Dagblaðið - 18.04.1979, Side 13

Dagblaðið - 18.04.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1979. 13 Hafrannsóknastofnun: ÍSLENZKIR FISKIFRÆB- INGAR ATVINNULAUSIR íslendingar mega verulega fara að gæta sín ef þeir eiga ekki að fara að dragast aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar tæknilegan útbúnað til fiski- og hafrannsókna. Hingað til hefur framlag íslands í rannsóknum á þessum sviðum fyllilega verið þolanlegt en nú telja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar að hætta sé á að við drögumst aftur úr og þá á tæknisviðinu. Þetta kom fram í orðum þeirra Jóns Jónssonar forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar og Svend Aage Malmbergs haffræðings á fundi með blaðamönnum í gær. Einnig upplýstist að stofnunin hefur ekki fengið leyfi til að ráða nýtt starfsfólk um árabil og staðreyndin mun vera sú að nú ganga islenzkir fiskifræðingar um atvinnulausir. At- vinnuhorfur þeirra sem nú nema haf- og fiskifræði munu því ekki verða taldar góðar. Einkum mun það lakara hjá þeim sem nema greinar sem ekki fjalla beint um veiðar og vinnslu hráefnis, sem beinan hagnað gefa. Þar mun þó kannski vera mest þörfin að áliti forráðamanna Haf- rannsóknastofnunar. Sérfræðingar hjá Haf- rannsóknastofnun eru nú 22 og rannsóknarmenn einnig 22. Jón Jónsson forstjóri sagði á fundinum í gær að hann teldi ekki óeðlilegt að rannsóknarmenn væru um það bil tveir á hvern sérfræðing hjá stofn- unni til að sem mestur árangur yrði af störfum þar. Svend Aage Malmberg haf- fræðingur benti á að raunverulega væri bæði rými á skipum Haf- rannsóknastofnunar og í húsakynn- um stofnunarinnar við Skúlagötu —á meðan við drög- umst tæknilega aftur úr nágranna- þjóðunum og rannsóknaverk- efnin bíða íhafinu umhverfis landið fyrir fleiri starfsmenn. Fyrir þáværu næg verkefni við að rannsaka þessa mestu auðlind okkar Islendinga sem hafið með botni og öllum lífverum á honum og i sjónum væri. Til þess skorti aftur á móti fjármagn og bætt- an tækjabúnað. Á fundinum kom Iram að sum rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunar væru verr búinn fiskleitar- tækjum en venjulegur islenzkur fiskibátur. -ÓG. Sumardagurinn fyrsti: Útihátíð og tívolí í miðbæ Reykjavíkur Skátar munu standa fyrir útihátíð og „tívolí” í miðborg Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta. Dagskráin, sem verður nokkuð fjölbreytt, hefst að venju með skrúðgöngum og verður gengið frá Hlemmi og Melaskóla að Lækjartorgi. Skrúðgöngurnar hefjast kl. 13.45 og útiskemmtun hefst síðan á pöllum á Lækjartorgi, Hallærisplani og Austurvelli ki. 14.30. Þar skemmta m.a. Tóti trúður, Baldur Brjánsson, Barnasönghópurinn og fl. Félagar úr hestamannafélaginu Fáki koma síðan í heimsókn og gera smásprell á hestum sínum. Þá koma menn úr Fornbílaklúbbnum og i heimsókn og vænta má að þar verði mikið um glæstar drossíur. Á pallinum við Austurvöll verður síðan danssýning og ýmis skemmtiat- riði, m.a. leikur Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts. Tívolí verður með svipuðum hætti og í fyrra. Ýmislegt fleira verður til skemmtunar, m.a. uppákoma áTjörninni. Fyrir skrúðgöngunum fara Lúðra- sveitin Svanur og Lúðrasveit verka- lýðsins. Ef vel viðrar má gera ráð fyrir að hátíðahöldin i Reykjavík standi til Húnavaka hálfnuð: „Þeir eru slyngir Húnvetningar...” f kvöld, síðasta vetrardag, stíga þeir Húnvetningar dans fram eftir nóttu í félagsheimilinu á Blönduósi en það er fyrsti dansleikurinn á Húnavöku sem nú hefur staðið frá því á laugardag fyrir páska. Dansleikurinn hefst kl. 22.00 en fyrr í kvöld munu Vökumenn, karlakór, samkór o. fl. syngja en Húnvetningar hafa löngum verið þekktir fyrir að geta tekið stemmur fyrirhafnarlítið. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður sumarskemmtun barnaskólans kl. 14.00 og kl. 20.30 sýnir Leikfélag Blönduós leikritið Ég vil fá minn mann. Leikritið var frumsýnt 10. marz við mikla hrifningu. Kl. 21.00 verður svo unglingadansleikur í félags- heimilinu og leikur hljómsveitin R.O.P. fyrir dansi. Á föstudag verður aftur leiksýning og dansleikur um kvöldið en á laugar- dag rennur upp lokadagur vökunnar. Kl. 15.00 verður Ungmennasamband Austur-Húnvetninga með skemmtun: Glens og gaman, og er hún sérstaklega ætluð börnum og unglingum. USAH verður einnig með bændavöku kl. 20.30 um kvöldið. Þar verður meðal efnis erindi Ólafs Sverrissonar kaup- félagsstjóra, Ómar Ragnarsson fer með gamanmál, Grímur Lárusson frá Grimstungu og Magnús Jóhannsson, báðir í kvæðafélaginu Iðunni, kveða og fluttur verður Húnavökuhúmor. Hljómsveit Geirmundar Valtýs- sonar leikur á lokadansleiknum sem hefst kl. 22.00. Alla daga vökunnar verða opnar tvær sýjúngar. Samband austur- húnvetnskra kvenna er með listsýningu í kvennaskólanum og Magnús Þórarinsson frá Hjaltabakka með mál- verkasýningu I fundarherbergjum á efri hæð félagsheimilisins. Þær eru opnar frá kl. 14.00 til 22.00alladagana. -HP. ! » á ijl jHl mmm JMJ m. >!U Tilboð óskast í utanhússmálningu á Hvassaleiti 6, 8 og 10. Nánari upplýsingar eftir kl. 8 í kvöld og næstu kvöld í síma 37342. HÚSTRÉ S/F Ármúla 38, Reykjavík. Sími81818. Póstsendum um landallt

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.