Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
—segir garðyrkjubóndi íHveragerði
SFISHER
Samstæða
Tölvuklukka með minni fyrir
afspilun
Útvarpsmóttakari (Tuner)
Kraftmagnari 2x50
RMS wött
Kontrolmagnari
Kassettu segulbandstæki
FISHER hljómtæki og myndsegulbönd eru talin þau fullkomnustu og
bestu í heimi. Viö bjóðum möguleika fyrir alla í FISHER hljómtækjum.
Hátalarar
50 -125 RMS wött
Magnarar Útvarpsmagnarar Myndsegulbandstæki
CA-2110 = 2x 55 RMS wött 2 x 40 — 2 x 180 RMS wött Betacord sama kerfi og
CA-2310 = 2x70 RMSwött Sony, Toshiba, Sanyo o.fl.
Plötuspilari
Seguldrifinn (Direct Linear)
Kassettu segulbandstæki
2og 3 hausa
„Stjórn Sambands garðyrkjubænda
hefur haft innflutning á blómum til
umfjöllunar lengi og eins hafa einstök
félög áður reynt að fá aðra skipan á
þau mál,” sagði Þórður Snæbjörnsson
garðyrkjubóndi sem verið hefur for-
maður Félags garðyrkjubænda í
Hveragerði þar til fyrir skömmu að for-
mannaskipti urðu.
„Við erum bændur og það er starfs-
heiti okkar. Innflutningur er ekki frjáls
á nokkrum framleiðsluvörum bænda
— nema blómum.
Grænmeti er flutt inn en það er ekki
á frílista. Sölufélag garðyrkjumanna
hefur flutt inn tómata, gúrkur o.fl. og
fengið til þess framselt einkaleyfi
Grænmetisverzlunar ríkisins,” sagði
Þórður. „Á sama hátt viljum við ekki
að blóm séu á frílista og þannig frjáls
öllum til innflutnings.”
Þórður sagði að blómainnflutningur
hefði valdið garðyrkjubændum stór-
tjóni. Með frjálsum innflutningi hefði
það skeð að inn væru fluttar sömu teg-
undir og hér hefði verið nóg til af.
Nefndi Þóður íris í þessum efnum.
Þá telja garðyrkjubændur að sannað
sé að innflutningur blóma hafi valdið
þeim stórtjóni. Sönnunina segja þeir
vera að fyrir hefði komið að flugvélar
með innflutt blóm hefðu flogið fram
hjá landinu vegna veðra og þá hefði i
ljós komið að miklu meira eða jafnvel
öll framleiðsla íslenzkra bænda hefði
selzt, sem ekki hefði gerzt þá er erlendu
blómin væru á markaðinum.
Þórður sagði að garðyrkjubændur
hefðu skrifað Framleiðsluráði um þessi
mál ,,en svör hefur gengið illa að fá.
Við hefðum viljað að Framleiðsluráðið
sneri sér beint til viðskiptaráðuneytis-
ins, sem frílistanum ræður, með þessi
mál okkar. Þeir skrifuðu hins vegar
ráðuneytinu og eftir þvi sem okkur
skilsfer boltinn þar,” sagði Þórður.
- ASt.
„Blómainnflutningur til íslands á sér
ekki stað nema að vetrarlagi og þá er
um að ræða innflutning þeirra tegunda
afskorinna blóma sem ekki eru fáanleg
hér á landi,” sagði Bjarni Finnsson í
Blómavali en það fyrirtæki ásamt
tveimur öðrum er stærsti aðili innflutn-
ings blóma til íslands og dreifir þeim
síðan til sölu í aðrar blómabúðir.
„Uppistaðan í þessum blómainn-
flutningi eru nellikur, lifandi grænar
greinar frá Frakklandi og svo potta-
blóm,” sagði Bjarni. „Birtuskilyrði hér
til blómaræktar eru slæm í desember,
janúar, febrúar og fram í marz. Á þess-
um tíma fást ekki hjá framleiðendum
hér nema laukblóm, páskaliljur og túli-
panar og neytendur eru þreyttir á slíku í
heilan ársfjórðung.”
Bjarni sagði að síðasta sending af
nellikum sem til landsins kom hefði
kostað 600—650 krónur stykkið í út-
sölu. Væri það svipað verð og væri á ís-
lenzkum blótnum. Hins vegar væri inn-
flutningurinn dýr. Greiða þyrfti 100%
toll og allur innflutningur færi fram
með flugvélum þar sem flutningsgjöld
væru dýr. Ofan á allt legðist svo 20%
söluskattur. Alls kyns aðrir annmarkar
væru á innflutningnum, t.d. hefði það
komið fyrir að flugvélar með blóm
flygju yfir landið og þau blórn yrðu
ekki seld siðar á íslenzkum markaði.
Bjarni sagði að Blómaval hefði í
fyrra reynt sölu blóma á útimarkaðin-
um á Lækjartorgi. Komið hefði i Ijós
að nijög erfitt væri að vera með blóm
úti í íslenzkri veðráttu, þau krunip-
uðust fljótt og yrðu ljót og veðurbarin.
Bjarni kvað líklegt að ál'ram yrði
gerð tilraun með sölu blóma á markað-
inum á Lækjartorgi. Væri það meira
til gamans því standandi markaður
væri alla daga i Blómavali, eins og
hann orðaði það.
- ASt.
1500 tonna niður-
skurður hjá Belgum
Utanríkisráðuneytið stefnir að því
að minnka afla Belga hér við land.
Ráðuneytið heflr óskað eftir þeirri
endurskoðun að í ár verði heildarafli
Belga 5000 lestir en þorskveiðar
„engar”, sem þýðir að þorskur má
ekki verða meiri en 15% af afla
skipa.
Samkvæmt núgildandi samningi,
frá 1976, má heildarafli Belga ekki
fara fram úr 6500 lestum, þar af
þorskafli 1500 lestir.
Þetta kemur fram í skýrslu Bene-
dikts Gröndal utanríkisráðherra um
utanríkismál sem nú hefur verið
dreift á Alþingi. -HH
„Látið blómin tala” er frægt auglýsingaorðtak. Finnst garðyrkjubændum hart að það séu erlend blóm sem tali til ís-
lendinga og vilja stjómun á innflutningnum.
Blóm flutt inn með 100% tolli
og flug-f lutningsgjöldum
— Blómasala á útimarkaði erfið á íslandi, segir einn blómasalanna
Blómainnflutningur
hefur valdið garð-
yrkjubændum
stórtjóni