Dagblaðið - 28.04.1979, Side 2

Dagblaðið - 28.04.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. 2 ENGIN FYRIRSTAÐA — hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar Sleingrímur hringdi: Mánudaginn 23. apríl las ég i Dag- blaðinu frásögn manns er hafði orðið veðurtepptur í Skagafirði föstu- daginn langa vegna þess að Vegagerð ríkisins ruddi ekki Öxnadalsheiði. Út úr svari Hjörleifs Ólafssonar get ég ekki annað lesið en að starfsmenn Vegagerðarinnar hafi ekki viljað ryðja veginn. Ég var farþegi í lang- ferðabíl Norðurleiðar og varð veður- tepptur þarna á sama stað. Öku- maður langferðabílsins hringdi á ýmsa staði til þess að fá veginn ruddan og hafði m.a. samband við einn starfsmann Vegagerðarinnar á staðnum og virtist engin fyrirstaða vera hjá þeim að ryðja. Aftur á móti gekk ekkert að fá yfirboðara þessara manna til þess aðlátaundan. Það er erfitt að komast leiðar sinnar f miklum snjó FENGU EKKERT KALL AÐ SUNNAN —en vildu vinna Óskar Stefánsson hringdi: sonar hjá Vegagerðinni í sambandi Mig langar til þess að gera við ferðalanga sem tepptust í Skaga- athugasemd við svar Hjörleifs Ólafs- firði fyrir páskana. Það vill svo til að ég var bifreiðarstjóri langferðabílsins frá Norðurleið sem tepptist þarna. Ég hafði oftar en einu sinni samband við vegagerðarstarfsmenn á Akureyri og voru þeir reiðubúnir til hjálpar og biðu eftir kalli að sunnan frá Vega- gerðinni. Það kall kom aldrei, þess vegna sátum við föst, ekki vegna þess að starfsmenn Vegagerðarinnar vildu ekki vinna þennan dag. Óheyrileg hækkun olíuverðs — svlðsettblekking Magnús Gíslason Háaleitisbraut skrifar: Það er ekki alveg laust við að nokkuö verði vart við yfirdrepsskap í afstöðu sumra fjölmiðlanna þegar fréttir berast um að nýjar hækkanir á olíunni séu bara sjálfsagður hlutur, án þess að rætt sé um orsök eða af- leiðingar. Það er eins og hlakki í sumum og málið gjarnan afgreitt með þvi að allt sé þetta bara aröbunum að kenna. Svo einfalt er þó málið ekki og hér er, eins og í svo mörgum málum öðrum, um sviðsetta blekkingu að ræða gagnvart almenn- ingi. íslenzka ríkið, eitt allra ríkja hér á Vesturlöndum, leggur nú hvorki Raddir lesenda meira né minna en nær 60% ofan á bensínverðið og eftir því sem heims- markaðsverð þessarar vöru hækkar,' verður hlutur rikisins meiri sam- kvæmt hinu neikvæða prósentulög- máli sem hér gildir og er nú raunar að eyðileggja okkar efnahagskerfi. Það skyldi þó aldrei vera að sitthvað mætti líka finna sem betur mætti fara hjá sölu- og dreifingar- aðilum hér á þessari nauðsynjavöru. Ekki verður i fliótu brapði scð nð þar gæti sparnaðar eða aðhalds þó allt sé sagt á siðasta snúningi með að bera sig. Góðar og vandaðar ilælur, sem sýndust fullkomlega þjóna sínu hlutverki, eru teknar úr notkun, og nýjar tölvustýrðar settar i staðinn sem kosta jafnvel tugi milljóna og kunnugir starfsmenn segja að spari síður en svo vinnukraft. Nýjar af- greiðslustöðvar eru settar niður þar sem þeirra sýnist engin þörf sem ber vott um óeðlilegt bruðl á fjármunum og hreina sóun. Einhver spurði nú á dögunum svo fávíslegrar spumingar: Hver fylgist með því magni sem fyrir er af olium og bensíni þegar þessar vörur koma með stórhækkuðu verði eftir nokkra daga, verða það ekki bara trúnaðaraðilar sjálfra olíufélaganna? Spyr sá er ekki veit. Mér er til efs að það þekkist í nokkru siðuðu landi að hinn almenni bíleigandi sé féflettur á jafnskefja- lausan hátt og nú er gert hér á landi. Fyrst er fólk matað með þrotlausum auglýsingaáróðri til að leggja nú fé sitt í kaup á rándýrum, marg- tolluðum og skaltlögðum bílum, scm eru kontnir óralangt frá ‘annvirði og án þess að til komi skynsamlegt mat á aðstæðum. Það er vitað að stöðugt eru fluttir inn í land- ið bílar sem aldrei hafa átt hér heima enda ekki gerðir fyrir hérlendar aðstæður. En frelsið skal gilda á’ meðan það þjónar gróðahyggju fárra. í skjóli þess að bíllinn er nú orðinn eitt hið nauðsynlegast tæki mörgum einstaklingnum, gjarnan forsenda þess að hann geti uppfyllt helztu nútíma samfélagskröfur, virðist sem hinir opinberu aðilar neyti allra ráða til skattpíningar. Er nú ekki annað að sjá en hinir almennu bifreiðaeigendur í landinu Markús B. Þorgeirsson fyrrv. skipstjóri Markús B. Þorgeirsson hlaut viðurkenningu —f rá öryggiseftirliti ríkisins Sv. Ó. hringdi: í morgun, 26. apríl, hlustaði ég á Morgunpóstinn hjá þeim Páli Heiðari og Sigmari B. Haukssyni. Þættir þeirra hafa vakið athygli mína og kom þessi þáttur mér til þess að hugsa til sjómannsins fyrrverandi í Hafnarfirði, Markúsar B. Þorgeirs- sonar, sem hefur i áratugi, svo lengi sem ég þekki til hans starfa á sjónum, verið hvassasti og jafnframt drengi- legasti málsvari á sviði öryggismála á landi ogásjó. Á blaðsíðu 13 i Þjóðviljanum í morgun er þess getið að Markús hafi fengið viðurkenningu frá öryggis- eftirliti ríkisins fyrir handavinnu sina sem á að nota við skipshlið og í skip- um til að minnka farmtjón. Það sem vakti athygli mína var þegar þeir Sigmar og Páll Heiðar lásu af þessari blaðsíðu að þeir Kristján frá Djúpalæk og Þorkell Sigurbjörnsson hefðu hlotið viðurkenningu úr Tón- menntasjóði kirkjunnar. Þess var þá ekki getið að Markús hefði hlot- ið þessa viðurkenningu frá Öryggiseftirlitinu. Ég þekki til starfa Markúsar sem skipsfélaga á togurunum um árabil og ég hef þá trú að sorgarstundum í kirkjunum myndi fækka ef öryggismálum hans væri meiri gaumur gefinn í fjöl- miðlunum en gerl er. Þá yrði engin molla i því morgunútvarpi eða matar- uppskriftir misjafnlega tilreiddar ef Markús ætti smástund með slíkum höfðingjum sem þeir Páll Heiðar og Sigmar B. eru. Þessu er hér með komið á framfæri með þökkum fyrir Raddir lesenda í Dagblaðinu sem ég ann mikið sem einn af kaupendum blaðsins. UTfiAH LITRAR Er ekki þegar orrtinn munaður að eiga bil? verði nauðbeygðir innan tíðar að hagsmunamál ef þeir vilja rétta hlut hugsa fyrir öfiugri samstöðu um sín sinn. ■ o NýkomnirHÖGC 5DEY FAR iHlt 1 eftirtaldar bif reidir: BR0NC0, BLAZER, CHEROKEE, L. ROVER, RANGE ROVER, HUNTER, CORTINA, MINI, MOSKVITCH, MAZDA, ESCORT, AVENGER, TAUNUS VOLGA, RAMBLER, 17M, COMET, CHEVROLET, V0LV0, V W, VIVA, FIAT DODGE, M. BENZ O.FL. ulll' G- S« varahiutir Ármúla24— Símí36510 Póstsendum

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.