Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 10
10 Framkvæmdastjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Holgason. Skrifstofustjóri ritstjóman Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. íþróttir Hallur Sfmonarson. Monning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómassop, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdótt- ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugui' A. Jónsson, Helgi Pétursson, ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guöjón H. Pólssori. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamlorfur Bjamlorfsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þormóösson. * - t> Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorieffsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Droifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Rhótjóm Siöumúla 12. Afgreiösla, óskriftadeild, augtýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3Q00 kr. ó mónuöi innanlands. i lausasölu 150 kr. eintakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf., Sföumúla 12. Mynda- og pfötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skoifunni 10. Áframídauðastríði Framsóknarmenn hafa, harðnað og setja nú ýmsa úrslitakosti um stjórnar- samstarfið. Mörgum mun finnast, að ríkisstjórnin hafi bjargað í horn í nokkrum stórmálum síðustu vikur og ætti líðan hennar að batna við. í raun- inni er jafntvísýnt og áður um lífdaga stjórnarsamstarfsins. Að farmannaverkfallinu frágengnu standa deilur um aðgerðir í kaupgjaldsmálum almennt og olíumálum sem fleygur í samstarfinu. Framsóknarmenn hafa þar ákveðnasta stefnu. Niðurstöður skoðanakannana hafa að undanförnu hresst þá við, og suma dreymir um kosningar til að sanna fylgisaukningu þeirra. Fram- sóknarforystan er mun reiðubúnari en áður til að fórna stjórnarsamstarfinu og standa eða falla með tillögum sínum. Aðgerðir í kjara- og olíumálum sitja þó fastar vegna ágreinings. Einkum er Alþýðubandalagið tregt til harðra aðgerða. Alþýðubandalagið vill, að launþegar almennt fái þrjú prósent grunnkaupshækkun með| bráðabirgðalögum, en grunnkaupið verði ekki bundið.| Framsóknarmenn setja bindingu grunnkaupsins fram yfir þrjú prósent til áramóta sem skilyrði í stjórnarsam- starfinu. Yfirlýst stefna Alþýðuflokksins er, að samningar skuli vera frjálsir, þótt sú stefna sé á reiki í raun eins og afstaðan til farmannaverkfallsins sýnir. í olíumálunum hafa framsóknarmenn sett fram þá ákveðnu kröfu, að ríkissjóði verði aflað fjár með óbeinum sköttum en ekki beinum. Þessir óbeinu skatt- ar, til dæmis „viðlagagjald” ofan á söluskatt, sem að sjálfsögðu fer beint út í vöruverðið, skuli ekki koma inn í kaupgjaldsvísitölu. Þeir segja, að fráleitt sé að hækka kaup til að mæta hækkun óbeinna skatta, sem lagðir séu á vegna olíuhækkana erlendis. Þjóðarbúið standi verr eftir en ekki betur og því sé ekki tilefni til kauphækkana af þeim sökum. Alþýðubandalagið hefur ekki fallizt á, að olíuvandanum verði mætt með þeim hætti, sem Framsókn vill. Spurningarnar um þriggja prósenta grunnkaups- hækkun og skatta vegna olíuvandans eru þau megin- mál, sem ríkisstjórnin mun fást við næstu vikur, og mun ekki ganga þrautalaust. Með nokkurri heppni hefur ríkisstjórnin hins vegar losnað frá stórmálum síðustu vikur. Mjólkurfræðingar gáfust upp á verkfalli sínu og sættu sig viðmiklulakari býti en búizt hafði verið við. Með því varð eftirleikur- - inn auðveldari á öðrumsviðum kjaramála, einnig lausn farmannaverkfallsins. ODESSA, hjálpar- og björgunar- sveit gamalla nasista, hefur sent morðsveit til Brasilíu til að drepa fyrrum félaga í samtökunum, Franz- Gustav Wagner að nafni. Er þetta fyrrum SS foringi sem nýverið var handtekinn af yfirvöldum og dvelst nú á sjúkrahúsi undir lögreglugæzlu þar til hann verður framseldur til Vestur-Þýzkalands. Ástæðan fyrir því, að talið er, að gamlir nasistar vilji þennan fyrrum félaga sinn feigan er sú, að þeir óttast að hann komi upp um marga nasista í Suður-Ameriku auk þess sem hann gæti tekið upp á því að upplýsa hvað varð um ýmsa fjármuni sem hurfu með nasistunum í lok síðari heims- styrjaldarinnar er veldi Hitlers féll. Fullyrðingar um morðsveit til að ráða Wagner af dögum komu nýverið fram í brasilíska dagblaðinu Journal do Brazil, sem gefið er út í Rio de Janeiro. Segir blaðið að morðsveitin sé þegar komin til Brasilíu. Er fregnin höfð eftir heimildum bæði í ísrael og í Vestur-Evrópu. Wagner, sem nú er nærri sjötugur, starfaði á árum síðari heims- styrjaidarinnar sem háttsettur varðmaður í útrýmingarbúðunum í Treblinka og Sobibor í Póllandi, þar sem miklum fjölda gyðinga og ann- arra var eytt á hryllilegan hátt. Búizt er við að brasilískur dómstóU úrskurði einhvern næstu daga hvort senda eigi Wagner til Vestur-Þýzka- lands en þarlend yfirvöld hafa krafizt þess. Hefur SS maðurinn fyrrverandi hvað eftir annað reynt að ráða sér bana í fangavistinni. Fréttaritari Journal do BrazU í ísrael, Mario Chimanovich, er talinn sérfræðingur í gömlum nasistum í felum. Er hann náinn vinur nasista- veiðimannsins Simonar Wiesenthal í Vínarborg. Sjálfur átti fréttamaður- inn stóran þátt i að rekja slóð Wagners til Brasilíu. Segir hann að aðalástæðan fyrir því að nasistar vilji nú þagga niður í honum sé sú að um þessar mundir standi yfir miklar fjár- málaaðgerðir tU að tryggja undir- stöðu undir hreyfingar nýnasista i Evrópu. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979. KJALLARA- ÞANKAR ^- Eftir mikið þref og langt tókst óvenju góð samstaða um fiskverð við óvenju erfiðar aðstæður. Ríkisstjórnin tók þar þann kostinn að velta verulegum hluta vandans á undan sér, svo að ekki kæmi til stöðvunar. Lausn farmannaverkfallsins, sem við blasir, þegar þetta er skrifað, er í mörgu hagstæðari ríkisstjórninni en líkur höfðu bent til, að gæti orðið. En stjórnarsamstarfið stendur tæpt enn sem fyrr. Kemur þar hvorttveggja til aukin harka Framsóknar og þau skilyrði, sem þeir setja, og vaxandi lausung í forystuliði Alþýðuflokksins. Dagblaðið hefur skýrt frá ágreiningi um framhald stjórnarsamstarfsins, sem ríkir í þingflokki Alþýðuflokksins. Þar vill sterkur hópur hætta samstarfinu. Átök í stjórnarherbúðunum og tæp staða stjórnar- samstarfsins munu áfram verða einkenni þess. Aðstaða almennings til frjálsra skoðanaskipta er af skornum skammti. ÓU slík aðstaða, sem t.d. felst í kjallaragreinum Dagblaðsins, er því ekki síður dýrmæt en peningar og er af sömu ástæðu jafnhætt við misnotkun. Menn sjást ekki fyrir og skortir siðferðisstyrk til að axla þá ábyrgð sem aðstöðunni fylgir. Ég vil af því tilefni nota eina kjallaragrein til að vekja athygli á þeim villigötum sem slík skoðana- skrif geta komizt á og tiltaka nýlegt dæmi úr kjallaragrein sem lýsir vel misnotkun af þessu tagi. Registur . Ekki var með öllu erfiðislaust að festa hönd á boðskap þess kjallara en þó mátti í gegnum gjörningaþokuna sjá móta fyrir eftirtöldum megin- dráttum, með orðum greinarritara: „Málcfnaleg umræða er jafn til- gangslaus og að pissa upp i vindinn, einkum .gagnvart stjórnmálamönn- um. Aðrir mega auglýsa sig með skit- kasti, þ.e. órökstuddum fullyrðing-* um og krassandi málflutningi, — ég tek ekki þátt í slíku. Almenningur lcggur aðeins á sig að ræða málin, vegna þess að hann er dreginn áfram eins og skynlaus skepna af þeim sem hafa atvinnu sina af því að Ijúga að fólkinu, og svo vegna þeirrar áráttu að eiga bágt með að þola það enda- lausa óréttlæti og heimsku sem alls staðar blasir við. Greinarritarí áskilur sér rétt til að hugsa sjálfstætt og koma skoðunum sínum á framfæri.” Að loknum þessum fróðlega inn- gangi tekur greinarhöfundur til við að segja okkur ný tíðindi, svo sem að það sé slæmt að geta ekki sparað vegna neikvæðra raunvaxta, það bitni á eldra og ýngra fólki og að stjórnmálaflokkarnir jafnvel þvælist fyrir að þessir hlutir séu Iagaðir. Á endasprettinum er kjallarahöf- undur virkilega kominn í ham, — er horfinn okkur, bældum almúganum, út í víðáttur geimsins, á vængjum andans: „Til að blanda sér i íslenzk stjóm- mál þurfa menn að vera manntegund sem gengur Ijúgandi frá morgni til kvölds og virðir ekki neinar grund- vallarreglur i samskiptum siðaðra manna. Það þarf gríðarlegt umburðarlyndi til að fyrirgefa slíku fólki. Rotnun þjóðfélagsins og enda- laust siðleysi hefur verið hannað niðri við Austurvöll. Líklega verða svo flestir að lokum samdauna því hræi sem þjóðfélagið er orðiö”!!! Vísitazía Nú er það svo að ég hef alltaf álitið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.