Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 18

Dagblaðið - 09.04.1979, Qupperneq 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979. Suður-Ameríka: KVIKMYNDAGERDARMENN MYRTIR OG PYNTAÐIR Eins og kunnugt er af fréttum sténdur nú yfir kvikmyndahátíð her- stöðvaandstæðinga. Á hátíðinni eru sýndar margar myndir frá Rómönsku-Ameríku. Hér er ekki ætlunin að fjalla um sjálfar myndirnar, heldur verður fjallað um örlög fólksins sem gerði sumar þessara mynda. Eins og flestir vita reis upp mjög byltingarsinnuð kvik- myndagerð í Suður-Ameríku fyrir um það bil 15 árum. Hún náði að öðlast alþjóðaviðurkenningu og hafa flestar merkilegustu myndir þessarar heimsálfu verið sýndar hér á landi. Valdhafarnir skynjuðu fljótt hættuna, sem þeim stafaði af slíkri kvikmyndagerð sem einbeitti sér að því að upplýsa fólkið um ranglæti og eðli þess þjóðskipulags sem það bjó við. Á allra síðustu árum hefur vald- höfum tekist með ofbeldi ogdjöfuls- skap að drepa niður allar raddir gagnrýni. Flestir þeir kvikmynda- gerðamenn sem fremstir stóðu eru nú annaðhvort í fangelsum, útlegð eða hafa hreinlega verið myrtir. Carmen Bueno Carmen Bueno heitir chilensk leikkona sem þekktust er l'yrir hlut- verk sitt í Fyrirheitna Landinu sem sýnd var á kvikmyndahátíð Listahá- tíðar í fyrra. Henni var rænt af DINA, leyniþjónustu Chile, sem er byggð upp á svipaðan hátt og Gestapo nasista. Þessi atburður átti sér stað 29. nóv. 1974 og síðan hefur ekkert frést frá henni en fyrrverandii fangar segja hana í haldi í tortíming- arbúðum rétt fyrir utan Santiago. Einn fyrrverandi fangi segist hafa séð hana í mjög slæmu líkamlegu ástandi þar sem tveir menn báru hana á milli sín. Annar vitnar að hún hafi þurft að ganga gegnum viðbjóðslegt pyntingarprógram þar sem hún var m. a. barin og henni gefið raflost. Einnig hafi hún fengið sérstaka með- myndatökumaður sem vann ma. viö Fyrirheitna landið og Orustan um Chile, semsýnd erá kvikmyndahátíð herstöðvaandstæðinga. Honum var einnig rænt af DINA 1974 og hefur þurft að þola hinar viðbjóðslegustu pyntingar að sögn fyrrverandi fanga. Hvorugt þeirra vill herforingja- stjómin kannast við að hafa fang- Carmen Bueno, chilenska leikkonan sem er i haldi hjá herforingja- stjóminni i Chile. ferð hjá pyntingarmeisturum SIFA (flugherinn) þar sem hún var tekin daglega i langa pyntingartíma sem fólust m.a. í því að henni var nauðgað hrottalega. Jorge Muller Jorge Muller er chilenskur kvik- Jorge Muller kvikmyndatökumaflur sem saknað hefur verið siðan 27. nóv.1974. elsað. Nafn Carmenar birtist þó á lista yfir 119 ChUebúa sem höfðu ver- ið drepnir utan Chile. Sagt var að hún hefði verið drepin í innbyrðis deUum á milli öfgahópa tU vinstri. Þessi listi herforingjanna var alger tU- búningur og New York Times hafði t.d. birt áður Usta með nöfnum sem herforingjastjómin viðurkenndi að Kvik myndir Friðrik Þ. Friðriksson hafa í haldi. Mörg nöfn voru á báðum listunum. Raymundo Glayzer Á kvikmyndahátíð herstöðvaand- stæðinga er sýnd myndin Mexico, frosin bylting. Hún er gerð af Raymundo Gleyzer, sem hefur getið sér gott orð fyrir heimUdarmyndir og unnið tU margra alþjóðlegra verðlauna. í maí 1976 var Gleyzer i New York til þess að ganga frá málum i sambandi við gerð myndar fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Síðan skrapp hann til Buenos Aires til þess að heimsækja fjögurra ára gamlan son sinn. Hann hafði ekki verið nema einn dag í Argentínu þegar honum var rænt af vopnaðri lögreglu.' TUraunir fjölskyldu hans tU þess, að frétta um örlög hans hám engan árangur. Kvikmyndagerðarmemi um aUan heim mótmæltu handtöku Gleyzers og kostuðu lögfræðing til þess að rannsaka málið en yfirvöld í Argentínu neituðu að hafa Gleyzer í haldi. HeimUdir frá Argentínu herma að hann sé hafður í haldi í tortíming- arbúðum nálægt Ezeiza, alþjóðlega flugveUinum. Þessar heimildir herma að hann, ásamt fleiri föngum, hafi þurft að þola margvíslegar pyntingar t.d. raflost, bruna og á morgnana verið dreginn út alsnakinn (hitastig oft undir frostmarki) og barinn. Margir hafa verið myrtir Margir aðrir kvikmyndagerðar- menn hafa hlotið svipuð örlög. Til dæmis Julio Troxler sem leikur í Stund brennsluofnanna. Hann var skotinn til bana af hægrisinnuðum samtökum AAA (Argentine Anti- kommúnist AUiance). MarceUo Romo sem leikur í Sjakalanum frá Nahueltoro sem sýnd er á kvik- myndahátíð herstöðvaandstæðinga, var handtekinn og pyntaður en hefur verið látinn laus. Hans Herman hét argentískur kvikmyndagerðarmaður sem var skotinn til bana í ChUe. Hann kvikmyndaði raunar dauða sjálf sín og þetta einstæða atriði má sjá í Orustunni um Chile. Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Charles Horman var tekinn af heimili sínu í Chile og fluttur á hinn allræmda þjóðaríþróttavöll, þar sem hann var skotinn til bana. FuUvíst er talið að leyniþjónusta Bandaríkjanna CIA, hafi pantað morðið. Þetta er ekki nema brot af þeim listamönnum, sem orðið hafa fyrir ofsóknum fasismans í Suður-Ameríku. Einnig þykir rétt að minna á að listamenn eru aðeins brot af þeim tugþúsundum semhafa þurft að sæta ofbeldi fyrir skoðanir sínar. (Heimild: fréttabréf nefndar til varnar kvikmynd- agerðarmönnum í Suður-Ameríku sem starfar í Ðandaríkjunum.) : . r ■ . 3 nU UflNDSMWNB BUURB ll„ FLUQUElDUtl . 6MN flUDVEUDBRH BD NU E* TIN U^U NOTfl HIN un t FBRQJUUC pvMKBDfiR' FERWC ^f, 6-30 DRGHo fiFRRM mEQB STHNDH unTT(jB uiu JDS *%&£*£*** oo UUÆHBORUHR- _fLuguEIDIr' Reglur um „almenn sérfargjöld“ hafa verið rýmkaðar. Áður voru „almenn sérfargjöld" 8-21 dags fargjöld, sem þýðir að ferðin mátti vara styttst í 8 daga og lengst í 21 dag - nú eru „almenn sérfargjöld" hins vegar 6-30 daga fargjöld. Þessi breyting gerir enn fleirum kleift að notfæra sér þessi hagstæðu fargjöld sem gilda til nær 60 staða í Evrópu. Afslátturinn geturorðiðalltað40% frá venjulegu fargjaldi og jafnvel enn hærri, ferðist fjölskyldan saman til Norðurlandanna, Luxemborgar eða Bretlands því þá fæst fjölskylduafsláttur til viðbótar. FLUGLEIDIR

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.