Dagblaðið - 26.06.1979, Síða 2

Dagblaðið - 26.06.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979. Óvitaháttur eða ein- skær mannvonzka? Erlendur Magnússon skrifar: íslenzkir nasistar láta að sér kveða í Dagblaðinu þann 21. júní, fullir kynþáttafordóma eins og þeirra er von og vísa. Fullyrðingar þess efnis, að ,,fólk falli ekki inn í íslenzkt um- hverfi” vegna líkamlegs útlits, sé til vandræða og annað í þeim dúr. Nas- istalýðurinn slær svo allt út með því að halda því fram að koma 50 ein- staklinga af víetnömskum og kín- verskum uppruna muni boða upphaf úrkynjunar kynstofns vors. — Hitler endurfæddur. Eðlilegt framhald hlýtur þá að vera að útrýma öllum sköllóttum, brún- eygðum, dökkhærðum, öllum undir 1,50 m á hæö o.s.frv. svo okkur megi auðnast að fá fram hinn háa, Ijósa, bláeygða, íslenzka aría. Það er sorglegt að hugsa til þess að þrátt fyrir blóðidrifna sögu nasism- ans skuli hann enn á áttunda áratug þessarar aldar eiga sér fylgjendur hér á landi. Að það skuli vera til íslend- ingar sem telja þjáningar fólks sér óviðkomandi. Að það skuli vera til íslendingar sem haldnir eru fordóm- um fávizkunnar. Skylda að aðstoða Þjáningar flóttamanna, hvar sem í heimi eru, koma okkur íslendingum jafnmikið við og öðrum einstakling- um, sem byggja reikistjörnuna Jörð. Þó svo að stórum hluta mannkyns sé stjórnað af fasistum í gervi herfor- ingja og kommúnistum í gervi verka- lýðsleiðtoga þá leysir það okkur, sem höfum verið svo heppin, að fæðast á landskikum þar sem mannréttindi eru virt að mestu leyti, ekki undan þeim skyldum að hlúa að þeim, sem flýja verða ofsóknir stjórnvalda. Okkur íslendingum ber skylda til að aðstoða aðra íbúa Jarðarinnar svo þeir megi öðlast hin helgustu mannréttindi, mat, húsaskjól, tjáningarfrelsi, skoð- anafrelsi. Það er von mín, að þeir ein- staklingar, sem lýstu mannvonzku- skoðunum á baksíðu DB þennan rigningarfimmtudag, hafi gert slíkt vegna óvitaháttar síns, en ekki af ein- skærri mannvonzku. Að skoðanir þessar hafi sprottið upp vegna mikill- ar vanþekkingu á kynþátta- og ethniskum deilum. Mér er fullkomlega ljóst að flutn- ingur 50 flóttamanna til íslands er ekki auðvelt viðfangsefni ef vel á að vera. Það er ekki nóg að flytja fólkið hingað og veita því húsnæði. Meira þarf til. Þetta fólk þarf á aðstoð að halda til að aðlagast íslenzkri menn- ingu. Það þarf að fá góða tilsögn í ís- lenzku, húsnæði þarf að velja, svo að það dreifist, svo ekki myndist menn- ingarkimi í okkar þjóðfélagi. Atvinnu þarf það að fá (og það til jafns við aðra íslendinga), menntun verður að vera til staðar. Tökumá móti opnum örmum Ég tel að öll þcssi vandamál, sem ég hef einfaldað hér að ofan, megi yfirstíga, t.d. með stofnun sjálfboða- liðafélags, sem aðstoðaði þetta fólk án þess að þiggja laun fyrir. Félag fólks sem væri tilbúið til að aðstoða flóttamennina til að kynnast íslend- ingum, sýndi þeim vináttu og virðingu. Ég tel að einn launaður erindreki væri nóg, ef nógu margir sjálfboðaliðar fengjust til starfs. Þegar þetta fólk kemur til íslands verða íslendingar að taka á móti því með opnum örmum. Við megum ekki taka þann ósið upp að kenna þessu fólki um ófarir okkar — ekki kenna því um spillta æsku (ég tel hana ekki spillta), verðbólgu eða at- vinnuleysi — ekki líta á það sem sér- hóp, heldur samþykkja þá staðreynd að á þeirri stundu fjölgi íslendingum um 50 — 50 nýir íslendingar. Ef við tökum þeim sem fólki, með jafnan rétt til lífsins, þá þurfum við ekki að óttast kynþáttavandamál hérlendis. íslenzkir nasistar, endurskoðið hug ykkar. Á íslandi mun aldrei verða kynþáttavandamál, nema ef þið haldið skoðunum ykkar áfram. Verði íslenzkt kynþáttavandamál til, þá verður það ykkar sköpunarverk. Lýðræðis- og mannréttindasinn- aðir íslendingar, tökum virkan þátt í að byggja betri heim. Raddir lesenda „Utur skiptir ekki máli” Kona á Húsavik hringdi: Ég sá í DB að margir hafi hringt til ykkar og lagzt gegn komu víet- namskra flóttamanna til íslands. Hér heyrir maður litillega talað um málið og meirihluti manna er fylgjandi hug- myndunum. Ég er á móti kynþátta- fordómum, litur fólks skiptir ekki máli. Getum ekki skor- azt undan merkjum ef einhver verða, með samheldni. Minnumst þess að landar okkar í Vestmannaeyjum voru rændir og flæmdir á haf út, ef svo mætti að orði komast. Einnig höfum við orðið að flýja land vegna hallæris. Ég vil biðja góða menn að sýna þessu fólki frá Víetnam samúð ef það á eftir að koma hingað. „SJÁLFSAGT AÐ FÓLKK) KOMI” Jón Baldvinsson hringdi: Mér blöskraði að sjá í DB um viðbrögð lesenda við fréttum um flóttamenn frá Víetnam og hugsan- lega komu hluta þeirra hingað. Ég segi nú bara, aumingja fólkið að þurfa að vera sent hingað! Auðvitað er sjálfsagt mál að taka við fólkinu, en það erum ekki við sem líðum fyrir þetta, heldur fólkið sjálft. Við verðum að vona að því líði hér sem bezt — hörmungar þess eru aðalat- riðið. Ég var líka að hugsa um það, út frá fréttum af geigvænlegum flótta- mannastraumi í Asíu, að við þyrftum að gera átak til hjálpar fólkinu. Ég veit, að t.d. í Danmörku og víðar, hefur fólk „tekið að sér” einstaklinga og hópa úti í heimi, sem líða skort, og lagt þvi lið með frjáls- um söfnunum. Blöð hafa haft frum- kvæði í málinu. Þannig gæti Dag- blaðið haft frumkvæði að því að1 safna fyrir ákveðið þorp eða búðir og birt síðan af og til myndir frá staðnum. Á þann hátt geta gefendur, fjársins fylgzt með því hvernig gjöfum þeirra er varið. Hér á landi eru einstaklingar sem hafa „tekið að sér” bágstatt fólk úti í heimi og fylgist stöðugt með því hvernig því: vegnar. Um DC-10 9095—6457 skrifar: Mig langar til að leggja spurningu fyrir Agnar Kofoed-Hansen, flug- málastjóra, varðandi DC-10 þotuna. Er ekki hægt að fá flughæfniskírteini skráð hér á landi eða einhverju Evrópulandi? Samkvæmt öllum bókum um flugmál sem ég hef lesið, er þetta hægt. 0046—2144 hringdi: Ég hitti nokkrar konur að máli og hafði orð á flóttamannahjálpinni. Og ég gat ekki heyrt annað i mínum hópi og víðar sem ég kom en við séum mjög hlynntar málinu. Við höfum gengið í ýmis alþjóðasamtök til að verða að liði og getum ekki skorazt undan merkjum. Við hljótum að komast yfir vandamál þessu samfara, Menn deila hart um fyrirkomulag flugkennslu 1 Reykjavík. Hér er ein „rella” tilbúin f loftið. DB-mynd Hörður Deilaumflugkennslu: Aaðdrepa Flugklúbbinn? Óhressir flugkennarar höfðu sam- band við blaöið: Það er kurr í mörgum kollegum okkar í Reykjavík. Þannig er mál með vexti að til stendur að veita 2 skólum í Reykjavík algera einokun á flugkennslu. Þessi einokun myndi t.d. kæfa Flugklúbbinn í fæðingu en í honum eru 60 meðlimir, kennarar, einkaflugmenn, flugnemar og flug- virkjar. Vélar klúbbs þessa eru nú á leiðinni til íslands. Ef af þessari einokun verður, geta menn ekki einu sinni lært á sínar eigin vélar, nema fyrir náð og miskunn skólanna tveggja. Hugmyndin að baki þessu er víst að ,,ná upp betri standard”, en standardinn hjá öðrum skólanum er svo gífurlegur að þar er einn kennari með hálf réttindi, þ.e.a.s. hann er á undanþágu. Heldur þykir mönnum fnykur af þessari ráðstöfun, því hátt- settur maður hjá Flugmálastjórn er jafnframt eigandi annars skólans. Vísisdekur sjónvarpsins Óskar Jóhannsson skrifar: „Ég hef oft orðið hissa á Vísis- dekri sjónvarpsins. Ekki veit ég, hvaða samband þar er á milli eða hvort Ólafur Ragnarsson Vísisrit- stjóri heldur svo góðu sambandi við fyrri félaga í sjónvarpinu, að þeir sjái ofsjónum. Mest held ég, að þetta stafi af leti sjónvarpsfréttamanna. Þeir hafa ekki fyrir að kanna málin heldur grípa eitthvert blaðið og vitna í það. Engin leið mun að bjarga sjón- varpsmönnum úr letidusilmennsku sinni. En þeir eiga ekki að leyfa sér þá einhliða áróðursmennsku að gera f réttatíma s jónvarpsins að auglýsingu á einu dagblaðanna, finnast hvaðeina merkilegt, sem í því annars fremur lélega blaði stendur, en vitna ekki í önnur blöð, sem iðulega hafa haft sömu fréttir og jafnvel degi fyrr.” Lesandi hringdi: Mér blöskra öll lætin út af áfengis- kaupum stjórnarráðsmanna. Ég get ekki skilið að það þurfi að gera mikið mál úr lítils háttar fríðindum þessa fólks. Þetta er bara öfund að láta svona. Símar: 29330/29331 BÍLASALAN VITAT0RGI Camaro Rally Sport árg. ’72, 8 cyl., sjálfsk., brúnsanseraður m/hvítum vinyltoppi, brcið dekk, aflveltistýri, loftdemparar. Fallegur og góður bill i toppstandi. Verð 3.6 millj. Skipti. Volvo 144 árg. ’70, Ijósdrapplitaður, ný sumardekk, útvarp. Góður bfll, skoðaður ’79. Verð 1800 þús. Mazda 1300 árg. ’75, blár, gott lakk, 2ja dyra, sumar- og vetrardekk fylgja, útvarp-segulband. Skoðaður ’79. Verð 2.1 millj. Mazda 616 Coupé árg. ’74, ekinn 43 þús. Gulur, gott lakk, 2ja dyra. Bill sem stendur fyrir sfnu. Toppsölubili sem verður fljótur að fara. Verð 2.2 millj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.