Dagblaðið - 18.04.1979, Side 8

Dagblaðið - 18.04.1979, Side 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1979. 1 Arkitekt Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða arkitekt til starfa hið allra fyrsta. Æski- legt er að viðkomandi hafi starfsreynslu á sviði skipulagsmála. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borizt Þróunarstofnuninni Þverholti 15 eigi síðar en 30. apríl nk. og eru nánari upplýsingar veittar þar. Þróunarstofnun Raykjavikuiborgar. Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík, vorið 1979. Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar, er lóðaeigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum og að sjá um að lok séu á sorpílátum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar brott af lóðum sínum allt sem veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoðaðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseigenda, án frekari viðvörunar. Þeir sem kynnu að óska eftir sorptunnum og lokum, hreinsun, eða brottflutningi á rusli, á sinn kostnað, tilkynni það í síma 18000 eða 13210. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Alla virka daga frá kl. 8.00 — 21.00 Á helgidögum frá kl. 10.00 —18.00 Rusl sem flutt er á sorphauga skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgarlandinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brot- legir í því efni. Gatnamélastjórinn (Reykjavfk. Hreinsunardeild Deildar meiningar um þorskveiðibanniö Eins og greint hefur verið frá í fréttum hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að frá og með 1. maí nk. verði afturkölluð öll þorskfiskneta- veiðileyfi á svæðinu frá Eystrahomi vestur og noröur um að Horni. Afturköllun þessi á leyfum tekur til allra báta sem veiðar stunda fyrir Suður- og Vesturlandi á vertíðinni á svæðinu frá Eystrahorni og að Horni án tillits til þess hvaðan þeir eru gerðir út. Samkvæmt ákvörðun þess- ari er síðasti veiðidagur þessarar netavertíðar 30. apríl nk. á svæðinu fyrir Suður- og Vesturlandi. Dag- biaðið hafði samband við nokkra talsmenn útvegsmanna og innti þá álits á þessari ákvörðun ráðu- neytisins, en fram hefur komið að um hana eru deildar meiningar. -GAJ- Ekki skynsamlega að þessu staðið — segir Stefán Guðmundsson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands „Mér finnst að ekki hafi verið skynsamlega að þessu staðið,’.’ sagði Stefán Guðmundsson, formaður Út- vegsmannafélags Norðurlands, í viðtali við fréttamann DB í gær. „Ég held að þaö hafi verið mis- skilningur að gefa loðnubátunum þessa heimild til þorskveiða á sama tíma og stöðva veröur önnur skip. Ég held að það hefði verið skynsamlegra að stöðva á hrygningartímanum. Én hér er auðvitað um meira en veiðarnar að ræða. Það er ljóst að byggðarlög eru mjög misjafnlega undir þetta búinatvinnulegaséð. Það er ljóst að menn verða náttúr- lega að taka þessu stoppi. En það má líka hafa huga hvað búið er að gera í friðunarmálum. Hér fyrir Norðurlandi er til dæmis búið að friða heilu haf- svæðin, sem eru lokuð allt árið. Stækkun möskvanna er heldur engin smáfriðun og fækkun erlendra skipa. Allt er þetta gífurleg friðun. En mér finnst ekki hafa verið rétt að þessu staðiö núna,” sagði Stefán. -GAJ- Kemur illa við alla — segirGuðmundur Guðmundsson, formaður Útvegsmannafélags Vestfjarða „Við tökum þessu bara eins og að höndum ber,” sagði Guðmundur Guðmundsson, formaður Útvegs- mannafélags Vestfjarða. „Við erum búnir að klára þetta vikustopp okkar. Þetta kemur auðvitað illa við alla, en við eigum stærsta hlutann eftir, þ.e. sjötíu daga í sumar. Það verður bara að koma í ljós hvemig þetta fer,” sagði Guðmundur ogvildiekkihafaumþaðfleiri orð. -GAJ- Allir vilja f riða en enginn vill spara við sig — segirJóhann Sig- urðsson, formaður Utvegsmannafélags Austfjarða „Ég held að dellan hafi fyrst og fremst verið að setja loðnubátana á hrygningarstofninn,” sagði Jóhann Sigurðsson, formaður Útvegsmanna- félags Austfjarða. „Þetta varð til þess að gera marga óánægða. Þetta voru bátar, sem yfir- leitt voru búnir að fiska mjög vel. Annars held ég að málið sé það að allir vilja friða en enginn vill spara neitt við sig. Annars er þetta mál orðið svo flókið milli landshluta að það er erfitt um það að ræða. Ég hef lýst því yfir áður að ég tel að komast hefði mátt hjá öllum þessum regiugerðum ef tíma- bilið hefði verið miðað við 1. maí og út september og aðeins dagvinna leyfð í hverju húsi. Þá hefði skömmtunin komið af sjálfu sér,” sagði Jóhann. -GAJ- Mölvuðu allt mélinu smærra „Að koman aö féiasheimilinu að Staðarfelli var vægast sagt subbuleg,” sagði Kristinn Jónsson lögreglumaður á Skaröi í viðtali við fréttamann DB í Búðardal, önnu Flosadóttur. Aðfaranótt mánudagsins höfðu innbrotsþjófar fundið sér járnkarl fyrir utan félagsheimilið að Staðarfelli á Fellsströnd og brutu þeir útidyrahurð í spað. Þegar inn var komið hófust þeir handa um að mölbrjóta hurðir, salerni og rúður. Ljósabúnaður var slitinn úr stæðum og þau jafnvel höfð á brott. Húsmunum var grýtt út um allt og þeir brotnir. Síöan kórónuðu þeir ósómann með því að gera þarfir sínar í pottana í eldhúsinu og á öðrum frum- legum stöðum. Lögreglan á Akranesi handsamaði i fyrrinótt tvo pilta sem grunur leikur á að hafi verið þarna að verki. -AF/BS. 19 keppa um titil skóiaskák- meistara fslandsmótið í skólaskák hófst i gær á Kirkjubæjarklaustri og keppa þar nú nítján grunnskólanemar um titiiinn skólaskákmeistari ísiands 1979. Keppnin nú er lokaspretturinn í langri keppnisröð. Keppninni lýkur á föstudag en keppt er í tveimur flokkum. -ÓV.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.