Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 4
DÚNMJÚKT X Sœngur og \ koddar | meö dúnvatti BLAFELDI fást í verzlunum um land allt. — Hagstætt verð SKYNDIMYNMR Vandaðar litmyndir i öll skirteini. bama&fjölsk/ldu- Ijðsmyndír AUSTURSTRÆTI 6 SiMI 12644 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. ÖSP MIKLUBRAUT PERMANENT KLIPPINGAR BARNAKLIPPINGAR LAGNINGAR BLASTRAR LITANIR GERUM GÖT Í EYRU SÍMI24596 RAQNHILDUR BJARNADÓTTIR HjORDÍS STURLAUQSDÓTTIR Frœðslan fer fram sem hér segir: 25. júní: Fossvogsskóli Hólabrekkuskóli 27. júní: kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 15.30 kl. 09.30 og 11.00 kl. 14.00 og 15.00 1 Breiðholtsskóli 29. júní: Ölduselsskóli kl . 09.30 og 11.00 Lögreglan í Reykjavík Umferðarnefnd Reykjavíkur Umferðarráð DB á neytendamarkaði Tværgróðurfoækurfrá Iðunni: TRJARÆKTOG PLÖNTUSÖFNUN Fyrir þá sem eru í vafa um hvort þeir fara rétt að við trjárækt í garðin- um sínum er nú komin út leiðbein- ingabók. Heitir hún Ræktaðu garð- inn þinn og er eftir Hákon Bjamason fyrrum skógræktarstjóra. Það er lð- unn sem gefur bókina út. í bókinni er fjallað um trjárækt í görðum og er henni ætlað að vera leiðbeiningarrit handa áhugafólki. í bókinni eru einn- ig lýsingar á helztu trjátegunda sem finna má í görðum á íslandi. Fylgir umsögn með um hvernig lífsskilyrði eru bezt fyrir hverja tegund. Iðunn hefur einnig gefið út leið- beiningabók um plöntusöfnun. Er hún eftir Ágúst H. Bjarnason menntaskólakennara og heitir ein- faldlega leiðbeiningar um plöntu- söfnun. Byrjendum eru gefin ráð um hvernig bezt fari á plöntusöfnun ásamt því sem birt er yfirlit yfir skipt- ingu plönturíkisins og greint er frá því hvernig bezt sé að varðveita plöntur sem safnað hefur verið. - DS Leiöbeiningar um LÖNTGSÖFNG HAKON BJARNASON RÆKTAÐU GARÐINN ÞINN LEIDBEININ GA R UM TRJARÆKT Gúrkusalat og tómata með steikinni Með steikinni um helgina skulum við hafa salat úr tómötum og gúrk- um. Það má gera á margan hátt en uppskriftin sem við birtum í dag á við þegar vel skal vanda til matarins. í hanaernotað þvi saman við agúrkusalatið. Þessu er síðan skipt í tómatana. Þetta salat er borið fram með fiski jafnt sem kjöti. Það kostar krónur. um 500 - DS 2—4 tómatar 1/2 stór agúrka 2—3 msk. matarolía 1 1/2 msk. vínedik, sítrónusafi 1—2 msk. vatn 1/2 tsk. salt 1/4 tsk. paprikuduft pipar annað krydd ef vill. eplaedik eða eða 1/8 tsk. Þvoið gúrkuna og skerið i sneiðar. Látið sneiðarnar í skál og stráið yfir saltinu. Blandið vatni, ediki og matarolíu saman og hellið yfir. Stráið piparnum yfir. Geymið í lokuðu íláti í kæli i 1—2 klst. Þvoið tómatana og skerið þá í tvennt. Takið innanúr þeim með skeið, saxið tómatakjötið og blandið Uppskrift dagsins Nú er um að gera að borða tómata með öllum mat svo þeim verði ekki hent eins og í fyrra. DB-mynd Hörður Neytenda- samtökin áAkureyri: Neytendasamtökin á Akureyri voru stofnuð 8. maí. Þegar samtökin höfðu starfað í 8 vikur var gerð út- tekt á því hvað áunnizt hefði og hvað brýnast væri að gera næst. Kom þá meðal annars fram að Neytendasam- tökin á Akureyri og nágrenni höfðu gert könnun á verðmerkingum í búðargluggum Akureyrar. Kom þá i Ijós að af þeim 30 verzlunum sem skoðaðar voru, voru 8 sem í voru litl- ar sem engar verðmerkingar í glugg- um. Illa merkt f búðargluggum NAN hefur borizt mikið af kvört- unum um spunavöru sem fólk hefur keypt án þess að við væri festur miði um meðferð. Hefur NAN beint þeim tilmælum til Efnaverksmiðjunnar Sjafnar að hún ríði á veðið með það að merkja þá spunavöru sem fyrir- tækið flytur inn vndlega og verði fyrri til en löggjafinn sem búast má við að fljótlega herði ákvæði um vörumerkingar. NAN starfrækir ráðgjafaþjónustu að Skipagötu 18 á annarri hæð þar sem fólki eru gefnar ráðleggingar meðal annars áður en það kaupir dýr heimilistæki. Eins geta menn kvartað á sama stað ef þeir kaupa vöru sem ekki stenst kröfur þeirra. Þá er skilyrði að þeir hafi áður reynt að ræða við seljanda um bætur. Síminn á skrifstofunni er 24402. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.