Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 1979.
9
Efnahagsbandalagið:
Senda þarf þrjár
milljónir kúa til
slátrarans
—til að losna við off ramleiðsluna
— Mundi borga sig á fimm árum
Þörf er á að slátra þrem milljónum
kúa á meginlandi Evrópu ef takast á
að losna við umframbirgðir af
mjólkurafurðum í Efnahagsbanda-
lagslöndunum. Þetta kemur fram í
blaðinu The Financial Times, sem
segir frá skoðun Jim Scott-Hopkins
brezks fulltrúa hjá Efnahagsbanda-
laginu. Scott-Hopkins verður leiðtogi
brezkra íhaldsmanna á þingi Efna-
hagsbandalagsins, sem kosið verður
til í júní næstkomandi.
Á fundi með bændum í Worcester-
shire í Englandi sagði hann að kýr á
meginlandinu væru þrem milljónum
of margar. Nauðsynlegt væri að sjá
svo um að þær hættu mjólkurfram-
leiðslu innan eins árs. Mjög mikil-
vægt væri, að greiðslur til þúsunda
bænda fyrir að leiða mjólkurkýr
sínar til slátrunar yrðu að vera ríf-
legar til að árangur næðist. Taldi
Scott Hopkins, að þeir peningar ættu
að koma úr sameiginlegum sjóðum
Efnahagsbandalagslandanna.
í ræðu sinni sagði Hopkins, að sá
sparnaður, sem næðist með fækkun
mjólkurkúa í Efnahagsbandalags-
löndunum væri gífurlegur. Hægt
væri að losna við þann kostnað, sem
væri af birgðahaldi mjólkurafurða.
Mundi fækkun mjólkurkúnna borga
sig á fimm árum þrátt fyrir miklar
greiðslur til þeirra bænda sem létu
slátra kúm sínum.
Erlendar
fréttir
i
REUTER
HUNDALÍF
FYRIR
GRÍSINN
Grisinn Lucky hrýtur værðarlega f stofunni hjá Ednu Lynn, sem býr 1 borginni
Duncan i Oklahomafylki f Bandarikjunum. Ekki hefur DB tekizt að upplýsa hvernig
stendur á þessu bílifi hins verðandi beikon og skinkuframleiðanda. Af einhverjum
ástæðum tók Edna svo miklu ástfóstri við grfsinn, sem hún nefnir Lucky. Hundalífs-
dagar Lucky eru þó brátt á lenda. Hreyfingar hennar munu ekki þykja nægilega fim-
legar, þegar hún stækkar, til að hægt sé að leyfa henni að ganga um stofur með
blómavösum og finiríi. Einnig mun lyktin af Lucky magnast öll með aldrinum og
henni verður því brátt vísað aftur út í svfnastfuna.
Bretland
Kauphallar-
bréfin féllu
Verðbréf féllu i brezkum kauphöll-
um i gær, þegar fréttist að skoðana-
kannanir sýndu að Verkamanna-
flokkurinn væri kominn með meira
fylgi en íhaldsflokkurinn aðeins
tveim dögum fyrir hinar almennu
þingkosningar, sem verða á morgun.
Er þetta í fyrsta skipti,. sem Verka-
mannaflokkurinn er talinn fylgis-
meiri í þessarri kosningabaráttu. í
byrjun var íhaldsflokkurinn með allt
að tuttugu af hundraði meira fylgi.
Einnig kom i Ijós að James Callaghan
formaður Verkamannaflokksins og
foisætisráðherra nýtur mun meira
persónulegs fylgis en Margaret
Jhc'.her leiðtogi íhaldsflokksins.
iJykir C allaghan mun léttari og við-
kunnanlegri í samskiptum við fólk i
kosningabaráttunni. Kalla sumir
hann brosandi Jim. Hann hikar þó
ekki við að svara fyrir sig og er einn
blaðamanna spurði hann um tilncfn-
ingu tengdasonar hans sem sendi-
herra í Washington, svaraði Callag-
han með þvi að spyrja hvort blaða-
maðurinn hefði fleiri óþverra-
spurningar á takteinum.
Róm:
Prestafækkun
hrellir páfa
—vill þó láta þá lifa áf ram í einlífi
Jóhannes Páll annar páfi sagði i
ávarpi í gær, að hann hefði vaxandi
áhyggjur af stöðugri fækkun kaþólskra
presta. Sagði hann mál þetta vera mjög
iskyggilegt að þyrfti að hugleiðast
gaumgæfilega af kardinálum og öðrum
yfirmönr.um rómverskkaþólsku kirkj-
unnar. Nú á dögum væri þörfin fyrir
presta og aðra þá sem starfa vildu að
trúmálum meiri en nokkru sinni fyrr.
Væri bæði þörf á slíku fólki, til að
starfa meðal sjúkra, við fræðslu og
sálnaveiðar.
Fyrir fimm dögum voru birtar tölur,
sem sýndu að rómverskkaþólskum
prestum hefur fækkað um tuttugu og
þrjú þúsund i heiminum frá 1971 til
1977. Þá voru þeir 406.717 að tölu.
Páfi hefur lagt á það áherzlu í fyrri
ávörpum sínum, að prestar eigi að láta
starf sitt ganga fyrir öllu og halda
áfram að lifaeinlifi.
Áður hefur komið fram, að mun
erfiðara er en áður að fá hæft fólk til
að ganga í ýmsar klausturreglur.
Hefur nunnum og munkum þvi
fækkað mikið á undanförnum ára-
tugum.
Kven- og bamaklippingar
Permanent — Litanir
Lagningar — Bllatur
HALLA
MAGNÚSDÓTTIR
GOÐ DUNLOPDEKK
UNDIR LYFTARANN
Höfum allar venjulegar stærðir af lyftara-
dekkjum. Afgreiðum pantanir fljótt og vel.
Hringið og kynnið ykkur verð og þjónustu.
Sérpöntum einnig massív dekk.
M
/ÍUSTURBAKKI HF
SKEIFAN3A SÍMI 81411