Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 35

Dagblaðið - 09.04.1979, Síða 35
DAGBL\ÐI^MÁNUDAGU^^PRÍM979j^^^^^^^^^^^ Fiðlarinn á þakinu áHusavík Um þessar mundir tekur Leik- félag Húsavíkur fyrir 2. verkefni sitt á leikárinu 1978—79 — sem er Fiðlarinn á þakinu , sem margir kannast við eftir að hafa kynnst verkinu bæði í kvikmyndahúsum, og á sviði Þjóðleikhússins. Fiðlarinn á þakinu er söngleikur, saminn af Joseph Stein, víðfrægum söngleika- höfundi, upp úr sögu eftir Rússann Scholom Aleichem, sem var gyðingur. Ég hætti mér ekki út í lengra tal um höfunda þessa verks sem nú er á fjölunum hér, en þar sem Leikfélagið var svo rausnarlegt að bjóða mér á frumsýninguna, sem fréttaritara Dagblaösins, má ekki minna vera en þakka svolítið fyrir sig ásíðum þess. Vinur minn einn sagði við mig skömmu áður en til þess kom að sjá Fiðlarann að við „gagnrýnendur” hérsæjumekkert nema gott hjá leik- listarmönnum okkar, samanber fyrri skrif og fór ég því með því hugarfari' á sýningu þessa að finna nú hressilega að einhverju hjá þeim. En því miður er mér alveg ómögulegt að gera umræddum vini mínum til geðs í þessu máli, því sýningin var ekki fyrr hafin en ég fór að fylgjast með og hlusta næstum því Leiklist v / frá mér numinn, og svo mun hafa farið fyrir flestum frumsýningargest- um. Giftingar- hugleiðingar Mjólkurpósturinn Tevye varð manni strax kær í höndum Sigurðar Hallmarssonar. Golda kona hans varð vinkona manns og dætur þeirra allar sömuleiðis. Hrefna Jónsdóttir, sem leikur og syngur Goldu, hefur ekki komið hér fram á sviði áður svo mér sé kunnugt um, en stendur uppi í hárinu á sjálfum Sigurði Hallmars- syni hvað snertir að skila hlutverki sinu. Gjafvaxta dætur þeirra þrjár leika þær Anna Ragnarsdóttir, sem fer með hlutverk Tzeitelar, sem Tevye reynir árangurslaust aö gifta slátraranum Lazer Wolfe, sem Bjarni Sigurjónsson túlkar vel, Sigrún Harðardóttir leikur Hodel, sem einnig giftir sig i blóra við pabba sinn en fær þó blessun hans og Maria Axfjörð leikur Chava sem gerir for- eldra sína afar sorgmædd ogsvoreið með vali sínu á þeim útvalda, að a.m.k. Tevey telur hana ekki lengur i lifenda tölu. Einar Njálsson fer með hlut- 35 verk Metels klæðskera, sem reyn- ist góður eiginmaður Tzeitelar, Kristján Jónasson leikur Perchik stú- dent sem stingur af með Hodel og Friðjón Axfjörð verður til þess að nema Chava á brott. Efnið er mest- megnið barátta Tevyes mjólkurpósts í hjúkskaparmálum dætra sinna, sem hann bæði tapar og vinnur. Hann þarf býsna oft að leita álits hins almáttuga á efri hæðum, en fær heldur dræm svör. Hann vitnar þó oft í hina helgu bók, en það verður þó oftast að leiðrétta hann, eins og gengur. Rússneskir hetjutenórar Þau sem ég hef nú nefnt og fara með stærstu hlutverkin í Fiðlaranum gera það öll vel. Söngur Sigrúnar og Kristjáns er með ágætum, og eitt af því merkilega við þessa sýningu er það að Ingimundi Jónssyni (söng- stjóri) hefur tekist á undrastuttum tíma að koma upp þessum fína blandaða kór og hinir ólíklegustu menn syngja eins og rússneskir hetjutenórar. Ágæt hljómsveit situr úti í einu homi samkomusalarins og spilar undir þannig að söngurinn og flutningur hljómhluta sýningarinnar tekst með ágætum. AUur þessi skari flytjenda Fiðlarans, samtals um 40 manns, veldur því að áhorf- andinn/áheyrandinn Finnur sig mitt í hópnum, enda eru leikararnir úti um allan sal, prestar og draugar em mitt á milli okkar. Á troðfullri senunni fremja ungir menn ótrúlegustu , .akrobatik” svo maður er dauðhræddur um að slys hljótist af, og mitt í þessu öllu syndir Tevye mjólkurpóstur tneð áhyggjur sínar og syngur fyrir okkur ,,Ef ég væri ríkur” alveg snilldarlega. Senan þar sem hann hefur illur draumfarir og fer að rifja upp drauminn vi'ð konu sína er með glæsibrag í sínum óhugnanleik. í löngu máli væri hægt að tala um sýningu Leikfélags Húsavíkur á Fiðlaranum á þakinu. En ég ætlaði bara að þakka fyrir mig. Leikstjórn Einars Þorbergssonar, kornungs manns, sem er kennari við gagn- fræðaskólann hér, er verk sem ekki margir geta leikið eftir við þær aðstæður sem við búum við héma. Það versta er að líklega verður erfið- leikum bundið að fara með Fiðlarann til sýningar annars staðar, þó ekki væri nema vegna þess að baksviðið i er óafmáanlega málað á einn af veggjum samkomuhússins af Sigurði , Hallmarssyni. Slík voru þrengslin Lok leiksins eru áhrifamikil, þar sem Tevye fer með allan sinn söknuð á bakinu og dót fjölskyldu sinnar í mjólkurbörunum til nýrra heim- kynna, sem hann ekkert þekkir til, á- samt konunni sinni og dætrunum tveim, sem enn em of ungar til þess að vera horfnar honum, og Fiðlarinn, leikinn af Húnboga Vals- syni, spilar angurvært lag til farar- heilla. Fólkið var einfaldlega rekið á braut af einhverjum valdsmönnum. Gestir frumsýningarinnar sýndu flytjendum söngleiksins mikla þökk í lokin. Það var táknrænt , að stúlkurnar, sem vildu færa hljómsveitinni blóm i þakklætisskyni fyrir sinn þátt í hinni ágæta flutningi áttu í erfiðleikum með að finna hana.eða að minnsta kosti að komast að henni, slík voru þrengslin! r v llVJA Kodak TRA22EF myndavélin™ MEÐ INNIBYGGÐU EILÍFÐARFLASSI Þessi nýtízkulega hannaða myndavél meó handfanginu er með innibyggðu eilífðarflassi, þannig að þú stillir á flassmerkið og styður svo á takkann og tekur allar þær myndir sem þig langar til. Handfangið gerir vélina stöðugri og hjálpar þér til að taka skarpari myndir. PETERSEN HP GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 82590 S:36161 Umboðsmenn um land allt HANS BANKASTRÆTI S: 20313 Verð á vél í gjafaöskju með 2 rafhlöðum og einni filmu: Kr. 24.700.00 Sala á lausum miðum hafín NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MIÐIER MÖGULEIKI Endurnýjun flokksmiöa og ársmiöa hefst 18. apríl.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.