Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 24
Vestmannaeyjar: FOGETISTODVAR UTGAFU INNANBÆJARSÍMASKRÁR —vegna kæru símstöðvarstjóra Símstöðvarstjórinn í Vestmanna- eyjum hefur kært til bæjarfógeta út- gáfu innanbæjarsímaskrár í Vest- mannaeyjum en Félag ungra sjálf- stæðismanna hefur undirbúið útgáfu símaskrárinnar. Prentun símaskrárinnar er lokið en prentsmiðjunni barst bréf fógeta þar sem farið er fram á að öll prent- myndamót verði látin af hendi. Póstur og sími hefur einkarétt á út- gáfu símaskrár en innanbæjarsima- skrá hefur ekki verið gefin út í Vest- mannaeyjum frá þviárið 1976. Ungir sjálfstæðismenn í Eyjum hafa safnað auglýsingum í skrána og gefa hana út í fjáröflunarskyni fyrir félag sitt. Þrjú félög munu hafa sótt um leyfi til útgáfu slikrar símaskrár á undan félagi sjálfstæðismanna en þau fengu öll synjun. Sjálfstæðis- menn sóttu einnig um leyfi fyrir skránni en fengu synjun. - JH Glóandi símalínur til DB vegna Víetnammálsins: Stuðningsmenn fíótta- mannahjálpar tóku hressilega við sér Lesendur Dagblaðsins hafa ekki legið á liði sinu við að koma skoðun- um sínum á vandamálum flóttafólks frá Víetnam á framfæri við ritstjórn. Á miðvikudaginn hringdi hópur manna og voru allir á einu máli um að ótækt væri fyrir íslendinga að bjóða 50 Víetnömum landvistarleyfi og hvers konar aðstoð. Var ýmislegt tínt málstaðnum til stuðnings. Talað var um að nú þegar væri nóg af lituðu fólki í landinu, að kynstofninn myndi úrkynjast og fleira í þeim dúr. Á fimmtudaginn hringdu einnig margir lesendur og reyndust stuðningsmenn flóttamannaað- stoðarinnar heldur fleiri. Auk þess var heldur mildari tónn í andstæðing- um aðstoðarinnar en daginn áður. Enn fleiri voru efins og vildu heyra meira um málið. í gær, föstudag, voru glóandi símalínur tímunum saman og þá brá svo við að athugasemdir fólks voru á einn veg: Hver og einn ?inasti var fylgjandi aðstoðinni. Sumum þótti meira að segja talan 50 of lág og vildu gjarnan tvöfalda hana. Flestir voru stórorðir um afstöðu andstæðinga aðstoðarinnar og töluðu um „nasistaáróður”, „gamalkunnuga kynþáttafordóma” o.s.frv. Menn bentu og á að ísland væri aðili að ótal alþjóðlegum stofnunum og væri skylt að taka þátt í starfi þeirra. Þá var lögð áherzla á að litað fólk væri i alla staði jafnrétthátt og „bleikskinn- ar”. Einstaka manni fannst yfir- lýsingar ráðherra um málið full- óákveðnar og loðnar. Kona ein gat þess þó að hún fa^naði sérstaklega yfirlýsingu Benedikts Gröndals utamikisráðhcria i DB á fimmtu- daginn um að ,,við gelum ekki leyft okkur kynþáttahatur”. Hún taldi ekki ólíklegt að hún spanderaði at- kvæði á kratana út á ummælin í næstu kosningum! -ARH GARDBÆING- AR VIUA TAKAVIÐ FÓLKIFRÁ VÍETNAM — einhugur í f élagsmálaráði Félagsmálaráð Garðabæjar hefur leitað heimildar bæjarstjórnar Garðabæjar um að gera könnun á þvi hvort aðstæður séu í bænum til þess að taka að sér börn frá Víetnam. Samkvæmt upplýsingum félagsmála- fulltrúa Garðabæjar, Sigfúsar John- sen, er þessarar heimildar leitað í framhaldi af tillögu Sameinuðu þjóð- anna þess efnis að íslendingar taki að sér 50 Víetnama. FélagsmálafuIItrúi sagði að bæjar- sljórn hefði enn ekki fjallað um málið en mikill einlmgur i ikti um það í félagMual.i'að l'cgat hafa komið fram óskir fra lolki sem er fúst að taka börn, jafnvel til ættleiðingar. Enn er allt óljóst um það fólk sem hingað kynni að koma, hvort það eru einstaklingar eða fjölskyldur eða börn. Sigfús sagði að Garðbæingar væru ekki vel búnir til þess að taka á móti fjölskyldum eða fullorðnu fólki vegna húsnæðisleysis og lítilla atvinnumöguleika í bænum. -JH Stærðar skólaskip til sýnis i dag „Deutschland” er nafnið á glæstu herskólaskipi sem verður almenningi til sýnis i Sundahöfn í dag milli klukkan fjögur og sjö. Enda þótt við eigum því að venjasl þegar við heyrum talað um skólaskip, að um sé að ræða stór segl- skip er því ekki til að dreifa i þessu til- felli. Þetta skólaskip lítur út eins og vanalegt herskip, afar stórt. Skipið mun halda héðan á mánudag eftir að hafa sinnt hér alls kyns skyld- um. Væntanlega verður talsvert um að vera á skemmtistöðunum um helgina og scmi'legt að sjóliðar selji svip sinn á þá. - BH Um borð í stóru herskipi sem siglir um ðll heimsins höf gefst ekki oft tækifxri til að hitta kxrustuna svo þá er um að gera að skrifa reglulega. Kannski mamma stoppi síðan í sokkana þegar heim kemur. DB-mynd Árni Páll. frjálst, óháð daghlað LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. Unnið við hvalskurð í hvaistöðinni í Hvalfirði: þrátt fyrir aðgerðir Green- peacemanna á Rainbow Warrior hefur veiðin gengið þokkalega. -DB-mynd: ÁPJ. „Einfalt að stefna Greenpeace á hafi úti” — segir lögmaður þeirra hér „Ég skil ekki annað en hægt sé að birta þeim stefnuna á hafi úti eða í Eng- landi,” sagði Hörður Ólafsson, lög- maður Greenpeace-samtakanna, í sam- tali við DB. í lögbannsmáli þvi sem höfðað var gegn Greenpeace vegna að- gerða skips þeirra, Rainbow Warrior, var einnig lagt á þá farbann á þeirri for- sendu að lögmaður þeirra hefði ekki umboð til að taka við lögbannsúr- skurði og þeir yrðu að vera til staðar þegar lögbannsúrskurðurinn yrði upp kveðinn. Kvað Hörður að með far- banninu væri raunverulega verið að neyða Greenpeace-menn til að gefa sér aðildarumboð að málinu, og þá, ef úr- skurður lögbannsmálsins verður á þá leið, væri hægt að stefna honum fyrir réttinn sem fulltrúa Greenpcace-sam- takanna, þrátt fyrir að vandalaust ætli að vera fyrir borgarfógeta að stefna mönnum erlendis. Rainbow Warrior hefur nú verið á ytri höfninni í Reykjavík í eina viku og fær ekki að sigla fyrr en úrskurður um hvort lögbann verður sett liggur fyrir. - BH Fríhöfnin lokuð um helgina Útlit er fyrir að fríhöfnin í Keflavik verði lokuð um helgina og jafnvel leng- ur vegna kjaradeilu BSRB og fjármála- ráðuneytisins. Samningafundir hafa enn ekki verið boðaðir. „Ég reikna með þvi að það verði lokað meðan lausn fæst ekki,” sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB, i samtali við DB í gær. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri kvað fjármálaráðuneytið reyna að finna lausn á deilunni, en gat ekki upp- lýst hvenær boðað yrði til samninga- funda. „Okkur er ekki um að greiða laun fyrir óheimilar fjarvistir,” sagði Hösk- uldur þegar hann var spurður hvort staðhæfingar frihafnarstjóra, um að starfsfólk fríhafnarinnar yrði beitt refsifrádrætti launa, hefðu við rök að styðjast. Hann bætti við að ákvörðun um það hefði ekki verið :ckin af ráðu- neytinu. -í;m TÚGGUR UMBOÐIÐ SÍMI . 81530 ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.