Dagblaðið - 02.05.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 1979.
2
Bömin og sveitasælan
— það kostar peninga eins og annað að haf a börn f sveit
Hrefna Ólafsdóttir, Bitru, skrifar:
Tilefni þessa bréfs er kjallara-
grein sem birtist í Dagblaðinu 18.
apríl sl.
Hér á landi hefur það tíðkazt að
koma börnum í sveit og talað er um
hvað þau hafi gott af því og sam-
skiptin við blessaðar skepnurnar
(dýrin) hefðu þroskandi áhrif. Það
eru næstum engin takmörk fyrir því
sem sumt fólk leggur á sig til þess að
koma barni sínu i sveit, nema borga.
Við sem búum næst þéttbýlinu
verðum vör við þetta fólk sem fer bæ
frá bæ með lítinn og mjóan snáða,
10—12 ára gamlan, og reynir að
koma honum að sem talsvert vönum
ávélarogreglulegaduglegum þó hann
sé ekki hár í loftinu. Ef maður nú
spyr nánar um reynslu þessa unga
manns, þá, jú hafði hann verið í sveit
í fyrra og þá var greitt með honum.
Hann hafði fengið (eftir mikið suð?)
að sitja á traktor á sléttu túni og að
raka saman í rólegheitum.
Hvað er greitt með
börnum í sveit?
í fyrrasumar voru greiddar 43.000
krónur á mánuði með barni í sveit.
Mér er tjáð að í ár eigi gjaldið ekki að
verða undir 60.000 krónum. Þetta er
einhliða ákveðið af Félagsmálastofn-
un Reykjavikurborgar. Innifalið er
herbergi, þó oft með öðrum, fullt
fæði og þvottar. Einnig er innifalin
alls konar ánægja og skemmtanir
sem börnin fá út úr sveitalífinu að
ógleymdum þroskanum sem allir
segja að fylgi sveitalífinu.
En nú kemur það sem gerir mig
bæði undrandi og reiða. Það er mis-
munur á greiðslu eftir því hvort um
sveit eða borg er að ræða og er skýr-
ingin á því að um ódýrustu þjónust-
una er að ræða.
Hvað er greitt með
börnum á dagheimili?
í Reykjavík kostar 86.700 krónur á
mánuði á dagheimili en ætlunin er að
greiða sveitaheimili 60.000 krónur
eða rúmlega það. En eins og allir vita
eru bara fimm dagar í viku á dag-
heimili, en sveitavikan er sjö dagar.
Á dagheimili er enginn þvottur, eng-
inn kvöldverður og ekkert kvöldkaffi
og ef börnin veikjast eru þau heima.
Ef þessi dagheimilisgreiðsla væri nú
reiknuð út sem daggjald, t.d. í júlí,
þá kæmu út 22 dagheimilisdagar.
Það gerir 3.941 krónu á dag. Sveita-
júlí með 31 dag gerði þá 122.171
krónu og er það sízt of mikið, þvi
þetta er allt saman reiknað út frá 10
tíma dagheimilisdvöl á dag.
Þeir gefaegginsín
Margt fullorðið borgarbarnið
heldur að það kosti ekki neitt að lifa i
sveit og sem dæmi um það er þessi
litla saga:
Granni minn er lifir á eggjasölu fór
með egg í bæinn sem oftar. Kom
hann þá meðal annars til ættingja
síns sem sagði við hann: „Aldrei
gefur þú mér egg.” En bóndinn svar-
aði: „Aldrei kemur þú með kaupið
þitt til mín og gefur mér.” En þetta er
einmitt það sem bændur gera sem
hafa tekið að sér börn til sumardvalar
og reyndar ársdvalar líka, því sam-
kvæmt upplýsingum frá Skattstofu
Suðurlands um hvað fengist frá-
dregið til skatts af dvalargjaldi barna
í sveit þá var svarið að það væri tvö-
falt meðlag, sem er eingöngu fram-
færslueyrir, en það var 44.080 krónur
í fyrra. Greiddar voru 43.000 krónur
eins og áður segir svo bóndinn
borgaði með hverju barni sem hann
tók 1.080 krónur. Þetta kalla ég að
gefa eggin sín.
Heimþráin
þjakar suma
Ég held að fólk geri sér yfirleitt
ekki grein fyrir því hvað það getur
verið mikil vinna að gera hressan
krakka hagvanan í sveit, kenna
honum að passa sig á þeim hættum
sem hann þekkti ekki áður, t.d. vél-
um og tækjum. Einnig er ýmislegt að
varast í landslaginu, lækir, skurðir,
tjarnir og jafnvel stórfljót. Öðrum
börnum þarf að hjálpa yfir dýra-
hræðslu og einstaka þarf meiri um-
önnun en önnur vegna heimþrár til
að byrja með.
Nei, það er ekki hægt að setja
bömin i girtan garð. Þau eru komin í
sveitina til að njóta frelsis og ánægju
sem sveitin hefur að bjóða. Og til
þess að þetta geti haldið áfram, að
krakkar geti fengið að kynnast sveit
Raddir
lesenda
sins lands, þá þarf fullorðna fólkið
að hætta að ætlast til þess að það geti
endalaust fengið eggin gefins.
Mörg börn vilja óð og uppvæg vera 1 sveit á sumrin.
Blessað foreldralán
í janúar sl. sendu samtök sem
nefna sig 8. marzhreyfinguna 65
kvennasamtökum, stéttarfélögum,
íbúasamtökum, skólafélögum og
ýmsum öðrum hagsmunafélögum
bréf þar sem dagvistarmá! voru til
umræðu og hvöttu þau félög til að
sameinast í aðgerðum, ekki hvað sízt
nú á barnaári Sameinuðu þjóðanna.
Þetta var byrjun á samstarfi hópa um
dagvistunarmál, þar sem 12 félög
endanlega sameinuðust um að starfa
að þessum málum, þ.e. Fóstrufélag
íslands, Iðnnemasamband íslands,
Félag einstæðra foreldra, Nemenda-
ráð Kennaraháskóla íslands, íbúa-
samtök Vesturbæjar, íbúasamtök
Þingholtanna, Rauðsokkahreyfingin,
Framfarafélag Breiðholts, Sjúkra-
liðafélag íslands, Stéttarfélag ís-
lenskra félagsráðgjafa, Stúdentaráð
íslands og 8. marzhreyfingin.
Það sem þessir hópar vildu benda á
voru m.a. þessar staðreyndir:
1. des. sl. voru 8166 börn í Reykja-
vík á aldrinum 0—5 ára, en á sama
tíma aðeins 866 dagheimilispláss.
. . . að börn á aldrinum 6—12 ára
voru alls 9696, en aðeins 108 pláss á
skóladagheimilum.
... . að leikskólapláss voru 1710 en
leikskólapláss eru ekki nein lausn
fyrir foreldra sem vinna fullan vinnu-
dag.
. . . að á biðlista hjá dagvistun
Rvkborgar um dagheimilispláss eru
að semja starfsáætlun, undirbúa
verkefni né þvíumlikt.
Of langur tími
fyrir börnin
Að margra mati eru 9—10 klst. á
dag allt of langur tími fyrir börnin að
dveljast á dagheimili, a.m.k. miðað
við aðstæður í dag.
Einnig var bent á eftirfaraft^i: Að
samkvæmt nýsamþykktri fjárhags-
áætlun borgarstjórnar Reykjavikur
er m.a. áætlað 34 pláss á árinu (Vest-
urborg) en fjölgun skóladagheimilis-
plássa 20 (Völvuborg).
Til almenns rekstrar dagvistar-
stofnana er um 30% hækkun að
ræða og til leikfangakaupa 0%
hækkun. (Við vitum svo sem hvað
þessar hækkanir þýða í okkar verð-
kröfugöngu 24. marz frá Hlemmi
niður á Torg og var þar útiskemmt-
un, sungið og leikið, en kannski
Steinar Logi taki nú við: Segðu þeim,
af því þú kannt að lesa, hvað stóð á
kröfuspjöldunum og hvað fólk kall-
aði upp?
Fólk sagði: Fleiri dagvistarheimili
strax. Gegn niðurskurði borgaryfir-
valda á framlögum til dagvistarmála.
Bætt kjör og vinnuaðstaða fyrir
fóstrur (og þá um leið fyrir böm).
Færri börn á hverja deild. Betri að-
stöðu á gæzluvöllum.
Börnin okkar gætu
t.d. sagt sem svo:
,,Ég og systur mínar og pabbi
fórum í bæinn á sumardaginn fyrsta
með mömmu scr, var alltaf með
þessa lista um bætta aðstöðu á
gæzluvöllum að safna nöfnum þeirra
sem vilja betri dagheimili eða leik-
skóla eða það sem hentar bezt fyrir
aðstæður hvers og eins. Sum þurfa
að vera á skóladagheimili, aðrir pínu-
litlir krakkar á dagheimilum. —
Sumir skrifuðu á listann, aðrir ekki,
mamma var oft dálítið hissa og hristi
höfuðið, ég veit ekki alveg af hverju,
veit ekki hvað fólkið var að segja við
hana, ég var að skoða allt í kringum
mig, fullt af fólki og krökkum í bæn-
um — ég hugsa hún hafi verið hissa
að ekki nærri allir skrifuðu undir.
Það finnst mér skrítið — ef krakk-
arnir komast ekki á góð barnaheim-
ili, þar sem eru góðar fóstrur og helzt
fóstrar, ekki alltaf alls staðar konurl,
þá komast mömmurnar ekki út að
vinna.
í dag eru allir
svo stressaðir
Ég veit ekki hvað stress er — jú,
stress er þegar allir öskra og eru að
flýta sér. Það þarf ekki að vera svona
ef fólk hefur ekki of mikið að gera og
hefur nóg til að lifa af, það er dálítið
skrítið, að karlmennirnir fara út að
vinna oftast þar sem ég hef séð; hjá
vinum mínum eru mömmurnar oft
heima. Verður þetta svona þegar ég
verð stór, eða verður þetta allt öðru-
vísi? Mamma segist vona að öllum
börnum og fullorðnum eigi eftir að
líða betur, fullorðið fólk úti á vinnu-
markaðinum ef það vill og börnin fái
að læra og þroskast hluta dags hjá
góðu fólki á góðum dagvistunar-
lieimilum, með alls konar krökkum,
>tórum, litlum, leiðinlegum og
skemmtilegum; það er svo skemmti-
legt fyrir alla að vera með alls konar
fólki.”
Samstarfshópur um dagvistarmál,
Sokkholti,
Skólavörðustíg 12,
Rvk.
Þar er opið á fimmtudögum milli kl.
17.30ogl8.30 og hægt að skrifa undir
þar.
Raddir
lesenda*
Að gefnu tilefni skal þeim
sem senda Dagblaðinu les-
endabréf bent á að þau eru
ekki birt nema nafn og
heimilisfang ásamt nafn-
númeri sendanda fylgi með.
nú 280 börn, um leikskólapláss 1337
börn.
. . . að aðeins einstæðir foreldrar og
námsmenn geta skráð sig á biðlista
um dagheimilispláss.
. . . að um 600 börn eru í gæzlu hjá
dagmömmum sem hafa leyfi, en eng-
in ætlar sér þá dul að gizka á fjölda
barna í gæzlu þar fyrir utan.
. . . Auk ofangreinds benti hópurinn
á, í þar til gerðu dreifibréfi, að: Á
dagvistarheimilum eru oft of mörg
börn til þess að hægt sé að veita
hverju barni þá umönnun sem þarf.
Fóstrum er samkvæmt núgildandi
kjarasamningum ekki ætlaður neinn
tími til að undirbúa daginn, hvorki til
bólguþjóðfélagi, þegar ríkisstjórnin
„ætlar að reyna að koma verðbólg-
unni niður í 30% á árinu).
Ekki er gert ráð fyrir fjölgun
starfsfólks á deildum.
Ný undirskrifta-
söfnun
Hinn 8. marz sl. hófst undirskrifta-
söfnun sem mun væntanlega standa í
tvo mánuði, eða fram að 8. maí og er
ætlunin að safna 15—20 þúsund
undirskriftum fólks til styrktar kröf-
unni Næg og góð dagvistarheimili
fyrir öll börn og þær síðan afhentar
borgaryfirvöldum. — Farið var í
Þá var móðins
að vera
góðtemplari
Siggi flug skrifar:
Það er mikið ritað um áfengismál
þessa stundina og ég er anzi hræddur
um að það verði margir sem ekki eru
mér sammála, en það er nú einu sinni
svo að það er afar óvinsælt að segja
sannleikann.
Þegar talað er um bindindismál eru
það venju fremur þeir er aldrei hafa
bragðað áfengi sem eru að kenna hin-
um hvernig þeir eigi að umgangast
þennan voðadrykk.
Ekki skal ég gera lítið úr drykkju-
skap þjóðarinnar, því hann er mikill
og væri betur að ástandið í áfengis-
málum okkar væri betra.
Við íslendingar erum stundum
býsna fljótir til þess að taka upp
ýmsar nýjungar, og eru bannlögir.
1914/16 glöggt dæmi um það. Árið
1921 eða svo var byrjað að flytja til
landsins og selja Spánarvinin og má
heita að frá þeim tima hafi verið um
nokkurs konar opiun/lokun í
áfengismálum þjóðarinnar að ræða.
Um algert bann var aldrei að ræða,
því allir þeir sem kærðu sig um gátu
náð í áfengi hvenær sem var.
Eftir að bannlögin voru sett
minnkaði áfengisneyzla landsmanna,
og eftir að Spánarvínin komu til sög-
unnar hljóp mikil gróska í Góðtempl-
araregluna, og það svo, að það var
beinlínis móðins að vera félagi i regl-
unni.
Góðtemplarareglan er alls góðs
makleg, en hún hefur staðnað í við-
leitni sinni að koma á algeru áfengis-
banni á íslandi. Reglan fær til út-
breiðslustarfsemi sinnar álitlega fjár-
fúlgu af hagnaði íslenzka ríkisins af
áfengissölunni, og auk þess heldur
ríkið uppi áfengisvarnarráðunaut.
Nú vaknar sú spurning hvort þessir
aðilar séu hinir réttu til þess að fara
með áfengisvarnarmál. Ég held ekki.
Þeir sem mest láta til sín taka
áfengisvarnir eru þeir menn sem frá
blautu barnsbeini hafa verið bind-
indismenn. Þessir menn og konur
hafa því litla reynslu af ofnotkun
áfengis, nema þá af afspurn.
AA-samtökin hafa náð undraverð-
um árangri i baráttunni við áfengis-
notkunina. Innan vébanda þessara
samtaka eru menn sem af eiginj
reynslu vita við hvað er aðglima. |
Ég vil leggja það til að þessum
samtökum verði falið að meira eða
minna leyti það hlutverk sem Góð-
templarareglan og embætti áfengis-
varnarráðunauts ríkisins sinna nú,
því á þeim vettvangi má búast við'
meiri og betri árangri heldur en hjá
þeim aðilum sem ekki koma auga á
neitt nema nýtt aðflutningsbann.
Nýlega gekk hópur barna um göturnar meó spjöld 1 bak og fyrir þar sem ritaðar
voru á ýmsar kröfur þeirra til þjóðfélagsins.