Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 7

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. " ' 1 Eltingaleikur lögreglunnar við ölvaðan ökumann: ÓK TVISVAR Á LÖGREGLUBÍUNN í fyrrinótt veittu lögreglumenn og barst leikurinn vestur áMela. athygli óeðlilegu aksturslagi bíls og Lögreglan hagaði eltingaleiknum ákváðu að kanna málið nánar. þannig að ekki kæmi til ofsaaksturs, Er ökumanni varð ljóst að en þrátt fyrir það hafði maðurinn lögreglan var í nánd beitti hann ekið tvisvar utan í annan lögreglubíl- ótrúlegustu brögðum til að snúa hana inn áður en yfir lauk. af sér, enda á mun liprari bil en Hann var ekki verulega drukkinn, lögreglan. en gaf þá skýringu á framferði sínu Var annar lögreglubíll kallaður til að hann hafi lagt þetta á sig til að aðstoðar en þrátt fyrir það tókst missa ekkiökuleyfiðíannaðsinn. manninum enn að sleppa undan þeim -GS. v V Faxaflói: ÞRÍR BJÖRGUÐUST ÚR SÖKKVANDIBÁTI Þrír menn, eða öll áhöfn vélbátsins Kristrúnar ÍS, björguðust í gúmmí- bát er skyndilegur leki kom að bátnum á Faxaflóa í fyrradag, svo hann sökk. Kristrún, sem var 29 tonna trébátur, var aö koma frá ísafirði með viðkomu á Rifi, þaðan sem hún fór kl. 7,30 á laugardagsmorgun. Hafði hún barizt í slæmu veðri V þangaö, en veður var gengið niður er húnhéltáfram. Um kl. 3 á laugardag sendu skip- verjar út neyðarkall er báturinn var um 16 sjómílur vest-norðvestur af Ákranesi og sögðu mikinn leka kom- inn aö bátnum. Varðskip var þá f 35 til 40 mínútna siglingarfjarlægð og hélt strax í átt til staðarins. Laust eftir neyðarkallið yfirgáfu skipverjar bátinn og fóru í gúmmíbát, sem flugvél sá skömmu síðar úr lofti og varðskipsmenn stundu síðar. Um kl. 15,45 hafði varðskipið tekið skipverja um borð heila á húfi. Þá var Kristrún löngu sokkin. Ekki er enn ljóst hvað olli hinum skyndilega leka. -GS. Úraþjófar féllu á tíma f fyrrinótt var brotizt inn í úra- verzlun aö Laugavegi 96 og stolið þaðan nokkrum dýrindisúrum sem þar voru til sýnis og í gangi. Lögreglunni barst fljótlega vitneskja um málið og hóf þegar tilraunir til að hafa uppi á þjófunum. Þrátt fyrir að mátt hefði ætla að timinn ynni með þjófunum þar sem margar klukkur tifuðu í vösum þeirra vannst þeim þó ekki tími til að komast á hlaupum nema upp að Austurbæjar- apóteki, þar sem lögreglumenn gómuðu þá, 15 og 16 ára gamla. -GS. Páskaeggja- þjófaráferð Þrátt fyrir að páskaegg hafi hækkað minna en mörg önnur vara frá því i fyrra sáu þó einhverjir aðilar í Reykja- vík sér ekki annað fært nú um helgina en stela sér páskaeggjum. Brotizt var inn í stórverzlun SS í Suðurveri og stolið páskaeggjum og einhverju af tóbaki. Þá var brotiztinn í verzlunina Foss i Bankastræti og þar var einnig stolið páskaeggjum. Þjóf- arnir eru ófundnir. -GS. ölvun og ölvunarakstur með mesta móti um helgina: Einn bfl- stjórinn stóð ekki ílappirnar ,,Það er orðið langt síðan ég hef séð jafndrukkinn ökumann,” sagði Magnús Magnússon, varðstjóri i Reykjavík í viðtali við DB í gær, er hann lýsti ástandi eins ölvaða ökumannsins af þeim 25 sem teknir voru um helgina. Það er óvenjuhá tala ölvaðra öku- manna og sá er Magnús lýsti hafði ekki betra vald á bíl sínum en svo að lögreglumenn þurftu lengi að sæta lagi, til að komast í veg fyrir hann án þess að hann æki utan í lögreglubílinn. Það voru fleiri en ökumenn sem skvettu í sig um helgina, því óvenju mikið var um útköll vegna vandræða af drykkjuskap, víða í borginni. -GS. /i/allteitthvaö gott í matinn ■ STIGAHLIÐ 45-47 SÍMI 35645 Glæsileg ferðatilboð Júgóslavía Portoroz - hinn heillandi ferðamanna- staður við Adríahafið. Einungis 1. flokks hótel með sundlaugum, snyrtistofum, kaffistofum, verslunum, veitingastofum o.fl. Einkabaðströnd fylgir hótelunum. Heilsuræktarstöðin í Portoroz í Júgó- slavíu verður til afnota fyrir farþega Sam- vinnuferða-Landsýnar. Dr. Medved bíður þar íslenskra viðskiptavina sinna og hefur þegar sannað tvímælalausa hæfni sína. Leitið upplýsinga á skrifstofunni - verðið er ótrúlega hagstætt og árangur undan- farinna ára langt framar vonum bjart- sýnustu manna. Spánn Costa del Sol - vinsælasti ferðamanna- staður fslendinga. Glæsileg íbúðarhótel, sundlaugar, baðstrendur, veitingasalir, næturklúbbar og dansstaðir; - Allt í seilingarfjarlægð. írland Sérstæðar, óvenjulegar ferðir í ósvikna írska sveitasælu og stórborgarlíf í sama vetfanginu. Kynnumst frændum okkar írum og hinu ómengaða þjóðlífi þeirra. Samvinnu- Rútuferðir um Rínarlönd ferðir- Landsýn kynna sumar- ferðaáætlun með fjöl- breyttara sniði en nokkru Ekið um hin óviðjafnanleeu föKru héruð Rínarlandanna ogkomið viðá fjölmörgum frægum og nafntoguðum stöðum. Við kynnumst þjóðlífi og menningu margra landa í þessum bráðskemmtilegu og þraut- skipulögðu ferðum um Kinarlönd. Um allan heim Kanada, Norðurlönd, London, K«>m og Rivieran, Innsbruck, Munehen, Zurieh. Eeneyjar, Leningrad og ótal fleiri staðir á dagskrá í hinni glæsilegu ferðaáa'tlun okkar. Malta Tveggja vikna ferð til Möltu ogsíðan viku- dvöl í Kaupmannahöfn í gla'silegum sumarhúsum. Upplögð ferð fyrir fjiil- skyldur. Jamaica Nýr möguleiki fyrir íslenska ferðalanga. Heillandi eyríki með suðra*nni stemningu og nútíma þægindum sem hvergi gerast betri fyrir erlenda ferðamenn. Hafið samband við skrifstofuna og aflið upplýsinga. sinni fyrr. Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - sími 27077

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.