Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ1979. ÚtigríH Grílláhöld Grí/l-ko/ liisi Glœsibæ—Sími 30350 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímán- uð 1979 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 3% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir ein- da8a- Fjármálaráðuneytið 18. júní 1979 DILKASLÖG Seljum nœstu dugu DILKASLÖG í 3ja, 5 og 10 kg pökkum. Verö kr. 480pr. kg. SÍM111636 LAUGAVEGI78 FR-kerf ið fullmótað fýrír sjóralEð: Bátur sendur út fyrir Austurlandi —tilad loka kerfinu endanlega Um síðustu helgi reyndi Félag far- stöðvaeigenda á íslandi fjarskiptakerfi sem félagið er að byggja upp fyrir Sjórall ’79semhefst l.júli. Smávægilegir gallar komu í ljós sem nú er unnið að bótum á. Verður kerfið reynt aftur á laugardaginn. Svo sem DB hefur skýrt frá buðu FR-menn fram þessa þjónustu sína að eigin frumkvæði. í fyrra veittu þeir ómetan- lega aðstoð eftir að keppnin hófst. í þessu níu ára félagi eru nú um sex þúsund félagar. Tilgangur félagsins er m.a. að vinna með Almannavörnum, Slysavarnafélagi íslands, lögreglu og öllum þeim öðrum, sem láta sig öryggismál og almenningsheill varða. Má í þessu sambandi nefna að í eld- gosinu i Eyjum 1973 komu FR-menn upp eina fjarskiptasambandinu við land fyrst um sinn. Þá lánuðu félagar talstöðvar sem varpað var niður í fallhlífum úr Landhelgisgæzluflugvél eftir snjóflóðin á Norðfirði, svo sam- band næðist við heimamenn eftir að sima- og rafkerfi hafði rofnað. Mikil vinna hefur verið lögð í kerfið fyrir sjórallið. Átta „móðurstöðvar” hafa verið virkjaðar og fjöldi annarra aðila munu fylgjast með bátunum. Meðal annars má nefna að líklega verður sendur út bátur frá Borgarfirði eystra til að hafa samband við bátana. Þá verður talstöð send að Horni, svo eitthvað sé nefnt. Stjórnstöð keppninnar mun hafa kallmerkið 10 þúsund og bátarnir þar fyrir ofan upp að tíu. Að ósk keppenda í fyrra halda þeir merkingu sinni á- fram. Hafsteinn og Runólfur verða nr. 05, Gunnar og Ásgeir nr. 08 og Lára og Bjarni nr. 03. FR-menn ætla að fara yfir allar stöðvar keppnisbátanna og lagfæra þær þar sem þess gerist þörf. Með því og fjarskiptanetinu ætti að vera girt fyrir það sambandsleysi við bátana sem olli stundum vandræðum i fyrra. -GS. ÓLAFSVÍK. FR RADIO 1600. \ Steingrímur Þórarinsson FR.3845. 'V. Sími 93-6673 og 6683. ‘ REYKJAVÍK. FR RADIO 5000. Síðumúla 22 Simi 91-34200. VESTMANNAEYJAR. FR RADIO 900. Krístinn Kristinsson FR.1169. Sími 98-1853. ÍSAFJÖRÐUR. FR RADIO 2000. Sveinn Lyngmó FR. 618. Simi 94-3156. GRÍMSEY. FR RADIO 3000. Bjami Magnússon. Sími 96-73101. ) NESKAUPSTAÐUF ; FR RADIO 600. ‘\ Þórarinn Smári . FR.601. ' Sími 97-7491. . HÖFN HORNAFIRÐI. ' FRRADIO300. Ragnar Imsland FR. 304. Sími 97-8249. RAUFARHÖFN. FR RADIO 2800. Kópaskeri Baldur Guðmundsson FR. 2804. Sími 96-52151. Átta „móðurstöðvar” FR-manna umhverfis landið. Bílar og bátur verða sendir til ýmissa staða til að kerfið verði öruggt. Með dauðann á hælunum Æsispennandi ný Panavision litmynd. Sýndkl. 5,7,9og 11,15. CHARLES BRONSON JILL IRELAND, ROD STEIGE LÍMMIÐARNIR AÐ- EINS AUGLÝSING —segir Öm Gðsson formaður FRÍ— Afraksturinn nemur um 4 miHjónum króna „Morgunblaðslímmiðarnir eru aðeins auglýsing sem seld er til þess að reyna að grynnka á skuldum okkar sem nema nú 11 milljónum króna,” sagði örn Eiðsson, formaður Frjálsíþrótta- sambandsins. „íþróttahreyfingin leggur upp laupana ef hún fær ekki fjármagn og við fáum sáralitla peninga til félagsmálastarfsemi frá opinberum aðilum. Greiðsla Morgunblaðsins er í því fólgin að fylgirit fylgdi með Morgunblaðinu nýlega. Þar lagði Morgunblaðið til pappír, prentun og fleira en við söfnuðum auglýsingum í blaðið. Afraksturinn af þeim fær síðan FRÍ en hann nemur um 4 milljónum króna. „Þetta var býsna vel boðið og yfir- gnæfandi bezta boðið sem FRÍ fékk. Öðrum aðilum en Morgunblaðinu var boðin þessi auglýsing, þar á meðal Vísi, en ekki náðist samstaða við Vísi. Vísir vildi vera framkvæmdaaðili og átti hiaupið að kallast boðhlaup FRÍ og Vísis. Það kom fram andstaða gegn þeirri hugmynd innan héraðssam- bandanna þar sem þá þótti hlaupið tengjast um of einum fjölmiðli. Það er gerólíkt með Morgunblaðið, því er aðeins seld auglýsing. Það er fráleitt að tengja málið pólitik, eins og Haukur Ingibergsson- gerir i DB í gær. í stjórn FRÍ kemst pólitík ekki að. Það er fjarstæða og sæmir ekki íþróttastarfi. Hins vegar eru íþróttamenn meira og minna með auglýsingar og þá skiptir ekki máii hvað stendur á auglýsingunum, nema hvað bannað er að auglýsa tóbak og brennivín. Haukur Júlíusson, formaður ung- mennafélagsins íslendings, segir i DB í gær að engin fyrirmæli hafi fylgt með um hvað gera ætti við þessa límmiða. Varðandi það skal þess getið að send voru bréf til forystu allra héraðs- sambandanna þar sem greint var frá notkun límmiðanna. Hafi Haukur ekki séð það bréf er það mál UMSB en ekki okkar. Menn verða að muna að hlaupið kostar okkur peninga og talið er að við verðum að leggja út um 2 milljónir króna í prentunarkostnað, bensín o.fl. þrátt fyrir það að margir leggi á sig sjálfboðastörf,” sagði Öm Eiðsson. -JH. Oeðlilegt að auglýsa f lokksblöð — segir fyrrv. framkvæmdastjóri HSÞ „Það er mín persónulega skoðun að hlauparar FRÍ eigi ekki að auglýsa flokksblöð,” sagði Arnmundur Bjarnason, fv. framkvæmdastjóri HSÞ. „Ég var þingfulltrúi á síðasta FRÍ-þingi og þá taldi ég að ekki ætti að auglýsa fjölmiðla í þessu hlaupi. Ég hefði haldið að þetta hlaup vekti það mikla athygli að ekki þyrfti að fá pólitískan fjölmiðil til þess að auglýsa á búningum hlauparanna. Það hefði verið mikið eðlilegra.t.d. að auglýsa íslenzkan iðnað eða eitthvað slíkt á búningunum. Styrr stóð um hlaupið í upphafi milli DB og Vísis þar sem DB tengdist ungmennafélögunum og Vísir FRÍ. Það varð ekki af auglýsingum þessara blaða og því tel ég óeðlilegt, að enn einn fjölmiðillinn séauglýstur á þennan hátt.” -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.