Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. er ekki útilokað að skipin muni taka einhverja flóttamenn upp innan fárra daga. Ef svo fer munu norsk yfirvöld ábyrgjast öryggi þeirra, segir Fryden- lund. En geta kaupskipin ekki sveigt frá þessu svæði og þannig forðazt að taka afstöðu til flóttamannavand- ans? Nei, það geta þau varla. Það eru gildandi siglingalög að bjarga beri skipbrotsmönnum. Að sigla brott frá þeim er nánast glæpur. Og það að breyta um siglingaleið verður ekki gert nema með talsvarðum fyrirvara. Bæði er það erfitt á ýmsan hátt og auk þess brot á samningum. En fleiri kemur flóttamannavand- inn við en Norðmönnum. Stjórn- málamenn um allan heim ráðgast nú um það hvernig unnt sé að leysa vandann. Sendifulltrúar erlendra ríkja i Malasíu reyna að fá þarlend yfirvöld til að skipta um skoðun og taka á móti flóttamönnunum. En viðleitni þeirra ber sennilega ekki ár- angur. Stjórn Malasíu virðist stað- ráðin í að leysa vandann á eins ómannúðlegan hátt og framast er unnt að ímynda sér. Flóttamenn sem reknir hafa verið út á haf þora ekki að snúa til baka. Þeir vita að malasísk stjórnvöld hika ekki við að framkvæma hótanir sínar og skjóta þá. Og lítil von er um land- vist í nágrannalöndunum. Thai- lendingar hafa t.d. þverlega neitaðað taka á móti Víetnömum. Nýlega vís- uðu þeir þúsundum flóttamanna frá Kampútseu úr landi. Þar bíða þeirra varla betri örlög en víetnömsku flóttamannanna á hafsvæðinu við Malasíu. kúgara sína, bandaríska, evrópska og japanska kapítalista, gegn Sovétrikj- unum og fylgiríkjum þeirra í þeim darraðardansi, er leggja mundi Sovétríkin og Evrópu i rúst og skapa grundvöll fyrir nýtt kínverskt stór- veldi á heimsmælikarða. Þessi draumsýn kínversku leiðtoganna skýrir m.a. hvers vegna þeim er svo mjög í nöp við Salt-samningana um takmörkun (og eyðingu) kjarnorku- vopna. Ógnun við f riðinn Kínverjum hefur hins vegar gengið illa að fá þjóðir heims til þess að skilja og meðtaka þessa nýju heims- speki sína með einni undantekningu þó, en það var hinn alræmdi Pol Pot i Kampútseu og félagi hans Ieng Sary, sem sátu að völdum í þessu hrjáða landi i rúmlega 3 1/2 ár. þýska en báða þessa náunga mun að sögn fýsa í stríð gegn Rússanum. Þessi stefna kinversku valdhafanna er að sönnu ógnun við friðinn í SA- Asíu og i heiminum, eins og sann- aðist með þeirri villimennsku sem viðgekkst i Kampútseu á meðan hún var vemdarríki Kína og eins og sann- aðist í þeirri innrás sem Kínverjar gerðu síðan í Víetnam. Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn lagst einslágtogsú kínverska gerði í þeirri innrás er hún óð með 600 þúsund manna lið inn í land sem átti í baráttu fyrir tilveru sinni gegn afleiðingum stríðshörm- unga og náttúruhamfara. Ég ætla þá að vinda mér í óheppi- legu spurningarnar og heppilegu svörin. 1) Ég tel að fjöldagrafir í Kampút- seu séu sönnunargögn fyrir meintum fjöldamorðum Pol Pot- A „Þar meö höföu kínversku valdhafarnir myndað það bandalag við bandarísku heimsvaldastefnuna, sem verður nú æ augljós- ara með hverjum mánuðinum, sem líður.” Hvergi áttu Kinverjar traustari bandamann en í þeim, nema ef vera skyldi í Jackson, öldungardeildar- þingmanni á bandaríska þinginu og í Franz Josef Strauss þeim vestur- stjómarinnar. Ég tel ekki að sama gildi um fjöldagrafir Saigon- stjórnarinnar í Hue frá 1968, þær voru ekki sönnunargagn gegn FNL. II Engar f réttir úr menningunni Ég er sjálfsagt ekki einn áhorfenda með það á tilfinningunni að ein- hverju sé áfátt i meðferð fréttastofu sjónvarps á innlendu menningarefni. En öðru hvoru fyllist mælirinn. Ein slík „uppfylling” átti sér stað á minu heimili um daginn þegar elskuleg fréttaþula hvatti fólk, sennilega ekki í fyrsta sinn, til að senda upplýsingar og Ijósmyndir til fréttastofunnar tímanlega fyrir „menningarfréttirn- ar” á föstudagskvöldum. Af orðum hennar mátti ráða að þar í bæ biðu menn með útréttar hendur, reiðu- búnir að þjóna islenskri menningu á einhvern hátt. En því miður er þessu á annan hátt varið. í hinni mein- leysislegu hvatningu þulunnar lá nefnilega það sem margan hefur grunað: að fréttastofa sjónvarps hafi nú loks gefist upp á allri viðleitni til að segja frá íslenskum menningar- málum á líðandi stund. Fréttir á silfurfati Nú verða menn sjálfir að færa henni fréttir á siifurfati, til fram- reiðslu á þvi ragú senl hnýtt er aftan við „alvörufréttir” á föstudags- kvöldum. Sjái menn sér ekki fært að senda fréttastofunni nótis af þvi sem er að gerast á þessu sviði, þýðir það i raun að ekkert hafi gerst, hvað þá frétta- menn snertir. Þá er nokkuð sama hvort um er að ræða sýningu Jóns Jónssonar heima í bílskúr eða fyrir- tæki upp á margar milljónir sem ætla mætti að nokkur þúsund manns hefðu áhuga á. Það fer síðan eftir því hve duglegir aðstandendur eru (hvort sem um Jón Jónsson eða milljóna- fyrirtækin er að ræða) við að plaga fréttastofuna með simtölum, hvort nokkur meiri háttar meðhöndlun kemur til greina. Sú meðferð er svo tengd tveggja minútna reglunni svo- nefndu en þá er myndavél beint að veggjum eða einhverjum tjáningar- fullum andlitum í tvær mínútur — annars þarf að borga fyrir — og síðan er afrakstrinum smeygt inn rétt fyrir veðurfréttir. Engin varðveisla heimilda Vilji einhver sannprófa þessa kenn- ingu, þá ætti sá hinn sami að skoða fréltaannál þann sem fréttastofa setur saman fyrir hvert gamlárs- kvöld, ár eftrr ár, og athuga hve mikið af svokölluðum ' menningar- Kjallarinn Aðalsteinn Ingólfsson Í framhjáhlaupi má geta þess að fréttastofan álítur sig ekki skylduga til að varðveita neitt af þvi menn- ingarefni sem hún þó glepst til að festa á filmu, því að notkun lokinni lendir það nær undantekningarlaust í ruslakörfunni, öfugi við margt ann- að. Þetta er vandra'ðaástand og ekki nema von að sumir sómakærir lista- menn kjósi heldur að reiða sig á aðra fjölmiðla en að eiga það á hættu að vera spyrtir saman með kökubasar, kvenfélagsmótum og öðru í þá veru í föstudagsfárinu. Ástandið er síst betra þegar um erlendar menningarfréttir er að ræða. Þó man ég eftir skond- inni undantekningu hér um daginn, en þá var minnst á sérstæða Mónu Lísu myndlistarsýningu í Þýskalandi, sem var vel þegið og allt það. En fréttin sú hafði nú samt birst i DB hálfu ári áður. Ekki bolmagn Þegar rætt hefur verið við frétta- menn sjónvarps um menningarfrétt- ir, fara þeir annað hvort undan i flæmingi eða velta hlassinu yfir á ómaga Lista- og skemmtideildar, Vöku, og vilja með því vera stikklri. Hverju eða hverjum sem það er að kenna, þá er það staðreynd að i nú- verandi mynd hefur Vaka ekki bol- magn til að gera það sem þættinum var frá upphafi ætlað að gera — að fylgjast með listum á líðandi stund. Til þess er þátturinn of siuttur, of sjaldan á dagskrá, undirbúningstimi hans of takmarkaður og i stað þess að koma sér upp föstum umsjónarað- ila i einhvern tíma, eins og gert cr í barnatíma, þá heldur sjónvarpið fast í þann háttinn aðgripa menn á hlaup- um frá öðrum störfum. Þetta er þvi bagalegra sem fjölbreytni eykst i menningarmálum okkar og atburðir dreifast jafnar yfir allt árið. Kraftaverk Nú held ég að það sé vel hægt að ,ætlast til þess af fréttastofu að hún láti fréttamatið ná yfir menningarmál í ríkara mæli en gert hefur serið. En til þess að hlaupa undir bagga með henni, þá væri hægt að hugsa sér „magasín” þátt í ætt við Vöku á dag- skrá einu sinni í viku. Hann mætti vera hálftími á lengd, eða sem svarar þeim tima sem voðaakstur >Tniss konar fær í iþróttaþáttum og fréttum í hverri viku. Mér skilst að samvinna frétta- og fræðsludeildar annars vegar og LSD hins vegar teljist með minni háttar kraftaverkum, en þó finnst mér ekki fráleitt að ætla að þessar tvær deildir gætu unnið saman að slikum þætti. Hann gæti vcrið í svipuðu formi og Vaka, en með 5 mínútna upplýsingalið og umfram allt ætti hann að kryfja mál til mergj- ar. „Prinsessan á bauninni” gæti verið tilefni þáttar um fjármálastefnu og menningarpólitik Þjóðleikhúss, „Nordsat” er efni í annan, skoðun á kjörum listamanna fyllti þann þriðja o.s.frv. Það hefur sýnt sig að fylgst er náið með efni af þessu tagi og lista- menn og aðrir landsmenn eiga heimt- ingu á því að staðið sé að því af ein- urð. ^ „Mér skilst aö samvinna frétta- og fræðsludeildar annars vegar og LSD hins vegar teljist meö minni háttar kraftaverk- um.. N 2) Ég tel að Sovétríkin séu stór- veldi. Skylda Bandaríkjanna 3) Án þess að vera öllum hnútum kunnugur um flóttamannavanda- málið í Víetnam, þá tel ég að fjórar orsakir liggi þaraðbaki: 1) Bandaríkin hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar um aðstoð við endurreisn i Víetnam. 2) Mestu flóð er geisað liafa i ára- tugi á þessu svæði cyðilögðu á síðasta ári óhemju magn matvæla þannig að matvælaskortur ríkir. 3) Með innrás sinni og hvatningu til Vietnama af kínverskum ættum um að yfirgefa landið hafa Kínverjar aukið á flóttamanna- vandann. 4) Stór hluti flóttafólks- ins er efnafólk, sem græddi á striðinu við Bandaríkin og getur ekki hugsað sér að taka þátt í uppbyggingu landsins á jafn- réttisgrundvelli við aðra þjóð- félagsþegna. Ég mundi ætla að Bandarikjastjórn bæri siðferðileg skylda til þess að taka við þessum fyrrverandi þjónum sinum í Víetnam. 4) Frásagnir vestrænna fjölmiðla frá Kampútseu hafa sjálfsagt verið á ýmsa lund, bæði réttar og rangar, þótt ég hafi ekki haft tækifæri til að kynna mér þær allar. En meðal annarra orða, er ekki Verkalýðsblaðið vestrænn fjölmiðill? 5) Ég held að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki getað komið í stað Einingarfylkingarinnar til frels- unar Kampútseu. 6) Ef vietnamskir hermenn eru fangar í Thailandi eru þeir væntanlega fórnarlömb, spurningin er hverra? 7) Ég veit ekki hvers vegna Sovét- Kjallarinn ÓlafurGíslason ríkin studdu ekki frelsisbaráttuna í Kampútseu árin 1970—1975. Mér hefur alltaf verið það ráð- gáta. 8) Þaðhefurekkiveriðágreiningur á milli Víetnama og stjórnvalda í Kampútseu um landamæri á landi siðan í maí 1976, er báðir aðilar samþykktu iínu þá sem dregin er á franskt kort frá því fyrir 1954 i mkv. 1:100.000. Landamerki á landgrunni hafa hins vegar verið ágreiningsefni og veit ég ekki hvort búið er að leysa þann ágreining nú. Víetnamar hafa ekki hertekið eyjuna Vai, hins vegar ráku þeir hermenn Pol Pots af höndum sér þar sem þeir höfðu ráðist inn á víetnamskar eyjar „af vanþekkingu” eins og Pol Pot útskýrði það fyrir Víet- nömum. Það eru engir víetnamskir hermenn nú á eyjunni Vai. 9) Ég álít að á meðan hin nýju stjórnvöld í Kampútseu álíta að það sé nauðsynlegt að hafa víet- namskt herlið í lapdinu ættu þau ekki að gefa yfirlýsingar um hið gagnstæða. 10) Mér er ekki kunnugt um „stuðning” Kinverja við „frelsis- öfl” í Thailandi, Burma eða Malasiu, en ég geri þó ráð fyrir að ólíklcgt sé að Kínvcrjar og Víet- namar eigi þar sameiginlega bandamenn eftir siðustu átburði. 11) Mér er ekki kunnugt um téðan blómsveig eða téðan minnisvarða í Malasiu. 12) Það var haft eftir menntamála- ráðherra hinna nýju valdhafa í Kampútseu, að ólæsi i landinu hafi aukist úr 60 í 90% á valda- tíma Pol Pot. Ég hef hvergi haldið þvi fram, enda hef ég ekki aðstöðu til að kanna málið. 13) Ekki veit ég hvort Hanoi-stjórn- in fagnaði innrásinni í Tékkó- slóvakiu á sinum tíma, en ég veit að hún hefur lýst yfir stuðningi við hana „af illri nauðsyn”. Þar er ég á öðru máli. Ófafur Gíslason

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.