Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 17
16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 1979.
17
Shuggie
is the
tops...
WHO’S going to be the
Scottish footballer of the
year? That’s still a secret—
but D. HARRISON, of Duke
Street, Clasgow, has no doubt.
He writes: {
“He seldom gets a lot of praise
—but he seldom plays a bad game.
He isn’t a Scot—but to my mind he
is the best player in Scotland.
“He plays his he*rt out every
game. He has no superiors. He’s
vcrsatile and a good sport. He
should be the Player of the Ycar.
“He’s big Shuggie Edvaldsson of
Celtic.”
• Aye, there could be more
than a few warm bursts of aoplause
foij.the big man from Iceland.
Liverpool vann í Bolton
og þarf nú aðeins fjögur stig íf jórum síðustu leikjunum
Liverpool vann stórsigur í Bolton i
gærkvöld í 1. deildinni ensku, 1—4, og
þarf því aðeins fjögur stig úr þeim fjór-
um leikjum, sem liðið á eftir, til að
tryggja sér meistaratitilinn. Hefur nú
60 stig en WBA, sem vann Everton í
Liverpool 0—2, hefur 53 stig. Á eftir
fimm leiki. Oft hefur enski meistara-
titillinn unnist á þeirri stigatölu eða
minni. Englandsmeistarar Nottingham
Forest töpuðu á mánudag i Wolver-
hampton 1—0 og eru nú alveg úr
myndinni í sambandi við efsta sætið.
Leikmenn Liverpool skoruðu öll
mörkin í Bolton í gær. David Johnson
það fyrsta á 11. mín. Síðan skoraði
Ray Kennedy tvivegis og Kenny
Dalglish fjórða markið. Þá sendi
Graeme Souness knöttinn í eigið mark.
WBA hafði yfirburði gegn Everton.
Mills og Robson skoruðu mörkin — en
John Richards skoraði sigurmark
Úlfanna gegn Forest. Talsvert var um
Jafntefli
Breiðablik og Keflavík léku i Litlu bikar-
keppninni f Kópavogi f gær. Jafntefli
varð — ekkert mark skorað.
Ritchie knattspyrnumaður ársins
íþróltafréttamenn á Skotlandi kusu Andy
Ritchie knattspyrnumann ársins og var kjör-
ið tilkynnt i miklu hófi i Glasgow á mánu-
dagskvöld. Jóhannes Eðvaldsson var þar en
hann var meðal efstu manna í kjöri blaða-
mannanna. Ekki var getið um röðina — að-
eins að Ritchie hefði orðið efstur.
Margir kappar fengu atkvæði en að sögn
Evening Times komu þeir Colin Jackson,
Rangers, Paul Heggerty, Dundee Utd. og
Jóhannes i næstu sætum án þess þó að þetta
sé röðin á þeim.
Val Andy Ritchie kom ekki á óvart. Hann
hefur mjög veriö í sviðsljósinu hjá Morton á
leiktimabilinu — markhæsti leikmaðurinn i
skozku úrvalsdeildinni með 28 mörk hingað
til á leiktimabilinu. Hann lék áður með
Celtic en Jock Stein lét hann fara til Morton í
skiptum fyrir Baines markvörð fyrir um
tveimur árum. Það reyndust slæm skipti.
Jóhannes Eðvaldsson var mjög sð sviðsljós-
inu í sambandi við þetta kjör — og í lesenda-
bréfum til blaðanna kom oft fram að hann
ætti að vera kjörinn knattspyrnumaður árs-
ins. Það segir m.a. í greininni hér að ofan —
D. Harrison segir Jóhannes bezta leikmann á
Skotlandi. Shuggie er gælunafn, sem
Jóhannes hefur meðal áhangenda Celtic.
í kvöld leikur Celtic við Hibernian á
heimavelli og það verður nóg að gera hjá
leikmönnum Celtic á næstunni. Á laugardag
leika þeir við Rangers á Hampden Park. Nk.
mánudag við Partick á útivelli. Daginn eftir
við Clyde í undanúrslitum Glasgow-bikars-
ins. Rangers er þar í úrslitum. Á föstudag í
næstu viku leikur Celtic við St. Mirren í Pais-
ley — síðan á heimavelli við Rangers, senni-
lega 16. maí og lokaleikur liðsins í úrvals-
deildinni verður við Hearts á Parkhead í
Glasgow 18. maí. Ef vel gengur ætti sá leikur
að tryggja Celtic meistaratitilinn.
Jóhannes Eðvaldsson getur tekið þátt í
Evrópuleik íslands gegn Sviss í Bern 22. maí
og getur einnig leikið fjórum dögum síðar
gegn Vestur-Þýzkalandi í Reykjavík.
leiki á mánudag og þriðjudag og úrsUt
þessi.
1. deild
Southampton-Man. Utd. / , 1 — 1
Wolves-Nott. Forest 1—0
Bolton-Liverpool 1—4
Everton-WBA 0—2
Man. City-Birmingham 3—1
Man. Utd. lék með sex varamönnum
í Southampton en náði samt jafntefli.
Pólverjinn Deyna skoraði tvö af
mörkum Man.City gegn Birmingham.
2. deild
Notts Co.-Wrexham
3. deild
Southend-Walsall
Tranmere-Mansfield
Bury-Sheff. Wed.
Hull-Plymouth
Rotherham-Peterbro
4. deild
Barnsley-Darlington
Bradf ord-Doncaster
Huddersfield-Torquay
1—1
1—0
1—2
0—0
2—0
1 — 1
1 — 1
1—0
1 — 1
Newport-Boumemouth
Port Vale-Hereford
Rochdale-Stockport
Scunthorpe-Wigan
|York City-Crewe
Staða efstu liðanna í 1
'þannig.
Liverpool
■WBA
iNott.For.
Everton
Leeds
38 26 8
37 21 11
37 17 17
41 17 16
39 17 14
2—0
1—1
2—0
0—1
1—0
deild er nú
4 76—16 60
6 69—33 53
3 52—22 51
8 51—39 50
8 65 —44 48
ASDIS 0G ARNIÞ0R BEZT
Innanfélagsmót Ármanns I svigi var
haldið I Bláfjöllum 1 gær 1. maí. Sam-
kvæmt áætlun átti stórsvigið að vera
þennan dag en vegna hvassviðris varð
að fresta því. Einnig var keppni i flokk-
um 10 ára og yngri frestað af sömu
ástæðu. I kvennaflokki mættu aðeins
landsliðskonumar Ásdis Alfreðsdóttir
og Ása Hrönn Sæmundsdóttir til
keppni og var þetta þvi einvfgi á milli
þeirra, en þvi lauk með sigri Ásdisar
eftir tvisýna keppni. í karlaflokki var
unglingalandsliðsmaðurinn Árni Þór
Árnason i algjörum sérflokki, þar sem
hans helzti keppinautur Helgi Geir-
harðsson hætti keppni og þeir Jónas
Ólafsson og Kristinn Sigurðsson mættu
ekki til keppni.
Í flokki drengja 13—14 ára sigraði
Tryggvi Þorsteinsson með miklum yfir-
burðum en hann er án efa einn efnileg-
asti unglingurinn hér sunnanlands, var
Árni Þór Árnason á fullri ferð I sviginu.
DB-mynd Þorri.
hann hvorki meira né ininna en 14,8
sek á undan öðrum manni. í drengja-
flokki 11—12 ára sigraði Haukur
Þorsteinsson með yfirburðum en hann
er bróðir Tryggva. í flokki 15—16 ára
drengja náði Einar Úlfsson mjög
góðum tima i fyrri ferð var hann aðeins
rúmlega hálfri sek. á eftir Áma Þór.
Tveir gestir voru meðal keppenda, voru
það Vikingamir Þórður Bjömsson og
Guðrún Björnsdóttir.
Úrslil urðu scm hér segir:
Karíuflokkur: sek.
1. Aml Þór Ámason 71.70
2. Amór Guðbjarísson 83.11
3. SiguröurGuömundsson 87.48
Kvennaflokkur: se'k.
1. Asdís Alfreðsdóltir, 79.45
2. Ása Hrönn Sæmundsdóttir 81.99
Stúlkurll—12ára sek.
1. Ðýrlelf AmaGuömundsdóttir. 99.83
2. TlnnaTraustadóttir 100.04
3. Rúna Knútsdóttfr. 122.07
Drengirll—12 ára sek.
l.llaukur Þorstelnsson 91.70
2. Sigurjón Sigurdsson 105.27
3. Baldvln Valdimarsson 105.46
Stúlkurl3—15úra sek.
1. Marta Óskarsdóttir 91.70
2. Bryndís Pétursdóttir 97.70
3. SlgrlOurSigurðardóttlr 99.44
Drengir 13—14 úra sek.
1. Tryggvi Þorsteinsson 79.26
2. Elnar Bjamason 94.06
3. Aml Alvar Arason 94.74
Drengir 15—16óra sek.
1. F.inar Úlfsson 82.60
2. Þórður Bjömsson 88.61
3. Hafliði Bárður Harðarson 92.14
ÞORRl.
Islandsmeistararnir i bridge 1979. Talið firá vinstri Jakob Möller, Guðmundur Pétursson, Jón Hjaltason, Karl Sigurhjartar-
son, J6n Ásbjörnsson og Simon Sfmonarson. DB-mynd Bjarnleifur.
íslandsmótinu í bridge lauk í gær:
SVEIT ÓDALS SIGURVEGARI
Íslandsmótinu i bridge í sveitakeppni
lauk að Hótel Loftleiðum i gær. Mikil
spenna var i lokaumferðinni en þá spil-
uðu innbyrðis þær tvær sveitir, sem
efstar voru, og einar áttu möguleika á
íslandsmeistaratitiinum. Það voru
sveitir Óðals og Þórarins Sigþórssonar.
Sveit Óðals náði 54 stiga forustu eftir
fyrri hálfleikinn og sigraði i leiknum
með 18— 2. Þar með var sveitin ís-
landsmeistari. í sveitinni spiluðu Guð-
mundur Pétursson, Jakob Möller, Jón
Ásbjörnsson, Jón Hjaltason fyrirliði,
Karl Sigurhjartarson og Simon Símon-
arson, sem þama varð Islandsmeistari í
sveitakeppni i níunda sinn. Hinir spil-
ararnir hafa einnig allir orðið íslands-
meistarar áður.
Sveit Óðals hlaut 100 stig af 140
mögulegum. önnur varð sveit Hjalta
Elíassonar með 90 stig. Sveit Þórarins
3ja með 86 stig. Sveit Helga Jónssonar
fjórða með 86 stig. Sveit Sævars Þor-
björnssonar fimmta með 69 stig. Síðan
komu sveitir Þorgeirs Eyjólfssonar
með 45, Halldórs Magnússonar 43 stig
og Aðalsteins Jónssonar 14 stig. Mótið
hófst á föstudag og voru flesta daga
spilaðar tvær umferðir. Áhorfendur
voru fjölmargir. Sveit Óðals vann fjóra
fyrstu leikina og náði góðri forustu en
sveit Þórarins sótti á og komst í efsta
sætið í næst síðustu umferð. Hafði þá
85 stig en sveit Óðals 82 stig. Aðrar
sveitir höfðu þá ekki lengur möguleika.
Spilamennskan var talsvert ójöfn á
mótinu og það er áreiðanlega met á Is-
landsmóti að í átta leikjum fengu sveit-
ir mínus-stig — reyndar allar sveitirnar
nema Óðals og Halldórs. Þá heyrir það
áreiðanlega til undantekninga að núllið
kom aldrei fyrir i hinum 28 leikjum á
mótinu.
Sigurður Sveinsson fVíking
Miklar líkur eru á þvi, að Sigurður
Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður í
Þrótti, sem lék með sænska liðinu
Olympia sl. vetur i Allsvenskan, gerist
leikmaður hjá Víking. Hann er nú hér
heima en mun fljótt fara aftur til
Svíþjóðar til að ganga frá sinum
málum þar — en er svo væntanlegur
heim í sumar. Sigurður skoraði mikið
af mörkum fyrir Olympia í vetur eins
og skýrt var frá hér i DB en ekki tókst
Aðalfundur
Aðalfundur Glímufélagsins Ármanns
verður haldinn I Snorrabx miðviku-
daginn 9. mai kl. 8. Venjuleg aðalfundar-
störf. Stjórnin.
liðinu samt að verjast falli. Sigurður er
19 ára — vinstri handar skotmaður —
og hann mun því hjá Viking fylla það
skarð, sem Viggó Sigurðsson skildi
eftir, þegar hann gerðist atvinnumaður
hjá Barcelona.
Ungverjar urðu heimsmeistarar í
borðtennis í fyrrakvöld er þeir unnu
Kínverja 5—1 í úrslitaleik keppninnar.
Fyrr í mótinu höfðu þeir unnið Kín-
verjana 5—2 þannig að um ótvíræða
yfirburði var að ræða. Japanir hlutu
þriðja sætið með 5—3 sigri yfir Tékk-
um. Kinverjar urðu heimsmeistarar
1975 og 1977 en tókst ekki að vinna
þriðja skiptið í röð. Ungverjarnir unnu
Japani einnig 5—1 í undanúrslitunum.
Neeskens
ekki með
Það verður víða hart barizt á knatt-
spyrnuvöllum Evrópu I kvöld. Sex
leikir eru á dagskrá í hinum ýmsu
riðlum Evrópukeppni landsliða og
flestir ef ekki allir stórmikilvægir.
Það eru einkum þrír leikir, sem
athyglin beinist að í kvöld. írar leika
gegn Dönum í Dublin, Walesbúar fá V-
Þjóðverja í heimsókn og Pólvcrjar og
Hollendingareigast við i4. riðli.
Írar hafa tilkynnt lið sitt en Johnny
Giles, framkvæmdastjóri liðsins, hefur
misst góða menn sökum meiðsla. Mark
Lawrenson er handleggsbrotinn og
David O’Leary getur heldur ekki verið
með sökum meiðsla. Lið íranna
verður þannig skipað í kvöld: Kearns,
Walsall, Peyton, Fulham, Mulligan,
WBA, Holmes, Tottenham, Grealish,
Orient, Daly, Derby, Ryan, Brighton,
Stapelton, Arsenal, Givens, Birming-
ham, Heighway, Liverpool, McGee,
QPR og Langan, Derby.
Hollendingar verða án Johan
Neeskens í kvöld en hann liggur heima
í Barcelona með flensu. Að öðru leyti
hafa Hollendingar alla sina beztu menn
og takist þeim að sigra i kvöld standa
þeir afar vel að vígi i riðlinum. Auk
þessara liða leika íslendingar, Sviss-
lendingar og A-Þjóðverjar i þessum
riðli.
Þriðji stórleikurinn verður i Wrex-
ham í Wales þar sem Walesbúar og V-
Þjóðverjar leiða saman hesta sína.
Þjóðverjar hafa verið í vandræðum í
undanfömum leikjum og aðeins náð
markalausum jafnteflum gegn Móltu
ogTyrklandiá útivelli.
— Hver einasti leikur er að sjálf-
sögðu mikilvægur en það lið, sem
vinnur í kvöld stendur óneitanlega
mjög vel að vígi, sagði Smith í gær-
kvöldi.
Mike Smith, framkvæmdastjóri
Wales, tilkynnti lið sitt í gær og er það
þannig skipað: Davies, Page, Berry,
Phillips, Jones, Mahoney, Yorath,
Thomas, Harris, Toshack (eða
Edwards) og Curtis.
Jupp Derwall tilkynnti einnig lið sitt í
gær og er það þannig: Maier, Stielike,
Kaltz, Förster, Dietz, Rummenigge,
Bonhof Zimmermann, Múller (eða
Cullmann), Fischer og Allofs (eða
Hansi Múller).
Þær fa
vidor huGd
HAFNARSTRÆT116.