Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 8

Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. Umferðarlögin ekki í hávegum höfð meðal ökumanna: Nær helmingur kæra vegna vanvirts umferdarréttar eða aftanákeyrslu [ —Og öll þessi brot stafa af tillitsleysi oggáleysi ökumanna ) 15932 kærur voru gefnar út vegna umferðarlagabrota árið 1978 í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Auk þess voru 80 þúsund kæruseðlar vegna stöðumælasekta og 2800 skýrslur voru skrifaðar vegna umferðarslysa. Þessar upplýsingar gaf Óskar Óla- son yfirlögregluþjónn á ráðstefnu FÍB um umferðarmál. Sagði Óskar að slysum og óhöppum og ólöglegum aksturstilfellum mætti stórlega fækka með aukinni iöggæzlu. Lögregluþjónar þyrftu að vera sem víðast til leiðbeininga. Áður fyrr hefðu gangandi lögregluþjónar unnið mikið og gott starf í „sínum hverf- um” og skapað góða samvinnu við borgara. Með örri fjölgun bíla og útþenslu borgarinnar hefði þessi þáttur lögreglustarfsins horfið, því fjölgun í lögreglunni væri ekki í nokkru samræmi við útþenslu borgarinnar og aukna umferð. Árið 1943 voru 2 lögreglumenn í Reykjavík á hverja 1000 íbúa, eða einn á hverja 25 bíla. Ættu þeir nú að vera 370 ef sama hlutfall væri miðað Á ráðstefnu FÍB um umferðarmál J við ibúafjölda og 1852 á Stór-Reykja- víkursvæðinu ef sama hlutfall ætti að vera miðað við bílafjölda. En lögreglumenn í Reykjavík eru 232 og nær öllum beiðnum um fjölgun þeirra er neitað, sagði Óskar. „Til að fækka slysum og ólög- legum aksturstilvikum þarf stóraukið bifhjólaeftirlit, stóraukið radareftir- lit og helzt þyrlur til eftirlits á vegum. Mjög aukið eftirlit þarf við umferðarljós og mjög hert eftirlit við stöðvunarskyldu- og biðskyldu- merkin. Lögreglan þarf að hafa yfir- ráð yfir kranabíl til að flytja á brott ökutæki sem ólöglega er lagt og herða þarf eftirlit með gangandi veg- farendum og kæra þá sem ekki fara að settum reglum. Lögregla þyrfti að vera á bílastæðum allra vínveitinga- húsa þegar lokað er til að koma í veg fyrir og stöðva akstur undir áhrifum áfengis,” sagði Óskar, ,,en flest af þessu er nú óframkvæmanlegt vegna mannfæðar í lögregluliðinu.” Óskar kvað það alvarlega stað- reynd að af umferðalagabrotunum í fyrra hefðu 15,7% verið vegna þess að aðalbrautarréttur var ekki virtur, 19%vegna þess aðumferðarréttur var ekki virtur og 11,5% vegna aftan- áaksturs „Þarna eru 46% umferðar- lagabrotanna sem öll má rekja til tillitsleysis í umferð og gáleysis við stýrið — brot sem ekki ættuaðvera til,” sagði Óskar. -ASt. Á þvottaplönunum varð fljótt nóg að gera — enda nóg til að þvo. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Vonarneistinn rættist vei — og skmandi bflar leyndust undir saltmenguðum rykhaugnum Vatnsveitustjórinn stóð vel og ræki- lega við það loforð sem hann gaf bíleig- endum í Dagblaðinu á laugardaginn. Þá lét hann í það skína að bilaþvotta- plön fengju vatn í sína krana eftir helgina. Og það varð í gær — og ekki stóð á fólkinu að taka til við bílþvott- inn. Þykkt lag ryks, tjöru og salts rann af bílunum og í ljós komu fallegir litir þeirra og gljáandi bílar. Þð birti yfir umferðinni og vorið færðist nær. Vikum saman hefur bílaþvottur verið bannaður á bílaþvottaplönum í Reykjavík. Hefur þetta að nokkru stafað af vatnsskorti en einnig hefur frost og funi sett strik í reikninginn. En nú eru vandræðin úr sögunni. Og nú er engin afsökun fyrir því að aka á söltugum bíl. -ASt. Smurbrauðsgerðar list í Yngsta og nýjasta brauðstofan í bænum hefur nýlega verið opnuð í Grímsbæ við Efstaland. Stofan heitir því einfalda nafni Brauðstofan Grímsbæ. Mun þetta eina brauðstofa höfuðborgarinnar sem ekki selur brauð til neyzlu á staðnum, heldur aðeii s til heimflulnings. Dagblaðsmonnuin galsi tækifæri að smakka á framleiðslunni og er skemmst frá því að segja að hvergi er af slegið í henni. Eigandi stofunnar Ingibjörg Stefánsdóttir, en hún hefur um langt árabil unnið við að smyrja brauð í Ingólfsbrunni. Brauðið þaðan er viðfrægt fyrir að vera vel úti látið og gott. Nú hefur lngibjörg látið af þvi að smyrja á ábyrgð annarra en hafið brauðstofurekstur í eigin nafni og flytur brauðgerðarlistina með sér í Fossvogshverfið, miðsvæðis á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þar eru á boðstólum allar áleggstegundir og brauðsneiðar til allra hugsanlegra tilefna, snittur, hálfar og heilar sneiðar og brauðtertur af ýmsum Ingibjörg með sýnishorn af framleiðslu sinni. DB-mynd Sveinn Þormóðsson. stærðum. Verðinu virðist stillt í meðalhóf en gæðin svíkja engan. -ASt. A A- sam 25ára Um þessar mundir hafa AA- samtökin á íslandi starfað í aldarfjórðung. Hinn 16. apríl 1954 komu fjórtán manns saman i samkomusal Vélsmiðjunnar Héðins i Reykjavík og stofnuðu Reykjavíkurdeild AA. Nú eru AA-deildirnar orðnar 47 þar af 20 í Reykjavík einni. í tilefni af 25 ára afmælinu efna AA-samtökin á íslandi til afmælismóts um bænadagana. Fjölbreytilegir fundir verða fyrir AA-félaga þessa daga. Aðalfundur samstarfsnefndar samtakanna verður haldinn á skírdag og opið hús verður fyrir AA-félaga og gesti þeirra í AA-húsinu að Tjarnargötu 5b þá um kvöldið. Hátíðarfundur verður síðan í Háskólabíói að kvöldi föstu- dagsins langa og hefst hann kl. 20.30. Aðalræðumaður verður Dr. Milton Maxwell, stjórnar- formaður General Service Board of Alcoholics Anonymous í New York. Fundurinn er öllum opinn. -GAJ- Húsavík: Fyrstu skíðagest- irnirkomnir Mjög gott skíðafæri er nú á Húsavík og aðstaða öll hin fullkomnasta til skíðaiðkana. Ht elið er fullbókað yfir páskana og áttu fyrstu gestirnir að koma i gær. Að sögn Ásmundar Bjarnasonar fréttaritara DB á Húsavík er heldur bjartara yfir heimamönnum í augnablikinu þar sem ísinn er horfinn úr höfninni og bátar hafa notað tæki- færin og skotizt í netin. Hafa þorsk- veiðibátar fiskað vel en grásleppubátar hafa hins vegar ekkert getað hreyft sig. Setja Húsvíkingar nú allt traust sitt á að þorskveiðibanni verði aflétt fyrir Norðurlandi. -GAJ- „Sögualdarbær- inn” aflahæstur „Sögualdarbærinn”, eins og elsta skipið í flotanum fyrir vestan er kallað i gamni, hefur fært mestan afla á land það sem af er vertíðinni, eða samtals 939 tonn af vænsta þorski, mest einnar náttar. Réttu nafni heitir báturinn Garðar, BA 64, 160 smálestir að stærð, smíðaður árið 1912, en skip- stjóri er aflaklóin Jón Magnússon. í fyrradag lönduðu þeir 40 tonnum á Patreksfirði, en mestur afli í lögn er 42 tonn. Aðallega hefur aflinn fengizt á Breiðafirðinu og verið landað á Patreksfirði að undanskildum nokkrum tugum tonna á Rifi. Næst aflahæst á netavertíðinni er Sigurbjörg- in með 870 tonn. Garðar reri í morgun, seinustu ferðina fyrir veiðibannið. J.Stef. Myndbrot Fjórir Akureyringar halda mynd- listarsýningu í Safnahúsinu á Húsavík um páskana. Þeir eru Aðalsteinn Vest- mann, Guðmundur Árnason, Ragnar Lár og Örn Ingi. Sýningin verður á Húsavík opnuð kl. 16 á skirdag og verður opin daglega frá 16—22. Sýningunni lýkur annan páskadag. Á sýningunni verða 40 myndir, unnar I olíu, akryl, vatns- Iiti, pastel, kol og túss. -JH. Húsfyllir á Sjö stelpum Húsfyllir var hjá Litla Leikfélaginu í Garðinum í gærkveldi á frumsýning- unni á Sjö stelpum eftir sænska höfundinn Eric Thorsteinsson. Leik- stjóri var Sigmundur örn Arngríms- son, sem jafnframt hefur þýtt leikinn. Var leikendum vel fagnað í lokin og bárust leikstjóranum blóm og auðvitað páskaegg. Með aðalhlutverk fara Ásta Magnúsdóttir og Inga Sigríður Stefáns- dóttir en aðrir leikendur eru: Kristín Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Þórný Jöhannsdóttir, Jóhanna Helga- dóttir, Guðný Helga Jóhannsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Sigfús Dýrfjörð, Sigurjón Kristinsson og Þórarinn Eyfjörð. Næsta sýning verður á þriðjudagskvöldið í samkomuhúsinu I Gerðum. B.Þ. Efnahagsfrumvarpið: Eðvarð f jarstaddur . Alþýðubandalagsmennirnir Kjartan Ólafsson og Svava Jakobsdóttir greiddu atkvæði gegn verðbótakafla efnahagsfrumvarpsins við lokaaf- greiðslu þess á laugardag. Eðvarð Sigurðsson var fjarstaddur atkvæða- greiðsluna. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu við síðustu atkvæða- greiðsluna. Frumvarpið var samþykkt sem lög með 20 atkvæðum gegn 13 atkvæðum sjálfstæðismanna. -HH

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.