Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 23

Dagblaðið - 28.04.1979, Qupperneq 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. APRÍL 1979. a 23 I Útvarp Sjónvarp NÚTÍMASTÚLKAN millie — sjónvarp í kvöld kl. 21.55: I biðilsleit í stórborginni Dans- og söngvamyndir eru sjald- gæfar í sjónvarpinu, sem betur fer segja margir þeir sem fengu meira en nóg af þeim á árunumeftirseinna stríð, því miður segja hinir. Lina rekur á fjörur okkar i kvöld, myndina Nútíma- stúlkan Millie, og er söngvamynda- stjarnan Julie Andrews í aðalhlutverki. Myndin er frá árinu 1967 og var sýnd hér í Laugarásbíói fyrir nokkrum árum undir nafninu Tízkudrósin Milli. Á frummáli heitir myndin Thoroughly Modern Millie. Myndin greinir frá Millí litlu, sak- lausri sveitastúlku sem kemur til stór- borgarinnar á þriðja áratugnum. Hún ætlar að ná sér i eiginmann og hann ríkan. En keppinautarnir eru margir. Loksins sér hún einn sem hún verður ástfangin af en til þess að ná í hann verður hún að beita öllum sínum töfr- um og læra að verða sönn nútíma- stúlka. Myndin er í gamansömum tón og nær þvi á köflum að verða virkilega fyndin. Julie Andrews fellur mjög inn í myndina af hinni saklausu sveitastúlku sem er að kynnast undrum stórborgar-' innar. Mary Tyler Moore, sem við þekkjum sem Stúlku á réttri leið (fáum að sjá þann þátt aftur næsta laugar- Millí virðist þarna hafa tekizt að draga þann útvalda upp að altarinu. James Fox og Julie Andrcws i hlutverkum sín- um. dag), leikur stúlkuna sem segir Millí til í stórborginni og fer með hana til kaupa á viðeigandi fötum til eiginmannsveið- anna. James Fox leikur hinn útvalda og í öðrum stórum aukahlutverkum eru Carol Channing og Beatrice Linnie. Kvikmyndabiblían gefur myndinni þrjár og hálfa stjörnu af fjórum og segir hana vera kvikmynd fyrir alla fjölskylduna með skemmtilegum söngva- og dansatriðum. - DS SVARTI-BJÖRN — sjónvarp annað kvöld kl. 22.10: Hin dularfulla Anna Rebekka Nýr framhaldsmyndaflokkur hefur göngu sína í sjónvarpinu annað kvöld og nefnist hann Svarti-Björn. Þátta- syrpan sem er i fjórum hlutum er gerð í samvinnu Svía, Norðmanna, Finna og Þjóðverja. Handritin gerðu Lars Löf- gren og Ingvar Skogsberg sem einnig er leikstjóri. Aðalhlutverk leika Marit Grönhaug, Björn Endreson, Kjell Stor- moen og Áke Lindman. Sagan gerist um siðustu aldamót, í norðurhéruðum Noregs og Svíþjóðar. Verið er að leggja járnbraut frá Kiruna til Narvíkur. Þetta er umfangsmikið verk sem veitir mörgum atvinnu. Ung norsk kona kemur norður í at- vinnuleit. Hún kveðst heita Anna Rebekka og enginn veit hvað hún heitir fullu nafni. Hún hittir flokksstjórann, Árdals-Lalla, sem býður henni ráðs- konustarf hjá einum vinnuflokknum. meðan hún biður þess að geta byrjað kynnist hún lifsþreyttum sprengi- manni, Söngva-Sveini. Hann styttir sér Marit Grönhaug sem Anna Rebekka sem allir kalla Svarta-Björn. aldur en áður gefur hann Önnu Rebekku nýtt nafn, kallar hana Svarta- Björn. Þó Söngva-Sveinn sé látinn tollir nafnið við Önnu Rebekku sem. öllum finnst mjög dularfull. Þýðandi flokksins er Dóra Haf- steinsdóttir. - DS G & Sjónvarp Laugardagur 28. apríl 16.30 Iþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Fclixson 18.30 Hclða. Fjórði þáttur. Þýöandi Eirikur Haraklsson. 18.55 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir or veður. 20.25 Auglýsingar og dagskri. 20.30 Aiit er fertugum fært. Lokaþáttur. Þýðandi Ragna Ragnars. 20.55 Páskaheimsðkn i Fjðlleikahús Biily Smarts. Sjónvarpsdagskrá frá páskasýningu i fjöllcikahúsi. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Evróvision — ÍTV Thames). 21.55 Nútimastúlkan Millie. (Thoroughly Modcrn Mitlie) Gamansöm handarisk dans og söngvamynd frá árinu 1967. Leikstjóri Gcorge Roy Hill. Aóalhlutvcrk Julic Andrcws. Jamcs Fox og Mary Tykr Moore. Sagan gcrist á þriðja áratugnum. Millie er ein af þcssum saklausu sveitastólkum, sem koma til stórborgarinnar i leit að rikum eiginmanni. Hún kemst brátt að því, aö samkcppnin er horð og hættur kynast við hvcr 'ótmál. Þýð andi Hcba Júliusdóttir 00.10 DagskrArloK. Sunnudagur 29. apríl 17.00 Húsið á siéttunnL 22. þáttur. I úlfa- kreppu. Efni 21. þáttar. Ungur búfræðingur, Jósef Coulter, kemur til Hnctulundar tii að kenna bændum maisrækt. Hann kveðst geta fengið sáðkorn á vægu verði og býðst til aö sækja það. Þegar Coulter kemur ekki aftur á tilteknum tima, telja margir bændurnir að hann hafi svikið þá, og þeir láta reiði sina bitna á konu hans, scm er bamshafandi. Kari Ingalls fer aö kita Coulters og finnur hann ósjálf- bjarga undir kornvagninum, scm haföi oltið. Þegar bændurnir frétta hvernig í öllu liggur, eru þeir boðnir og búnir að hjálpa Coulter hjónunum. Þýðandióskar Ingimarsson. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmaður Svava Sigurjónsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Gagn og gaman. Starfsfræösluþáttur. Ingvi Ingvason tæknifrteðingur og Úlfar Eysteinsson matsveinn lýsa störfum sinum. Spyrjendur Gestur Kristinsson og Valgerður Jónsdóttir ásamt hópi barna. Stjórn upptöku örn Haröarson. 21.20 Alþýðutónlistin. 10. þáttur „Rythem & Blues”. Meðal annars sjást i þessum þætti Bo Diddky, Jerry Wexkr. Wilson Pickctt, The Supremes. Aretha Franklin. Stevie Wonder. Pat Boone, Ikc og Tina Turncr, Buddy Holly o. fl. 22.10 Svarti-Björn s/h. Sjónvarpsmyndaflokkur i fjórum þáttum, geröur i samvinnu Svía. Norðmanna, Þjóðverja og Finna. Handrit Lars Löfgren og Ingvar Skogsberg, sem einnig er kikstjóri. Aðalhlutverk Marit Grónhaug, Björn Endrcson, Kjcll Stormoen og Akc Lindman. Fyrsti þáttur. Sagan gerist um síðustu aldamót. Verið er að kggja járnbraut frá Kiruna í Norður Sviþjóð lil hafnarbæjarins Narvíkur I Noregi. Hingaö kcmur aiis konar fólk úr öllum landshlutum i atvinnukit. Ung kona. sem kveðst heita Anna Rebekka, gerist ráðskona hjá einum vinnuflokknum. Enginn veit, hvað hún heitir fullu nafni eöa hvaðan hún kemur, og hún hlýtur brátt viðumefniö Svarti Björn. Þýðandi Dóra Hafsleinsdóitir (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 23.10 Að kvöldi dags. 23 20 Dagskrárlok. Flestir þekkja þau Sigríði Hagalín og Guðmund Pálsson aðeins á sviði. Hér eru þau ásamt fleirum í Refunum eftir Lillian Hellman. En í kvöld fáum við að kynnast hinni hliðinni á þeim hjónum, hversdagshliðinni. LÍFSMYNSTUR - útvarp í kvöld kl. 20.45: Sigríður Hagalín og Guðmundur Pálsson ,,í þessum þætti ræði ég við leikara- hjónin Sigríði Hagalín og Guðmund Pálsson og dóttur þeirra, Hrafnhildi, sem er 14 ára,” sagði Þórunn Gests- dóttir um þáttinn Lifsmynstur sem er á dagskrá útvarpsins i kvöld. „Við reynum að draga upp mynd af hversdagsmynstri fjölskyldunnar, starfinu, tómstundunum og fjölskyldu- liflnu. Ég vel hjón i þessa þætti með tilliti til þess að þau hafi jákvæð viðhorf, ég er að leita eftir því jákvæða í lífinu. Það hefuræxlazt svoað það fólk sem ég hef rætt við hefur verið nokkuð kunnugt meðal annarra hér á jandi en ég hef ekki sett það sem neina höfuðreglu i leit minni að fólki. Það hefur einnig æxlazt svo að þeir sem ég hef rætt við búa i Reykjavík og nágrenni,” sagði Þórunn. Þáttur hennar í kvöld verður sá næstsíðasti því breytingar verða á dag- skrá útvarpsins með sumarkomunni. Þórunn sagði að það væri ekkert ákveðið ennþá hvort hún yrði með ein- hverja þætti í sumar þar sem ekkert er farið að ganga frá sumardagskrá út- varpsins. - DS HÚSID Á SLÉTTUNNI — sjónvarp á morgun kl. 17.00: Ingalls í óveðri Húsið á sléttunni er á dagskrá sjón- varpsins á sunnudaginn klukkan fimm að vanda. Er sýndur 22. þáttur og er þá syrpan langt komin. Til er samt önnur syrpa sem sýnd hefur verið undanfarið í Danmörku svo ekki er vist að menn þurfi að sjá á eftir þessum vinum sínum í bráð. Enda þótt þættirnir séu óheyrilega væmnir á köflum njóta þeir mikilla vinsælda. Böm á aldrinum 6—10 ára virðast sérstaklega hrifin og mikið af kvenfólki einnig. Gráturinn og gnístran tanna i hverjum þætti er þó meira en nóg fyrir mikið af fólki. í þættinum á morgun er greint frá því er Ingallsfólkið lendir í óveðri. Matur er af skomum skammti en fjöl- skyldan finnur sér skjól i yfirgefnu húsi. Indiáni kemur þeim til bjargar en hann fær ekki þakkir utanaðkomandi aðila sem skyldi. Hvaó langar yfefeur helstí.... ....utanferdir? NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80 MARGIR STÓRVINNINGAR MIÐI ER MÖGULEIKI 300 utanlandsferðir á 250 og 500 þúsund krónur hver. Auk þess vinningar til íbúðakaupa, fullbúinn sumarbú- staöur, bílar og fleira. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiöa og ársmiða stendur yfir. Dregiö í 1. flokki 3. maí. Bilasprautunin Varmi s.f. Borgarholtsbraut 86. Sími 44250. Box 180. Kópavogi. Bílamálun. Óskum eftir að ráða, bílamálara og aðstoðarmenn, algert skilyrði að við- komandi hafiáhuga ástarfinu. ¥T . Upplysingar í sfma 44250.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.