Dagblaðið - 26.06.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ1979.
Tilboð þetta gildir út júniménuð. Áskrrftin giidir frá nsastu mánaðamótum og miðast við að graiðast innan ménaðar.
GHptu simann, hringdu í 27022, fáðu samband við áskrifendaþjónustu Vikunnar og pantaðu nýju áskrrftina.
Áskrifendasími 27022
Njarðvík-Víðir 3-3(l-0)
Þetta var hörkuleikur eins og oftast
þegar þessi lið eigast við. Fyrri hálf-
leikurinn var þó fremur slakur og eina
markið, sem þá var skorað gerði
Gunnar Jónsson. Annars einkenndi
miðjuþjóf og taugaspenna leikinn mest
í fyrri hálfleik. Hafl áhorfendur
eitthvað verið óánægðir með fyrri hálf-
leikinn var svo sannarlega bætt úr því í
þeim síðari, því þá voru gerð 5 mörk á
aðeins 17 mín!
Víðismenn hófu leikinn af miklum
krafti og strax á 47. mínútu jafnaði
Jónatan Ingimarsson eftir góðan sam-
leik. Á 50. mín. komust Viðismenn
síðan yfir með marki Guðjóns
Guðmundssonar. Víðir sótti síðan um
of — ætlaði að tryggja sigurinn — og
áður en varði var Njarðvík komin yfir.
Á 57. mín. jafnaði Baldvin Guðmunds-
son og á 60. mín. skoraði Jón Haralds-
son, 3—2. Aðeins tveimur mín. síðar
var brotið á Guðmundi Jens Knútssyni
innan vitateigs. Mjög góður dómari
leiksins, Halldór Gunnlaugsson, dæmi
umsvifalaust vitaspyrnu og úr henni
skoraði Guðmundur Jens sjálfur. Eftir
þetta datt hraðinn nokkuð niður, en
liðin fóru að leika betri knattspyrnu.
Undir lokin var mjög dregið af
Njarðvíkingum og slapp mark þeirra
þá oft naumlega. í heildina voru úr-
slitin sanngjörn.
Ármann-Víðir l-O(l-O)
Ármenningar fengu Víðismenn í
heimsókn á laugardaginn en leik þeirra
var frestað á sínum tíma. Ármenningar
sigruðu með eina marki leiksins, sem
Þráinn Ásmundsson skoraði í fyrri
hálfleik. Illgerlegt var að leika knatt-
spyrnu í því veðri sem var og mótaðist
leikurinn mest af því.
Staðan i A-riðli er nú þessi:
Armann
Grindavík
Njarðvík
Stjarnan
Víðir
Grótta
ÍK
-SSv/emm.
B-riðill
Óðinn-Leiknir 3-l(l-0)
Þessi úrslit koma geysilega á óvart
og með þessu má segja að sigur Aftur-
eldingar i riðlinum sé næsta vís, nema
Óðinn taki upp á þvi að vinna þá líka.
Greinilegt var á leik Leiknismanna að
þeir töldu sér sigurinn vísan og slíkt
kann aldrei góðri lukku að stýra.
Snemma í leiknum urðu þeir fyrir því
óláni að fá á sig sjálfsmark og við það
virtist liðið brotna.
í síðari hálfleiknum bættu þeir
Konráð Árnason og Jóhann Sævarsson
við mörkum fyrir Óðin en eina mark
Leiknis skoraði Þorsteinn ögmunds-
son.
-PÓ/SSv.
- 3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deild - 3. deild—3. deild—3. deild—3. deild
Stefnir í hörkukeppni f A og E riðli!
Af óviðráðanlegum orsökum
ekki hægt að hafa C og E riðlana með í
yfirlitinu yfir 3. deildina í gær og
bætum við því hér með úr þessu hið
snarasta. Auk þess fylgja hér á eftir úr-
slit og umsagnir um þá leiki sem lciknir
voru í 3. deildínni i gær.
C-riðill
Bolungarvík-Skallagrímur 1-4(1-1)'
Borgnesingar ferðuðust vestur um
helgina og léku tvo leiki í ferðinni.
Fyrri leikurinn var gegn Bolungarvík
og tóku Borgnesingar heimamenn
heldur betur í karphúsið. í leikhléi var
staðan jöfn, en í þeim síðari skoraði
Skallagrímur þrívegis án þess að
Bolvíkingum tækist að svara fyrir sig
og stórsigur var í höfn. Hefur nokkuð
komið á óvart hversu slakir Bolvíking-
ar virðast vera eftir góða byrjun i vor.
MarkBolvíkingagerði Þórður Ólafsson,
þeirra langbezti maður, en fyrir
Skallagrím skoruðu þeir Gunnar Jóns-
son 2, Garðar Jónsson og Björn Jóns-
soneitt hver.
Stefnir-Skallagrímur 3-3.
Skallagrímur lék þarna síðari leik
sinn við Stefni, en þann fyrri unnu þeir
5—1. Leikmenn Stefnis börðust með
kjafti og klóm og það kom
Borgnesingum í opna skjöldu því,
Stefnir náði að komast í 3—0 og þannig
var staðan þar til aðeins 15 mín. voru
til leiksloka. Síðasta stundar-
fjórðunginn tókst Borgnesingum, sem
fyrr í leiknum höfðu átt tvö stangar-
skot, að jafna metin og kom jöfnunar-
markið aðeins um mínútu fyrir leiks-
lok. Mörk Stefnis gerðu þeir Jens
Hólm 2 og Kjartan Ólafsson. Garðar
skoraði tvívegis og Gunnar bróðir hans
einu sinni fyrir Skallagrím.
Staðan í riðlinum:
Skallagrímur 3 2 10 12—5 5
Víkingur 110 0 4—0 2
Bolungarvík 3 10 2 2—8 2
Stefnir 2 0 11 4—8 1
Snaefell 10 0 1 0—1 0
E-riðill
Þarna voru leiknir tveir leikir um
helgina, og komu úrslit í öðrum
þeirra nokkuð á óvart.
HSÞ-Dagsbrún 2-0
HSÞ kom talsvert á óvart með því
að sigra í þessum leik sannfærandi.
Dagsbrun náði góðum leik gegn Ár-
roðanum fyrir skemmstu en í þessum
leik skoraði Jónas Þór Hallgrímsson,
markakóngur þeirra Mývetninga,
bæði mörkin í góðum sigri.
Völsungur-Reynir 4-1
Völsungur vann þarna fyrirhafnar-
lítinn sigur á Reyni, sem hefur slakasta
liðinu á að skipa í riðlinum. Friðrik
Jónasson, Magnús Hreiðarsson, Sigur-
karl Aðalsteinsson og Björn Olgeirsson
skoruðu mörk Völsungs, en eina mark
Reynis gerði Svavar Guðmundsson.
Staðan í riðlinum:
Árroðinn 2 2 0 0 6—0 4
Völsungur 2 2 0 0 6—1 4
HSÞ 2 10 1 2—2 2
Dagsbrún 2 0 0 2 0—3 0
Reynir 2 0 0 2 1—9 0
Markahæstur:
Örn Tryggvason, Árroðanum 3 mörk
i M *
við bjóðum nýja
ásknft
í 1/2 ár á adeins
kr. 577emtakið
Þannig sparar þú þér kr. 3.200 og færð Vik-
una senda heim þér að kostnaðarlausu.
Vikan flytur efni fyrir alla fjölskylduna:
Forsíðuviðtölin frægu, myndasyrpur af
mannamótum, smásögúr eftir innlenda sem
★ Sérstakir þættir nú:
erlenda höfunda, framhaldssögur, popp-
korn,tískufréttir,greinar um fróðlegt efni og
furðulegt, myndasögur fyrir börnin, get-
raunir, heilabrot, draumaráðningar, póstinn
landsfræga, pennavinaþáttinn o.fl.
★ Ævar R. Kvaran ritar um: Undarleq atvik
★ Klúbbur matreiðslumeistara kennir matreiðslu nýstárlegra rétta.Nákvæmar leiðbein-
inqar í máli oqTnyndum. Allt hráefni fæst í verslunum hérlendis.
★ VON Vikan oq Neytendasamtökin taka höndum saman í neytendamálum.
★ Oq svo er alltaf plakatið qóða í miðri Viku.
★ Jónas Kristiánssori ritstióri prófar víntequndirnar í Á.T.V.R. oq qefur beim einkunnir.
★ Mini Krimmi Willys Breinholst.
★ Börnin oq við. Guðfinna Eydal, sálfræðingur, ritar greinaflokk um uppeldismál oq
samskipti barna oq fullorðinna yfirleitt.
A-riðill
í gærkvöldi voru svo leiknir tveir
leikir í A-riðlinum, en auk þeirra var
einn leikur á laugardag, sem DB vissi
ekki um fyrr en í gær og fara úrslit og
umsagrjir hér á eftir.
Stjarnan-Grótta 3-10-1)
Stjarnan vann þennan leik fyrst og
fremst á miklu betri baráttu, en áhuga-
leysi og deyfð virtist einkenna leik
Gróttu. Strax á 7. mínútu náði
Stjarnan forystu með fallegu marki
Guðjóns Sveinssonar. Sú forysta stóð
þó ekki lengi því á 17. mínútu jafnaði
Grótta með marki Gunnars Lúðvíks-
sonar og fannst heimamönnum nokkur
rangstöðufnykur vera af því marki.
Eftir markið færðist Grótta í aukana
og var öllu sprækari fram undir leikhlé.
í síðari hálfleiknum náði Stjarnan
hins vegar öllum tökum í leiknum og
miðjumenn þeirra réðu lögum og
lofum lengst af. Mark lá í loftinu en
það var ekki fyrr en um miðjan hálf-
leikinn að nýliðinn Dagbjartur Harðar-
son skoraði af stuttu færi og kom
Stjörnunni yfir. Um 10 mín. fyrir leiks-
lok bætti síðan Stjarnan þriðja marki
sínu við er Dagbjartur skoraði
gullfallegt mark af stuttu færi með
þrumuskoti upp í þaknetið. Grótta var
heppin að sleppa með ekki stærra tap
og aðeins snilldarmarkvarsla Sverris
Hafsteinssonar kom i veg fyrir enn
stærra tap.
Valur heppinn að tapa
ekki 3ja leiknum í röð
,,Ég er ánægður með leikinn — en
ekki með úrslitin. Við fengum tækifæri
til að vinna Val — 3-4 opin færi í leikn-
um og áttum auk þess skot i þverslá og
mark var dæmt af okkur. Víkingur átti
að vinna ef við berum saman tækifærin
— en ég er ánægður. Víkingsliðið er
farið að leika virkilega knattspyrnu,”
sagði dr. Youri Ilitchev, þjálfari
Víkings, eftir að þau félagslið, sem
hann hefur þjálfað í islenzkri knatt-
spyrnu, Valur og Víkingur, gerðu jafn-
tefli á Laugardalsvelli i gær 0-0. Dr.
Youri bætti við. „Dómararnir leyfa of
mikið — það verður að vernda fram-
herjana betur, og ég á þar ekki aðeins
við Víkinga, heldur leikmenn annarra
liða, gegn grófum varnarleik. Það er of
mikil harka í varnarleiknum.
„Það var jafnræði með liðunum í
leiknum í gærkvöld, en þó voru Vals-
menn heppnir að tapa ekki þriðja leikn-
um í röð. Víkingar fengu mun fleiri
tækifæri til að skora — knötturinn
small í þverslá Valsmarksins. Þá tókst
Víkingum að skora í leiknum en línu-
vörðurinn Baldur Scheving veifaði —
og dómarinn Villi Þór dæmdi markið
af. Það var meira en litið vafasamt, svo
ekki sé meira sagt. Á 49. mín. náði
Víkingur fallegu upphlaupi — Sigurlás
Þorleifsson lék á varnarmann Vals og
komst inn í vítateiginn. Síðan gaf hann
knöttinn aftur til Lárusar Guðmunds-
sonar, sem komst frír að marki Vals og
skoraði með föstu skoti. Ágætur mark-
vörður Vals, Sigurður Haraldsson, átti
ekki möguleika að verja. Það fór
undrunarkliður um meðal áhorfenda,
þegar markið var dæmt af.
Valsmenn höfðu nú öllum beztu leik-
mönnum sínum á að skipa nema
Guðmundi Kjartanssyni. Hörður
Hilmarsson og Guðmundur Þorbjörns-
son komu inn á ný — en þeir Ólafur
Danivalsson og Hálfdán örlygsson
héldu stöðum sínum á kostnað Alberts
Guðmundssonar og Jóns Einarssonar.
Valsmenn voru sprækari í byrjun.
Ingi Björn átti hættulegt skot utan af
kanti — og skallaði síðan framhjá
marki Víkings úr góðu færi aðeins
síðar. En síðan komu Víkingar meira
inn i myndina — Gunnar örn átti
hörkuskot í þverslá á 10. mín. og
minútu síðar skallaði Róbert Agnars-
son aðeins yfir Valsmarkið eftir auka-
spyrnu. Síðan dofnaði nokkuð yfir
leiknum — Víkingar léku með þremur
mönnum á miðjunni í vörninni og gáfu
Valsmönnum talsvert eftir miðjuna.
Valsmenn vildu fá víti, þegar Róbert
renndi sér á knöttinn og felldi Hálfdán
um leið — og síðar í leiknum vildu
Jafntef li Víkings og Vals 0-0 á Laugardalsvelli í gær
Víkingar fá víti, þegar Sigurlás spyrnti
inn í vítateiginn og knötturinn kom í
Sævar Jónsson. í lok hálfleiksins var
mikill darraðardans í markteig Vals
eftir aukaspyrnu. Þrívegis spyrntu
Víkingar á markið af stuttu færi en
Valsmenn urðu alltaf fyrir knettinum
og að lokum varði Sigurður spyrnu
Sigurlásar.
HALLUR
SIMONARSON..
Valsmenn gerðu eina breytingu á liði
sínu í upphafi síðari hálfleiks. Jón
Einarsson kom í stað Guðmundar sem
ekki hafði náð sér á strik — greinilega
ekki heill. Vikingar voru ágengir í
byrjun síðari hálfleiks — Lárus sendi
knöttinn í mark eins og áður er sagt
frá, og rétt á eftir komst Sigurlás i færi
en spyrnti knettinum beint í fang Sig-
urðar. í leiknum reyndist Sigurlás vörn
Vals mjög erfiður — og reyndar furðu-
legt að þessi leikni miðherji skyldi ekki
skora. Hann komst í dauðafæri en
spyrnti framhjá — og lék nokkru síðar
í gegnum Valsvörnina. Komst frír að
markinu en Sigurður bjargaði með frá-
bærri markvörzlu.
Það var á stundum lika þungi í sókn
Valsmanna — tækifæri þó heldur fá,
því Víkingsvörnin var þétt fyrir. Diðrik
Ólafsson þurfti varla að verja skot
Valsmanna í leiknum. Ingi Björn
komst í sæmilegt færi en spyrnti laust
til Diðriks — Atli Eðvaldssn komst í
opið færi en spyrnti himinhátt yfir. Þá
skapaðist hætta við Víkingsmarkið
eftir aukaspyrnu Vals. Knötturinn fór í
varnarvegginn og síðan rétt framhjá
Víkingsmarkinu. Lokakafla leiksins
voru Valsmenn öllu ágengari án þess þó
að skapa sér færi. Ómar Torfason kom
í stað Gunnars Arnar hjá Víking — og
nokkur dofi kom í leik Víkings eftir að
Heimir Karlsson meiddist og var haltur
undir lokin.
Valsmenn voru meira með knöttinn í
leiknum en ólíkt minni broddur var í
sóknaraðgerðum þeirra en Víkings.
Valsliðið er ekki nema skuggi miðað
við getu liðsins undanfarin ár —
krafturinn, hraðinn, leikgleðin miklu
minni en áður hverju sem um er að
kenna, því Valsmenn ættu jafnvel að
vera með sterkara lið nú en undanfarin
ár. Vörnin liðsins opnaðist oft illa og
meira segja hinum snjalla leikmanni,
Dýra Guðmundssyni, urðu á óskiljan-
leg mistök. Það kom þó ekki að sök —
Sigurður Haraldsson var snjall í marki
Vals. Hörður lyfti talsvert framvarða-
leiknum en mikillar þreytu virðist gæta
hjá Atla. Framlínan bitlaus — en Hálf-
dán bar þar af.
Víkingar eru á réttri leið undir stjórn
dr. Youri — og taktík hans var snjöll í
þessum leik. Vörnin yfirleitt traust og
þar vakti athygli snjall leikur Helga
Helgasonar. Þessi unglingalandsliðs-
maðuter nú að springa út. Mörg upp-
hlaup Vals brotnuðu á dugnaðarforkin-
um Jóhannesi Bárðarsyni. Sigurlás er
skemmtilegasti sóknarmaður okkar nú
— og hinn ungi Lárus var Valsmönnum
erfiður með leikni sinni og hraða.
Þjálfarinn lagði mikið á Hinrik Þór-
hallsson og hann komst vel frá hlut-
verki sinu.
_______________________-hsim.
Staðaní
1. deild
Eftir leik Víkings og Vals í 1. deild í
gær er staflan þannig.
Keflavík
Fram
Akranes
KR
ÍBV
Valur
Víkingur
KA
Þróttur
Haukar
Einn leikur er á dagskrá i kvöld. Þá
leika Fram og Akranes á Laugardals-
velli kl. 20.00. Annað kvöld leika svo
Þróttur og KR á sama stað.
Heimsliðið vann
Argentínu 2-1!
Heimsliðið f knattspyrnunni sigraði
Argentínu 2—1 í afmælisleiknum í
Buenos Aires í gærkvöld. Heimsliðið
verðskuldafli sigur í leiknum.
Þó virtust heimsmeistarar
Argentínu stefna í sigur framan af og
hinn 18 ára Maradona skoraði hjá
brasilíska markverðinum Leao. En í
síðari hálfleiknum sótti heimsliðið í sig
veðrið og á 68. mín. jafnaðist
leikurinn. Galvan sendi knöttinn í eigið
mark eftir mikinn darraðardans í víta-
teig Argentínu. Brasilíumennirnir Zico
og Toninho komu inn á eftir leikhléið
og á 73.mín. léku þeir saman í gegn.
Toninho lék á markvörð Argentínu,
Fillol, og renndi síðan knettinum til
Zico, sem skoraði sigurmarkið í
leiknum. Þetta var fyrsti tapleikur
Argentínu frá því liðið varð heims-
meistari. Hafði áður leikið 6 leiki —
unnið þrjá, gert þrjú jafntefli.
Heimsliðið var þannig skipað í
leiknum — 14 ieikmenn tóku þátt í
honum. Leao, Brasilíu, Koncilia,
Austurríki, Kaltz, V-Þýzkalandi,
Cabrini, Ítalíu, Toninho, Brasiliu,
Tardelli, Ítalíu, Pezzey, Austurríki,
Krol, Hollandi, Causio, Ítalíu, Platini,
Frakklandi, Zico, Brasilíu, Rossi,
Ítalíu, Aseni, Spáni, og Boniek,
Póllandi.
í liði Argentínu léku Fillol, Galvan,
Pasarella, Tarantini, Ardiies, Gallego,
Maradona, Houseman, Luque,
Valenciaogólguin.
Fékk hlaupasting
en setti samt
! Lilja Guðmundsdóttir keppti nýlega í 1500 m
hlaupi við tvær þekktar hlaupakonur, Mary Stewart
frá Englandi, sem hlaupið hefur vegalengdina á 4:06
'min. ,og K. Nemetz. Það var i Stokkhólmi. 12
stúlkur hófu hlaupið.
Byrjunarhraðinn var frekar hægur en
jafn. Lilja hélt sig lcngstum i þriðja sæti — var á
eftir Nemetz og Stewart. Þegar um 500 m voru cftir
hófst mikill endasprettur og þá tókst Lilju ekki að
halda í við þær fremstu. Varð í sjötta sæti á 4:27.9
min. — tími, sem hún á að geta bætl mjög. Stewart
vann auðveldlega á 4:17.7 mín. og Nemetz varð 1
öðru sæ|i á 4:19.7 mín.
Hinn 21. júní keppti Lilja svo í 3000 m hlaupi i
Sollentuna á nýlagðri Rubtan-braut. Þar kcppti
mikill fjöldi og voru margir riðlar í sumum
hlaupunum. Sex hlupu 3000 metrana þar á meðal ein
sænsk, sem hlaupið hefur vegalengdina á 9:33.4
min. Þær Lilja lögðu á ráðin saman um að hjálpast
að til að ná góflum árangri — skiptust á um forustu í
hlaupinu. Byrjunarhraðinn var þó heldur mikill en
siðan jafnaðist hlaupið og millítimar lofuðu góðu.
Þegar þrír hringar voru eftir fékk Lilja hlaupasting
en ekki svo mikinn að hún þyrfti að hætta. Sænska
stúlkan náði þá sæmilegri forustu cn Lilja jafnaði
sig. Tók góðan endasprett og varð jöfn sænsku
stúlkunni á marklínunni. Báðar fengu sama tima,
9:45.0 mín. og sá timi er nýtt íslenzkt met á vega-
lengdinni hjá Lilju. Eldra metið átti hún sjálf —
9:54.8 mín. Eftir hlauptið taldi Lilja að hún gæti
náð mun betri tíma á vegalengdinni með mciri
reynslu. Hefur hlaupið 3000 m sjaldan — svona einu
sinni á ári i keppni — og í hlaupinu í Sollentunn dró
hlaupastingurinn nokkuð úr árangri hcnnar.
Önnur mesta sala
á Englandi
— Manch. City keypti lítt þekktan
leikmannfráPreston
Manch. City kom mjög á óvart í gær, þegar liðið
keypti nær óþekktan leikmann úr 2. deild fyrir 750
þúsund sterlingspund, sem er önnur mesta upphæð,
sem greidd hefur veriö fyrir leikmann á Englandi.
Aðeins hærra, þegar Nottingham Forest keypti
Trevor Francis frá Birmingham i vetur fyrir eina
milljón sterlingspunda.
Leikmaðurinn, sem Manch. City keypti, hcitir
Michael Robinson frá Preston North End, Lanca-
shire-liðinu kunna. Þetta er sterkur framvörður, sem
undir stjórn Nobby Stiles, framkvæmdastjóra
Preston og fyrrum heimsmeistara tók stórstígum
framförum sl. keppnistimahil. Fáum datt þó i hug
þessi risasala á leikmanninum en Preston gat ekki
neitað tilboði City. Fjárhagurinn ekki alltof góður.
Þá keypti Newcastle nýjan lcikmann i gær — Ian
Davies, bakvörð, fyrir 175 þúsund sterlingspund.
töpuðuígær
Vikingarnir hans Tony Knapp i Noregi töpuðu
sinum fyrsta leík í 1. deild i gærkvöldi. Léku þá við
Rosenborg í Þrándheimi og Rosenborg sigraði 1-0.
Crslit í öflrum lcikjum urðu þau, að Noregsmeist-
arar Start unnu Lilleström 3-1 en í innbyrðislcik
Osló-liðanna vann Valerengen Skeid 2-1. Staða efstu
liða.
Viking 11 7 3 1 17-7 17
Rosenborg 11 7 1 3 18—12 15
Start 11 6 2 3 23—10 14
Bryne 11 6 1 4 22-14 13
Moss 11 5 2 4 16—14 12
Valerengen 11 5 2 4 19—21 12
Bjöm Borg vann
ífyrstulotu
— en Arthur Ashvarslegiraiút
Sænski tennlsleikarinn Björn Borg hóf vörn
Wimbledon-titils sins i gær með öruggum sigri
gegn einum kunnasta tennisleikara USA, Tom
Gorman. Þó vírkaöi Björn, sem sigrað hefur í
einliðaleik Wimbledon-mótsins þrjú siðustu árin —
merkasta tennismót heims — talsvert taugaspenntur
í fyrstu lotunni. Gorman sigraði með 6—3. I næstu
lotu náði Björn sér á strik — sigraði með 6—4. Sú
þriðja var mjög tvísýn en Björn vann aftur, nú mcð
7—5. i lokalotunni hafði hann hins vegar algjöra
yfírburði, vann 6—1. Leikurinn var eiginlega
nákvæm eftirliking á fyrsta leik Björns á Winmble-
donmótínu í fyrra. Mest kom á óvart I gær, að
bandariski blökkumaðurinn Arthur Ash, eini
svertinginn, sem náð hefur heimsfrægð í tennis, var
sleginn út. Nær óþekktur Ástralíumaður, Chris
Kachel, sigraði Ash 6—4,7—6 og 6—3. Ash sigraðl í
Wímbledon-keppninni 1975.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979.
Sigurlás Þorleifsson, bezti maðurinn á vellinum i gærkvöld spyrnir á mark Vals en Sigurður Haraldsson varði. Dýri Guðmundsson, Sævar Jónsson og Grimur
Sæmundsen fylgjast með. -DB-mynd Hörður.