Dagblaðið - 28.04.1979, Síða 1

Dagblaðið - 28.04.1979, Síða 1
f i i i 5. ÁRG. - LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979 - 96. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Öryggisgæzlan ístakasta lagi á Vellinum: TASKAN UMSVIFALAUST SPRENGD í TÆTLUR —og gamall landflótta Tékki situr með sárt ennið Öryggismál þjóðar okkar hafa oft verið til umræðu að undanfömu og margar sögur sagðar af vasklegri framgöngu okkar manna og aðstoðarmanna við varnir landsins. Nokkurrar taugaveiklunar getur þó gætt í varnaraðgerðum og vandséð hver millivegurinn er á stundum eins og sagan sýnir. Landflótta Tékki á sjötugsaldri sem búið hefur í Noregi frá því að innrásin var gerð og hefur norskt vegabréf tók sér far með Flugleiðum um Keflavík til Bandaríkjanna fyrir skömmu. Gamli maðurinn ætlaði að hitta fyrir ættingja og vini í Bandaríkjun- um, en var lítt fær um að tjá sig á enska tungu og alls ekki vanur neinum ferðalögum, né kunnugt um alls kyns reglur í sambandi við þau. Er komið var til Chicago kom í ljós að hann hafði ekki vegabréfsáritun og slíku taka þeir þar ekki léttilega. Var gamla manninum umsvifalaust snúið út í þotu Flugleiða á ný, öll skilríki hans afhent flugstjóranum og mátti hann prísa sig sælan að sleppa með það. Hann hlaut þó góða aðhlynningu um borð í vélinni, enda kenndu menn i brjósti um þennan umkomulausa gamla mann. Er komið var til Keflavíkur hafði þotan varla stöðvazt er yfirmaður í Tollgæzlunni vindur sér inn og spyr með þjósti hvar hann sé! Hvar hann sé, þessi hættulegi? Hvort hann hafi mikið verið „á fartinni” í vélinni, mikið farið á klósett og þess háttar? Embættismanninum var bent á gamla manninn sem þegar var færður til yfirheyrslu hjá yfirvöldum á Vell- inum. Þar tók ekki betra við. Taska hans hafði í ógáti verið tekin af þotunni í Keflavík og orðið þar eftir. Brátt tóku menn að veita henni eftirtekt og þ>að sem meira var: menn heyrðu ekki betur en frá henni bærist ,,tikk, tikk”! Tollgæzlumaðurinn viðhafði engin vettlingatök, kallaði til sprengjusér- fræðinga og aðra fræðinga hersins og skotliðasveit. Eftir litlar vangaveltur var taskan drifin út í skafl fyrir utan og skotin þar í tætlur! Ekkert kom í Ijós sem skaðlegt hefði reynst (nema tætlur af vekjara- klukku), en samkvæmt upplýsingum DB reynist erfitt fyrir Flugleiðir.ið bæta gamla manninum tjónið. Þarna voru horfnar persónulegar eigur og myndir af ættingjum. HP. A Vestmannaeyjar: Miklir mjólkur- flutningar með f lugi ígær Það hefur verið mikið um það að undanförnu að menn hafa verið að birgja sig upp af vörum en engin könnun hefur verið gerð á vöru- skortinum. Við munum um helgina skoða hvaða leiðir eru færar,” sagði Páll Zóphöníasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í samtali við DB síðdegisígær. ,,í dag hafa verið flutt hingað 18 tonn af vörum, aðallega mjólkur- vörur og það dugar væntanlega eitthvað fram í næstu viku. Við vorum heppnir að það var flug í dag. Veðrið var hagstætt. Annars hefði útlitið ekki verið glæsilegt,” sagði Páll. -GAJ- v: -te ■ Áhöfnin á Benzinum eftir viðkomu í útibúi þjóðarvcrzlunarinnar. DB-mynd RagnarTh. Með Camus við lærið — kaupstaðarferð Flensborgara ídimmission Það var dimmission hjá krökkunum í Flensborg og mikið um dýrðir, svo sem vænta mátti. Þeir gaflarar heimsóttu höfuðborgina í tilefni dagsins og spókuðu sig í sól og vorviðri. Klæðnaðurinn var með ýmsu móti' og í skrautlegra lagi. Þar fóru trúðar, nunnur og ýmislegt fleira af mektar- slekti. Dagblaðið hitti fyrir áhöfn á dýrindis Benz sem m.a. átti viðkomu á Snorrabraut, þar sem vitjað var útibús þjóðverzlunarinnar. Eitthvað var þar höndlað við faktorinn og búðarlokur hans. Ferðinni var siðan heitið í miðbæinn, þar sem m.a. sáust karlnunnur á ferð með Camus koníaks- fleyg, bundinn við lærið ofanvert. Gleðilegar prófannir krakkar, eða gleðilega rest eins og skáldið sagði. -JH. Karlnunnur með Camus fleyg við lærið ofanvert. DB-mynd Sv. Þorm. t

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.