Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 1979. á ne ytendamarkaði Eigin salat smakkast alltaf bezt Það eru til fleiri tegundir af salati en það sem hægt er að kaupa i verzl- unum. Þeim sem eiga garð tekst nærri alltaf að rækta salat og þótt hægt sé að kaupa það t verzlunum nær allt árið er ekkert eins gott og ferskt salat úr eigin garði á sumrin. Salat vex í flestum jarðvegi og gerir ekki miklar kröfur til næringar. Svolítið af garðáburði áður en sáð er og dálítið af kalksaltpétri, þegar plönturnar eru farnar að vaxa. Varizt að láta það koma á blöðin sjálf. í góðri tíð má byrja að sá salati t apríl og siðan nokkrum sinnum allt fram í júlibyrjun. Þá er alltaf hægt að eiga ferskt salat úr garðinum allt 'sumarið. Ef hægt er að sá inni, í glugga, í gróðurhúsi eða vermireit má lengja vaxtartimann. Ætli maður að fá stór og vel þroskuð salathöfuð þarf að grisja plönturnar og hafa um 15—20 cm bil á milli þeirra. Helzt þurfa að vera 30 cm á milli raða. Einnig er hægt að planta út smáplöntum með þessu millibili. Sáið eða plantið ekki meiru í einu en nota skal á 2—3 vikum. Þá verður salatið alltaf stökkt og ferskt. Venjulegt höfuðsalat þroskast á 8—9 vikum. íssalat þarf aðeins lengri tíma. Ef til vill er höfuðsalat vinsælla, en auðveldara er að rækta blaðsalat. Til eru tvær tegundir: amerískt með rauðleitum blöðum og ástralskt með gulleitum blöðum. Þó að jurtirnar eigi ekki að mynda höfuð, fást betri blöð með því að grisja plönturnar og oft er notað fjórum til fimm sinnum meira fræ en nauðsynlegt er, sem er ekkert annað en hrein gjaldeyrissóun. Þeir sem farið hafa í sumarfri til sólarlanda hafa sennilega oft borðað aðrar tegundir af salati, sem vel mætti rækta hér, en vegna tak- markaðrar eftirspurnar er e.t.v. erfitt að útvega fræ. Jólasalat er töluvert notað á Norðurlöndunum. Það er ræktað i tveimur áföngum, fræinu sáð í byrjun maí og grisjað þannig að 5 cm eru á milli plantna. Það myndar síðan stólparót sem á að taka upp áður en frost kemur. Neðsti hluti rótarinnar er skorinn af þannig að bútarnir verða um 10 cm á lengd og toppurinn stýfður um cm frá rótinni. Síðan má planta rótunum nokkuð þétt, en þó með mold á milli, í tveggja lítra mjólkurfernur eða 8— 10 I plastfötur. Þangað til ylrækt fer fram á að geyma ræturnar á köldum en frostlausum stað og í dimmu. Smátt og smátt eru ílátin flutt á stað þar sem er 10—20° hiti. Til að koma í veg fyrir að salatið verði rammt verður að vökva það af og til og hafaalveg dimmt áspírunum. Það er einfaldast að gera með því að breiða svart plast yfir en gera verður ráð fyrir að toppurinn geti vaxið eina lOcm. Enn ein salattegund er til sem heitir endivie. Þá tegund er hægt að nota bæði eins og venjulegt salat en einnig í jafning eins og spínat. Þessi tegund gerir meiri kröfur til hlýju en venju- legt salat. Loks má bæta við að Það getur stundum verið erfitt að sá smágerðu fræi nægilega þunnt. Til- valið er að blanda því saman við Ijós- an sand, þá gengur það miklu betur og hægt er að sjá hvar sáð hefur verið. venjulegur túnfifill þykir hreinasta lostæti í Suður-Evrópu og eru þar ræktaðar kynbættar tegundir. Herman Lundholm/abj. Þetta sýnist sniðug aðferð til þess að sá til viðkvæmra jurta innan húss. í myndatexta með þessarí mynd er rcyndar talað um agúrkufræ. Piönt- unum verður ekki meint af þegar þeim er plantað I garðinn, því ekki þarf annað en að brjóta eggjaskurn- ina ofan i moldina. Gripid simann Seridgóð kaup Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Trésmiðir — Verkamenn Viljum ráða nokkra trésmiði og verkamenn. Upplýsingar í vinnuskála VB við Austurberg- Suðurhóla. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík. Sælkera- Síðasta sælkerakvöld Hótels Loftleiða d þessu vori verður í Blómasalnum annað kvöld, fimmtudagskvöld. Við hugsum okkur gott til glóðarinnar, þar sem Geir R. Andersen ræður matseðlinum. Geir sótti menntun sína til eins þekktasta hótel- skóla heims, “Ecole Hoteliere” í Lausanne í Sviss. Hann er ennfremur einn stofnfélaga “Lausanne Hotel Management School Alumni Association, Inc. ” Matreiðslu- og framreiðslumenn hótelsins munu framreiða undir stjóm Geirs. - Matseðillin er, eins og að líkum lætur, alþjóðlegur og lítur þannig út: Humar og rækjur í lárperum (Avocado) (Crevettes et d’Homard en Avocado) Nautavöðvi i hempu, Wellington (Roti de Boeuf “en Chemise”, Wellington) Borinn fram með fylltum krókettukartöflum, tómötum,spergli og gljáðum gulrótum. - Þessi réttur er framreiddur við borð gestsins, beint af “Silfurvagninum”. Sólarlag í Blómasal (Le Coucherdu Soleil au Salle Floral) Ábætiskaffi — smákökur (Café-PetitsFours) Matarverð er kr. 4.500,— Geir mælir með viðeigandi drykkjarföngum með máltíð og kaffi og verður á staðnum gestum til leiðbeiningar. Sælkerar, sameinist við dýrlegan málsverð í Blómasalnum. Borðpantanir hjá veitingastjóra í síma 22321 og 22322. Verið velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.