Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 16
Til sýnis og sölu I dag Ford Mercury Monarch árg. 1975, 8 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, ekinn 100 þús. km, útvarp, vetrardekk og sumardekk. Gulifallegur bíll, litur blár. Verð 4,3 millj. Bílasalan Skerfan Skerfunni 11 — Sími84848 Náttfata- markaður Ingólfsstræti 6 Nýjar vörur daglega fdiZt ■(' Peysur og barnafatnaður brjóstahaldarar, yfir- í ¥§< f' stærðir í undirfötum og margt margt fleira. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Túlípaninn Ingólfsstræti 6. Ljósameistari Staða ljósameistara hjá Leikfélagi Akureyrar er laus til umsóknar. Hluti af vinnuskyldu fælist jafnframt í öðr- um störfum. Til greina kemur ráðning í hlutastarf. Umsóknarfresturer til 15. júní. Uppl. í síma 96-24073 og 96-22668. Leikfélag Akureyrar KONl höggdeyfa undir bílinn fyrir sumarið. Talið við okkur sem fyrst, ef til vill þarf að sérpanta. Sími 84450. Smyrill h/f - Armúla 7 Símaskráin 1979 Afhending símaskrárinnar 1979 hefst mánu- daginn 14. maí til símnotenda. í Reykjavík verður símaskráin afgreidd á Aðalpósthúsinu, gengið inn frá Austurstræti, mánudag til föstudags kl. 9—17. í Hafnarfírði verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni við Strandgötu. í Kópavogi verður símaskráin afhent á Póst- og símstöðinni, Digranesvegi 9. Þeir símnotendur, sem eiga rétt á 10 síma- skrám eða fleiri, fá skrárnar sendar heim. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfírði verður símaskráin aðeins afhent gegn afhendingaseðl- um, sem póstlagðir voru í dag til símnotenda. Athygli símnotenda skal vakin á því að síma- skráin 1979 gengur í gildi frá og með föstudeg- inuml.júní 1979. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyði- leggja gömlu símaskrána frá 1978 vegna fjölda númerabreytinga, sem orðið hafa frá því að hún var gefin út, enda er hún ekki lengur í gildi. Póst- og símamálastofnunin. PIPAR A FISKINN DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979. PLOKK- Háskólatónleikar. 7. tónleikar f Félagsstofnun stúdenta laugardaginn 5. maf. Flytjendun Mark Reedman, fíðla; Sfgurður I. Snorrason, klarinotta; Gfsli Magnússon, slag- harpa. Efnisskrá: Svfta úr Sögu hermannsins eftir Igor Stravinski, útsett af tónskóldinu, Áfangar eftir Leff Þórarínsson, frumflutt. Contrasts eftir Béla Bartók. tiltækjum sínum í Musica Nova . En Leifur er reyndar fyrir langa löngu vaxinn upp úr því að gera brellurnar að neinum aðalatriðum. Hér gegndu brellurnar hlutverki pip- arsins út á plokkfiskinn. Á smá kafla brá fyrir' Stravinskiiskum blæ. í heild eru Áfangar mjög geðþekkt og áheyrilegt verk. Þeir þremenningar fluttu Áfanga af stakri prýði og rétt er að muna að verkið er það tækni- lega erfitt að það er ekki á færi Svítuna úr sögu hermannsins léku þeir félagar rösklega, en það var eins og í þeim væri eilítill glímuskjálfti fyrir átökin við Áfanga Leifs. Áfanga skrifar Leifur Þórarinsson sérstaklega fyrir, og að tilhlutan, þeirra þremenninga. Svo orð Leifs sjálfs séu notuð: „Þeir eru meðal snjöllustu hljóðfæraleikara hér á landi og eru hlutverkin því nokkuð jöfn og býsna krefjandi.” Um verkið segir höfundur meðal annars: „Frumefnið er svonefndur minnk- aður ferhljómur, hljómur sem hefur tvíræða stefnu og lengdarmál.” Verkið tileinkar hann svo Kristjáni Davíðssyni listmálara. Þrælsnúnar þrautir Áfangar eru býsna lúmskt verk og glettilega erfitt í flutningi. Leifur hik- ar ekki við, þegar í byrjun, að leggja fyrir spilarana þrælsnúnar þrautir. Viðkvæma tóna hátt á tónsviði klarinettunnar og álíka brothætta flaututóna á fiðlunni, þar með til- svarandi snúna hljóma fyrir slag- hörpuna. Þegar lengra kemur fram í verkið getur Leifur ekki stillt sig um að koma með smábrellur, sem minntu á þá glöðu góðu daga þegar hann og fleiri skemmtu mönnum með V Tónlist Leifur Þórarinsson: skrifaði Áfanga sérstaklega fyrir þremenningana. neinna meðalskussa að flytja það. Til þess þarf harðsnúið lið eins og Gísla, Mark og Sigurð. Contrasts Bartóks léku þeir félagar afslappað, enda hinir erfiðu Áfangar að baki. Þeir komu vel til skila hinni þungu ung- versku glaðværð fyrsta kaflans, dreymandi værð miðkaflans og hraða og glettni lokakaflans. Þessir síðustu Háskólatónleikar þessa starfsárs voru í heild mjög vel heppnaðir. Rétt þykir mér að minna á að þótt tónleikarnir séu í nafni Há- skólans er þeim ekki ætlað að vera neitt einangrað fyrirbæri og mættu þeir gjarnan vera betur sóttir. Til þeirra er vandað í hvívetna og þeir eru ómissandi þáttur í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Félag einstæðra foreldra: HÚS FÉLAGSINS AÐ KOMAST í GAGNIÐ — happdrætti ígangi til að reka smiðshöggið „Verið er að leggja síðustu hönd á gagngerar breytingar á húsi þvi sem félagið keypti að Skeljanesi 6, en þar eiga að verða íbúðir fyrir tiu fjöl- skyldur,” sagði Jóhanna Kristjóns- dóttir, formaður Félags einstæðra foreldra. Húsnæðið er hugsað sem neyðar- og bráðabirgðaverustaður fyrir þá aðila sem eru i kröppum vanda,” sagði Jóhanna ennfremur. Félagið gengst nú fyrir skyndihapp- drætti til að fjármagna síðustu fram- kvæmdir. Eru vinningar verk eftir ýmsa listamenn. Jóhanna Kristjónsdóttir sagði að félagið hefði hlotið ágæta fyrir- greiðslu hjá Reykjavíkurborg við breytingar á húsi félagsins en auk þess hefði verið aflað fjár á ýmsan annan hátt. í Félagi einstæðra foreldra eru nú um það bil þrjú þúsund manns. Fé- lagslíf er nokkuð kröftugt auk þess sem meðlimum er veitt ýmis þjón- usta, svo sem lögfræðileg. -ÓG. Vi EKKIBARA LUBECK [ — Berlín líka — ] Guðlaugur Einarsson dansari gerir það enn betra en við vildum vjjra láta í blaðinu á föstudaginn. Þar var sagt að hann hefði lagt borgina Lúbeck að sínum fimu dansfótum. Það er rétt. En Gulli, eins og Þjóðverjar kalla hann, hefur unnið stærri sigra. Hann dansaði nýlega í Berlín, í Kabarett sem sýnt var i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Menn muna eflaust einnig eftir bíómynd með sama þræði með Lizu Minelli í aðalhlutverki. Gulli dansaði í Berlín mörg aukahlut- verk í sýningunni en margir gagnrýn- enda létu svo um mælt að hann hefði verið sá sem bar af og hefði í raun- inni átt að dansa aðalhlutverkið. Og var þó enginn aukvisi í því hlutverki. Það lék Horst Bucholz sem er einn örfárra Þjóðverja sem leikið hefur i kvikmyndum I Hollywood. Kabarett var frumsýndur 15. desember og sýndur fram I marz við gífurlegar vinsældir. Þá var Gulla boðið hlutverk í óperettu sem honum fannst að myndi vera hundleiðinlegt svo hann afþakkaði og hélt til Grikk- lands í frí. -DS. Guðlaugur Einarsson gerir garðinn frægan erlendis. DB-mynd Jim Smart.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.