Dagblaðið - 02.05.1979, Page 3

Dagblaðið - 02.05.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 1979. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið Pétur Pétursson þulur er einn af for- sprökkum Andófs '79. Gefum ekki eftir —styðjum Andóf’79 Jóhann Þórólfsson skrifar: Það er furðulegur fugl, Kristján Thorlacius, og furðulegt, að þesáí’ maður skyldi verða kosinn ftílltrúi starfsmanna ríkis og bæja, maður sem hann, sem vinnur að þvi að skerða kaup okkar láglaunafólks inn- an þessa félagsskapar, þegar hann samþykkir og vinnur að því að skerða laun okkar um 3%. Á sama tímager-- ist það, að hálaunahóparnir fá sín laun hækkuð, eins og t.d. flugmenn og fleiri. Mér er engin launung á því að ég er ríkisstarfsmaður og er með í laun 214 þús. á mánuði, og við hverja útborgun er tekið 82 þús. Á þessu getur Kristján séð, hvað ég hef til að lifa af. Viltu Kristján lifa á þessum launum? Nei, ég skora á fólk að fylkja sér um Andóf '79; stöndum saman og fellum þetta. Sér fólk það ekki, að frá því er siðustu kaupgjaldssamningar voru gerðir, er margsinnis búið að skerða þá með hækkandi vöruverði og þjón- ustu, sem auðvitað hefur komið harðast niður á láglaunafólki? Og enn á að fara fram á, að við gefum eftir 3% af umsömdum launum. Nei, nú finnst mér mælirinn fullur. Við þessu hljótum við að segja nei i at- kvæðagreiðslunni, sem verður á næstunni. Spurning dagsins Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Björk Brynjólfsdótlir, 8 ára: Kótelettur. Þorgerður Marinósdóttir, 8 ára: Svið með kartöflumús. Júníus Ólafsson, 11 ára: Kjúklingur með frönskum kartöflum. Aðalsteinn Ingvarsson, 8 ára: Grillaðir kjúklingar með kokkteilsósu. Helgi Sigurðsson, 8 ára: Kjúklingar. Sunna Gunnlaugsdóttir, 8 ára: Bjúgu með jafningi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.