Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 06.04.1979, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1979. Fyrirspum til framkvæmdastjóra Framleiðslueftirlits sjávarafurða: ÞAU ERU BETRI ÞESSI! Gilda aðrar reglur um höf uðbúnaðá Suðumesjum en á OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD LAUGARDAG TIL HÁDEGIS Mikið úrval VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN HAFA ALDREI VERIÐ ÓDÝRARI ITI VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN KOMIÐ SJALF OG SJAIÐ OM Bræóraborgarstlg1-S(mi 20080 (Genglö Inn frá Vesturgötu) Vor'79 Austfjörðum? ítalskar leður- mokkasínur nýkomnar. Óskar Þórarínsson, Seyöisfirði, Már Lárusson, Neskaupstað, Haukur Björnsson, Eskifirði, og Benedikt Jó- hannsson, Eskifirði, skrífa: Hr. framkvæmdastjóri Jóhann Guðmundsson. Okkur verkstjóra á Austurlandi rak í rogastanz, þegar við sáum fréttamynd í sjónvarpinu þriðjudag- inn 3. apríl frá Fiskanesi hf. í Grinda- vík. Ekki ein einasta kona í snyrtingu á fiski var með höfuðskýlu. Við viljum fáskýringu! Gilda einhverjar aðrar reglur á Suðurnesjum um hreinlæti en úti á landi? — Við vitum ekki betur en að sjái eftirlitsmaöur frá Framleiðslu- eftirlitinu eina konu hjá okkur höfuðskýlulausa sé settur kross við „Höfuðbúnaður ekki í lagi” hjá Framleiðslueftirlitinu. Eru eftirlits- menn frá Framleiðslueftirliti sjávar- afurða svona fáir á Suðurnesjum — rétt við dyr eftirlitsins — að þeir geti ekki framfylgt þessu? Hvernig á þá einn maður að geta framfylgt þessum reglum hér á Aust- fjörðum, maður sem að okkar áliti stendur sig reyndar mjög vel í starfi sínu. Eða gengur Suðurnesjamönn- um svona vel eftir að þeir eignuðust sjávarútvegsráðherra? Við væntum svars frá yður hr. framkvæmdastjóri framleiðslueftir- lits sjávarafurða. Þakkir til Gísla Sigur- björnssonar —fyrirstörf íþágu aldraðra Helgi G. skrifar: Á meðal okkar lifir einn bezti sonur sem íslenzka þjóðin hefur átt. Hann hefur fómað lífi sínu fyrir þá sem minnst mega sín og mest eiga skilið, þ.e. fyrir gamla fólkið. Hann hefur rekið sjálfseignar- stofnun fyrir þetta fólk í Reykjavík, svo myndarlega að jafnvel erlendar þjóðir taka reksturinn sér til fyrir- myndar. Það er því ekki að furða þótt kerfisþrælar hins opinbera vilji læsa krumlum sínum um svo feitan bita. Við skulum hins vegar vona að svo verði ekki. Þessi maður hefur hækkað veg og viröingu Hveragerðis meir en nokkur annar og búið svo vel um gamla fólkið þar, að hver sem störfum hans kynnist hlýtur að fyllast lotningu í garð þessa manns. Þessi maður sem ég fullyrði að sé í tölu ódauðlegra sona íslenzku þjóðarinn- ar lifir á meðal okkar án verðskuld- aðs þakklætis og virðingar. Þessi maður er Gísli Sigurbjörnsson. Hólmanes er einn þeirra togara sem mun breyta yfir I svartolíu. Svartolía ítogara: Til vemdar þorsk- stofninum? Regína, Eskifirði, hríngdi: „Nýlega átti ég samtal við Hafstein Guðvarðarson vélstjóra á Hólmanes- inu sem er nú í fyrsta sinn í fru eftir áramótin. Var gott hljóðið í Haf- steini. Hólmanesið hafði fiskað vel, sérstaklega eftir áramót. Hafsteinn er að byggja tveggja hæða einbýUshús eins og fieiri hér á staðnum. Þótti mér hann óvenju áhyggjufullur og spurði hvort það væri húsbygging- unni um að kenna. Nei, hann sagðist hafa áhyggjur af því að setja ætti svartolíu í Hólmanesið. Hafsteinn sagði að það væru hreinar línur að olíureikningurinn sjálfur lækkaði mikið en viðhaldskostnaðurinn ykist líka mikið. Hafsteinn heldur því fram að það kosti aldrei minna en 20 millj- ónir að skipta yfir á svartolíu. Sjávar- útvegsráðuneytið heldur því framað það kosti 6 milljónir en Hafsteinn segir að það sé alveg út í hött. Að sögn Hafsteins eru þessar breytingar aldrei reiknaöar til enda heldur er reiknað með olíuverði eins og það er i dag. Stjómvöld geri það af ásettu ráði að hrinda útgerðarmönnum út í þessar vafasömu breytingar. Mætti ætla að þetta væri einn liðurinn í friðunaraðgerðum til vemdar þorsk- stofninum þar sem gefið mál sé að frátafir verði miklar eftir breyting- una.” hver. Kissaðdáendur — vilja endilega sjá hljómsveitina í sjónvarpinu Einlægur Kíssaðdóandi skrifar: Mig langar til að athuga hvort ekki sé hægt að taka til sýningar í sjón- varpinu einhvern af þáttunum með rokkhljómsveitinni Kiss. Það yrði frábært að sjá þá í sjónvarpinu því þeir em heimsfrægir fyrir stórkost- lega sviðsframkomu. Efni sjónvarpsins er mjög lélegt SKARTGRIPIF? Fermingargjöfin íár SIGMAR Ó. MARÍUSSON Hverfisgötu 16A - Sími 21355. fyrir utan íslenzku skemmtiþættina á laugardagskvöldum, Prúðu leikarana og Skonrokkið sem er það bezta sem hefur verið í sjónvarpinu í marga mánuði. Sums staðar er sjónvarp varla opnað dögum saman nema til að horfa á fréttir og veður. í útvarpinu eru það sinfóníur, óperur og tilkynningar er taka mest- an tíma. Það bjargar manni að eiga plötuspilara þannig að maður hefur annað en tilkynningar og óperur til að hlustaá. En verðið á plötunum er orðið óheyrilegt og flokkast víst undir lúxusvarning. Hvað ætli verði lúxus næst? Kannski kaffi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.