Dagblaðið - 02.05.1979, Side 6

Dagblaðið - 02.05.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979. Þekking Júgóslava á íslandi: „Laxness þekktastur” — segir Zarkovic ambassador Júgóslavíu sem er að hætta eftir fimm ára starf sem fulltrúi lands sfns hér „Nci við erum með betra þjóð- skipulag en að það standi og falli með einum manni,” var svar Gojko Zarkovic ambassadors Júgóslavíu á íslandi við spurningu fréttamanna hvað við tæki þar í landi eftir daga Títós. Ambassadorinn, snaggara- legur maður á miðjum aldri, hefur verið fulltrúi lands síns hér frá 1974 með búsetu í Osló, en er nú að láta af störfum og hverfa til nýrra starfa. Zarkovic er ættaður frá Monten- egro eða Svartfjallalandi í Júgóslavíu þar sem jarðskjálftarnir urðu á dögunum og var að vonum spurður um ástandið þar. Lýsti hann stuttlega ástandinu og sagði að þetta hefði verið einn sterk- asti skjálfti á þessari öld í þessum heimshluta, mun sterkari en skjálft- inn í Skopje t suðurhluta Júgóslavíu fyrir 15 árum en þá fórust á milli lOOOog 1100 manns. Svartfjallaland er á strönd Adría- hafsins næst landamærunum við Albaniu. Á svæðinu sem skjálftarnir urðu búa um 300.000 manns. ÞesSi landshluti ætti sér gamla og iúérki- lega sögu og þar væri rtiikið um fornar minjar. Á síðustu árum hefði verið byggður upp mikill ferða- mannaiðnaður á þessum slóðum og tjóniö vegna jarðskjálftanna setti óneitanlega strik í reikninginn. Slærsta höfn í þessum hluta landsins er í Bar, sem er i miðju áhrifasvæði jarðskjálftanna og þar hefðu orðið miklar skemmdir. Ein skipasmíða- stöð hefði nær horftð í haftð og önnur stórskemmd. Ambassadorinn undirstrikaði að júgóslavnesk yfir- völd hefðu vel ráðið við fyrstu við- brögð vegna skjálftanna og ekki beðið um aðstoð erlendis frá, en hann vildi jafnframt þakka þeim sem sýndu hug sinn í verki til þeirra sem hart hefðu orðið úti í jarðskjálftun- um með því að gefa til söfnunar Rauða krossins. Laxness og Friðrik þekktastir Um samskipti landanna i sendi- Gojko Zarkovic ambassador: „Saga ykkar helllar mig á margan hátt.” herratíð sinni sagði Zarkovic að þau hefðu að sínu mati verið mikil og góð. Vaxandi áhugi væri á íslandi í Júgóslavíu og Laxness væri vel þekktur þar og mikið lesinn. Einnig hefðu íslendingasögurnar verið þýddar á júgóslavnesku. Skákmenn okkar væru einnig vel þekktir og nefndi hann sérstaklega þá Friðrik Ólafsson og Inga R. Viðskipti land- anna hefðu verið allnokkur, þeir hefðu keypt héðan fiskimjöl og ullar- vörur, en við af þeim ýmsar vélar til dæmis í raforkuver svo sem Mjólkár- virkjun að ógleymdri Sigöldu. Zarkovic ambassador sagðist hafa komið hingað fimm sinnum og farið víða um. Hann sagðist hafa orðið mjög hrifinn af sögu okkar og taldi hana afar sérstæða, sérstaklega ef hann miðaði við heimaland sitt sem oft hefði verið miðpunktur átaka. Júgóslavta „opnasta land íheimi" Það kom fram hjá Zarkovic að hann taldi Júgóslavíu eitt opnasta land í heimi. Það væru ekki mörg lönd sem eins auðvelt væri að koma til án vegabréfsáritana og annarra takmarkana og Júgóslavar ættu einnig mjög auðvelt með að ferðast hvort sem væri til austurs eða vesturs. Einnig hefðu Júgóslavar skipað sér i sveit hlutlausra landa og hefði mikið verið um að til þeirra hefði verið sóttur fróðleikur um ýmsar nýjungar í rekstri fyrirtækja á samvinnugrundvelli. -JR. UMFERÐARMERKI VtÐVÖRUNARMERKI AAAAA VAAAA AAAAA K->." v»»:v««t/ AAAAA BANNMERKi 09®®® •**»“» :•«-»» vi'-i »»«•..■ Nv.v>»fvi*» ® ® ® ©0 ,M towNr ^ ^ Q ^ ^ iKtv«sw*ivl TAoVvAMM : j..•;» vnwtltWt wn-ví :•»«:•.<>< © © ^ ^ © t«»:»r.»u>» : »..«:•<».' :»«•«•>,s».<w »*»■:•:«».,«• >»•««.</, A-«iN«a. ««» WtivwuWi •>.:<*■:• :<»:.«<*« '•*.•*** 0 ® M® © •«».• <«MC«. Sw «•* e-«v«*4»: «!<•< y>u<yl. LEIÐBEININGARMERKI 8B O" & * Mjwv: ,<•*• »-!<•*» MiU <i. »,<,>•<<• .,•*»***» <, »<.:•„•.«».;• ,«u £ :+ ÍM 1 M Uv«K«UI».V» 4 :■«,:«:»», »»•:»>«•> KmwvwKit »!» «Wf»v<»<»t <)•''.»,«<•<., 1 X Á ® á WM*«M< ! J<«<va.»j H :»«»„.,»* I.wiufuiwmK % A * §€ M SiKhMv «»>^l<4:«» »:».<■:' /kÆ, A /íK/fisv © & ® ® ® í r H:il iP Q«) AA - © © J* »»:a»Aví " <*»A*»i*i '•»<»> " 51 [E E — nn BsesssS - BODMERKI UNDIRMERKI HööVl f :>,:««« »•’ v*«v <♦» K :.v4* •:.»'•• 'wwti x»»:<vj»,<n *•••. ö>.... <»> Ij.'.oo:-:-,- ,>.,'*• <»•»•■., i'xt,s EE3 rPSI C33 032 ES3 Jr JS E3 1 gildi frá 1. maí 1979 . UMFERÐARRÁ0 Hér má sjá öll umferðarmerkin sem við megum nú fara að læra á. 84 NÝ UMFERÐARMERKI Menn ættu ekki að láta sér bregða þó þeir reki næstu dagana augun í umferðarmerki sem þeir hafa ekki séð áður. í gær tók nefnilega gildi ný reglu- gerð um umferðarmerki og merkingar á akbrautum. Merkjunum var þá, fjölgað úr 42 í 126 auk þess sem nokkrum merkjum var breytt. Er þetta gert til aukins samræmis við alþjóðleg umferðarmerki. Það merki sem líklega er mest áríðandi að læra á sem fyrst er nýja stöðvunarskyldumerkið. í stað gula og rauða kringlótta merkisins kemur rautt átthyrnt merki og er á það letrað STOP. Auk þess merkis verður tekið upp annað gult með rauðum hring utan um og svörtu striki í miðju sem áletruninni STANS EFTIRLIT, sem sérstakt stöðvunarmerki. Gamla góða yfirstrikaða P-ið hverfur en í stað þess verður merkið bláa og rauða sem áður táknaði bann við að stöðva og leggja, tekið upp sem bann við að leggja. Eins merki nema hvað ekki er bara eitt þverstrik yfir bláa flötinn heldur heill kross táknar síðan að bæði sé bannað að stöðva og leggja. Þá kemur nýtt merki sem skyldar menn til að stöðva fyrir þeirri umferð sem á móti þeim kemur. Er merkið gult með rauðum hring utan um og rauðri pílu upp á við en svartri pilu niður á við. Yfirstrikað U á hvolfi kemur sem bann við U-beygju og nýtt bannmerki kemur sem bannar vörubifreiðum að taka fram úr öðrum bílum. önnur merki en þessi sem nefnd hafa verið eru viðvörunar- og leiðbeiningar- merki og því ekki alveg eins áríðandi. En merkin eru öll mjög lýsandi þannig að ekki ætti að vera erfitt fyrir fólk að átta sigáþeim. Helzta nýmælið i merkingum á götum er að ný biðskyldulína verður tekin upp. Er hún hvit röð þríhyrninga þvert á akbraut. Gul brotin lína við ak- braut táknar að bannað sé að leggja bílum og gul heil Hna að bannað sé að stöðva þá. Þá táknar gula heila várúðarlínan sem verið hefur á miðju vega nú hindrun við því að aka yfir nema mjög brýna nauðsyn beri til. Þó má aka yfir hana ef gul brotin lína er við hliðina á henni, þeim megin sem brotnalínaner. DS. K0RINN TEPPTISTISANDST0RMI Söngfélag Skagfirðinga í Reykjavík hélt samsöng í Leikskálum, Vík í Mýrdal, laugardaginn 28. apríl. Söng- stjóri var Þorvaldur Björnsson, jndir- leikari Agnes Löve. Á söngskrá voru átján lög og sumt af þeim og textunum eftir Skagfirðinga. Söngnum var mjög vel tekið og varð kórinn að syngja tvö aukalög. Síðan héldu söngfélagarnir austur að Kirkjubæjarklaustri og áttu að syngja þar kl. 21 um kvöldið. Sandstromur á Mýrdalssandi tafði þó ferðalagið, því hópurinn beið á Blautukvíslarbrú á sandinum í nokkra klukkutíma.KG, Vlk Til fréttastjórans: Frá HP og Bjarnleifi Okkur Bjarnleifi var það báðum ljóst að fólk þyrfti að vinna fyrir sér en það kom okkur samt á óvart að vera sendir út af örkinni á sjálfan hátíðisdaginn, 1. maí. Fyrir mér var þetta í sjálfu sér ekkert hátíðlegur dagur, en eftir að hafa labbað um með gömlum og góðum sósíalista eins og Bjarnleifi, er ég ekki viss um, að það takist að senda mig út á ný á þessum hátíðis- degi verkalýðsins að minnsta kosti mun ég hafa á honum nýjan skilning og örugglega trúverðugri en áður. Það var fjandi kalt. Samt sem áður var saman kominn nokkur fjöldi af fólki niðri á Lækjar- torgi þegar við Bjarnleifur komunt þangað og við fengum okkur pylsu hjá Ásgeiri. Það er að segja ég fékk mér pylsu en Bjarnleifur reyndi að taka myndir af afgreiðslustúlkunum með orðunum „alltaf eru þær svolítið sætar þessar stelpur”. Ég er ekki viss um að slíkt hafi góð áhrif á afgreiðslustúlkur í pylsu- vögnum, en það virkar örugglega á tizkusýningardömur. Kannski er Bjarnleifur ekki á réttum stað? Lúðrasveitir í meirihluta / Við tókum eftir því fljótlega, að lúðrasveitir voru i meirihluta í göng- unum. Einhver hafði sagt mér, að 1. maí nefndin hefði keypt upp allar lúðra-sveitirnar til þess, að „helvítis kommarnir og Pétur Pétursson hefðu ekkert auka til þess að trekkja”, og ég verð að segja það eins og er, að ég hef aldrei séð eins marga helbláa munna blása í jafn marga lúðra og þennan dag. Við Bjarnleifur sungum Fram þjáðir menn á þremur stöðum og lögreglumennirnir brostu góðlátlega. Þeir eru alltaf fullir þessir blaða- menn, hafa þeir örugglega hugsað. Ég er svo sem ekkert hissa á því að mennirnir hugsi svona, hvað eru líka tveir menn að hanga uppi á hleðslum á Lækjatorgi og taka myndir á rán- dýrar filmur af fólki sem kemur gangandi niður Bankastrætið? Ekki gat ég sagt að fréttastjórinn hefði sagt okkur að gera þetta. Maður ber nú virðingu fyrir sínum yfirmönnum. Hvert er fólkið að fara? Við Bjarnleifur erum löghlýðnir og þess vegna tókum við okkur stöðu við ræðupallinn hjá Aðalheiði á Lækjartorgi og hlustuðum á tækni- manninn telja í hljóðnemann. í fjarska sá ég Bjarka Elíasson yfir- lögregluþjón benda fólki með ábúðarfullri handarhreyfingu að fara til hægri þegar það kom niður Bakarabrekkuna, en meirihlutinn fór til vinstri og þá hló Bjarnleifur hátt og snjallt og gaf mér öflugt olnboga- skot og sagði: „Sagði ég ekki? ”. . . Sjálfur held ég að fólk hafi beygt undan vindi og kulda. Þrír fundir Við Bjarnleifur sóttum hvorki meira né minna en þrjá útifundi og WPV

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.