Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 26.06.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 26.06.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979. WBUWIB ffrjilst'áhúð daffhlað Utgefandi: Dagblaðifl hf. FramkvaBmdastjflri: Sveinnj). EyjóHsson. RitstjóH: Jónas Kristjónsson. RitmtjAniarfultiúi: Haukur Holgason. Sknfstofustjórí rltstjómar Jóhannos Reykdal. Fréttastjóri: Ómar VaMmarsson. Íþróttir HaHur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. BlaAamenn: Anna Bjamason, Ásgelr TómaésoQ, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdótt- ír, Gtssur Sigurósson, Gunnlaugur' A. Jónsson, Helgi Pótursson, Ólafur Goirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Guðjón H. PólssoW. Ijósmyndir. Ámi PóH Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörflur Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Svoinn Pormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þróinn Þorioifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing- arsfjórc Mlór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Stflumúla 12. Afgreiflsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AZlabimi blaflsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 3000 kr. ó mónufli innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakifl. Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siðumúta 12. Mynda- og pifltugerfl: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Arvakur hf. SkeHunni 10. ---- ~ - ~ ' *■ Skattgjald fyrir skammsýni Rikisstjórnin undirbýr álögur áf/jg landsmenn til að greiða spákaup- mönnum á Rotterdammarkaði þeirra okurverð. Alþýðubandalagið ber fram tillögur um innflutningsgjald, sem verði tíu prósent í fyrstu en lækki síðan í tveimur áföngum. Gjaldið verði til eins árs og falli siðan út. Það eigi að færa ríkissjóði allt að fimmtán milljörðum. Framsóknarmenn bera fram tillögur um tvö prósent viðlagagjald, sem leggist ofan á söluskatt. Alþýðuflokksmenn tvístíga. Ráðherrar flokksins taka þátt í umræðum í ríkisstjórn um skattaálögur, en Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokksins, telur enga skattlagningu tímabæra. Vafalaust er í gangi enn einn siagurinn milli ráðherrasveitarinnar og uppreisnarmanna í þingflokki Alþýðuflokksins. Róttækir pennar skrifa stundum, að þjóðin verði að líða verulegt efnahagslegt áfall, áður en málum hér verði komið í viðunandi horf. Hér verður sú stefna yfirleitt ofan á, að reynt skuli að fleyta málum án þess að breyta neinu, sem einhverju máli skiptir. Olíu- kreppan getur orðið okkur mikilvæg lexía, ef við bregðumst rétt við. Við höfum fengið reikninga frá okrurunum í Rott- erdam og fáum aðra hærri á næstu vikum. í því verðum við að viðurkenna, að við höfum samið af okkur fyrr á árum. Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlög- maður sagði í kjallaragrein í Dagblaðinu í fyrri viku, að þessi mistök kostuðu okkur 30 þúsund milljónir. Benti hann á mismuninn á verði olíuríkjanna, svonefndra OPEC-ríkja og Rotterdamverðinu, sem væri meira en tvöfalt hærra. Verð OPEC-ríkjanna hefði hækkað um 50 prósent frá því í fyrra, en Rotterdamverðið á gasolíu hefði á sama tíma hækkað um yfir 200 prósent. ,,Við skort á olíu, sem byltingin í íran á meðal annars þátt í að skapa,. . . breytist þessi út- sölumarkaður í svartan markað og þangað fara þeir, sem eru olíulausir og verða raunar að sæta hvaða okur- kjörum, sem bjóðast,” segir Lúðvík Gizurarson um Rotterdammarkaðinn. Fyrsta viðfangsefnið hlýtur því að verða að leiðrétta þessi samningamistök okkar. Það, sem heyrzt hefur af viðræðum Svavars Gestssonar viðskiptaráðherra við sendimenn Sovétríkjanna hér á landi, gefur til kynna, að ekki verði auðvelt að fá Sovétmenn til að breyta verðskráningunni. Þá verðum við að venda í önnur hús, og hafa margar tillögur og hugmyndir komið fram í því efni. Minna má á, að Dagblaðið hreyfði þeirri hugmynd löngu áður en núverandi olíukreppa kom til, að við ættum að athuga vandlega, hvort ekki mætti kaupa olíu annars staðar, til dæmis í Nígeríu, og fá hana hreinsaða í Portúgal. Olíukreppan getur orðið okkur verðug lexía á fleiri sviðum. Sumt af því kemur fram í tillögum Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra um viðbrögð við olíuhækkununum. Hjörleifur vill, að ríkið leggi fram 2—3 milljarða, einkum til að hraða raforku- og hita- veituframkvæmdum og efla vísindalegar rannsóknir, sem kynnu að leiða til orkusparnaðar. Færir vísindamenn okkar í þessum efnum hafa verið hafðir í öskustó, og við höfum verið svo seinir á okkur að nýta eigin möguleika, að til ófarnaðar horfir. Sennilega verður þjóðin því nú að þola skattlagningu til að greiða olíu-spákaupmönnum okurverð vegna skammsýni okkar í samningum og rétta hlut okkar áorkuframkvæmdum og rannsóknum vegna skamm- sýni stjórnvalda um langt árabil. Formaður norskra nasista handtekinn: Átti aðild að morðtilræði 1. maí Á fimmtudaginn handtók lögreglan i Osló Eirík Bliicher, for- mann Norsk Front (Norskur fram- vörður), en svo nefnast samtök nýrra og gamalla nasista í Noregi. Bliicher er grunaður um að vera meðsekur í sprengjukasti á kröfugöngu Faglig 1. mai Front í Osló 1. maí sl. en þá slasaðist einn göngumanna alvarlega. Ýmsum kann að finnast ótrúlegt að í Noregi skuli Finnast skipulögð samtök manna sem hampa stoltir kjarnanum úr hugmyndafræði þýzka nasismans og færa hugmynda- fræðina út í starf með morðtilræðum við pólitíska andstæðinga sína, líkamlegar árásir á litaða innflytj- endur i Noregi, útbreiðslu kynþátta- haturs o.s.frv. En staðreyndin er samt sú að undanfarnar vikur hafa átök nasistanna og andstæðinga þeirra magnazt stöðugt sérstaklega eftir að einn meðlimur Norsk Front, Petter Kristian Kyvik, kastaði sprengju á kröfugöngu með fyrr- greindum afleiðingum. Sprengju- varparinn komst undan eftir verknað sinn 1. maí. Hins vegar vildi þannig til að áhugaljósmyndarar, sem voru önnum kafnir að ná myndum af kröfugöngunum og áhorfendum, náðu myndum sem síðar urðu nasistum að falli. Dagblaðið norska komst yfir mynd frá áhugaljósmynd- ara sem tekin var yfir áhorfendaskara fáeinum sekúndum áður en sprengj- unni var kastað. Hún birtist á forsíðu Dagblaðsins og varð sönnunargagn lögreglunnar gegn Kyvik. Við yfir- heyrslur hélt Kyvik því fram að Erik Blilcher, formaður nasistasamtak- anna, og fleiri hefðu skipulagt árásina með sér. Þessu neitaði Blúcher staðfastlega og hótaði norskum fjölmiðlum málsókn og fjársektum ef þeir héldu sliku fram. Nú hefur hins vegar verið sannað á Blucher að hann var potturinn og pannan í öllu saman og var hand- tekinn vegna þess. Jafnframt hefur þeirri kröfu, að banna „Norsk Front” með lögum, vaxið fylgi í Noregi. Meðal annars hafa fjölmörg verkalýðsfélög um allan Noreg tekið undir kröfuna. Norsk Front hefur starfað ötullega að útbreiðslu hatursáróðurs gegn lit- uðum innflytjendum í Noregi. Félagar samtakanna líma upp vegg- blöð sem endurspegla í myndum og máli kynþáttastefnu nasimans, mála hakakrossa á veggi og grindverk nálægt íbúðum erlendra verkamanna og hafa m.a.s. staðið að likamsárásum á litaða verkamenn á sporvögnunum í Osló og víðar. Norsk dagblöð hafa upplýst að Norsk Front sé í alþjóðlegum sam- böndum við nasistahópa og hryðju- verkasveitir víðs vegar um heim. Brezku nasistasamtökin National Front Þjóðfylkingin og Norsk Front eiga ágætt samstarf og viða á megin- landi Evrópu er að finna nasista og Frásagnir hans hafa hjálpað mjög mikið til við að afhjúpa nasistana. Eitt af því sem brotthlaupsmaðurinn frá Norsk Front hefur lagt fram er grein sem Erik Blúcher nasistaleið- togi skrifaði í innanfélagsblað sam- takanna. Þar kynnir Blúcher þá skoðun sína að núverandi valdhafar í Sovétríkjunum séu að þróa áfram kynþáttastefnuna sem Hitler sálugi dó frá i miðri framkvæmd. Blúcher telur að norskir nasistar eigi að horfa með velþóknun mikilli á meðferð sovézkra stjórnvalda á gyðingum. Petter Kristian Kyvik, norskur nasisti sem kastaði sprengju á kröfugöngu f Osló 1. maí. fasíska hópa sem Norsk Front er í tygjum við. Einna mesta athygli hefur þó vakið uppljóstrun um vináttu og samstarf norsku nasist- anna og „öryggisveita” Ian Smiths í Ródesíu. Samband þeirra hefur staðið í mörg ár og Norsk Front hefur sent marga af meðlimum sínum til þjálfunar í baráttusveitum Smiths gegn frelsishreyfingunum í Ródesiu. Tengiliðúrinn i Ródesíu kallast Rhodesia Conservative Alliance. Á síðasta ári gerðist það að fyrrum þekktur leiðtogi í Norsk Front kom fram opinberlega í Noregi og lýsti því yfir að hann hefði sagt skilið við Norsk Front og hugmyndafræði nasismans. Hann hefur síðan verið duglegur við að miðla upplýsingum um innra starf samtaka nasistanna. Erik Blucher: Nú bak við iás og slá fyrir aðild að morðtilræöi. Fórnarlamb nasistanna iþróttamaðurinn Ulf Anderson kom i veg fyrir að sprengjan spryngi f hópi barna. En um leið og hann bjargaði Iffi barnanna, særðist hann sjálfur svo alvarlega aö vist er að hann getur ekki stundað fþrótt sfna á sama hátt og áður.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.