Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 02.05.1979, Blaðsíða 29
Sigurjón Sighvatsson ÁSGEIR TÓMASSON DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ! Stælir Hendrix nótu fyrir nótu Ótrúlega velheppnuð eftirlíkinglátinnarstjörnu Það má með sanni segja að máls- hátturinn Eins dauði er annars brauð gildi i bókstaflegri merkingu í við- skiptaheiminum hér vestra. Einkum reyna kaupahéðnar að hagnast á dauða stórstjarna sem hafa átt miklu fylgi að fagna meðal fjöldans. Allt sem nöfnum tjáir að nefna er fram- leitt undir nafni viðkomandi stjörnu, •svo sem hárkrem, fatnaður, vítamín- pillur, sælgæti, leikföng og fleira og fleira. Eitt af því nýjasta sem fram hefur komið eru listamenn sem kynna sig sem tvifara liðinna stjarna. Mest er um svonefnda „Elvis Doubles” eða tvífara Elvis Presley. En einnig eru til tvifarar Jimi Hendrix og Janis Joplin. Tvífarar þessir líkjast við- komandi listamönnum ekki aðeins í útliti heldur einnig i allri framkomu. Flestar eru þessar eftirlíkingar þó falskar i orðsins fyllstu merkingu og skemmtanir þeirra lítt eftirsóknar- verðar. Það skiptir þó engu máli. Fólk flykkist að til að sjá átrúnaðar- goðsin endurborin. Nýlega lenti undirritaður á tónleik- um hjá einum slíkum sem stælir Jimi Hendrix, Randy Hansen að nafni. Tónleikarnir hófust á því að út úr reykskýi, sem fyllti salinn að mestu leyti, birtist Hansen líkt því sem hann stigi upp úr gröf. Í útliti er hann ótrú- lega líkur meistaranum og hann stældi hverja einustu hreyfingu hans svo vel að þeir sem sáu Hendrix skemmta í lifanda lífi áttu bágt með að trúa því að þarna væri önnur per- sóna á ferðinni. Fyrsta lagið sem Randy Hansen lék var hið sígilda Hendrix-lag, Fire. Siðan rak hvert lagið annað: Manic Depression, Crosstown Traffic, All Along The Watchtower, Purple Haze og fleiri. Mér til mikillar furðu skil- aði Hansen þeim öllum ótrúlega vel. Hljómurinn, spilamennskan og söng- urinn, allt var þetta eins og Hendrix væri sjálfur mættur á staðinn, stælt nótu fyrir nótu. Hansen lék einnig Randy skilaði lögum Hendrix ótrú- lega vel. Hljómurinn, spilamennskan og söngurinn, allt var þetta eins og meistarinn væri sjálfur mættur á staðinn. Hansen lék einnig eftir öll sviðsbrögð Hendrix, svo sem að spila með tönnunum og leika með annarri hcndi á gítarinn. DB-mynd Sigurjón. Til stendur að endurtaka Woodstock-hátíðina Tónleikarnir hjá Randy Hansen hófust á því að hann birtist út úr miklu reykskýi sem fyllti salinn. Engu líkara var en hannstigiuppúrgröf. DB-mynd Sigurjón Sighvats- Endurvekurgamlarminningaríbrjóstum aödáendanna eftir öll sviðsbrögð hans, svo sem að spila með tönnunum og leika með annarri hendi á gítarinn. Aheyrendur, sem voru fleslir á barnsaldri þegar Jimi Hendrix lézt árið 1970, kunnu vel að meta flutning Randy Hansens þótt þeir hafi tæp- lega þekkt fyrirmyndina. Að vísu mátti einnig greina nokkra eldri áheyrendur innan um — gamla Hendrix-aðdáendur sem komnir voru til að berja augum þetta einkennilega 'fyrirbrigði. Þeir virtust einnig furðu ánægðir með tónléikana enda verður þvi ekki neitað að Hansen skapaði góða stemmningu og endurvakti í brjósti manns gamlar minningar frá þeim árum er Hendrix var og hét. Síðasta lagið sem Randy Hansen lék umrætt kvöld hefst meðorðunum ,,Will I Live Tomorrow (Mun ég lifa á morgun)” og þótt öruggt sé að Randy Hansen verði ekki langlífur listamaður sakir ófrumleika síns sannaði hann að tónlist Jimi Hcndrix mun lifa og höfða til fleiri kynslóða en „hippakynslóðar" sjöunda ára- tugsins. -ss En nenna unglingar lengur að sækja risapopphátíðir? Nákvæmlega tíu árum eftir að frægasta popphátíð allra tíma, Woodstock-hátíðin, var haldin í Bandaríkjunum á að endurtaka ævintýrið, ekki endilega við Wood- stock i New York ríki heldur einhvers staðar þar sem hægt er með góðu móti að safna saman hundruðum þúsunda manna og kvenna og græða á þeim dálitla peninga. Woodstock númer tvö verður haldin dagana 14. 15. og 16. ágúst. Stefnt er að því að svo sem þriðjung- urinn af öllum þeim fjölda tónlistar- manna, sem komu fram árið 1969, troði nú upp á nýjan leik. Talsverð- um erfiðleikum er bundið að fá þetta fólk til að koma fram. Sumir geta það ekki þvi að þeir eru ekki lengur hérna megin grafar. Janis Joplin og Jimi Hendrix eru dæmi um það. Sömuleiðis hefur hljómsveitin Who orðið að sjá af miklum persónuleika, trommuleikaranum Keith Moon. Þá eru margar hljómsveitir hættar störfum, svo sem Ten Years After, Crosby, Stills, Nash & Yoyng og fleiri. Nokkrir listamenn, sem voru Tekjurnar af gamla Woodstock vegna plötuútgáfu og kvikmynda- gerðar urðu um 200 milljónir dollara (66 milljarðar islenzkra króna) og nú á að endurtaka þann leik. Columbia Records hefur fengið hljóðritunar- réltinn en ekki hefur fengizt uppgefið hvaða kvikmyndafélag fær rétt til að kvikmynda herlegheitin. A Woodstock ’79 verða seldir þrjú hundruð þúsund aðgöngumiðar. Verð hvers þeirra verður 37.50 doll- arar (rúmlega tólf þúsund krónur nú) og er innifalinn í verðinu dálitill við- leguútbúnaður, svo sem teppi, súkkulaði, plástur og annað smávegis sem kemur fólki að notum i útilegu. Miðasölunni verður að þessu sinni dreift um öll Bandarikin cn ekki aðeins á norðausturströndina eins og siðast. Þá verður talsverður hluti miðanna einnig boðinn til kaups i Evrópu. Einni mikilvægri spurningu um Woodstock ’79 er ósvarað. Hefur nokkur lengur áhuga á að eyða þremur dögum á risahljómleikum? Skilyrðin voru fyrir hendi fyrir tíu árum þegar blóm og friður blómstr- uðu i hvers manns barmi. Er tiðar- andinn ekki svo breyttur siðan þá að hæpið sé að nokkur maður nenni að sitja við dögurn saman og hlusta á tónlist? Ekki má glcyma þvi atriði að fyrir tiu árum var neyzla marijúana allt önnur en nú er. Nú er það elni i flokki með hvcrsdagslegum hlutum þar vestra eins og sigarcttum og bjór. Áður neyttu menn þess mest undir tónlist en nú má sjá fólk sjúga marijúanasigarettuna sina úti á götu án þess að nokkur veili þvi athygli. Þá voru skilyrðin til að halda risa- hátið árið 1969 mun betri pólitiskt séð heldur en nú. Mótmælin gegn Víetnam voru í fulium gangi og ungl- ingar voru í uppreisnarhug. Viðhorf ungdómsins i Bandarikjunum eru mun ihaldssamari nú. Þaðer þvi allt i óvissu ennþá hvort nokkur nennir að komaá Woodstock ’79. Or DACiBl ADET litt þekktir árið 1969, eru nú orðnir dýrir skemmtikraftar, til dæmis Santana og Joe Cocker. Hætt er við því að þeir létu sér ekki nægja 1500 dollara laun nú eins og þá. t

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.