Dagblaðið - 10.04.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979.
9
Stjórnarfrumvarp um breytta skipan prestskosninga:
Sóknarnefndir velji prestana
Steingrímur Hermannsson kirkju- j Frumvarpið gerir ráð fyrir þeirri | manna óska þess. i þriðja lagi er gert | umsækjandi að fá helming greiddra | einhver umsækjandi að fá helming
málaráðherra hefur lagt fram á aöalreglu að svokallaðir kjörmenn, ráð fyrir að almennar prestskosn- atkvæða, séu umsækjendur íleiri en greiddra atkvæða til þess að kosning
Alþingi stjórnarfrumvarp þar sem sem eru sóknarnefndarmenn í hverri ingar geti farið fram ef 1/4 atkvæðis- einn, en 2/3 ef einn er í kjöri, ef valið sé bindandi. DB hafði samband við
gert er ráð fyrir að horfið verði frá sókn, velji presta með leynilegu vali. bærra sóknarbarna i prestakallinu á að vera bindandi fyrir ráðherra. í nokkra kirkjunnar menn, leika og
núverandi skipan um prestskosn- I öðru lagi er gert ráð fyrir að unnt sé krefjast þess, að loknu vali kjör- almennum kosningum þarf kosninga- læröa, og innti þá álits á frum-
ingar. | aö kalla prest til þjónustu ef 3/4 kjör- I manna. Á kjörmannafundi þarf | þátttaka að vera 50 af hundraði og I varpinu. -GAJ-
,TValdið
einungis
flutt til”
— segirSigurður
Pálsson
safnaðarfulltrúi
,,Að því marki sem ég hef kynnzt
frumvarpinu þá er ég hlynntur þessari
skipan mála. Það grundvalla ég á feng-
inni reynslu af tveim prestskosningum í
Neskirkju með stuttu millibili og
annars staðar þar sem ég hef haft
spurnir af,” sagði Sigurður Pálsson,
safnaðarfulltrúi í Neskirkju.
,,Ég tel mjög brýnt að losa bæði
prestana og söfnuðina við þau óheppi-
legu átök sem þessu fylgja. Ég tel ekki
að neitt vald sé tekið frá safnaðar-
mönnunum sjálfum heldur er það
einungis flutt til. Sóknarnefndirnar eru
kosnar af söfnuðunum og þær fá nú
Sigurður Pálsson.
það hlutverk að velja prestinn. Menn
mundu þá ef til vill reyna að vanda val
sóknarnefndanna með þetta í huga
meðal annars. Þarna yrði því einungis
um að ræða tilflutning á valdi.”
-GAJ-
„Prestskosningar
eru óheilbrigðar”
— segir Erling Garðar Jónasson,
sóknarnefndarmaðurá Egilsstöðum
„Ég er fylgjandi þeirri breytingu að
prestar verði ráðnir á þann hátt sem
frumvarpið gerir ráð fyrir,” sagði
Erling - Garðar Jónasson, sóknar-
nefndarmaður á Egilsstöðum.
Ég lít svo á að pestskosningar hafi
sýnt það víða að þær eru óeðlilegar og
óheilbrigðar. Víða hefur þurft að til-
skipa prest eins og um ráðningu væri
að ræða og ekki hafa þá margir
afneitað þeirri sendingu sem koniið
hefur. Það hefur almennt verið svo að
fólkið styður við bakið á þeim. Prest-
kosningar bera viða yfirbragð af hinum
pólitíska siag. Sömu vinnmubrögðin
eru notuð. Það tel ég mjög slæmt og
sóknir geta klofnað og hafa raunar gert
það. Því er ég mjög eindregið
fylgjandi þeirri skipan sem kirkjuþing
hefuræ ofan í æ óskaðeftir.” -GAJ- Erling Garðar Jónasson.
„ Allt er betra en nu-
verandi fyrirkomulag”
— segir sr. Þorvaldur Karl Helgason
„Mer finnst ömurlegt að við sem
erum þjónar í kirkju Krists þurfum að
koma á þennan hátt til starfa. Oft á
tíðum líða mörg ár þangað til
söfnuður hefur náð sér eftir
„slaginn” og sum sár gróa aldrei,”
sagði sr. Þorvaldur Karl Helgason,
æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar.
„Aðeins einn umsækjandi var um-
75% af þeim prestaköllum seni auglýst
voru og sótt var um á árunum 1965—
78. Af því má ljóst vera að í fæstum
tilfeUum er fólk að velja á milli
umsækjenda. Ég get ekki heldur
séð lýðræði í því að kjósa embættis-
mann ævilangt til starfa. Hvers vegna
berjumst við ekki frekar fyrir því að
prestar og aðrir embættismenn eigi
auðveldara með að færa sig. Að þvi
leyti lizt mér vel á frumvarpið, þar sem
gert er ráð fyrir þeim möguleika að
prestar séu kallaðir til starfa fjögur ár í
senn. Ég held að það geti líka verið gott
fyrir söfnuðina að sami maður sitji
ekki alltof lengi á sama stað, en allt er
betra en núverandi fyrirkomulag,”
sagði sr. Þorvaldur Karl að lokum.
-GAJ
Sr. Þorvaldur Karl Helgason.
Plsisios lil* mm>
PLASTPOKAR
„Einu embættismenn-
irnir sem kosið er um”
— segir sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
„Ég er því mjög fylgjandi að prests-
kosningar í núverandi mynd verði
afnumdar. Ég tel, og hef raunar séð
hvernig þyrlað er upp óhróðri í prests-
kosningum og stundum klofnar þar
söfnuður svo seint grær um,” sagði sr.
Auður Éir Viihjálmsdóttir.
„Það er ósaæmandi að krefjast jvess
af kirkjunnar þjónum að þeir keppi
hver við annan um hylli fólks. Um það,
hvort söfnuðirnir eigi rétt til að kjósa
presta sína vil ég segja að prestar eru
einu embættismennirnir sem kosið er
um. Mér finnst algjörlega óréttmætt að
leggja þá byrði sem kosningar eru á
þessa einu stétt því prestskosningar
krefjast mikilla fjárútláta og mikillar
vinnu auk þess sem mannorð fólks er
þar troðið í svaðið. Ég get vel hugsað
mér að sóknarnefndir kjósi presta.”
-GAJ-
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir.
SOLSKIN
— má vera gult
Aðalvertíð
ferðaskrifstofanna
er nú fram-
undan.Þúsund-
um saman eiga
tslendingar
eftir að þyrp-
ast á sólar-
strendur við
Miðjarðarhafið
og víðar, njót-
andi góða
veðursins og
eyðandi dýr-
mætum gjald-
eyri. Rigningin
þessa dagana
sunnanlands
boðar á sinn
hátt sumarið,
sem vonandi á
eftir að verða
alvörusumar.
Það geta
áreiðanlega all-
ir tekið undir
textann I smá-
auglýsingunni,
sem birtist á
dögunum: Sólskin óskast, má vera gult.
OSKAST
DB-mynd: RagnarTh.
y 1...2...3=6 SÆTA
SÓFASETTIÐ mallo
á óvenju lógu verði miflað vifl gœði,
S taðgreiðslu verð
kr. 328.500.-
Mallo-sófasettið er vandað, efnismikið og &2&jSSiiiáSfé
þér getið valið um sex ólík munstur i áklæði.
Litið inn i stærstu húsgagnaverslun
landsins. Og það kostar ekkert að skoða. ■■■§
Húsgagnadeild
Jón Loftsson hf. I Hl Ivl H 'l'l'l ÍTlLltf
mmm Hringbraut 121 Sími 2860
feá C3 l2 E3 23 mpiJIHE ni lj l: z: cd uoapa íiiiiiii i 11. i i i r i u D r jnP
ítttt
x