Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 12

Dagblaðið - 10.04.1979, Síða 12
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁPRÍL 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrótt Aby gæti notað Teit — „Hann væri maðurinn fyrir Aby — hefði hann sænskan ríkisborgararétt” „íslenzka fallbyssan Teitur Þórðar- ;on skoraði að vísu ekki mark. En hann /æri einmitt maðurinn fyrir Aby — íæri hann aðeins sænskur ríkisborg- ari,” sagði eitt sænsku blaðanna eftir jafntefli sænsku meistaranna Öster og Atvidaberg, 1-1 í vináttuleik nýlega. Á þessum leik var George „Aby” Sigur West Ham — gegn Luton, 1-0 West Ham sigraði Luton Town 1-0 í 1. deild á Englandi og þokaði sér þar með nær efstu liðum 2. deildar, en andanfarið hefur West Ham vegnað fremur illa og möguleikar liðsins á að vinna sér sæti i 1. deild eru ekki eins miklir og fyrir fjórum vikum. Þá iéku í 4. deild Stockport og Aldershot, jafn- tefli varð, 2-2. Fresta varð fjölda leikja á Englandi i gær. Erikson, landsliðseinvaldur Svía, og fylgdist með leikmönnum. Og sam- kvæmt sænsku blöðunum gat Aby verið ánægður með leikinn, því ýmsir leikmenn öster sýndu góðan leik i Vaxjö. Þar má nefna Thomas Wererson og Janne Möller og hinn unga Tommy Evesson. Þá minnist Aby á þá Hakon Arvidson og Mats Nord- gren. öster hefur æft mjög stíft undan- farið. Farið í keppnisferðalög til Frakklands og Hong Kong. Búizt er við miklu af liðinu í sumar. — Teitur Þórðarson — Aby gæti notað hann, segja sænsku blöðin. ■ i' m ÚÐINN Hvorir Valu — íslandsmeistarar V annað kvöld - Úrslitasigur risa Vals og Víkings í 1. deild ísiandsmótsins í handknattleik fer fram í Höllinni á morgun. Bæði lið hafa 23 stig — 10 stigum meira en næstu lið, það sýnir öðru fremur yfirburði þessara sterku liða. íslandsmeistarar Vals hafa lengst af haft tvö stig í forskot á Víking en nýlegt tap meistara Vals gegn ÍR þýðir að viðureign þessara risa verður hrein úrslitaviðureign — og það verður hart barizt í Höllinni. Valsmenn hafa orðið íslandsmeistarar tvö síðustu árin en Vikingar urðu íslands- meistarar 1975. Þá lék Einar Magnússon stórt hlutverk í liði Víkings, aðalskyttan, en hélt á braut eftir að meistaratign var í höfn — hafði þá lengi verið einn litríkasti leikmaður 1. deildar, en áður hafði félagi hans, stórskyttan Jón Hjaltalín haldið til Svíþjóðar. Annars er það dæmalaust hvað margir Víkingar hafa farið utan. Þannig missti Víkingur á síðasta vori þrjá íslenzka landsliðsmenn, þá Þorberg Aðalsteinsson, Björgvin Björgvinsson, báða til V-Þýzka- lands, Magnús Guðmundsson til Noregs og í vetur hætti Ólafur Einarsson. Allt litríkir leikmenn. Og nú, tæpu ári eftir að þeir þrír félagar hafa haldið á braut, hefur Viggó Sigurðsson skrifað undir atvinnusamning á Spáni, við Barcelona. Þrátt fyrir þessar blóðtökur hefur Víkingi tekizt að vera með í toppbaráttu — félagið hefur skarað fram úr ásamt Val. Greinilegt að vel hefur verið starfað í Víking og byggt á góðum grunni. Víkingar funda — Bogdan leggur upp taktíkina ,,Við teljum það ákafiega mikilsvert að undirbúa iið okkar vel fyrir ieikinn. En ekki er það síður mikilsvert að undirbúa áhangendur okkar. Því munum við Víkingar halda fund með stuðningsmönn- um okkar í kvöld kl. 8 í Víkingsheimilinu. Þar koma leikmenn og ræða íslandsmótið og lið Vikings og Bogdan Kowalczyk, þjálfari liðsins, mun skýra út hvernig hann hyggist haga taktík Víkinga í úrslitaslagn- um við Val,” sagði Eysteinn Helgason, formaður handknattleiksdeildar Vikings á blaðamannafundi í gær. Víkingar stofnuðu í vetur stuðnings- mannaklúbb og hafa verið haldnir fundir fyrir leiki. Eysteinn tók fram, að hann hvetti alla Víkinga til að mæta á fundinn og væru þeir ekki þegar félagar í klúbbnum, þá gætu þeir gerzt félagar í kvöld. SLASK SE PÖLSKUR — undir stjórn Bogd Víkingurmérsjöuni sagðiE „Ég vii ekki gefa neinar yfirlýsingar um bvort það verður Víkingur eða Valur, sem stendur uppi með meistaratign á morgun. Slíkar yfirlýsingar eru hjá surnurn þjálfur- um sálrænn þáttur í undirbúningi. Þjálfari pólska landsliðsins i blaki, Wazek, hefur gert slíkt. Hann sagði að Pólland ynni HM og OL — og það stóð hjá honum. Margir aðrir hafa gefið út slikar yfirlýsingar — og skömmu síðar verið reknir,” sagði Bogdan Kowalczyk, hinn pólski þjálfari Vikings á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður, hver stæði uppi sem sigurvegarí á morgun — Valur eða Víkingur. ,,Ég hef hins vegar áður staðið í slíkum undirbúningi. Sex sinnum varð Slask pólskur meistari og fjórum sinnum bikar- meistari, þannig að ég hef áður staðið í slíku. Fyrst var ég taugaspenntur, en það er

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.