Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 1979. 13 Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Atli Þór skoraði bæði mörkin fyrir Herfölge Í2-1 sigri liðsins yfir Bröndby um helgina % vf að skora. Sigurður Aðal steinsson skaut góðu skoti að Frammarkinu f lok fyrri hálfleiksins, en DB-mynd Sv. Þorm. irar nýttu sín eri mun betur igruðu þvíHauka ígærkvöld 3-0 ar misheppnaða sendingu aftur til mark- varðar, en Guðmundi tókst að bægja hætt- unni frá með góðu úthlaupi. Haukarnir réðu vallarmiðjunni og menn voru að búa sig undir að þeir jöfnuðu þegar Framarar bættu sínu öðru marki við — nokkuð gegn gangi leiksins. Jón Jensson, nýliði, gaf þá laglega fyrir markið og Ásgeir Elíasson skoraði með góðu skoti úti við stöng. Við þetta mark dró mestan mátt úr Hauk- unum og lítið markvert gerðist utan mark Gunnars lokakaflann. Þegar flautað var til leiksloka stóðu Framarar uppi sem sigurveg- arar, en sigur þeirra var tveimur mörkum of stór. Munurinn var hins vegar sá að þeir nýttu tækifæri sín, en Haukarnir klúðruðu þeim fáu færum, sem þeir fengu. Frarnliðið átti í heildina fremur slakan leik. Guðmundur Baldursson í markinu var þó mjög öruggur svo og Marteinn en oft á tíðum mætti halda að Marteinn væri einn í heiminum. Hann mætti aðósekju vera tillits- samari við ungu mennina í liðinu því allir byrja jú einhvern tíma og menn ná ekki upp leikreynslu i nokkrum leikjum. Ásgeir vann vel á miðjunni svo og Gunnar, en hann skilar boltanum illa. Af framlínumönnunum átti Staöan í 1. deild Úrslit í gærkvöldi: Fram — Haukar 3-0 Staðan f 1. deild er n ú þessi: Keflavík 5 2 3 0 9—1 7 Fram 5 2 3 0 9—4 7 KR 5 3 11 6—4 7 Akranes 4 2 11 7—5 5 ÍBV 5 2 1 2 4—3 5 Valur 4 12 1 5—4 4 Víkingur 5 2 0 3 7—9 4 KA 5 2 0 3 6—10 4 Þróttur 5 113 4—9 3 Haukar 5 1 0 4 3—11 2 Markahæstu menn: _ mörk Sveinbjörn Hákonarson, ÍA 5 Pétur Ormslev, Fram 4 Þórír Sigfússon, ÍBK 2 Gfsli Eyjólfsson, ÍBK 2 Ingi Björn Albertsson, Val 2 Gunnar Blöndal, KA 2 Óskar Ingimundarson, KA 2 Sverrir Herbertsson, KR 2 GunnarÖrn Krístjánsson, Vík. 2 Sigurlás Þorleifsson, Vfk 2 Guðmundur Sigmarsson, Haukum 2 Pétur Ormslev beztati leik, en rétt er að geta Jóns Jenssonar, sem kom inn á sem vara- maður og átti góða spretti þann tíma sem hann fékk frið frá öskrum samherja sinna. Haukarnir börðust allir feikivel þar til út- séð var um að þeir myndu sigra. Guðmundur Sigmarsson var þar fremstur i flokki að vanda — sterkur og yfirvegaður leikmaður. Þá átti Daníel Gunnarsson hægri bakvörður mjög góðan leik. Sigurður Aðalsteinsson var sprækur svo og Ólafur Sveinsson í vöminni. Gunnar Andrésson átti góðan leik lengst af en hrottaleg mistök hans færðu Frömurum annað markið. Ætlaði kappinn þá að leika á tvo Framara, en Gunnar var aftasti maður vamar Hauka. Þeir hirtu boltann af honum ,og upp úr því kom annað markið. Með viö- líka baráttu i leikjum sumarsins er næsta víst að Haukarnir bjarga sér frá falli og ólikt var að sjá til þeirra í gærkvöld eða Þróttara, sem berjast með þeim á botninum, gegn Keflavík á mánudagskvöld. Þokkalegur dómari var Óli Ólsen. - SSV. Lftið hefur heyrzt af Atla Þór Héðinssyni að undanförnu, en hann leikur með danska 2. deildarliðinu Her- fölge. Um helgina lék Herfölge við Bröndby og sigraði 2-1 í mjög fjörug- um leik og það var enginn annar en Atli, sem skoraði bæði mörk liðsins. Atli er nú markahæstur leikmanna Herfölge með 4 mörk, en markahæsti maður deildarinnar er með 9 mörk — Jörgen Salomonsen, Fremad Amager. Atli fær mjög góða dóma fyrir leik sinn um helgina. Fyrra markið skoraði Júgóslavar hirtu bronsið Júgóslavar, Evrópumeistarar í körfuknattleik sl. þrjú ár kræktu sér i bronsverðlaunin á yfirstandandi Evrópumóti sem nú fer fram í Tórínó á Ítalíu. í leiknum um bronsverðlaunin sigruðu þeir Tékka með 99 stigum gegn 92 eftir að hafa haft forustu 56-46 í leikhléi. Júgóslavarnir léku mjög ákveðið í gærkvöldi og greinilegt að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum, því í síðustu viku urðu töp fyrir „stóra- bróður” .Rússum og hinum eidfjörugu ísraelum þess valdandi að þeir áttu ekki möguleika á að vinna titiiinn í 4. sinn í röð. Það var því allt lagt upp úr því að vinna 3. verðlaunin og það tókst, mest fyrir tilstilli hins frábæra Kicanovis, sem skoraði 23 stig fyrir Júgóslavana, auk þess sem hann hirti 16 varnarfráköst og 9 í sókninni. Næst- stigahæstur varð Jerkov með 16 stig, Zizic skoraði 14og Varajic einnig 14. Fyrir Tékkana skoraði Brabenec 28 stig — hreint frábær leikmaður. Kos skoraði 22 stig og þessir tveir leikmenn höfðu mikla yfirburði í liði Tékkanna og segir það mest um getu þeirra því lið Tékkanna er talið eitt hið skemmtileg- asta og bezt leikandi í Evrópu. Holland vann Kína Hollendingar unnu unglingalandslið Kínverja 2-1 í landsleik sem fram fór í gærkvöldi, en fyrr i keppnisferð sinni höfðu Kínverjarnir tapað 0-1 fyrir Frökkum. Þrátt fyrír töpin hafa strák- arnir frá Kína vakið athygli og greini- legt er að knattspyrnan á mjög vaxandi fylgi að fagna i Kína. 1.V5 -Sigurður Sverrisson hann með góðum skalla strax á 5. mín- útu en síðara markið kom á 57. mín- útu, einnig með skalla eftir horn- spyrnu. Við skulum svona i lokin skoða stöðuna i dönsku 2. deildinni og úrslit þar um helgina. Úrslit: B 1913 — Köge Roskilde— Frederikshavn Herfölge— Bröndby Vanlöse — B 1909 Randers Freja — Fremad Naskov — Lyngby Viborg — Glostrup AB — Holbæk 0-5 1- 3 2- 1 4-0 2-3 2-2 1-1 2-1 Staðan í deildinni: AB Köge Fremad Amager Viborg Holbæk Lyngby Herfölge Naskov Vanlöse Frederikshavn B 1913 Bröndby Glostrup Roskilde Randers Freja B 1909 13 22- 13 28- 13 29- 13 22- 13 18- 13 16- 13 15- 13 19- 13 23- 13 12- 13 18- 13 17- 13 12- 13 16- 13 12-23 13 5-19 9 21 14 18 19 18 16 17 14 14' 13 14 13 14 15 13 22 13 13 12 24 11 23 11 21 10 26 8 8 6 Atli Héðinsson skoraði bæði mörk Herfölge I sigri liðsins um helgina. Nehemiah vann grindahlaupið —á frjálsíþróttamóti í Helsinki ígærkvöld 1 spjótkastinu sigraði Wolfgang Frjálsíþróttamót eru nú haldin nær daglega um víða veröld og er árangur á mörgum þeirra frábær. í gærkvöldi var haldið stórmót í frjálsum í Finnlandi og náðist þar mjög góður árangur, eins og viðast hvar á þessum stórmótum. í kúluvarpi sigraði Finninn Reijo Stahlberg með kasti upp á 20,84 metra en Bruno Pauletto frá Kanada varð annar með 19,64 metra. Líklegt er að Hreinn Halldórsson hefði orðið framarlega á þessu móti ef hann hefði keppt, en hann hætti við þátttöku á síð- ustu stundu. Svíinn Hans Alström fékk bronsiðfyrir 18,60 metra kast. Kaarlo Maanika frá Finnlandi sigraði i 5000 metra hlaupinu á 13:34,0 mín. en Frakkinn Radhouane Bouster varð annar á 13:36,7 min. Bandaríkja- maðurinn Renaldo Néhemiah vann 110 metra grindahlaupið á 13,36 sek. og hann segist stefna að því fyrstur manna að hlaupa vegalengdina undir 13 sek. Viktor Myashnikov varð annar á 13,96 sek. Stjörnulið Magga Torfa ásamt 3. deildarúrvali Suóurnesja. Stjörnulið Magnúsar Torfasonar, sem stofnað var á fyrra ári og er að mestu skipað gömlum kempum úr ÍBK, sigraði úrval 3. deildar á Suðurnesjum 117. júnileik I KeOavik með 2:1. Einar Gunnarsson, skoraði fyrsta mark leiksins með lágskoti eftir hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik en Guðmundur Knútsson, jafnaði fyrir Suðurnesjaúrvalið með lúmsku skoti snemma i seinni hálfleik. Allt virtist benda til jafnteflis þegar hljómlistarmaðurínn Rúnar Júliusson „spilaði” sig i gegn og skoraði sigurmarkið. Reynar fékk Stjörnuliðið vítaspyrnu á seinustu minútu en Þorsteinn Bjarnason markvörður sem var búinn að sýna frábæran leik i stjörnuUðsmarkinu ætlaði að veita sér þann munað að skora. Ekki tókst betur en svo að hann skaut beint i fang efnilegs markvarðar Sævars JúUussonar sem varpaði knettinum fram völlinn, hann stefndi I autt markið, en klukkan bjargaði eins og stundum í hnefaleikunum, timinn rann út. emm Hanisch með 88,28 metra, en Finninn Arto Hárkonen varð annar með 86,90 metra og Ungverjinn frægi Miklos !Nemeth þriðji með 85,10 metra. ÍBernand Lamitie sigraði i þrístökki — ■ stökk 15,89metra sem er langt frá hans |bezta árangri i greininni. Annar varð Stefan von Gerich frá Finnlandi með ! 15,88 metra og þriðji varð landi hans :Jussi Paronen — stökk 15,80metra. í 3000 metra hindrunarhlaupi sigraði Japaninn Masaya Shintaku á 8:30,8, sem er rúmri minútu lakari tími en heimsmet Henry Rono. Tapio Kantanen varð annar á 8:31,0og Svíinn Dan Glans þriðji á 8:32,7. Carl Thrönhardt frá V-Þýzkalandi vann hástökkið með 2,21 metra stökki og A-Þjóðverjinn Jtirgen Straub vann 1500 metra hlaupið á 3:45,0 mín., sem þykir ekki neitt stórkostlegur tími. Lena Spoof frá Finnlandi vann 100 metra grindahlaupið hjá konunum á 13,56 sek. og í 100 metra hlaupinu vann sænska stúlkan Linda Haglund á 11,43 sek. furHaut SíHaar J.S. HELGASON HF. SKEIFAN 3J - SÍMI 37450

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.