Dagblaðið - 10.04.1979, Page 10

Dagblaðið - 10.04.1979, Page 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979. 10 FramkvanmdutjóH: Svakin R. Eyjótfvsón. Rttstjórt JMúy KrtstJAnsson. FróttastJóH: Jón Bhrglr Pótursson. Rhitjómarfultiúi: Haukur Halgason. SkrMstofustJóri rttstjómar Jóhanrtos RaykdaL Iþrótdr. Hstur Slmonaraorv Aðatoóartróttaatjórar AtD Stalnareaon og Ómar ValdF maraaon. Mannkigarmál: Aftalatalnn Ingótfsaon. Handrit: Áagrimur Pálaaon. Blaóamsnn: Anna BJamason, Aagair Tómaaaon, Bragl StgurOaaon, Dórs Stafánsdóttir, Gbaur Slgurða- son, Gunnlaugur A. Jónaaon, Haigr Halaaon, Halgl Páturaaon, Jóóas Harakfsaon, Ólafur Galraaon, Ólafur Jónsson. Hótynurt: Guðjón H. Páisaon. LJósmyndlr Aml PáB Jóftonnsaon, BJamlalfur BJSmlalfason, Hörður Vlhjálmsaon, Ragnar Th. Slgurða- son, Svalnn Þormóóaaon. ^ - Skrffstofuatjórl: Ólafur Eyjólfaaon. GJaldkeri: Préinn ÞoriaKsaon. Söluatjóri: Ingvar Svafetsaon. Dralnig- aretjórf: Már E.M. HaHdóraaon. ' " Rftstjóm Slðumúla 12. Afgralðsla, áakrfftadalld, auglýsfeigar og skrtf atofur ÞvartloM 11. Aðalaknl blaðsbia ar 2>022110 Hnuri. Aakrift 3000 kr. á mánuði innaniands.l lauaaaðki 150 kr. ekitakið. Satnkig og umbrot Dpgblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugsfð: HHmk hf. Siðumúla 12. Prantun: Arvakur hf. Skalfunpi 10. Vont versnar Vinstri stjórnin virðist ætla að auka sukkið í fjármálum ríkisins. Eins og aðrar ríkisstjórnir hóf hún skeið sitt með fögrum fyrirheitum um jafnvægi í ríkisfjármálum. Nú er komið á daginn, að hún hefur slegið öll fyrri met í skuldasöfnun í Seðlabankanum. Rikissjóður jók þessar skuldir um 10,4 milljarða króna frá áramótum til marzloka. Af þessari súpu voru aðeins 222 milljónir vegna gengisbreytingar. Skuldirnar í Seðlabankanum hafa það sem af er árinu aukizt úr 26,3 milíjörðum í 36,7 milljarða. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar sætti með réttu miklu ámæli fyrir stefnuna í fjármálum ríkisins. Skuldaaukning Tómasar Árnasonar fjármálaráðherra er á þessu ári orðin meiri en skuldaaukning fyrir- rennara hans, Matthíasar Á. Mathiesen, var á sama tíma í fyrra. Þó jukust skuldirnar fyrir ári sérstaklega vegna gengisfellingar í febrúar í fyrra. Ráðherrar vinstri stjórnar hafa jafnan talað eins og þeim væri ljóst, hversu gifurlegur bölvaldur halla- rekstur ríkisins og sláttur í Seðlabanka er gagnvart verðbólgunni. Viðurkennt er, að fátt eða ekkert veldur meiru um óðaverðbólguna. Nú beitir vinstri stjórnin brandi til að halda niðri kauphækkunum ýmissa stétta. Hún lætur samþykkja á þingi lög, sem fela í sér margs konar stefnuyfirlýsingar um aðgerðir gegn verðbólgu. En reynslan af stefnu hennar í fjármálum ríkisins gefur til þessa ekki annað til kynna en að vont hafi þar versnað. Keyrt verður áfram með slætti og hallarekstri til viðbótar skattheimtumeti. Nýbirt skýrsla Tómasar Árnasonar fjármála- ráðherra um afkomu ríkissjóðs á síðasta ári gefur til kynna, hvernig farið hefur um fyrirheit hans. Fjárlög fyrir síðasta ár gerðu ráð fyrir 353 milljóna greiðsluaf- gangi. Útkoman varð 6,7 milljarða halli, þegar upp var staðið. Gjöldin fóru rúmum fimm milljörðum framyflr tekjurnar, og við bættist halli á viðskiptareikningum og neikvæðar lánahreyfíngar. Aðgerðir nýju ríkis- stjórnarinnar í september, strax eftir valdatöku hennar, kollvörpuðu þá þegar öllum vonum um jafn- vægi í ríkisbúskapnum. Áðgerðirnar leiddu til þriggja milljarða aukinna útgjalda vegna niðurgreiðslna og 1,3 milljarða vegna verðjöfnunargjalds til bænda. Núverandi fjármálaráðherra fann þá upp á því að „lengja árið” úr tólf mánuðum í sextán mánuði. Víst yrði halli á árinu 1978, en hann yrði svo sannarlega unninn upp, svo að afgangur kæmi út, þegar litið yrði í fyrstu 16 mánuðina í valdatíð vinstri stjórnar. Svo sagði fjármálaráðherra. Því miður bendir ekkert til, að þetta gangi upp. í fjárlög fyrir yfirstandandi ár vantar marga pósta. Vafalaust munu niðurgreiðslur og útflutnings- uppbætur reynast vanmetnar. Þar að auki verður að hafa í huga, að mörg opinber fyrirtæki eru um þessar mundir rekin með milljarða halla. Þetta gildir um Póst og síma og Rafmagnsveiturnar. Þrautalendingin verður vafalítið sú, að þetta verðurgreitt úr ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn skilaði ríkisrekstrinum með greiðsluhalla öll sín valdaár. Mestur varð hallinn árið 1975, um fimm og hálfur milljarður. Hallareksturinn kynti undir verðbólgunni. Ekki var ágreiningur um það, þegar fulltrúar allra flokka og helztu hagsmuna- hópa tóku í alvöru að ræða verðbólguvandann í verðbólgunefndinni fyrir ári, að þessar kúnstir í ríkis- rekstrinum væri einhver versti verðbólguvaldurinn. Núverandi ríkisstjórn heldur áfram á þessari braut. Henni má vera ljóst, að almenningur mun ekki una þeirri afstöðu, að á honum dynji kauprán og skatt- píning, meðan valdsmenn keyri verðbólguna áfram með sukki í opinberum fjármálum. Þrælaskipið Dóná var notað til að flytja gyðinga frá Noregi tii Þýzkaiands á meðan á hernámi Þjóðverja stóð i siðari heims- styrjöldinni. Margir þeirra enduðu lif sitt i Auschwitz og öörum útrýmingarbúðum. Árið 1943 var skipið sprengt f loft upp af norskum frelsisvinum. Reyndar var þá nærri búið að flytja alla gyðinga firá Noregi til Þýzkalands. Gegndi þá sama máli hvort þeir voru fæddir i Noregi eða flóttamenn frá Þýzkalandi. Norðmenn og þýzkir gyðingar: EKKIASTÆÐA TIL MIKILLAR ÁNÆGJU — segja þeir sem kannað hafa málið — Kvikmyndin Holocaust hreyfir við samvizku margra þjóða Bandaríska kvikmyndin Holocaust hefur vakið mikla athygli í Noregi eins og annars staðar þar sem hún hefur verið sýnd. í norska Dagblað- inu er grein eftir Harald Skjönsberg cand. mag, sem kannað hefur af- stöðu Norðmanna til þeirra gyðinga sem reyndu að fá landvistarleyfi þar í landi á valdatíma nasista í Þýzka- landi. Myndin fjallar einmitt um meðferð nasista á gyðingum. í greininni í Dagblaðinu kemst höfundurinn að þeirri niðurstöðu að venjulegur gyðingur hafi ekki átt þess neinn kost að setjast að í Noregi ef hann vildi flytjast á brott frá Þýzka- landi á meðan þess var kostur. Ef gyðingurinn var talinn pólitískur flóttamaður átti hann nokkra mögu- leika því þá var nokkur von til þess að hann yrði viðurkenndur sem slíkur af mannréttindanefnd norska Verkamannaflokksins. Sú nefnd hafði einkum það hlutverk að að- stoöa pólitíska flóttamenn. Hinn venjulegi gyðingur átti þess þó ekki kost að.komast í þann hóp og gyðingar sem vildu komast frá Þýzkalandi voru ekki viðurkenndir sem pólitískir flóttamenn. Loka- ákvörðun um þá túlkun var formlega tekin á sérstökum fundi ráðamanna, þar sem meðal annarra varTryggvi Lie þáverandi dómsmálaráðherra Noregs. Hann varð síðar utanríkis- ráðherra norsku útlagastjómarinnar í London á meðan Noregur var herset- inn af Þjóðverjum. I stríðslok varð Tryggvi Lie fyrsti aðalritari Samein- Aukin neysla á landbúnaðar- afurðum Talið er að meðalneysla af kjöti á mann á síðastliðnu ári hafi verið um 78 kg. Þar af hafi neysla á kindakjöti verið 45 kg. Meðalneysla af mjólk, undanrennu og jógúrt var á síðast- liðnu ári 262 lítrar. Ef neysla á öllum mjólkurafurðum yrði umreiknuð yfir í nýmjólk, þá var meðalneysla á mann á síðastliðnu ári 470 lítrar. Á árinu var framleitt umfram þarfir innlenda markaðarins 23,2 milljón lítrar af mjólk. Það gerir rétt um 100 litra á hvert mannsbarn. Það mætti auka neyslu á kindakjöti Miðað við framleiðsluna á kindakjöti á síðasdiðnu ári yrði hver íslendingur að borða frá 1. október sl. haust og fram til 30. september í haust að meðaltali 67 kg af kinda- kjöti, ef ekkert væri flutt út. Mesta meðalneysla á einu ári var rétt um 50 kg, hærra verður varla komist, þó svo að niðurgreiðslur væru stóraukn- ar. Þar eru því ekki miklar líkur á að við getum dregið úr útflutningi vegna aukinnar innanlandsneyslu. Þess vegna eru allmargir þeirrar skoðunar að draga verði stórlega úr framleiðslu á kindakjöti. Það sé þjóðhagslega hagkvæmt að draga saman fram- leiðsluna. Það er óskaplega vinsælt um þessar mundir að vera á móti sauðkindinni og telja hana helsta meinvætt í hagkeðjunni. Þetta er fullyrt án þess að hafa getað sýnt fram á það með rökum að hagvöxtur og velmegun væri hér meiri, ef þessi 5000 tonn af dilkakjöti væru ekki flutt út. Meira smjör Trúlega er mun auðveldara að auka neyslu á mjólk og mjólkuraf- urðúm en á kindakjöti. Fjölbreytni þessara afurða eykst stöðugt og flest- ir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Á síðastliðnu ári var meðalneysla á smjöri hér á landi 6.7 kg, en það var 0.9 kg meira en árið 1977.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.