Dagblaðið - 18.04.1979, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979.
5
Loftmengunin í Njarðvík:
Ekki hægt að standa lengur
móti háværum kröfum
— segir Albert K.
Sanders
bæjarstjóri
íNjarðvík
,,Við viljum að forráðamenn Fisk-
iðjunnar hf., standi við góð orð og
loforð sem þeir gáfu á fundi síðastliðið
haust um að fullnægjandi hreinsitæki
yrðu komin upp fyrir vorið,” sagði
Albert K. Sanders bæjarstjóri í Njarð-
vík í samtali við DB í gær.
Hann sagði að staðið hefði í stríði
um lyktmengun frá loðnubræðslunni í
mörg ár og rekstur hennar ávallt verið á
undanþágu alveg frá þvi árið 1974, þeg-
ar hún var lokuð i nokkra mánuði
vegna þessa. Þá hefðu forráðamenn
fyrirtækisins lofað úrbótum en mikill
dráttur orðið á því að staðið væri við
þau fyrirheit.
„Þessi samþykkt bæjarstjórnar
Njarðvikur, þar sem skorað var á heil-
brigðisnefnd að leyfa ekki vinnslu á
hráefni sem bærist til verksmiðjunnar
eftir 15. maí næstkomandi, var gerð
vegna þess að okkur sýnist að dráttur
verði á að hreinsitækin verði komin í
gangið,” sagði Albert K. Sanders.
„Bæjarstjórn Njarðvíkur telur á-
stæðurnar fyrir þeim drætti mál for-
ráðamanna Fiskiðjunnar og telur sig
ekki geta lengur staðið á móti háværum
kröfum íbúa um úrbætur.”
Bæjarstjórinn var spurður hvort
nokkuð væri kunnugt um að loft-
mengun frá loðnubræðslunni hefði
valdið fólki beinu heilsutjóni.
„Nei, mér er ekki kunnugt um
slíkt,” sagði Albert K. Sanders. „Hins
vegar hef ég það eftir þeim hús-
mæðrum, sem fremstar stóðu fyrir
aðgerðum og undirskriftasöfnun í lok
marz síðastliðsins, vegna mengunar frá
bræðslunni, að ástandið hafi í vetur
verið þannig langtímum saman að ekki
hafi verið viðlit að setja ungböm út
fyrir hússinsdyr.”
Bæjarstjórinn sagði að norðan- og
1»
Fiskiðjan í Njarðvík spýr mekkinum —
eins og bræðslumar gera víða um land-
ið. Nú hafa ibúar kaupstaðarins hins
vegar fengið nóg.
DB-mynd ÁPJ.
norðaustanátt hefði verið mjög iðjunni því verið mjög þrálátur yfir
ríkjandi í vetur og reykurinn frá Fisk- byggðinnií Ytri-Njarðvík. -ÓG.
Höfum unnið sleitulaust að úrbótunum
— eftir því sem fjármagn hefur leyft — segir Gunnar Ólafsson forstjóri Fiskiðjunnar hf. í Njarðvík
„Við hugleiddum þann möguleika
að stöðva alla bræðslu á úrgangs-
loðnu frá frystihúsunum hér í ná-
grenninu, þegar loðnufrysting hófst,
en töldum ekki stætt á því,” sagði
Gunnar Ólafsson forstjóri Fisk-
iðjunnar hf. í Njarðvík í viðtali við
DB í gær. Bæjarstjórn Njarðvíkur
samþykkti fyrir páska áskorun til
heilbrigðisnefndar kaupstaðarins um
að leyfa ekki vinnslu á hráefni sem
bærist eftir 15. mai til Fiskiðjunnar
h/f, sem er loðnubræðsla. Er það
vegna mikillar loftmengunar sem
hefur angrað íbúa Njarðvíkur og
Keflavíkur, þegar vindur stendur á
byggðirnar.
„Úrgangsloðnan frá
frystihúsunum lyktar mun verr en
önnur loðna, auk þess sem mun
erfiðara er að vinna hana,” sagði
Gunnar Ólafsson. ,,Við töldum aftur
á móti ekki stætt á að neita að taka á
móti henni vegna þess að við töldum
ekki bætandi á slæmt ástand at-
vinnufyrirtækjanna hér á Suður-
nesjum. Þó svo kannski megi losna
við almennan fiskúrgang annað I
bræðslu hefðu frystihúsin ekki getað
komið frá sér þeirri loðnu sem gekk
af við frystinguna og Suðurnesin því
að mestu misst af þeirri búbót sem sú
vinnsla er.”
Gunnar Ólafsson sagði að sér
fyndist skrýtið að frétta af slíkum
samþykktum, sem bæjarstjórn
Njarðvíkur gerði og vörðuðu fyrir-
tækið svo mjög, fyrst í útvarpi. Taldi
hann það nokkuð sýna þau vinnu-
brögð sem opinberir aðilar hefðu
beitt í þessum mengunarmálum
gagnvart Fiskiðjunni. Sagði hann
slikum aðferðum hvergi hafa verið
beitt annars staðar.
„Við höfum unnið að úrbótum
sleitulaust í þrjú ár eins og fjármagn
hefur leyft og erum nú um það bil
hálfnaðir með framkvæmdir sem
munu kosta á milli 700 og 800
milljónir.
Sú leið sem ákveðið var að fara
hjá okkur var að taka upp gufu-
þurrkun á mjölinu og siðan brenna
þann litla úrgang sem eftir verður. Er
þetta aðferð sem reynzt hefur vel i
Noregi og Danmörku. Pantaður
hefur verið gufuþurrkari og nýr gufu-
ketill vegna þessa. Afhending hefur
aftur á móti dregizt nokkuð vegna
fjármagnsskorts en framkvæmdum á
að öllu óbreyttu að verða lokið næsta
haust, það er að segja ef ekki verður
búið að loka fyrirtækinu.”
Gunnar Ólafsson forstjóri sagðist
vilja benda á að lokum að vegna þess-
ara nýframkvæmda hefði orðið að
sameina tvær fyrri framleiðslulínur í
eina og hefð það valdið á milli 20 og
30% framleiðslurýrnun.
-ÓG.
jiiv e rp
leikfanga verzlun
LAUGAVEG118
FLUG-
DREKAR
GLÆSI
LEGT
ÚRVAL
LEIK-
FANGA
FYRIR
ALLA
ALDURS
FL0KKA
B0LTAR
SIPPUBÖND
FÖTUR
0G
SKÓFLUR
0GMARGT
MARGT
FLEIRA
Mikið úrvalaf leikföngum til sumargfafa
i/ p rp a ol'
LAUGAVEG118
SIMAR: 11135 0G14201