Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 10.05.1979, Blaðsíða 15
14! DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 10. MAl 1979. 15 Iþróttir Bob Paisley f ramkvæmda- stjóri Liverpool á 40 ára starfsaf mæli á þessu ári Á þessu ári eru nákvæmlega 40 ár siðan Bob Pais- ley, núverandi framkvæmdastjóri Liverpool, hóf feril sinn hjá félaginu. Hann byrjaði sem leikmaður 1939 og var þá talinn mjög góður. Siðari heims- styrjöldin gerði það að verkum að beztu ár hans fóru í súginn en 1947 varð hann enskur meistari með Liverpool. Hann tók við stöðu aðstoðarþjálfara liðsins og var síðar gerður að aðalþjálfara. Haustið 1974 tók hann við framkvæmdastjórn af Bill Shankly. Flestir töldu að hann gæti aldrei náð jafn góðum árangri með Liverpoolliðið og Shankly, en Paisley hefur þegar, á fimm árum, gert leikmenn Liverpool þrívegis að meisturum, tvöföldum Evrópumeist- urum og einu sinni varð Liverpool UEFA meistari undir hans stjórn.Liverpool hefur unnið sex meiri- háttar titla undir hans stjórn, en félagið vann 7 titla undir stjórn Shanklys á 15 árum. Paisley hefur bara verið með liðið i 5 ár. Frank McGarvey kominn í landsliðshópinn hjá Skotunum Aðra helgi hefst meistarakeppni Bretlandseyja, eða Home Championships, eins og keppnin er nefnd á ensku. í henni taka þátt lið Englands, Skotlands, N- írlands og Wales. í gærkvöldi var skozki hópurinn tilkynntur og vakti það mikla athygli að Frank McGarvey, sem Liverpool keypti í vikunni, skyldi valinn í 22 manna hópinn. Derek Parlane, einn helzti markaskorari Rangers, var ekki valinn og vakti það í senn undrun og reiði almennings í Skotlandi. Þá er Gordon McQueen kominn í hópinn á ný, en Alan Hansen frá Liverpool bolaði honum úr landsliðinu fyrir nokkru. Auk þessara má nefna John Robertson, Archie Gemmill og Martin Buchan, sem allir eru örugglega í hópnum. Endanlegur hópur hafði ekki verið til- kynntur þegar DB fór í prentun í morgun. Jafntefli erkif jendanna Dana ogSvía Erkifjendurnir Danir og Svíar gerðu jafntefli 2—2 í vináttulandsleik, sem fram fór á Idrætsparken að viðstöddum 31.000 áhorfendum i gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 1—1. Það voru þeir Ingemar Erlands- son og Billy Ehlson, sem skoruðu fyrir Svíana en Benny Nielsen og Sören Lerby svöruðu fyrir Baunana. Allir beztu leikmenn beggja liða voru með, utan að Allan Simonsen átti ekki heimangengt vegna úrslitaleiks UEFA kcppninnar i Belgrad. Portúgalar unnu Norðmenn ígærkvöldi Portúgalar unnu í gærkvöldi mjög mikilvægan sigur á Norðmönnum i Osló i 2. riðli Evrópukeppni landsliða. Eina mark leiksins skoraði Joao Alves á 34. mínútu. Sigurinn þýðir það að Portúgalar eru nú efstirl 2. riðli. Norðmenn áttu allan seinni hálfleikinn eins og hann lagði sig en tókst ekki að skora, utan einu sinni er Tom Lund kom boltanum í netið. Markið var dæmt af vegna brots á markverði. Norðmenn fengu 10 hornspyrnur en tókst ekki að færa sér þær í nyt og 10.000 áhorfendur sneru því vonsviknir heim að leiknum loknum. Staðan í riðlinum Portúgal 4 3 1 0 5—2 7 Austurríki 5 2 2 1 7—5 6 Belgía 4 0 4 0 3—3 4 Skotland 3 1 0 2 5—6 2 Noregur 4 0 1 3 3—7 1 Töpuðu eftir framlengingu og vítakeppni — Skagamenn töpuðu fyrir landsliði Burma f úrslitum mótsins í Indónesíu — Þrátt fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Burma, leikur enginn vafi á að árangurinn hjá strákunum er hreint út sagt frábær, sagði Þröstur Stefánsson, formaður íþróttabandalags Akraness, við DB í gær. Akurnesingar léku til úrslita í mótinu i Indónesiu við landslið Burma og máttu þola tap eftir vitaspyrnukeppni. Það var hinn ungi og efnilegi Svein- björn Hákonarson sem náði forystunni Jón Hjaltalín þjálfar ÍA Fyrr á þessu ári var greint frá þvf i dagblöðunum, að Akurnesingar hygðust ráða Jón Hjaltalin, sem þjálfara og leikmann fyrir næsta keppnistimabil i handboltanum. Jón kemur til með að starfa við jámblendi- verksmiðjuna að Grundartanga og eru þvi hæg heimatökin. Fyrir skömmu ræddu forráðamenn þandknattleiksráðs ÍA við Jón og eftir þaw viðræður er talið næsta víst að hann^aki að sér þjálfun liðsins næsta vetur. fyrir Skagamenn í fyrri hálfleiknum, en Burma jafnaði í siðari hálfleik. Eftir venjulegan leiktíma var enn jafnt, 1-1, og var þá gripið til framleng- ingar. Ekki tókst liðunum að skora i henni og var því enn jafnt 1-1 að henni lokinni. Þá varð að fara fram vítakeppni og þar brugðust taugar Skagamannanna því þeir létu verja frá sér tvær víta- spyrnur og Burma stóð þvi uppi sem sigurvegari i leiknum. Skagamenn þurfa þó svo sannarlega ekki að blygðast sin fyrir þennan ár- angur. Þeir hafa haldið merki is- lenzkrar knattspymu hátt á lofti f þess- ari ferð. Akurnesingum hefur verið boðið i þessa keppni næsta ár, en að auki hlutu þeir um 1250 dollara verðlaun eða jafn- virði tæplega hálfrar milljónar ísl. króna. Þá hlutu þeir veglegan bikar að launum fyrir 2. sætið. Strákarnir koma heim frá Indónesíu á morgun og cr ekki að efa, að þeim verður vel tekið við heimkomuna. Strax um helgina hefst undirbúningur þeirra fyrir íslandsmótið og fyrsti leik- urinn verður gegn Keflavík nk. mið- vikudagskvöld kl. 20. Reykholt—Islandsmeistarar i 2. fl. stúlkna i körfuknattleik 1979. Aftari röð frá vinstri: Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Valgerður Hannes- dóttir, Kristín Eyjólfsdóttir, Arna Hallgrímsdóttir, Laura Hiidur Jakobsdóttir, Guðrún Margrét Sigurðardóttir og Gunnar Svanlaugsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Vilborg Tryggvadóttir, Sólborg Alda Péturs- dóttir og Agnes Guðmundsdóttir. Góður árangur Reykhyltinga — í yngri f lokkunum í körfubolta Reykholti 24.4.1979. Þann 7. apríl sl. fór fram úrslita- leikur i íslandsmóti 2. flokks stúlkna i körfuknattieik og fór leikurinn fram i iþróttahúsinu i Borgarnesi. Þar áttust við Reykholtsskóli i Borgarflrði og ÍR. Reykholt sigraði i þessum leik með 21 stig I gegn 18. Staðan i hálfleik var 12— 6 IR í vil. Reykholtsstúlkurnar mættu tviefldar til leiks i seinni hálfleik og sigruðu sem fyrr segir 21—18. ÍR-ingar kærðu þennan leik en ekki er búið að útkljá það mál. Strákarnir í Reykholti voru meðal þátttakenda í íslandsmótinu í 2. flokki pilta í körfuknattleik. Þeir stóðu sig mjög vel eins og stúlkurnar og lentu í þriðja sæti. Þessi tvö lið hafa einnig staðið sig vel í keppnum sem háðar hafa verið innan Borgarfjarðar í vetur. Má þar nefna að þau sigruðu í karla- og kvennaflokki í hraðmóti í körfuknattleik á vegum samstarfsnefndar framhaldsskólanna í Borgarfirði. Það mót var haldið í byrjun desember. Strákarnir urðu í öðru sæti i hraðmóti UMSB sem haldið var í marz. Þeir töpuðu naumlega fyrir meistaraflokki Skallagríms, sem leikur í 1. deild, með 19 stigum gegn 21. Árangur þessara liða er sérstaklega athyglisverður þegar þess er gætt að aðstaða til æfinga í Reykholti er ekki upp á marga fiska. Leikfimisalurinn er byggður 1931 og hann, og allt sem honum fylgir, er fyrir löngu úr sér gengið. Salurinn erinnan við 10 m á breidd og u.þ.b. 17 m langur. Sömuleiðis er aðstaða í búnings- og sturtuklefum mjög bágborin og þar er allt löngu orðið úrelt. Þetta sýnir að toppaðstaða er ekkert skilyrði fyrir velgengni, þó hún sé auðvitað mjög æskileg í sjálfu sér, heldur hafa áhugi og góður liðsandi innan hvers keppnishóps mjög mikið að segja. Það er hægt að komast ótrúlega langt í keppni ef þetta tvennt er fyrir hendi. m m * » -»■! !« Lið Liverpool, ensku meistaranna 1979. Efsta röð frá vinstrí: Joey Jones (nú hjá Wrexham), Ray Clemence, Steve Ogrizovic, Alan Hansen og Phil Thompson. Mið- röð frá vinstrí: Ronnie Moran (aðalþjálfari), Graeme Souness, David Fairclough, Ray Kennedy, David Johnson, Phil Neal og Joe Fagan (aðstoðarþjálfarí). Fremsta röð frá vinstrí: Kenny Dalglish, Steve Heighway, Bob Paisley (framkvæmdastjórí), Emlyn Hughes, Terry McDermott og Kevin Sheedy. Fyrir framan Bob Paisley stendur Evrópubikarínn, sem Liverpool vann sl. ár. Bezta félagslið Eng- lands fyrr og síðar DB rekur sögu Liverpool allt frá upphafi, en félagið varð enskur meistari í 11. sinn á miðvikudag Sem kunnugt er tryggði Liverpool sér enska meistaratitilinn i 11. skipti á mið- vikudagskvöld. Kom það alls ekki á óvart þvi liðið hefur verið i algerum sérflokki i vetur. Þegar tveir leikir eru nú eftir á Liverpool enn möguleika á að bæta stigamet Leeds frá 1969, en það er 67 stig og þykir enn þann dag f dag vera ævintýralega hátt. Annað met sem er i hættu er það met sem Liverpool á ásamt Forest, að hafa minnst fengið á sig 24 mörk á einu keppnistimabili. Liverpool afrekaði þetta keppnistíma- bilið 1968—69 og siðan aftur 1970—71. Forest jafnaði siðan metið á sl. keppnistímabili. Liverpool hefur nú fengið aðeins 16 mörk á sig og nær óhugsandi er annað en metið verði bætt. Það er þvi ekki úr vegi að staldra aðeins við og fara yfir sögu þessa stór- kostlega félags. Liverpool Football Club, eins og félagið heitir fullu nafni, var stofnað árið 1892. Stofnun félagsins bar að með nokkuð óvenjulegum hætti. Þannig var mál með vexti, að hækka átti leiguna á landi þvt er Everton, sem var stofnað 1878 og gerðist atvinnu- mannalið 1885, hafði til afnota. Á þeim tíma voru öll fjármál í höndum leikmanna liðsins og nokkrir þeirra vildu ekki sætta sig við auknar greiðslur og því klofnaði félagið. Þannig varð Liverpool F.C. til. Það er því nokkuð víst, að þá leikmenn sem hættu hjá Everton hefur aldrei órað fyrir því hversu mikið veldi Liverpool áttieftir aðverða. Árið 1893 tók Liverpool fyrst þátt í deildakeppninni. Félagið lék í 2. deild og vann hana með miklum yfirburðum og tapaði ekki leik. Veran í 1. deildinni varð þó stutt i það sinnið því liðið féll niður í 2. deild strax á fyrsta ári. önnur deildin vannst síðan aftur Jiæsta ár og leiðin lá að nýju upp i 1. deildina. Liverpool varð um miöja deild 1898 en 1899 hafnaði liðið í 2. sæti og komst í undanúrslit bikarsins en tapaði fyrir Sheffield United eftir þrjá leiki. Aldamótaárið gekk Liverpool ekki eins vel og árið áður, en 1901 varð Liverpool í fyrsta skipti enskur meist- ari. Liðið hlaut 45 stig úr 34 leikjum. Dvölin á toppnum varð skammvinn og þremur árum síðar féll Liverpool í 2. deildina á nýjan leik. Það varð þó ekki um langt stopp að ræða í 2. deildinni fremur venju og Liverpool vann sig upp strax aftur og varð meistari í annað sinn 1906. Þaö sama ár tapaði liðið fyrir Everton í undanúrslitum bikars- ins. Næstu ár á eftir gekk hvorki né rak en liðið hafnaði þó í 2. sæti 1910. Árið 1914 komst Liverpool í fyrsta sinn í úrslit bikarkeppninnar. Mótherj- arnir voru Burnley og Liverpool mátti þola 0-1 tap á leikvelli Crystal Palace. Wembley kom ekki til sögunnar fyrr en 9 árum síðar. Siðan varð hlé á allri keppni í 5 ár vegna stríðsins, en 1920 hafnaði Liverpool í 4. sæti í 1. deild. Þetta var fyrsta keppnistímabilið, sem leikirnir voru 42 talsins, eins og fyrir- komulagið er enn í dag. Árið eftir varð það sama uppi á ten- ingnum, en 1922 varð Liverpool meistari í 3. sinn í sögu félagsins. Hlaut liðið 57 sdg — 6 meira en Tottenham, sem varð í öðru sæti. Ekkert var nú gefið eftir og 1923 varð félagið aftur meistari — nú með 60 stig, sex meira en Sunderland. Liver- pool hafði lengi búið við skrykkjótt gengi og engin breyting varð þar á eftír þessa tvo meistaratitla í röð. Liverpool varð í 4. sæti 1926 og 5. sæti 1929 en árin þar á milli og næstu ár á eftír voru slök og var Liverpool iðulega um miðja deild og fram undir stríð varð Liver- pool ekki ofar en í 7.—8. sætí. Hvíldin frá knattspyrnu virtist hafa góð áhrif á félagið því strax á fyrsta keppnistímabilinu eftir strið — 1946— 47 — varð Liverpool meistari. Þá var Bob Paisley, núverandi framkvæmda- stjóri, leikmaður með liðinu. Þetta sama ár komst Liverpool i undanúrslit bikarsins gegn Burnley en tapaði eftir aukaleik. Strax eftír titilinn fór að halla undan fæti á ný, en félagið komst þó í úrslit á Wembley í bikarnum gegn Arsenal 1950aðeins til aðtapa0-2. Liverpool slapp naumlega við fall vorið 1953, en ári síðar varð fallið ekki umflúið og Liverpool var komið i 2. deild eftir að hafa verið í þeirri fyrstu í samfleytt 48 ár. Og nú hófst erfið bar- átta við að komast upp úr annarri deildinni. Árin 1956 og 1957 varð Liverpool í 3í sæti. Næstu tvö ár, 1958 og 1959', Varð liðið í bæði skiptin í 4. sæfi. Árin 1960 og 1961 hafnaði Livefþool í bæði skiptin í 3. sætinu og áhangendur liðs- ins voru farnir að halda að því ætlaði. aldrei að takast að komast upp. Bill Shankly, einn litríkasti framkvæmda- stjóri enskrar knattspyrnusögu, tók við liðinu haustið 1959. Hann byrjaði á að stokka allt upp og fékk til liðs við sig menn eins og Ian St. John og Ron Yeats. Þessir menn ásamt lan Callaghan og Roger Hunt voru lykilmenn í sigurliði Liverpool í 2. deildinni vorið 1962. Livepool vann deildina með miklum yfirburðum og hlaut 62 stig, en Orient varð í öðru sæti með 54 stig. Með þessu mikilvæga þrepi hófst sigurganga Liverpool, sem stendurenn. Fyrsta árið í 1. deildinni var nokkuð erfitt eftir margra ára fjarveru og liðið hafnaði í 8. sæti, en komst i undanúr- slit bikarsins — tapaði þar fyrir Leicester. Vorið 1964 kom 6. meistaratitillinn til félagsins, en í bikarnum tapaði Liverpoo! 1-2 fyrir Swansea á heima- velli í 6. umferð og voru það óvæntustu úrslit í bikarnum í mörg ár. Árið 1965 hóf Liverpool þátttöku i Evrópukeppni meistaraliða og síðan hefur Liverpool leikið í einhverri hinna Kenny Dalglish þriggja Evrópukeppna hvert einasta ár. Árangurinn i 1. deildinni varð þokka- legur — 7. sæti, en loks eftir langa bið kom enski bikarinn til Anfield. Liver- pool vann Leeds í úrslitum á Wembley 2- 1. Þetta sama ár komst félagið í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða gegn Inter Milanó. Eftir að hafa unnið 3- 1 á Anfield gerðu menn sér góðar vonir um sætí í úrslitunum, en þær hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar Liverpool tapaði 0-3 í síðari leiknum á San Siro leikvellinum. Fyrri leikurinn gegn Milanó er enn þann dag í dag tal- inn einn allra bezti leikur Liverpool frá upphafi. Liverpool vann svo enska meistara- titilinn aftur 1966 — þá í 7. sinn og komst jafnframt í úrslit Evrópukeppni bikarhafa, en tapaði fyrir Borussia Dortmund 1-2 á Hampden Park í Glas- gow, áhangendum liðsins til sárra von- brigða. Það lið sem Shankly hafði byggt upp i kringum 1960 var nú farið að láta þálitið á sjá, en engu að síður tókst felaginu alltaf að standa sig vel í deilda- keppnipni. Árið 19?D hófst mikil bylting á An- field og þá Kóf Shankly uppbyggingu algerlega nýs liös með leikreyndum köppum inn á miili, Næstu árin var liðið nær alltaf þannig, skipað: Ray Clemence, Chris Lawler, Alec Lindsay, Tommy Smith, Larry Lloyd, Emlyn Hughes, Kevin Keegan, ■ Peter Cormack, Steve Heighway, Jobn Toshack og Ian Callaghan. Þetta lið stóð sig mjög vel, varð m.a. meistari, bikarmeistari og vann UEFA bikarinn einu sinni. Síðustu árin hefur Liverpool gert meira af því að kaupa leikmenn og hefur liðið þar af leiðandi tekið miklum breytingum. Emlyn Hughes, sem hefur verið hjá Liverpool síðan 1967 og hefur þjónað félaginu betur en flestir aðrir, er nú að syngja sitt síðasta. Ian Callag- han, Tommy Smith og Toshack eru nú allir hjá Swansea og nýir leikmenn hafa tekið þeirra stöður. Það tæki allt of mikið rúm að rekja árangur liðsins sl. 6—7 ár í skrifuðu máli, þannig að hér á eftir fylgir tafla yfír árangur liðsins í 1. deildinni og öðrum keppnumsíðan 1%3. FAtáknar enska bikarinn, LC deildabikarinn. Tölurnar fyrir neðan sýna hversu langt liðið komst hverju sinni (í hvaða um- ferð það var slegið út). Ú stendur fyrir úrslit, S fyrir sigurvegara og UÚ þýðir að liðið hefur verið slegið út í undanúr- slitum. Þá skal geta þess að keppnin Fairs Cup er nú það, sem er ÚEFA bikarinn. - SSv. Ár ( 1. deild FA LC Evrópa 1963 8 UÚ — — 1964 16 — — 1965 7 S — UÚ (E.meist.) 1966 I 3 — Ú (E.bik.) 1967 5 5 — 2(E.meist.) 1968 3 6 2 3 (Fairs Cup) 1969 2 5 4 1 (Fairs Cup) 1970 5 6 3 2 (Fairs Cup) 1971 5 Ú 3 UÚ(FairsCup) 1972 3 4 4 2 (E.bik.) .1973 1 4 5 S(UEFA) 1974 2 S 5 2(E.meist.) 1975 2 4 4 2(E.bik.) 1976 1 4 3 S(UEFA) 1977 1 Ú 2 S(E.meist.) 1978 2 3 Ú S (E.meist.) 1979 1 UÚ 2 1 (E.meist.) Sjálfsmark varð Rauðu stjörnunni að falli — Rauða stjarnan náði aðeins 1—1 jafntef li gegn Borussia Sjálfsmark varnarmannsins Ivan Juristic á 60. mínútu reyndist Rauðu stjörnunni frá Belgrað ærið dýrmætt í fyrri úrslitaleik UEFA-keppninnar. Forysta Rauðu stjörnunnar var aðeins eitt mark og með marki sinu jafnaði Juristic metin fyrir Borussia. Mark Rauðu stjörnunnar skoraði hins vegar Sestic á 21. mínútu. Það var geysimikil stemmning á leik- velli Rauðu stjörnunnar í gærkvöldi og rúmlega 90.000 áhorfendur voru með á nótunum allt frá upphafi. Fyrir leikinn hafði þjálfari Rauðu stjörnunnar sagt, að hans menn myndu örugglega vinna leikinn, en slikt grobb borgar sig ekki fyrirfram. Miklar rigningar voru nóttina fyrir leikinn og var völlurinn því flugháll. Leikmenn áttu í erfiðleikum með að fóta sig i upphafi en náðu smám saman tökum á verkefni sínu. Leikmenn Rauðu stjörnunnar sóttu ákaft allt frá fyrstu mínútu — vel studdir af hinum 90.000 áhorfendum. Borussia, með Berti Vogts í broddi fylkingar, varðist KV0DDU DEILDINA MEÐGÓDUM SIGRI — Blacburn vann Fulham 2—1 ígærkvöldi Blackburn Rovers, sem er kolfallið f 3. deild, kvaddi 2. deildina með sigri í gærkvöldi er liðið fékk Lundúnaliðið Fulham í heimsókn á Ewood Park. Lokatölur urðu 2—1 fyrir Blackburn og sá sigur undirstrikar enn hversu undarlegt fall Blackburn er í 3. deild- ina. Blackburn hefur á lokasprettinum í deildinni lagt þrjú af fimm efstu liðum deildarinnar. Leikmenn Sunderland urðu illilega fyrir barðinu á liðinu er þeir töpuðu 0—1 fyrir því á eigin heimavelli og sömu sögu er að segja um Stoke. Stoke mátti þola 0—-2 tap á heimavelli. Sl. laugardag gerði Black- burn síðan endanlega út um vonir West Ham með því að vinna 1—0. Hreint undarlegt að liðið skuli falla með slíka sigra í pokahorninu. Úrslit í gærkvöldi. 1. deild Nottingham F-Manchester C 3—I 2. deild Blackburn-Fulham 3. deild Lincoln-Bury T ranmere-Colchester 2—1 1—5 „Hef ekki hugsað mér að fara” — Nei, ég hef ekkert hugsað mér að fara frá Njarðvík, sagði landsliðs- maðurinn i körfuknattleik, Gunnar Þorvarðarson, er DB bar undir hann þann orðróm að hann væri að ganga yfir í Val. — Ég hef reyndar sjálfur heyrt þennan orðróm, sagði Gunnar, en hann á ekki við nein rök að styðjast. — Ég ætla örugglega að verða áfram hér hjá Njarðvík og sömu sögu er að segja um alla okkar leikmenn, utan Geirs auðvitað, sem er genginn i KR. Þrálátur orðrómur hefur verið hér i höfuðborginni, þess efnis að Gunnar ætlaði aðgangayfirí Val. Þá hefurþað einnig heyrzt sterklega að miklar líkur séu á, að Ármenningarnir Atli Arason og Jón Björgvinsson hyggist ganga í Val en vera má að ekki sé meira til í þeim orðrómi en þeim sem spannst um Gunnar Þorvarðarson. Stúdentar hafa ákveðið að ráða Trent Smock til sín áfram, að því bezt er vitað, og mun hann hefja æfingar i ágúst með liðinu. Eftir því sem DB hefur frétt mun vera mikil hreyfing á mönnum á milli félaga og hefur aldrei verið meiri en í ár. Þessar auknu hreyfingar koma sjálf- krafa í kjölfar þeirrar þróunar sem hefur verið undanfarin 2—3 ár. Liðin leggja allt upp úr góðum árangri í úrvalsdeildinni því góður árangur er undirstaðan fyrir góðum rekstri deild- anna. í vetur skilaði körfuboltinn af sér hagnaði hjá mörgum deildanna og hefur slíkt ekki gerzt hérlendis í manna minnum að neinu ráði. 4. deild Halifax-Hereford Rochdale-Torquay Skotland — 1. deild Montrose-Dumbarton 1—0 1—0 0—2 Sigur Forest yfir Manchester City var mjög öruggur, en Forest er nú að berj- ast við WBA um annað sætið í deild- inni og stendur þar mun verr að vígi. Hefur stigi minna og með leik fleira. Lincoln og Tranmere töpuðu bæði mjög illa á heimavelli í 3. deildinni og falla bæði í 4. deild. Upp úr 4. deild- inni koma hins vegar Grimsby, Reading, Barnsley og Wimbledon. aftur á mjög vel og gaf ekki mörg færi til þess að skora. Vörnin opnaðist þó iililega á 21. mínútu og framherjinn Sestic var ekkert að hika við hlutina heldur sendi boltann í netið með föstu skoti af stuttu færi. Allan hálfleikinn hafði Rauða stjarn- an undirtökin án þess að geta bætt við mörkum og þegar flautað var til hlés- var staðan óbreytt — 1-0. Greinilegt var á öllu í upphafi seinni hálfleiks að nú hygðist Borussia leggja allt i sölurnar til þess að reyna að jafna metin. Tveir tengiliðanna voru færðir framar á vellinum og sóknin varð beitt- ari fyrir vikið. Á 60. mínútu brunaði Daninn litli, Allan Simonsen, upp hægri kantinn :>g gaf vel fyrir markið. Ivan Juristic ætlaði ekki að taka minnsta snefil af áhættu — kastaði sér fram og hugðist skalla knöttinn í horn. Ekki tókst þó betur til en svo en þrumuskalli hans söng í netmöskvunum og hann hafi jafnað metin fyrir Borussia með gull- fallegu sjálfsmarki ef hægt er að tala um að sjálfsmörk séu gullfalleg. Markið kom sem köld vatnsgusa framan í leikmenn Rauðu stjörnunnar jafnt sem áhorfendur og um tíma heyrðist ekkert nema í áhangendum Borussia. Markið virtist setja leikmenn Rauðu stjörnunnar algerlega út af lag- inu því þeir misstu algerlega tök sín á leiknum og Borussia, drifið áfram af stórgóðum leik Simonsen, sótti stift lokakaflann. Nokkrum sinnum komst mark Júgóslavanna í verulega hættu, en alltaf tókst að bjarga. Borussia hefur því pálmann í höndunum þegar liðin mætast að nýju í síðari leik lið- anna. Bílamálarar! Viljum ráða bílamálara og nema í bílamálun. Upplýsingar hjá verkstjóranum. EGILL VILHJÁLMSS0N LAUGAVEG1118 - SÍMI22240. ÍGNBOGIII a 19 ooo GREGORY and LAURENCE PECK OLIVIER IAMES MASON |. SCHAFFNER FIL THE BOYS FROM BRAZIL ULU PALMER ‘THE BOYS FROM BRAZIL” ROBLRT (EJUtY Executive Producer FRYER Music bv GOLDSMITH Drengirnir frá Brasilíu Afar spennandi og vel gerð. Leikstjóri: FRANKLIN J. SCHAFFNER. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3,6 og 9.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.