vík, og fleiri komust nokkuð svipað
að orði. „Þetta á að vera frjálst hér
eins og í Keflavík og á Akureyri. í
Keflavík er ein stúlka á vakt eins og
nyrðra — og það nægir,” sagði karl í
Reykjavík.
„Kemur það yfirvöldum á ein-
hvern hátt við, þótt afgreitt sé eftir
klukkan sex?” spurði kona í Reykja-
vík.
„Ótal margir hafa ekki tíma til að
verzla á daginn,” sagöi karl í Reykja-
vík.
„Ég er verkamaður og nýfluttur
hingað tU bæjarins og mér líkar mjög
vel að geta vaUð mína vöru sjálfur.
Það hef ég aldrei getað fyrr,” sagði
karl í Kefiavík, þar sem afgreiðslu-
timi er frjálsari en víðast gerist.
„Fólk, sem hefur langan vinnu-
dag, kemst ekki í búðir nema kannski
á hlaupum í hádeginu,” sagði kona á
Ísafirði. „Við í Hafnarfirði höfum
mjög góða verzlunarþjónustu, þar
sem opið er fram eftir á kvöldin, en
annars staðar þarf þetta að vera
frjálsara,” sagði kona í Hafnarfirði.
„Ég vil hafa tímann frjálsan eða
frjálsari. Þar á ég til dæmis við, að
það gæti verið heppilegt fyrir
okkur, sveitafólkið, að hafa einhvern
fastan kvöldverzlunartíma, þótt ekki
væri nema vissa daga í viku,” sagði
kona á SnæfeUsnesi.
„ Allt í hringlandi
vitleysu"
„Ég vU hafa hann óbreyttan, því
að annars óttast ég, að allt færi
í hringlandi vitleysu og maður gæti
aldrei gengið að vísum afgreiðslu-
tima, sem er okkur sveitafólkinu
nauðsynlegt,” sagði karl í Rangár-
vallasýslu. Fleiri tóku i sama streng
og óttuðust stjórnleysi. „Það yrði
öngþveiti í verzlunarmálum.
Verzlunarfólk þarf líka frí,” sagði
karl í Reykjavík. „Það er ekki hægt
að gefa afgreiðslutíma verzlana
frjálsan,” sagði kona í Reykjavík.
„Hann getur vel verið óbreyttur.
Núverandi heimildir eru ekki nýttar.
Það má hafa opið á þriðjudagskvöld-.
um og föstudagskvöldum. Því sinna
fáir kaupmenn. Það má líka opna
klúkkan átta á hverjum morgni. Ef
þetta er nýtt, er það nóg fyrir alla,”
sagði kona á Reykjanesi.
„Þessu eiga kaupmenn að fá að
ráða sjálfir. Þetta er þeirra mál við
þurfum ekki að ráða fyrir þá, en
það er ekki verzlað nema hjá þeim,
sem hafa opið,” sagði svo kona ein í
Reykjavík. önnur kona í Reykjavík
tók fram, að afgreiðslutíminn ætti að
vera frjáls, en þó væri „hæpinn
ávinningur”, eins og hún komst að
orði, ef slíkt hefði í för með sér auka-
kostnað, sem kæmi niður á við-
skiptavinum í hærra vöruverði fyrr
eðasíðar. -HH.