Dagblaðið - 09.04.1979, Page 9

Dagblaðið - 09.04.1979, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. 9 Wales: Lostnir eldingu Knattspyrnumanni í borginni Caerleon i Wales er vart hugað líf og tíu aðrir eru slasaðir, eftir að eldingu laust niður á fótboltavöll, þar sem þeir voru að leik í gær í þrumuveðri. Fjórir lágu á sjúkrahúsi með brunasár og taugaáfall og einn var ennþá talin í lífshættu er síðast fréttist. Egyptaland: Þjóðaratkvæði um friðar- samninginn Samkvæmt frétt í blaðinu Al- Ahram i Kairó mun Sadat Egyptalandsforseti ætla að bera friðar- samninginn við ísrael undir þjóðarat- kvæði. Segir í frétt blaðsins að Sadat myndi biðja þjóðina að segja já eða nei við samningunum, og myndi hann tilkynna þetta í ræðu, sem hann heldur eftir að umræðum um samninginn lýkur á þingi. í ræðu sinni mun Sadat einnig til- kynna vissa rýmkun á nokkrum at- riðum stjórnarskrárinnar, svo sem að starfsemi stjómmálaflokka verði leyfð á ný, „innan takmarka þjóðareiningar, friðar og sósíalísks lýðræðis”. Skoðanakannanir í Englandi: GÍFURLEG FYLGISAUKNING ÍHALDSFLOKKSINS Ef að líkum lætur verður Margaret Thatcher formaður thaldsflokksins fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra f sögu Bretlands. Brezki Íhaldsflokkurinn hóf kosn- ingabaráttu sína á Bretlandseyjum í gær, með því að út komu niðurstöður skoðanakönnunar sem sýna, að flokkurinn færi nú með sigur af hólmi í kosningum með miklum meirihluta atkvæða. Fylgi flokksins er talið verða rúm- lega 21 % meira en fylgi Verka- mannaflokksins, sem er meiri munur en nokkum tíma síðan skoðanakannanir um fylgi flokkanna hófust fyrir 40 áram. Blaðið Observer, sem birti niður- stöðurnar, segir þó að taka verði töl- urnar, sem tölur um fylgi flokkanna eins og það er í dag, margt geti breytzt þar til kosningarnar fara fram 3. mai nk. Niðurstöðurnar koma þó heim og saman við aðrar minni háttar skoð- anakannanir, sem allar benda til þess, að fylgi verkamannaflokksins sé með allra minnsta móti siðan stjórn hans var felld á þingi með van- trauststillögu. AUar sýna niðurstöðumar mikið fylgi íhaldsflokksins, sem lofað hefur lægri sköttum á alla, einnig þá efn- aðri, og mun meiri aðstoð til handa þeim efnaminni við að eignast þak yfir höfuðið. Hefur flokkurinn lagt þessi mark- mið fram sem kosningaagn, en eigin- leg stefnuskrá hans í kosningunum mun komaút nk. miðvikudag. Aftökulistinn lengist íTehran: Tveir hershoföingjar, fyrrum ráðherra og lögregluforingi tekniraflífi ínótt Tveir hershöfðingjar, fyrmm ráðherra og fyrrum lögregluforingi, vom teknir af lífi í Teheran í nótt sftir leynileg réttarhöld sem fram fóm yfir þeim, sagði í tilkynningu út- varpsins þar i borg. Mennirnir voru Amir Housin Rabi’i, yfirmaður flughers landsins þar til fyrir tveim mánuðum, Mohammad Khajeh hershöfðingi, Manouchahr Azmon, fyrrum at- vinnumálaráðherra, og fyrrum lög- regluforingi, að nafni Balai. Rabi’i hershöfðingi lét af stuðningi við keisarann á siðustu dögum valdatíma hans í febrúar og var afstaða flughersins hvað veiga- mestur þáttur í valdataflinu síðustu vikurnar. Ekki er greint frekar frá réttar- höldunum, en talið er að þau hafi farið fram í Qasr-fangelsinu, þar sem aftökur hafa farið fram að undan- fömu. 68 manns hafa nú verið teknir af lífi síðan réttarhöld byltingar- dómsstóla hófust og þar af 19 sfðan réttarhöldin hófust á ný eftir nokkurt hlé. ÖLDUNGADEILDAR- MENN FA VUVÖRUN Harold Brown vamarmálaráðherra um takmörkun vígbúnaðar. Varaði Bandarikjanna sagði í gær að aðeins hann öldungadeildarþingmenn við að væri tímaspursmál hvenær sam- fella slíkt samkomulag því það gæti komulag mundi nást við Sovétmenn haft ófyrirsjáanlegar afieiðingar. r Til Ijósmyndara Bréf O ^ db KENTMERE PAPPÍR David Pitt & Co. h.f Klapparstíg 16, Sími 13333, Pösthólf 1297, Reykjavik. Enska fyrirtækið KENTMERE hóf framleiðslu 1jósmyndapappxrs fyrir meira en hálfri öld, og er því brautryðjandi á þessu sviði. KENTMERE pappír hefur náð gífurlegri útbreiðslu meðal atvinnu- ljósmyndara vegna einstakra gæða sinna, en nú gefst áhugamönnum kostur á að kaupa þennan frábæra pappír á ótrúlega hagstæðu verði. Markmið okkar er að bjóða bestu fáanlegu efni á viðráðanlegu verði, og nú fæst KENTMERE pappír x öllum algengustu stærðum, áferðum og herzlum. Útsölustaðir eru Gevafótó, Austurstræti 6, Ljósmyndaþjónust- an MATS, Laugavegi 178 og Pedromyndir, Akureyri. Sölumenn okkar eru ætið reiðubúnir að veita yður nánari upplýsingar um þessa vörutegund. Með kveðju, .. n. David Pitt. 1’ >IK >%#C Kentmere J Verkföll á Costa delSol Þúsundir starfsfólks á hótelum, veitingastöðum og börum á sólar- ströndinni Costa del Sol á Spáni boðuðu skyndilega til verkfalls í gær, sem talið er að varað geti yfir alla páskahelgina. Vill fólkiö með þessu leggja áherzlu á kröfur um hærri laun og bættan aðbúnað á vinnustöðum, en þessi vika er ein annasamasta ferða- mannavika ársins á Spáni. OVIÐJAFNANLEGIR--------------- TVÍVIRKIR - STILLANLEGIR - VIÐGERANLEGIR HÖGGDEYFAR Útsölustaöir Reykjavfk: Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf. Bilaborg hf. Veltirhf. Akureyri: Bilasalan hf. Húsavík: Bifreiðaverkstæði Jóns Þorgrímssonar SMYRILL H/F ARMULA 7 SIMI (91)84450 H

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.