Dagblaðið - 09.04.1979, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. APRÍL 1979.
Iþróttir
Iþróttir
Þorsteinn meiddist og
La Louviere fékk skell
—tapaði 5-0 gegn Waregem. Þorsteinn Bjarnason
meiddist og varð að fara út af
„Rétt einu sinni varð ég fyrir meiðsl-
um. Náði knettinum, en þrátt fyrir að
aðvífandi leikmanni befði verið i lófa
lagið að stökkva yfir mig renndi bann
sér á mig. Fékk takkana beint i brjóst-
ið, og fingurinn fór aftur úr sambandi,
svo mildð var stuðið að hanzkar mínir
tættust í sundur,” sagði Þorsteinn
Bjarnason, islenzld landsiiðsmark-
vörðurinn hjá La Louviere eftir ósigur
La Louviere, 0-5, gegn Waregem.
Þegar Þorsteinn meiddist var staðan 1-
0 Waregem i vil. Þorsteinn stóð i mark-
inu fram að leikhlél — en kom eldd til
siðari hálfleiks og La Louviere fékk
skeU.
„Maður fær ákaflega litla vöm hér
hjá dómurum. Dómararnir heima á
íslandi eru miklu betri en hér — aðeins
einn góður dómari hér í Belgíu,” sagði
Þorsteinn ennfremur. „Annars gekk
okkur flest í óhag. Skömmu fyrir leik-
inn veiktist Þjóðverjinn Roth og gat
ekki leikið. Einhvem veginn náði liðið
sér aldrei á strik,” sagði Þorsteinn. Þá
kom fram hjá Þorsteini að varamark-
vörður La Louviere er einnig meiddur
svo númer 3 fór í markið og hann fékk
á sig mark þegar í fyrsta skoti á mark.
„Hann er ekki góður,” sagði Þor-
steinn.
Þorsteinn Bjarnason, meiddist og varð
að fara út af.
En úrslit í Belgíu urðu:
Anderiecbt — FC Brujjge
Beershot — Molenbeek
Winterslag — Berchem
Charleroi — Standard Liege
Waregem — La Louviere
Beringen — Antwerpen
KR sigraði
Þrótt
— íReykjavíkurmótinu
íknattspyrnu
KR sigraði Þrótt, 2—1 i Reykja-
vikurmótinu i knattspyrau á laugardag.
Þar með hafa Reykjavikurmeistarar
KR unnið tvo fyrstu leild sína, áður
sigrað Fylki 2—1. Veður var hið
ákjósaniegasta á Melaveliinum og
leikurinn fór sannarlega vel af stað —
þegar eftir 15 mínútna leik höfðu verið
skoruð þrjú mörk. Sverrir Herbertsson
náði forustu fyrir KR, eftir skot
Vilhelms Fredriksen hafði verið háif-
varið.
Og KR komst síðan í 2—0, þá
skoraði Erlingur Sigurðsson. Þróttur
náði síðan að minnka muninn með
marki Þorvalds Þorvaldssonar, 2—1.
Góð byrjun — en eftir þetta dofnaði
mjög yfir leiknum og hann varð þóf-
kenndur. Fleiri mörk voru ekki skoruð
— og enn hefur ekkert lið hreppt auka-
stig í Reykjavíkurmótinu. En það
hlotnast ef skoruð eru þrjú mörk.
Taktu myndavélina með þér í samkvæmi og ferðaiög, því: “Glöggt er
gests augað”. Enn gleggra fáirðu myndina rétt framkailaða.
Ný framköllunar- og kóperingaraðferð fyrir litmyndir, sem gefur þriðjungi
stærri myndir en þessar venjulegu, litlu.
Þá verður hvert smáatriði myndarinnar líka þriðjungi stærra og skýrara.
gleggra en ella.
sland vann hinn fyrri
Dönum. í þremur fyrstu leikjunum
hafði f sland ekki fengið á sig meir en 75
stig — en í fjórða leik íslands urðu
stigin hins vegar99.
,,En ég er bjartsýnn. Tim Dwyer
stóð sig mjög vel sem landsliðsþjálfari,
hafði gott lag á strákunum og andinn
varð mjög góður í liðinu,” sagði Stefán
ennfremur. í vor eru 20 ár síðan fsland
lék sinn fyrsta landsleik en það var ein-
mitt gegn Dönum. Þá sigruðui Danir
43—37 — sömu tölur og nú er skorað í
einum hálfleik. Svona langt hafa þessar
þjóðir náð í dag, þó ennþá eigi þær
langt i land með að skipa sér á bekk
meðal beztu. ísland sigraði í fyrri leik
þjóðanna með 21 stigs mun.
21
Iþróttir
Grindavík
sigraði ÍBK
— og þvíþarf aukaleik í
2. deild kvenna um
sæti í 1. deild
Handknatttolcur, 2. dald kvanna, Grindavlc -
IBK.1MIS-4)
Ljóst er nú að það verður annað-
hvort Grindavik eða ÍBK sem leikur i 1.
deild kvenna á næsta leiktímabili, en
aukaleikur á milli þessara aðila verður
að skera úr um hver hreppir hnossið,
þvi bæði liðin eru með 17 stig.
Draumur ÍBK um 1. deildar sætið
hefði getað orðið að veruleika i Njarð-
vik á laugardaginn, með jafntefli ein-
mitt gegn Grindavikurstúlkunum og í
byrjun virtist allt benda til þess að svo
ætlaði að verða. Keflavikurvalkyrjura-
ar með Helgu Guðmundsdóttur sem
aðaldriffjöður, skoruðu þrjú mörk
gegn einu Grindvikinga, sem voru eins
og svefngenglar á vellinum framan af
hálfleiknum.
En skömmu fyrir hlé vöknuöu þær
af dvalanum, léku reyndar aldrei mjög
hratt heldur yfirvegað, og skoruðu
hvert markið af öðru. Jöfnuðu og voru
svo einu marki yfir í hléi, 5-4 .Þrátt
fyrir að ÍBK reyndi að „taka úr um-
ferð” tvær skæðustu UMFG-stúlkurn-
ar, þær Sjöfn Ágústsdóttur og Ágústu
Gisladóttur, juku Grindvíkingar for-
skotiö og sigruðu örugglega. Var góður
leikur þeirra Hildar Gunnarsdóttur og
Ólafiu Jensdóttur þar þungur á metun-
um, en konan á bak við sigurinn var
Rut Óskarsdóttir, sem varði af mikilli
snilld, þar á meðal fjögur vítaköst í
leiknum, en eitt skot geigaði. Fimm
vítaköst fóru því í súginn hjá ÍBK, en
betri nýting þeirra hefði fært þeim
fyrstu deildar sætið þegar á marka-
muninnerlitið.
Þórforðaði
sérfráfalli
— með sigri gegn
Breiðablik
Þór, Akureyri, bjargaði sér endan-
iega frá falli i 2. deild Islandsmótsins i
handknattleik kvenna með öruggum
sigri á Breiðabliki í Garðabæ, 19-11, á
föstudagskvöldið. Sigur Þórs var aldrei
i hættu en Þór komst f 13-1 fyrir leikhlé
og sigraði síðan örugglega, 19-11.
Á laugardag mætti Þór síðan FH —
og FH sigraði þar örugglega 23-12 eftir
að hafa haft 10-5 í leikhléi. Það sem var
merkilegast við þann leik var að hvorki
fleiri né færri en 22 víti voru dæmd —
og öU eða að minnsta kosti flest að
verðleikum!
í gærkvöld lék Þór svo við Val og
aftur tapaði Þór, nú 14-12 — en sætið i
1. deild var tryggt. Mjög góður enda-
sprettur í lok mótsins tryggði það en
lengst af vermdi Þór neðsta sæti 1.
deildar með ekkert stig — en stóð uppi í
lokin með átta stig.
Staöan í 1. deUd kvenna er því nú:
Fram
FH
Valur
Haukar
KR
Þór
BreiðabUk
Víkingur
14
14
13
14
13
14
13
13
12 0
9 1
9
7
165-113 22
200-160 19
173-162
150-157
141-125
10 176-184
10 119-179
10 123-172
19
15
14
8
5
4
Víkingur mætir BreiðabUk í síðasta
leik sínum og er það hreinn úrsUtaleik-
ur liðanna um að forðast faU i 2. deUd.
150 þúsund
sáu Pele leika
Næstum 150.000 áhorfendur mættu
á knattspyrnuleik i Buenos Aires á
laugardag til aö sjá kappann Pele leika.
Þetta var fjáröflunarleikur fyrir þá,
sem misstu allt sitt í flóðum 1 Brasiliu
nýverið. Pele, sem er 38 ára og hættur
keppni fyrir tveimur árum, lék með
meistaraliði Rio — Flamengo — gegn
Atletico Mineiro á risavellinum
Maracana. Flamengo sigraði 5—1. Pele
lék aðeins i f.h. Varð að hætta rétt fyrir
hálfleikinn vegna skurðar, sem hann
hlaut á vinstri fæti. Hann skoraði ekki i
leiknum og sýndi litið af þvi sem gerði
hann að konungi knattspyraunnar á
árum áður. Ágóði af leiknum nam um
400 þúsund dollurum eða tæpum 150
milljónum isl. króna.