Dagblaðið - 09.04.1979, Page 11

Dagblaðið - 09.04.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. Hvers vegna öryrkjasjóð? höfð í fjársvelti og látin sitja á hakanum. Meðan engin visbending er um slíka stefnubreytingu á þessi sjóður tvimælalust rétt á sér þótt á hinn bóginn sú leið væri mun æskilegrí að fjármagna slik réttlætismál úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna á fjár- lögum. Markaðir tekjustofnar Á það hefur einnig verið bent af þeim sem andmæla slikum sjóði aö í frv. forsætisráðherra eigi að endur- |skoða markaða tekjustofna. Rétt og satt er það og engum vafa bundið að öll hagstjóm er erfið með miklu fjár- Kjallarinn Stormasamt hefur þetta yfir- standandi þing vissulega verið og oft skiptar skoðanir og ágreiningur í ýmsum málum, einkum efnahags- málum. Fjölmiðiar hafa margir verið ósparir á að koma ágreiningnum tU skila til almennings, sem er auðvitað sjálfsagt að þjóðin fái að vita um. En ljótt er málið orðið þegar málefni öryrkja eru farin að kljúfa flokka og fylkingar, eins og eitt dagblaðið gaf til kynna. Þá er varla von á góðu i öðmm málum, hljóta margir að hafa hugsað við lestur þessarar fréttar. Þegar svo mikill klofningur er sem blaðið lætur í ljós i málefnum öryrkja, ber að koma á framfæri til almennings staðreyndum í málinu. Skiptar skoðanir —hvers vegna? í byrjun þings i haust var lagt fram fmmvarp til laga um að stofna skyldi sjóð — Framkvæmdasjóð öryrkja — til að hrínda í framkvæmd ýmsum brýnum réttlætismálum öryrkja. Um þetta fmmvarp hafa verið skiptar skoðanir á Alþingi og almenningur hefur fengið óljósar og oft hiutdrægar fréttir af þessu máli í fjölmiðlum, og af þeim oft hægt að draga þá ályktun að ekki væri þörf á slíkum sjóði, því slíkt ætti að fjár- magnast á fjárlögum sem þessum sjóði er ætlað að leysa. Full ástæða er því til aö skýra þetta mál nánar og þær skiptu skoðanir sem um málið hafa verið, til þess að þeir sem ekki em kunnugir þessum málum geti myndað sér skoðanir út frá öllum staðreyndum í þessu máli. í Morgunblaðinu 5. apríl sl. er m.a. sagt i fyrirsögn um atkvæða- greiðsiu i neðrí deild um þetta mál: Framkvæmdasjóður öryrkja „klýfur flokka og fylkingar”, og þegar innihaid fréttarinnar er skoöað segir: „Fmmvarpið hlaut stuðning þing- manna úr öllum flokkum, en einnig andstöðu margra, sem fyrst og fremst byggðist á því, að markaðir tekjustofnar eiga andstöðu að mæta á þinginu, þeir em taldir skerða ráðstöfunarvald þingsins við gerð fjárlaga. — í efnahagsfrv. forsætis- ráðherra er t.d. gert ráð fyrir að endurskoða alla markaða tekjustofna í lögum.” Hér var ekki tilgreind ástæðan sem lá að baki skoðana þeirra sem greiddu þessu máli atkvæði sitt, einungis þeirra sem frv. mætti and- stöðu hjá á þinginu. Þ6 vom allar greinar frumvarpsins samþykktar með miklum meirihl. og frumvarpið samþykkt frá neðri deiid við 3. umræðu með 18 atkvæðum gegn 3. En hvers vegna „klýfur Fram- kvæmdasjóður öryrkja flokka og Ifylkingar”, eins og Morgunblaðið segir. Hvað liggur að baki frum- varpsflutningnum? Hverjar em skoðanir stuðningsmanna fmm- varpsins, og hverjar þeirra sem ekki studdu það? "Ég mun leitast við að gera í stórum dráttum grein fyrir því til að þeir, sem ekki þekkja til málsins, hafi tækifæri sjálfir til að mynda sér skoðanir í málinu. Hvers vegna sérstakan sjóð Flestum ætti að vera kunn mikil og hörð barátta ýmissa félaga- samtaka og þeirra sem að málefnum öryrkja starfa, til að reyna að ná fram jafnrétti til handa öryrkjum á borð við aðra þjóðfélagsþegna í landinu. Mörg þessara mála hafa átt erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu, eins og sérkennslumál þroskaheftra sem njóta ekki þeirra mannréttinda í því máli sem heilbrigðum þykja sjálf- sögð. Þess vegna varð það mikið fagnaðarefni hjá þeim sem vinna að málefnum þroskaheftra þegar með grunnskólalögunum, sem samþykkt voru á Alþingi ’74, náðist fram að nú skyldu sérkennslumálefni þroska- heftra tekin föstum tökum og sér- kennsla þeirra skyldi komast i gott horf í áföngum og vera að fullu komin til framkvæmda 1984. Með þessu átti að vera tryggt að þroskaheftir sætu við sama borð og heilbrigðir í kennslumálum. Hér yrði of langt mál að rekja hversu geysi- mikið vantar uppá slikt. Þó ber að nefna að við höfum ekki haft yfir að ráða fullkominni greiningarstöð, þar sem þroskaheftir fái uppeldis- sál- fræðUega og fébgslega rannsókn og greiningu sem eykur líkur á sjálfs- bjargargetu þeirra til að ná árangri í námi og þroska siðar meir. Einnig er aðstöðuleysi til náms og skortur á sérmenntuðu starfsliði, auk þess sem mikið vantar á aö aölaga þroskahefta umhverfinu og blanda þeim og heilbrigðum í námi og starfi, en slik breyting er þó smám saman að ryðja sér til rúms. Slík bætt staða og’ mannréttindi átti þroskaheftum að vera tryggð með grunnskólalögunum 1974. Fjármagn til framkvæmda á sér- kennsluákvæðum grunnskólalaganna en reglugerð var sett umframkvæmd þeirra mála og gefin úr 1977 — gefur þó litla vísbendingu um að við þessi fyrirheit verði staðið, en til sér- kennslumála var varið á fjárlögum 1977 60 milljónum ot 1978 öðrum 60 milljónum sem siða var skert um 20 milljónir, þrátt tj-rir að Alþingi skuldbyndi sig til með samþykkt grunnskólalaganna að koma þessum .málurn í viðunandi horf fyrirl984. Til þess hefði þurft 600 milljónir á fjárlögum árlega á núgildandi verðlagi fram til ársins 1984. Og vist er aö sjálfsögð mannréttindamál þroskaheftra ná ekki fram að ganga meö guUnum loforðum í lagabókstaf, nema séð verði fyrir fjármagni til þeirra. Má benda á að á þessu barna- ári eru 1000 böm, bæði þroskaheft og vegna annarrar hömlúnar, sem fá ekki kennslu við sitt hæfi vegna fjár- sveltis þeirra mála sem eiga að tryggja þeim kennslu á borð við aðra. Tímabundinn sjóður Fyrir utan byggingaframkvæmdir vegna sérkennslumála á sjóðurinn einnig að standa undir stofnkostnaði endurhæfingarstöðva, vinnustöðva og dvalarheimila fyrir öryrkja, sem ekki er veitt fé til úr þeim lána- og styrktarsjóðum, sem um getur í lögum um endurhæfingu nr. 27/1970, auk þess sem hluti af fram- kvæmdafé sjóðsins er ætlaður til annarra verkefna í þágu öryrkja svo sem að sérmennta starfslið, koma upp námskrá fyrir þroskahefta o. fl. Á þeirri forsendu var sú leið valin, sem ráð er fyrir gert í frv. um Framkvæmdasjóð öryrkja, að tryggja þessum málefnum fastan tekjustofn, vegna þess að þaðer eng- an veginn tryggt eða fyrirsjáanlegt fjármagn til þessara verkefna, jafn- vel þó Alþingi hafi skuldbundið sig til fjármögnunar ýmissa af þessum verkefnum, en þessi sjóður tryggir að við það verði staðið. Slíkur tekjustofn þyrfti aðeins að vera tíma- bundinn en ráð er fyrir gert að lög- in verði endurskoöuð að 6 árum liðnum, með hliðsjón af því sem á- unnist hefur og hvort þá væri tíma- bært að fjármagna þessi verkefni á fjárlögum, eins og önnur hliðstæð verkefni. Léttvæg rök Rök þeirra sem telja slíkan sjóð óþarfan, vegna þess að þessi verkefni eigi að fjármagnast á fjár- lögum, eru í mínum huga léttvæg þegar staðreyndir sýna okkur glöggt að það hefur ekki verið gert og ekki fyrirsjáanlegt að svo verði gert í nánustu framtið nema til komi stefnubreyting hjá stjómvöldum, og fjármagn renni svo tryggt sé til þess- ara mála en þau séu ekki sí og æ magni bundnu á fjárlögum til ýmLsa fjárfestingarlánasjóða og markaðra tekjustofna og hefur það skert möguleika ríkisvaldsins til að fram- fylgja ákveðinni stefnu i efnahags- og fjárfestingarmálum. Þrátt fyrirþetta ákvæði i fmmvarpi forsætisráðherra um stjómefnahagsmálaer skýrt tekið fram að um endurskoðun sé að ræða og i þeirri endurskoðun verði kannað aö hve miklu leyti fjárframlög til þessara þarfa skuli framvegis ákveðin á fjárlögum ár hvert en áhersla lögð á að tillit verði tekið til félagslegra markmiöa. Við slíka endurskoðun hlýtur þeirrar sanngirni að verða gætt, aö taka sérstakt tillit til málefna öryrkja, sem sannanlega hafa verið í fjársvelti hingað til. ömggt má einnig telja, að þrátt fyrir andstöðu gegn mörkuðum tekjustofnum, að ýmsar félagslegar framkvæmdir væm ekki eins vel á veg komnar ef ekki hefði notið við markaðra tekjustofna. Sliku verður vartmótmælt. Gagnrýnin á tekjuöflunar- leiðir Varðandi tekjuöfiunarleiðina ihefur verið gagnrýnd sú leið er valin var í frumvarpinu um Framkvæmda- sjóð öryrkja, sem er vægt gjald af á- fengi og tóbaki. Vel má um það deila hvort sú leið sé heppilegrien aðrar, er :hafa ber í huga að notkun áfengis og tóbaks veldur i mörgum tilfellum örorku Slys if völdum áfengisneyslu og tóbaksi tykingar geta tvímælalaust hvort tveggja valdið varanlegri örorku og því ekki af handahófi valið, að sótt sé i þann brunn sem slíku getur valdið. Engar aðrar hugmyndir hafa reyndar komið fram um fjármögnun þessara mála, nema bent hefur verið á að fjármagna þetta á fjáriögum, sem dæmi eftir dæmi sannar að hefur ekki verið gert, og skal ekki standa á mér að samþykkja að sú leið sé heppilegust, ef trygging fengizt fyrir að svoverði gert. Raunsætt mat í þeim skiptu skoðunum, sem um þetta mál hafa verið á Alþingi, hefur það verið samdóma álit allra aö þessum málum hafi ekki verið sinnt sem skyldi og þau hafi verið látin sitja á hakanum, og brýna nauðsyn beri til að gera átak í þessum málum. Ágreiningurinn hefur fyrst og fremst staðið um hvaða leiðir ætti að velja til að fjármagna þessi verkefni. En þegar verið er aö velja leiðir að settu marki og meta hvað farsælast sé U árangurs, þá verður að leggja raunsætt mat á hlutina. Er markaður tekjustofn líklegri til að leysa málið eða framlög á fjárlögum? Staðreyndir undanfarinna ára tala sínu máli og í því ljósi ber að skoða hlutina meðan ekkert gefur tilefni til að ætla að annað sé árangursrikara. Lagabókstafir með gullnum loforðum um betri tíð fyrir öryrkja, eru merkingarlaus plögg, nema séð sé fyrir fjármagni um leið, til að mannréttindi þeirra vérði tryggð. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður. Jóhanna Sigurðardóttir „Hvers vegna „klýfur Framkvæmdasjóður öryrkja flokka og fylkingar”?” „Má benda á, að á þessu barnaári eru 1000 börn, bæði þroskaheft og vegna annarrar hömlunar, sem ekki fá kennslu við sitt hæfl.” ........—......... M i ■■■■....■ i

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.