Dagblaðið - 09.04.1979, Page 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. APRÍL 1979.
Utvarp . Sjónvarp
tflNARGJÖFIN — sjónvarp í kvöld kl. 21.10:
GUINNES FER
Á KOSTUM
Alec Guinness leikur aðalhlutverkið í
brezku sjónvarpsleikriti sem_ sýnt
verður í kvöld. Leikritið nefnist Vinar-
gjöfin og er eftir hinn afkastamikla
höfund John Osborne sem við höfum
séð mikið af verkum eftir undanfarið.
Guinnes ér sá leikari Breta sem
þekktastur er í kvikmyndum ef frá er
talinn sir Laurence Olivier. Myndir sem
hann hefur leikið í hafa oftá tíðum náð
miklum vinsældum og þá ekki sízt
vegna leiks Guinnes. Guinness er
fæddur árið 1914 og hefur verið nær
stöðugt á toppnum síðastliðin 25 ár, þó
heldur sé stjarna hans farin að lækka.
Áður en Guinness sneri sér að kvik-
myndum var hann búinn að ná miklum
vinsældum á leiksviði. Umboðsmaður
frá Hollywood sá hann á sviði árið
1941 og bauð honum að koma vesturog
reyna sig í kvikmyndum. En vegna
stríðsins og herskyldunnar sá Guinness
sig tilneyddan til að neita. 1946 lék
hann í brezku myndinni Glæstar vonir
sem gerð var á nútímalegan hátt á þeim
tíma. Myndin var byggð á sögu
Dickens og er sögð cin allra bezta
kvikmynd sem gerð hefur verið á Bret-
landi og er þá mikið sagt.
Eftir þennan mikla sigur bað Guinn-
ess um að fá að leika Fagin 1 myndinni
um Oliver Tvist. Þrátt fyrir vantrú
framleiðanda á því var samt ákveðið að
reyna Guinness. Skemmst er frá þvl að
Alec Guinness og Michael Gough I hiutverkum sinum i Vinargjöfinni.
segja að hann var eins og klæðskera-
saumaður í hlutverkið og sló i gegn i
Bretlandi. í Bandaríkjunum náði
myndin hins vegar mjög takmörkuðum
vinsældum vegna hinna sterku
gyðingahópa sem á þeim tíma voru enn
í sárum eftir stríðið.
En Guinness átti eftir að koma þeim
í opna skjöldu og núna hin síðari ár má
varla á milli sjá hvort hann er vinsælli í
Bretlandi eða Bandaríkjunum.
-DS.
J
iiiv mi\
Við erum ekki aðeins stórir í
METSÖLUBÓKUM
Á EIMSKU
heidur einnig tímaritum á
ensku, dönsku ogþýzku
{WSaprfivAaKfcsnHnB;
ALEX
HALEY I
^SUHUSIÐ
LAUGAVEG 178. SÍMI 86780.
GLÆSIBÆ — SÍMI83210
Broyt X 2 til sölu,
árgerð 1969, með frámoksturtæki (hægt að út-
vega bakgröfu). Hagstætt verð.
Upplýsingar í símum (91) 19460 og (91) 32397
(kvöld- og helgarsími).
—| WÝ SENDING |—
BASTLAMPAR
EINNIG NÝJAR
SENDINGAR AF
BORÐLÖMPUM
SENDUMI PÓSTKROFU
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488
y