Dagblaðið - 29.06.1979, Síða 2

Dagblaðið - 29.06.1979, Síða 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1979. 2 r Flugskólamálið: Heyrír undir flugmálastjóra og loftferðaeftiriit —segir Pétur Einarsson „Þvi miöur sannast þar að við Íslendingar ætlum seint að hætta að vera kotungar,” segir Pétur Einarsson um bréf „óhressra flugkennara.” í Dagblaðinu sl. þriðjudag er grein í þættinum Raddir lesenda. Því miður sannast þar að við íslendingar ætlum seint að hætta að vera kotung- ar. Greinin er nafnlaus með aðdróttunum og rógi. Flugskólamál á íslandi eru þó ekkert felumál heldur varðar það alla þjóðina að vel sé á þcim haldið og opinber umræða góð. Ég hef þá lífsstefnu að reyna að gera það sem réttast er og gera aldrei annað en ég get óhræddur lagt nafn mitt við. „Óhressir flugkennarar”, sem ætla verður að skrifað hafi umrædda grein i Dagblaðið hafa önnur sjónarmið, en svo verður hver að haga sér sem hann er skapaður. Ég tel nauðsynlegt að öllum skrifum um opinber málefni sé svarað strax og rétt, með því sjónarmiði er grein þcssi skrifuð. „Heldur þykir mönnum fnykur af þessari ráðstöfun, þvi háttsettur maður hjá Flugmálastjórn er jafn- framt eigandi annars skólans.” Undirritaður Pétur Einarsson fulltr. flugmálastjóra er án efa sá sem átt er við. Hvað ég er háttsettur má deila um. Svo er guði fyrir þakkandi að ég er ekki einn eigandi að flugskólanum Flugtak hf., því ég gæti ekki einn axlað þann kostnað sem við eig- endurnir höfum borið af þeim skóla úr eigin vasa. Þessi skóli hefur aldrei verið rekinn í fjáraflaskyni, en af áhuga fyrir bættri flugmenningu hér á landi. Það er ekkert leyndarmál að ég er hluthafi í Flugskóla Flugtaks hf. og hafa yfirmenn mínir alla vitneskju um það. Ástæðan fyrir því að ég sem opinber starfsmaður á í fyrirtæki, sem leita þarf til stofnunar þeirrar er ég starfa við er sú að ég er ráðinn til starfa tímabundið, þ.e. frá 1. ágúst 1978 til 1. ágúst 1980, en ekki fast- ráðinn opinber starfsmaður. Það er dylgjað um að fnykur sé af þessu máli. Ég hef ekki lyktarskyn þessara manna, svo ég dæmi ekki um smekk þeirra. Samkvæmt 82. gr. sbr. 83. gr. loftferðalaga 34/1964 og reglugerð um fyrirtæki er starfa að loftflutningum nr. 405/1977 veitir flugmálastjóri leyfi til reksturs flug- skóla. Þessir menn hafa aldrei sótt um leyfi svo ég viti til, en fulljóst hlýtur mönnum að vera að ég veiti ekki leyfi til reksturs flugskóla. Ég skal vera fyrstur manna til þess að viðurkenna erfiða aðstöðu mina, þar sem ég virðist sitja beggja vegna við borðið og á mjög erfitt að vera hlutlaus í þessu máli. En mál þetta heyrir undir flugmálastjóra og loft- ferðaeftirlit, ekki undirritaðan. „Hugmyndin að baki þessu er víst að ná betri standard, en standardinn hjá öðrum skólum er svo gifurlegur að þar er einn kennari með hálf réttindi, þ.e.a.s. hann er á undan- þágu.” Dæmigerður rógur, sem alltof mikið er um í stétt íslenzkra flugmanna. Maðurinn sem um er að ræða er Þorsteinn Sigurgeirsson nteð um 8000 flugtíma að baki og 24 ára reynslu í sjúkraflugi við allar aðstæður, leiguflug og kennsluflug. Þorsteinn flaug m.a. um ára- bil hjá Birni heitnum. Pálssyni. Réttindi hans eru öll í lagi og hann er ekki á neinni undanþágu. Það rétta er að hann er með reyndustu og beztu flugkennurum okkar. Ef þessir óþekktu flugkennarar vilja fleiri svör frá mér þá er það meira en sjálfsagt, þau geta komið samstundis refjalaust og með fullu nafni. Hagur sjávarútvegs —hagur allra landsmanna Bogi Nilsson, sýslumaður, skrifar: Hvað er framundan? Okkur er sagt að lita verði með hóflegri bjartsýni á aflamöguleikana á þessu ári. Draga verður enn úr sókninni í þorskinn og loðnan er ekki lengur sú sjálfsagða, ótæmandi, gullkista sem hún áður var talin vera. Engin ástæða er þó til þess að vera með allt of mikla svartsýni, en skyn- samlcga verður að halda á málunum og allir hljóta að gera sér ljóst, að hömlulaus veiðimennska heyrir sög- unni til. Það þarf ekki að minna okkur á, að við veiðum næstum því einir i 200 milna fiskveiðilögsögunni og ættum þvi að geta haft mun betri stjóm á öllum veiðimálunum nú en áður og ekki kennum við öðrum um, ef okkur tekst það ekki. En margt ber að várast við stjórnun þessara mála, því margar eru gryfjurnar á leiðinni til réttrar niðurstöðu. Við Við skulum hafa það hugfast, að hagur sjómanna — hagur sjávarútvegs- er hagur allra landsmanna, skrifar bréf- ritari. DB-mynd höfum til dæmis orðið vör við ágrein- ing, jafnvel hnútukast, á milli lands- hluta, á milli útgerðarmanna, á milli sjómanna, svo ekki sé minnst á stjórnmálamennina út af stjórnunar- aðgerðum, en þess háttar togstreitu verður að útiloka. Hingað til hafa stjórnvöld einkum beitt beinum veiðitakmörkunum, eða veiðibanni, við stjórnunina, en hug- myndir um auðlindaskatt á Ýeiðarnar til takmörkunar á sókninni hafa heyrst. Ég ætla mér ekki að lýsa skoðun minni á þessum stjórnunar- aðferðum, en bið þess, að allir sem þetta skiptir og sem þessu ráða, sam- einist um að skoða málin af skynsemi og sanngirni, án allra hleypidóma og mun okkur þá vel farnast. Og við skulum hafa það hugfast, að hagur sjómanna — hagur sjávarútvegs, — ekki stundarhagur — heldur, þegar litið er fram á veginn — er hagur allra landsmanna. Heldur út á haf ið en að lenda hjá hjartalausu fólki Davið Björnsson, Eyjabakka 30, skrifar: Ég ntundi heldur fara út á Itaf og i opinn dauðanticua 'reyna að fá hæli hjá fólki eni er eins knlt hjarta- laust og mótfallið „svertingjum” (allir þeir sem hafa dökkt hörund eru kallaðir svertingjar hér á Islandi!) einsog íslendingar virðast vera. Ein úr vinnustaðahóp skrifaði i DB ,,. . . heldur álítum við að litað fólk komi til með að lenda í vandræðum og verða fyir margs konar óþægind- um.” Já. sannarleea lendir þetta fólk í vandræðum, hjá fólki eins og ykkur! Hvernig væri ef röðin kæmi einn goöan veðurdag að íslendingum og þeir þyrftu að leita hælis hjá erlendum þjóðum, og enginn mundi vilja taka við okkur? Enga flóttamenn hingað: Styðjum frekar öryrkja Öryrki hringdi: Ég er mótfallinn því að víetnamska flóttafólkið komi hingað. Hef reynslu af því frá Bandaríkjunum að þetta fójk samlagast ekki öðrum og býr út af fyrir sig, sbr. Kínahverfin. Auk þess ættum við að líta okkur nær. Hér eru næg vandamál. öryrkjar og gamalmenni fá ekki nægan stuðning, og eins eru dæmi um einstæðar mæður sem eiga ekki ofan í sig. Fatlað fólk á erfitt með að fá starf við sitt hæfi. En ætli það megi ekki fullyrða aö skilningur almennings á högum þess og kjörum hafi aukizt? DB-mynd. Ari Kristinsson Fötluðum mismun að á Selfossi? Kristín Guömundsdóttir, Lyngheiði 13, Selfossi skrifaði og vakti athygli á því að fyrir nokkru hefði fatlaður maður sótt um starf hjá Sundhöll Selfoss. í landslögum segi að fatlaðir eigi að ganga fyrir um vinnu. i þessu tilviki hafa lögin ekki verið virt og starfið veitt kennara við gagnfræða- skólann, sem aðeins hafi verið að leita eftir sumarvinnu. Kristin telur þessa stöðuveitingu ámælisverða og spyr hvort hér sé ekki verið að brjóta lög. Hún bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk í blóma lífsins að fatlast og þegar það hafi með ærnu erfiði endurhæft sig sé því víðast hvar synjað um vinnu. Þetta sé ekki hægt að líða öllu lengur. Ekki Óskar í Sunnubúðinni Óskar Jóhannsson, kaupmaður i Sunnubúð í Reykjavik, hafði sam- band við DB og óskaði eftir því að það yrði tekið fram að hann væri ekki sá Óskar Jóhannsson sem skrifaði bréf á lesendasíðu DB fyrir nokkrum dögum. Er þessu hér með komið á fram- færi.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.