Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 1979.
2
ÆTTLEIÐING í STAÐ
FÓSTUREYÐINGAR
— óvelkomið barn þitt getur verið velkomið annars staðar
Kona hringdi:
í lesendadálki Dagblaðsins 8. maí
las ég grein um fóstureyðingar eftir
„mann sem fékk að lifa”. í þeirri
grein bendir hann á þann möguleika
fyrir stúlkur sem ala óvelkomin börn
að gefa þau til ættleiðingar. Ég varð
mjög hrifin þegar ég las þessa grein
og vii taka undir það sem í henni
stendur. Þetta er nefnilega möguleiki
sem allt of sjaldan hefur verið bent á.
Ég hef sjálf ættleitt tvö börn, annað
íslenzkt hitt útlent. Þessi börn hafa
veitt mér mikla gleði í lífinu. Nú er
hins vegar ekki hægt að fá ættleidd
börn hér, hvorki innlend né erlend.
Það þýðir ekkert að láta skrá sig hjá
barnaverndarnefnd til þess að fá
barn, því að nefndin fær engin börn
til ráðstöfunar. Það eru því daufir
dagar hjá barnlausum hjónum núna.
Ég vil mælast til þess að stúlkum sem
ekki vilja eiga börn sem þær ganga
með sé betur gerð grein fyrir þessum
möguleika en gert er.
»
Ekki virðist vera hægt aö fá börn
ættleidd hér, hvorki innlend né er-
lend. Þessi litli snáði er frá Kóreu.
Reiðhjóli stolið í Hafnarfirði
— á meðan eigandinn lá á sjúkrahúsi
Karen Kristjánsdóttir hringdi:
9 ára systir mín varð fyrir því óláni
að hjóli hennar var stolið frá Mið-
vangi í Hafnarfirði á meðan hún lá á
sjúkrahúsi með heilahimnubólgu.
Það var leiðinlegt fyrir hana að koma
heim og fá þessar fréttir. Hjólið var
svo til nýtt amerískt telpnahjól, hvítt
á lit, með gulum skreytingum. Mig
langar því til þess að biðja fólk að
hafa augun hjá sér og ef það sér ein-
hvers staðar svona hjói í reiðileysi að
hringja þá i síma 53526 og láta okkur
vita. Ennþá betra væri að sá sem stal
því skilaði því hið bráðasta aftur.
Þetta er annað hjólið sem stolið er frá
henni. Hitt fékk hún aldrei aftur.
Hvorki ráðherrum, þingmönnum né öðrum er heimilt að leggja bílum sínum
framan við Alþingishúsið. DB-mynd R.Th.Sig.
Bannað að leggja
—f raman við Alþingishúsið
Axel Ketilsson, Sunnubraut 45, skrif-
ar:
Ekki alls fyrir löngu átti ég erindi
niður í bæ og reyndist mér ómögulegt
að fá bílastæði. Sáég þá þingmanna-
og ráðherrabíla sem hafði verið lagt
upp við gangstéttina fyrir framan
Alþingishúsið. Gerði ég því slíkt hið
sama því réttur minn og þeirra til þess
að leggja bifreið þarna hlýtur að vera
sá sami. Er ég hafði lokið erindi mínu
og kom til baká hafði ég fengið sekt-
armiða á bifreið mína. Við nánari at-
hugun kom í ljós að bifreið mín var
sú eina sem hafði verið skreytt slíkum
miða. Nú langar mig að vita hvernig
á þessu standi. Hafa ráðherrar og
þingmenn rétt á að leggja bifreiðum
sínum þarna en ekki ég?
DB hafði samband við Óskar
Ólason yfirlögregluþjón:
„Þetta held ég að geti ekki verið
rétt. Það er engum heimilt að leggja
bil sínum þarna og yfirgefa hann og
fá því mannlausir ráðherrabílar sem‘
aðrir sektarmiða ef þeir standa
þarna. Hitt er annað mál að ekki er
bannað að stöðva bil þarna og taka
farþega og verður þá einhver að sitja
í bílnum og það gerist oft. En P-
merki eru bæði við Alþingishúsið og
Dómkirkjuna þannig að það ætti að
vera öllum ljóst að bannað er að
skilja eftir mannlausa bíla þar.”
Lumenitio
BEZTI MOT-
LEIKURIIMN GEGN
HÆKKANDI
BENSÍNVERÐI
HABERG h£
Gefum börnunum hollan mat
Skyr er búið til úr undanrennu. DB-mynd R. Th. Sig.
— t.d. skyrí
morgunverð
9867—0254 skrifar:
Margendurteknar umræður um
smjörfjall okkar íslendinga minna
mig á að í fáfræði sinni forðum daga
þjáðust íslendingar af sjúkdómi sem
skyrbjúgur nefnist og orsakast af C-
vítamínskorti. Löngu eftir að njólinn
var vaxinn í varpanum, auðugur af
C-vítaminum, þjáðist fólkið og vissi
ekki að því liði betur og læknaðist er
það æti njóla. I þessu sambandi lang-
ar mig til þess að minnast á það að
mörg börn fara oft svöng í skólann
og borða svo eingöngu kex þegar
þau koma heim.Þeir sem senda börn-
in matarlaus í skólann vita ekki hvað
þeir eru að gera. Allir vita hve skyr er
gott og að flestir krakkar eru hrifnir
af því. En hvers vegna er ekki búið til
skyr úr nýmjólk? Það er mikið betra
heldur en skyr úr undanrennu. Við
það sparast líka vinnan við að skilja
mjólkina. Ég ber því fram þá ósk að
búið verði til sérstakt skyr fyrir börn
til morgunverðar. Ég hef heyrt að
skyrgerð okkar sé séríslenzkt fyrir-
bæri og ekki vitaö hvaðan hún sé
komin. Útlendingar kunna vel að
meta það og væri því ekkert til fyrir-
stöðu að flytja það út eins og ost ef
vel væri unnið. Hentug pakkning er
vitanlega forsendan þvi það má eng-
inn vera að þvi að hræra skyr heima
hjá sér.
En við verðum að borða hvað sem
hver segir. Svangir krakkar geta ekki
lært, ekki vaxið og líður illa. Það
hefnir sín að ala ungviðið illa og
neyzluvenjur okkar íslendinga eru
orðnar þjóðinni til skammar.
Neyðin rekurfólk
til að hugsa
4969—8577, tölvunúmer i sálarlausu
þjóðfélagi, skrifar:
í gegnum fortið og nútíð skal spá í
framtíð. Neyðin i dag rekur fólk til
að hugsa um það hverju stefna skal
að. Ef það er óbreytt ástand um tíma
skaltu líta á barnið þitt fína og spyrja
það hvort nokkuð sé að þótt þú
veðsetjir það. Og lífsstarf þitt er og
var að veita því það sem þú arfleiðir
að.
Þú óskar þess ei að það saklausa
grey þurfi að líöa neinn skort þegar
þú kallast brott. Mér flökrar við því
hvað við leiðum þau í, inní skítugan
heim þar sem líftð er geim. Líttu nú á
hvað hér er að fá. Ef áheit eru góð
verður hamingja þín stór. Og hvar er
hún í dag? Þú spyrð þig um það. Hún
týnist víst oft ofan í eigingjarnt
kofort. Þegar græðgin er sem mest
líkar skrattanum bezt. Enda brennur
samvizkan bezt þegar líkaminn ferst.
Að uppskera eins og menn sá þið
sjáið það þá, þegar skaparinn spyr:
hvað gerðuð þið? Þú svara því ei
þarft, hann sér það víst allt. Hugsaðu
hátt því frjálsan vilja þú átt. Og leir-
burður sá, sem hér fer mér frá, er til
að minna þig á lögmálin hárfín og
smá sem svipta lífinu til og frá.
Heimilis-
læknir
Raddir lesenda taka við
skilaboðum til umsjónar-
manns þáttarins „Heimil-
islæknir svarar" 1 sima
27022, kl. 13-15 alla
virka daga.
Símar: 29330/29331
Mercury Comet árg. ’73, grænsans. 6 'VW Golf árg. ’78, ekinn 28 þús. Gull- Dodge Charger árg. ’73, 8 cyl., 400 Simca Matra árg. ’74, ekinn 27 þús., 3
sjálfsk. Verð 2,3. Einnig Snapper fallegur bfll f toppstandi. Skipti á ódýr- cub., sjálfsk., brúnsans, sumard., afl- stólar frammi f, gulur, sumard.
18 1/2 fet ónotaður á vagni m/80 ha. ari koma til greina. stýri + -bremsur, útvarp. Bill i sér- Sérstakur eyðslugrannur sportbill sem
vél, rafmagnsstart, powertrim + tal- flokki. Verð3,5millj.Skiptimöguleg. marga langar f.
Istöð.