Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ1979. frjálst, óháðdaghlað Utgofandi: Dagblaflið hf. _______ Framkvmmdastjóri: Svoinn R. EyjóHsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Ritstjómarfuitiúi: Haukur Holgoson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Vakflmarsson. Íþróttir Haflur Simonarson. Monning: Aðalstoinn IngóHsson. Aöstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgoir TómaSsorj, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur1 A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hörmun: Guöjón H. Pólssori. Ljósmyrwflr Ámi Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamloifsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurös- son, Sveinn Þonmóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn ÞorieHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. RHstjóm Siöumúia 12. Afgreiösla, óskriftadeild, augtýsingar og skrifstofur Þvorholti 11. AMsimi biaösins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. ó mónuði innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakið. Setnmg og umbrot Dagblaðið hf., Síöumúla 12. Mýnda- og piötugerö: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Arvakur hf. Skeifunni 10. Linnulaus harmleikur Deilur manna á meðal um, hvort við eigum að taka við fimmtíu flóttamönn- um frá Víetnam, hafa endurvakið áhuga fólks á fréttum af ástandinu í Suðaustur-Asíu. Margir horfðu einnig á sjónvarpsþátt í fyrri viku, þar sem lýst var ástandinu í Kampútseu, sem innrás- arlið frá Víetnam hefur hernumið. í þessum þætti, sem gerður var að miklu leyti á vegum ríkisstjórnar Víet- nam, var greiniíega brugðið upp glansmynd af þeim viðtökum, sem Víetnamar hafa hlotið í Kampútseu. í reyndinni sést enginn endir á böli fólksins, sem býr á þessu svæði. Hundruð þúsunda flóttamanna frá Víetnam talar sínu máli um ástandið þar í landi. Þetta fólk hættir öllu, einnig lífinu, til að reyna að finna þolanlegri skilyrði einhvers staðar annars staðar. Stjórn Víetnam hefur stuðlað að þeim fólksflutningum til að losna við það, sem hún telur óæskileg öfl. Fólkið í Víetnam hefur liðið vegna styrjalda kynsióð eftir kynslóð, en mestar hafa þjáningar þess verið síð- ustu áratugi. Víetnamar háðu harða baráttu við Frakka á síðari hluta 19. aldar. Frakkar náðu einnig völdum í Laos og Kampútseuogstofnuðu sambandsný- lendu, sem var skipt í þrjá hluta undir stjórn fransks landstjóra. Frakkar höfðu þá stundað landvinninga á þessum slóðum í meira en eina öld. Alþýða manna í Indókína þoldi nýlendukúgun Frakka illa, og á fjórða tug þessarar aldar upphófst víðtækur skæruhernaður undir forystu kommúnista og Ho Chi Minh. Margar uppreisnartilraunir voru bældar niður. Næst komu Japanir, sem franskir nasistaleppar afhentu Indókína í byrjun annarrar heimsstyrjaldar- innar. Almenningur í Indókína þjáðist áfram undir oki nýlendukúgunar og stríðs, er Ho Chi Minh skipulagði skæruhernað gegn Japönum. í stríðslok hófst meiriháttar barátta milli skæruliða og Frakka, sem stóð í átta ár og lauk með ósigri ný- lenduveldisins. Ho Chi Minh stofnaði Norður-Víet- nam, en í suðurhlutanum var stofnað til ríkis, sem fýrst varð leppríki Frakka og síðar Bandaríkjamanna. Mönnum mun í fersku minni það, sem síðan hefur gerzt, afskipti Bandaríkjamanna af Víetnamstríðinu, sem lauk með uppgjöf Suður-Víetnama í apríl 1975. Víetnamar hafa fengið yfir sig kommúnistastjórn, sem er í bandalagi við Sovétríkin gegn kinversku kommúnistastjórninni. Landsmenn hafa orðið að þola innrás Kínverja, og þeir hafa verið sendir til innrásar í Kampútseu til að kollvarpa kommúnistastjórn þar í landi, sem studdi Kínverja. Lítið liggur fyrir um, hvort stjórnin í Víetnam er um þessar mundir illskárri eða verri en fyrri ríkisstjórnir, sem alþýða manna þar í landi hefur fengið yfir sig. Hitt er augljóst, að stjórnvöld ástunda svívirðilegar að- ferðir gagnvart þeim, sem sýna þeim einhvern mót- þróa, svo og sérstaklega gagnvart fólki af kínversku bergi brotið. Fréttir af stöðu mála þar um slóðir eru flóknar, vegna þess að innrásarlið víetnömsku stjórnarinnar kollvarpaði í Kampútseu í bandalagi við flokka inn- lendra uppreisnarmanna einhverri hinni verstu stjórn, sem sögur greina. Sú stjórn, bandamenn Kínverja, beitti landslýð dæmafárri grimmd. Ekki ætti að vera umdeilt, að hún lét drepa hundruð þúsunda landsmanna og gerði landið að þrælabúðum. Ýmsir Kampútseumenn munu því hafa fagnað inn- rásarliði Víetnama, ef vera mætti, að þeir losnuðu úr kvalræði. En illtrúanlegt er, að Kampútseumenn uni til lengdar að vera komnir undir ok sinna fornu fénda, Víetnama. Flóttamenn í Suðaustur-Asíu: Er aóeins hafið þeim tii reiðu? —tugþúsundirflóttamanna eiga nú yfir höfði sér brottf lutning f rá ströndum ýmissa ríkja en ekkert öruggt hæli Allt er í óvissu um framtíð tugþús- unda flóttamanna frá Víetnam sem búa við illan aðbúnað við strendur Malasíu. Stjórnvöld þar hafa ákveðið að senda flóttamennina út á opið hafið. Þau telja sig ekki geta tekið á móti þeim og hafa hótað að skjóta hvern þann er reynir landgöngu. Þegar hafa um 2500 manns verið sendir út á hafið og um 70 þúsund aðrir bíða sömu örlaga ef ekkert verður aðgert. Ríkisstjórnir víða um heim ræða nú þetta vandamál. Að frumkvæði flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna hefur verið ákveðið að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu um vand- ann og hafa ríkisstjórnir aðildarlanda SÞ tekið vel í það, þ.á m. íslenzka ríkisstjórnin. Meðal þeirra aðila er íhuga aðstoð við flóttamennina er norska utan- ríkisráðuneytið. Þetta vandamál verður að leysa á alþjóðlegum grundvelli, segir Knud Frydenlund, utanríkisráðherra Nor- egs, í viðtali við Dagblaðið í Osló. En hvað ætla Norðmenn sjálfir að gera? Um það hefur ekki verið tekin ákvörðun en ljóst er að þeir munu veita verulegu fé til styrktar flótta- mönnunum. Hafsvæðið sem víetnömsku flótta- mennirnir hafa verið reknir út á er fjölfarin leið norskra kaupskipa. Því t aprfl siðastliðnum kom þessi vfetnamski bátur að landi á strönd Malasfu. Verður honum og þvi fólki sem með honum kom nú vísað aftur á haf út? Þrettán heppileg svör að fá vietnömsku þjóðfrelsisöflin til þess að fallast á áframhaidandi skiptingu Víetnam. Þar með höfðu kínversku valdhafarnir rnyndað það bandalag við bandarísku heimsvalda- stefnuna, sem verður nú æ augljósara með hverjum mánuðinum sem líður. Kínversku leiðtogana og víet- nömsku þjóðfrelsisöflin greindi einnig á um hugmyndafræði. Víet- namar hafa byggt á marxískri stéttar- greiningu í mati sínu á heimsmálun- um, en Kínverjar hafa hins vegar sett fram kenninguna um „heimana þrjá”, þar sem hinni stéttarlegu gréiningu er afneitað, en hins vegar er lagður með henni grunnur að þeirri draumsýn K'mverja, að lönd „þriðja heimsins” muni gera bandalag við Gamali baráttufélagi minn úr Víet- namhreyfingunni, Hjálmtýr Heiðdal, sendi mér kveðju i Dagblaðinu hinn 16. þ.m. ásamt með undurfurðulegri lýsingu á gangi mála í SA-Asiu og 13 „óheppilegum spurningum” er hann beindi til mín. Þótt mér þyki þessar spurningar að sönnu óheppilegar, þar sem þær snerta ekki kjarna málsins, þá get ég ekki látið hjá líða að svara þeim eftir getu. Fyrst vildi ég þó fara örfáum orðum um það sem ég álít vera kjarna málsins á þessu mikla umbrotasvæði sem SA-Asía óneitan- bandarísku heimsvaidastefnuna markaði þáttaskil i baráttu kúgaðra og arðrændra þjóða fyrir réttlæti og jafnrétti í samfélagi þjóðanna. Þessi sigur varð m.a. mögulegur vegna stuðnings Sovétríkjanna og Kina og fleiri þjóða er þannig veittu hinni framsæknu baráttu fyrir friði og rétt- læti mikilvægt lið. Ktnverska stjórnin sveikst þó undan merkjum í þessari baráttu á úrslitastundu og var greini- legt að heimsóknir þeirra Kissingers og Nixons til Kína skiptu þar sköpum, en Kina hætti allri hernaðaraðstoð við Víetnam eftir að Parísarsamningurinn um frið í Víetnam var undirritaður í janúar 1973. Þess í stað reyndu kinversku valdhafarnir hvað þeir gátu til þess lega er. Bandalag Kínverja og Bandaríkjamanna Sigur Víetnam í baráttunni við

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.