Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 32
* ..... *
Aðal-
fundur
Olíu-
malar hf.
-
Tillaga um að
gefa fyrírtækið
—en felld á aöalf undinum — Framkvæmdastof nun leggur
til 100 milljónir kr. ogframkvæmdastjóra
Aðalfundur Oliumalar hf. var
haldinn á mánudag. Þar kom fram
að tölur þaer sem DB birti á mánudag
um tap fyrirtækisins eru réttar að því
viðbættu að fyrirtækið skuldar sölu-
skatt sem nemur 117,5 milljónum
króna. Lausaskuldir eru þvi
836.661.714 kr. og heildarskuldir
1.150.877.703 kr.
. Framkvæmdastofnun ríkisins
gerðist aðili að Olíumöl hf. með 100
milljón króna hlutafjárframlagi og
loforð liggja fyrir frá öðrum hluthöf-
um um 107,6 milljón kr. framlag.
Nokkrir hluthafar hafa neitað að
leggja fram aukið hlutafé og aðrir eru
enn óráðnir, en fyrirhugað var að
auka hlutafé um 400 milljónir króna.
Kosin var ný stjórn en i henni eru
Björn Ólafsson Kópavogi, Ingólfur
Falsson Keflavík, Helgi Þórðarson
Framkvæmdastofnun, Guðmundur
Kristjánsson Bolungarvík, Haukur
Hannesson Miðfelli hf., Ólafur G.
Einarsson Garðabæ og Tómas
Sveinsson Framkvæmdastofnun.
Tómas verður framkvæmdastjóri í
eitt ár.
Stjórnarformaður hefur ekki verið
valinn, en taldar eru nokkrar líkur á
þvi að Björn Ólafsson verði kosinn.
Stjórnarformaður fráfarandi stjórn-
ar var Ólafur G. Einarsson. öllu
starfsfólki á skrifstofu félagsins
hefurveriðsagt upp.
Páll Hannesson verktaki i Hlaðbæ
tilkynnti að Hlaðbær keypti ekki
frekara hlutafé, þar sem Hlaðbær
hefði afskrifað þetta fyrirtæki. Páll
bar fram tillögu þess efnis að hluthaf-
ar gæfu ríkinu Olíumöl hf. gegn því
að ríkið ræki það áfram og tæki við
skuldum. Tillagan var felld.
-JH.
Siglfirðingar hafa brugðið á
það ráð í vetur að safna öllu þvi
gifurlega magni af snjó, sem
kyngt hefur niður, saman á
íþróttavellinum. Að undanförnu
hefur verið unnið við að aka
snjónum í sjóinn — sem lengi
tekur við. Eftir snjókomuna í gær
og nótt má búast við að um tals-
vcrðan tviverknað verði að ræða
hjá Siglfirðingum.
DB-mynd: BÁ, Siglufirði.
Áf ramhaldandi sam-
bandsleysi S.í. og FIDE
Friðrik gekk
út af „sátta-
fundinum”
Norðanáttin hægir á sér
— 1. maí hátíðahöldin víðast hvar flutt í hiís vegna óveðurs
„Norðanáttin fer heldur að minnka.
En það er ekki hægt að lofa guð fyrr en
hún er orðin verulega minni,” sagði
Páll Bergþórsson veðurfræðingur í
morgun.
„Snjókoman á Norðurlandi fer eitt-
hvað minnkandi og eins élin hér á
Suðurlandi. En ekki get ég lofað miklu
meiru.
Við verðum víst að sætta okkur við
það. Frost á landinu var i kringum 5
stig í morgun klukkan sex en eitthvað
er búizt við að það minnki að sögn
Páls. Kuldinn í gær olli frekar fá-
brotnum hátíðahöldum og varð að
flytja þau i hús nema á Suðurlandi. En
strax og komið var svo norðarlega sem
á Akranes fluttu menn hátiðahöldin i
hús og á Norðurlandi datt vist engum
íhug að hægt væri að gera eitteða neitt
utan dyra. „Það hefur verið vitlaust
veður,” sagði lögregluþjónn á Akur-
eyri í morgun.
", -DS.
Farmannaverkfallið:
„MANAÐARVERKFALL
ALGJÖRT LÁGMARK’
— enginn samningaf undur boðaður
,,Ég býst við því, að þetta verkfall
dragist á langinn, þrjár vikur til
mánuður er lágmark,” sagði einn
samninganefndarmaður í deilu far-
manna við atvinnurekendur sína í við-
tali við DB i morgun.
Fundur var haldinn í fyrradag, en
upp úr honum slitnaði fljótlega og
hefur annar fundurenn ekki verið
boðaður.
Fulltrúar útgerðanna hafa hingað til
afdráttarlaust neitað að samþykkja
nokkuð, sem fæli í sér kauphækkun og
þar stendur hnifurinn í kúnni. Hafa
farmenn lagt fram tilboð, þar sem gert
er ráð fyrir kauphækkun, að vísu lítilli,
samfara verulegri breytingu og einföld-
• un á launastigum. í dag eru laun greidd
samkvæmt ca 130 launatöxtum, en
samkvæmt tilboði farmanna yrðu þeir
tæplega fimmtíu sem þeir telja fela í sér
mikinn sparnað fyrir útgerðina.
-HP.
„Ég er nokkuð ánægður n
árangurinn miðað við hve aðdragat
inn að framboði minu var stuttui
sagði Bragi Halldórsson kennari s
var í framboði gegn Einari S. Eína
syni til embættis forseta S.í. og hl:
þar 31 atkvæði gegn 45 atkvæðum
Einars eins og DB hefur áður greint
frá.
„Sá stuðningur sem ég fékk sýnir, að
það er óánægja á meðal skákmanna og
vonandi verður tekið tillit til þess. Ég
held að það hafi komið glöggt í ljós í
samþykktum sem fundurinn gerði
varðandi skýrslu um framboð og kosn-
ingu til FIDE: Þessum kafla var mót-
mælt á fundinum.” Kafli þessi i skýrsl-
unni varð tilefni þess að Friðrik stóð
upp á fundinum og spurði, hvort þetta
væru þær sættir sem verið væri að
bjóða uppaog gekk síðan af fundi en
honum þótti sem sinn þáttur væri
gerður scm minnstur i skýrslunni en
þáttur ákveðinna manna sem mestur og
átti þar vafalaust við þá Einar S. og
Högna Torfason en Högni féll úr
stjórninni í kosningum á fundinum.
Framboð Braga var beinlínis tilkom-
ið vegna óánægjunnar með sambandið
eða öllu heldur sambandsleysið milli
S.i. og FIDE. „c annleikurinn er sá, að
menn voru ekkert æstir í þetta
embætti,” sagði einn þeirra er stóð á
bak við framboð Braga í samtali við
DB. ,,En eins og sambandi S.l. og
FIDE var háttað var Ijóst, að við
urðum að koma með framboð gegn
Einari S.”
Nú þegar sýnt er að það framboð
hefur farið út um þúfur og í Ijósi þess
að Friðrik gekk út af „sáttafundinum”
i mótmælaskyni þá er útlit fyrir áfram-
haldandi sambandsleysi S.í. og FIDE.
-GAJ-
IBRtekuraf skariö:
MARAÞONDELLAN VEREN EKKI
STUNDUÐ í NAFM ÍÞRÓTTA
íþróttabandalag' Reykjavíkur
hyggst nú taka föstum tökum mara-
þonæði unglinga í ýmsum greinum
iþrótta. Samþykkt var i gær á fundi'
stjórnar ÍBR að rita læknaráði, ÍSÍ
og ef til vill fleiri aðilum í því skyni
að setja nú þegar skorður við hættu-
legum leik, sem stundaður hefur
verið í nafni íþrótta.
„Yngri flokkum er ætlaður
skemmri leiktími i flokkakeppni en
fullorðnum, þjálfuðum mönnum.
Þessir sömu unglingar eru nú farnir
að standa í einhvers konar keppni á
annan sólarhring í þessum sömu
greinum,” sagði einn fundarmanna.
„Vitanlega á þetta ekkert skylt við
heilbrigða iþróttaiðkun eða keppni,
nema ef vera skyldi nafnið eitt,”
sagði þessi sami maður. „Þetta eru
auðvitað hvorki iþróttir né neitt
annað skylt þeim. Þessi maraþon-
della er íþróttunum ekki til fram-
dráttar. Kapp ungra manna er
skiljanlegt, en við viljum nú girða
fyrir að slys hljótist af þessu tiltæki,
sem fer eins og eldur i sinu um
margar greinar íþróttanna.” -BS.
irfálst, úháð dagbJað
MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ1979,
Samþykkt
framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins:
Útvarpið
fáitoll-
tekjurnar
Framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins samþykkti í fyrradag, að
flokkurinn skyldi beita sér fyrir því, að
ríkisútvarpinu yrði skilað hinum um-
deildu tolltekjum af innfluttum sjón-
varpstækjum.
Alþýðubandalagsmenn sögðu í
morgun, að þarna væri um að ræða
nokkuð á annan milljarð króna. Ætti
þetta að fara til tæknivæðingar sjón-
varps, bæði aukinn tækjakost og
dreifiketfi. Alþýðubandalagið vill, að
þessu verði skilað á næstu árum en ekki
öllu í einu.
Rikisútvarpið naut þessara tekna
áður, en þær voru af því teknar fyrir
tveimurárum.
HH
Nýjasta hækkun
íslenzkra sjávarafurða
á Bandaríkjamarkaði:
3,7
milljarða
búbót
Miðað við hækkanir íslenzkra sjáv-
arafurða á Bandaríkjamarkaði um allt
að 10,6% á mánudaginn var, munu
þær nema um 3,7 milljörðum króna í
ár miðað við framleiðslu sl. árs, sé út-
flutningur SÍS og SH lagður saman.
Mest hækkaði steinbítsblokkin og
vara í neytendaumbúðum svo sem
þorskflök. Síðast hækkuðu þessar af-
urðir í des. sl. og hafa þorskflök hækk-
að um 22,3% samanlagt við þessar
tvær hækkanir.
Er þessi hækkun þeim mun betri ef
tillit er tekið til ört harðnandi sam-
keppni á Bandaríkjamarkaðnum, m.a.
frá Kanada.
-GS.
Rólegurl.maí:
„EINS0G
ÍKIRKJU”
1. maí var fádæma rólegur um allt
land í gær, „eins og í kirkju”, eftir því
sem varðstjóri í Reykjavík sagði. Kalt
var og varð víða að aflýsa fyrirhuguö-
um útifundum og í þeim sem þó voru
haldnir var fámenni. Kvöldið fyrir 1.
mai leið einnig rólega og kom ekki til
afskipta lögreglu umfram það sem vant
er.
-DS.