Dagblaðið - 02.05.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 2. MAl 1979.
19
Haldið upp á afmælið:
„Utvarpið aldrei
í meira fjársvelti en
á 50 ára afmælinu"
— segir í ályktun Utvarpsráðs
„Sú fjárhagskreppa, sem nú ríkir,
býður heim stöðnun við stofnunina,
er sviptir Ríkisútvarpið þvi, að það
gegni sínu menningarhlutverki og
stofnunin verður ósamkeppnisfær á
timum æ fullkomnari fjarskipta,”
segir útvarpsráð um fjárhagsstöðu
RÚV.
Útvarpsráð víkur að þeim kröfum,
sem gerðar eru til ríkisútvarpsins um
efnisval og flutning auk mikilvægis
þess í almannavörnum. Þá er minnt á
fjölþjóðlegar skuldbindingar um
skipti á dagskrárefni.
„Nú er svo komið, að útvarpsráð
verður að grípa til stórfellds niður-
skurðar,” segir i ályktuninni. Lýsir
útvarpsráð stjómvöld ábyrg fyrir
þessarí stöðu og bendir á, að nú séu
síðustu forvöð fyrir stjórnvöld að
leiðrétta hlut ríkisútvarpsins svo að
hægt sé að komast hjá niðurskurði.
Niðurskurðurinn, sem talað er um,
tekur til margra þátta, en einkum þó
styttingar á dagskrártíma sjónvarps,
lengri sumarlokun og takmörkun í
gerð íslenzkra leikrita.
Þá tæki hann og til hljóðvarps með
auknum hlut endurtekins efnis,
niðurfellingu á dýru efni og sam-
drætti í leikritaflutningi, svo nokkuð
sénefnt.
„Útvarpsráð vísar öllum kvörtun-
um til þeirra ráðamanna, er ekki hafa
skilning á menningarhlutverki ríkis-
fjölmiðlanna,” segir i ályktun út-
varpsráðs.
50 ár eru liðin á þessu ári frá því
útvarpsráð hélt sinn fyrsta fund. Á
þessum tímamótum blasir við ráðinu
einhver mesta fjárhagskreppa, sem
það hefur átt við að stríða.
Útvarpsráð hefur gagnrýnt fjár-
málastjórn ríkisins fyrir að láta ekki
ríkisútvarpinu eftir tolltekjur af inn-
fluttum sjónvarpstækjum eins og
verið hefur um langt skeið sam-
kvæmt reglum, sem höfðu lagagildi.
Menntamálaráðherra, Ragnar
Arnalds, hefur lýst því yfir, að hann
muni beita sér fyrir því, að þessar
tekjur fáist til útvarpsins, enda sé það
eðlilegt og fyrst og fremst nauðsyn-
legt. Fjármálaráðherra, Tómas Árna-
son, hefur ekki talið neina lagaskyldu
til að afhenda útvarpinu þessar toll-
tekjur. Þær nema rúmum 800 millj-
ónum króna af innfluttum sjónvarps-
tækjum 1978.
-BS.
Opið hús á
geðdeild
Á sunnudaginn gefst almenningi í
fyrsta sinn kostur að skoða og kynnast
starfsemi og aðbúnaði geðdeildar
sjúkrahúss.
Þá verður „opið hús” í Geðdeild
Borgarspítalans i Arnarholti frá kl.
13—17.
Bæði húsin verða opin svo hægt er
að bera saman nýja og gamla tímann.
Einnig verður hægt að fá kaffi og sölu-
Arnarholt
degi.
opið hús á sunnudagssíð-
sýning verður á hannyrðum vistmanna.
-ÓV.
Tveir 14áraáSlysa-
deild eftir vodkaþamb
Tveir 14 ára piltar fengu að sitja í bíl
með 2 ungum mönnum í fyrrinótt og
fengu þeir stuttu hina til að aka sér að
dönsku skipi i Reykjavíkurhöfn, hvar
þeir ungu festu kaup á vodka um borð
og hófu drykkju.
Áfram var ekið og leið fram á nótt-
ina. Varð þá öðrum piltinum mjög illt
og kastaði upp blóði. Óku ungu menn-
irnir honum þegar á Slysadeildina og
þaðan var hann fluttur á Landspítal-
ann. Enn var ekið áfram unz hinn pilt-
urinn varð fárveikur. Var honum þá
einnig ekið á Slysadeildina, en fékk að
haldaheim nokkru síðar ábatavegi.
Að sögn lögreglunnar var ekkert at-
hugavert við vínið. Fremur munu við-
vaningslegir drykkjusiðir piltanna hafa
leitt þá í vandann.
-GS.
Loðnufýla
íLæragjá
Einhver óprúttinn náunginn tók sig
til á föstudagskvöldið og sturtaði úr
a.m.k. einum fiskmjölspoka í heita
lækinn í Nauthólsvík, sem öðru nafni
heitir gjarnan Læragjá.
Eftir því sem innihald pokans dreifð-
ist í heitu vatninu jókst megn óþefur úr
læknum og lyktaði hann um tima líkt
og loðnubræðslustöð í fullum gangi.
Margir þurftu því vonsviknir og
óbaðaðir að snúa frá læknum á meðan
hann var að hreinsa sig. V'ist er að læk-
urinn var orðinn hreinn á laugardags-
morgun því einn baðgesta, sem legið
hafði þar í út- og innvortisbaði alla
nóttina, réðst þá á aðkomumann.
Bitnuðu slagsmál þeirra m.a. á nær-
stöddum bíl. Eigandi hans hljóp þó
ekki feginn í fang lögreglunnar til að
kæra verknaðinn er lögreglan kom að,
því hann var ölvaður.
-GS.
Nýju gangbrautarmerkingarnar 1 Hafnarfirði. DB mynd: Bj.Bj.
Slysavaraafélagsmenn í Hafnarfirði
reyna nýjar gangbrautarmerkingar:
Fyrst er rauð rönd með
„STANZ” áletrun
„Það var í kjölfar umferðarviku
Slysavarnafélagsins að okkur datt í hug
að breyta eitthvað til í merkingum
gangbrauta i þeim tilgangi að vekja
gangandi fólk frekar til umhugsunar
við þær og svo varð hörmulegt bana-
slys á gangbraut hér í bænum í vetur
■enn frekari hvati til þessa,” sagði Einar
Sigurjónsson, formaður Slysa-
varnadeildarinnar Fiskakletts i Hafnar-
firði, í viðtali við DB.
Fiskaklettsmenn máluðu nær allar,
eða 23 gangbrautir bæjarins um helg-
ina. Sú nýbreytni er nú við merking-
arnar að fyrsta röndin er máluð rauð
og stendur „STANZ” skýrum stöfum
á henni :il að vekja fólk til umhugsunar
og aðgæzlu.
Upphaflega ætluðu Slysavarnafé-
lagsmennirnir aðeins að mála fyrstu
röndina báðum megin gatnanna þann-
ig. En eftir viðtöl við bæjarstjóra og
bæjarvcrkfræðing tóku þeir einnig að
sér að mála allar hvitu rendurnar á
milli, þar sem þörf var á.
GS.
Glósulaus og þar með glóru-
laus á prófdag
Háskólanemi í matvælafræðum er
nú heldur betur i klípu eftir að hafa
glatað öllum glósum og minnismiðum
sínum og ekki er nema mánuður í próf.
Á föstudagskvöldið aðstoðaði hann við
að taka niður markaðstjaldið á Lækj-
artorgi og lagði frá sér skólatöskuna
með bókum að verðmæti nokkurra
tuga þúsunda. Að verkinu loknu var
taskan horfin og syrgir hann ekki and-
vþ-ði bókanna, heldur fremur glósur
sinar og minnismiða. Hafi einhver
fundið töskuna er cigandann að finna í
síma 29376, en annars má koma henni
til skila á ritstjórn eða afgreiðslu DB,
sem mun koma henni i réttar hendur.
-GS.
SKYNMMYNDIR
Vandaðar litmyndir
i öll skírteini.
bama&fjölsk/ldu-
Ijosmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SÍMI 12644
GLEÐILEGT SUMAR!
Eru /ínurnar ekki í lagi? Viðleysum vandann.
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 2. maí.
FRÚARLEIKFIMI — mýkjandi og styrkjandi.
MEGRUNARLEIKFIMI — vigtun — mæling — holl ráð.
SÉRTÍMAR fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira.
tnnrhun og upplýsingar alla virka daga kl.
13-22 ísíma 83295.
Sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi — nudd.
0\ JúdódeildÁrmanns
~ * Ármúla 32
DregiÓ á morgun
NÝTT HAPPDRÆTTISÁR 79-80
MIÐIER MÖGULEIKI
Aöalumboöiö Vesturveri er opiö til kl. 7 í kvöld.
Lausir miöar eru enn fáanlegir. Dregiö í 1. flokki á morgun kl. 17.30.